Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ QQP ATLAIMTA ’96 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 9 Brasilíumenn grétu „Draumaliðið" í vandræðum framanaf Bandaríska ólympíuliðið í körfu- knattleik, „Draumalið III“, átti í mestu vandræðum framan af með fríska og skemmtilega Argentínumenn í fyrsta leik sínum í körfuknattleikskeppni Ólympíu- leikanna á laugardag. Argentínumennirnir byijuðu af miklum krafti og höfðu yfír, m.a. forystu á tímabili 15:14, en þá gerðist það vandræðalega atvik að rafmagnsbilum átti sér stað í Georgia Dome-höllinni og varð að gera hlé á leiknum í nokkrar mín- útur sökum þess. Eftir að gert hafði verið við bilunina og ljósin kveikt á ný skoraði besti maður „Draumaliðsins“, David Robinson, glæsilega þriggja stiga körfu og kom heimamönnum yfir og eftir það létu NBA-stjörnurnar foryst- una ekki af hendi þrátt fyrir að Argentínumenn hafi leikið mjög vel allan fyrri hálfleikinn og náð að halda aftur af „Draumaliðinu“ lengi vel. I síðari hálfleiknum fór hins vegar bandaríska hraðlestin í gang, lék varnarleikinn af miklum krafti og náði að sigla hægt en örugglega fram úr andstæðingun- um eftir því sem á hálfleikinn leið. Lyktir leiksins urðu svo 96:68 heimamönnum í vil en „Draumal- iðið“ lék hins vegar allt annað en sannfærandi á köflum og var þjálf- arinn Lenny Wilkens ekki par sátt- ur við sína menn. „Við lékum oft og tíðum eins og við hefðum eng- an áhuga á því sem við vorum að gera. Við verðum að skiija það að þó flestir spái okkur sigri á leikun- um fáum við gullið ekki baráttu- laust upp í hendurnar og við meg- um ekki slaka á í einum einasta leik ætlum við okkur alia leið,“ sagði Wilkens að leik loknum. Stigahæstur í liði heimamanna var miðheijinn David Robinson með 18 stig en hinn nýbakaði fað- ir, Shaquille O’Neal, kom næstur með 13. Stigahæstur Argentínu- manna var hins vegar Juan Espil, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 stig gegn stjörnum prýddu liði heimamanna. Tvíframlengt hjá Litháen og Króatíu Leikur „Draumaliðsins“ og Arg- entínu þótti þó blikna í saman- burði við fjöruga og hörkuspenn- andi viðureign Litháa og Króata þar sem tvær framlengingar þurfti til áður en þeir fyrrnefndu fögnuðu sigri 83:81. Fyrirliði Litháanna, Rimas Kurtinaitis, var hetja sinna manna en liann skoraði níu af ellefu stig- um liðsins í síðari framlengingunni og tryggði þannig Litháen sigur á silfurliði Króata frá því á Ólympíu- leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum. Stigahæstur í liði Litháanna var annars miðheijinn Arvydas Sabonis, leikmaður með Portland Trail Blazers í bandarísku NBA- deildinni, sem gerði 20 stig, en stigahæstur Króata var 'ninn góðk- unni leikmaður Chicago Bulls, Toni Kukoc, sem þiátt fyrir brot- inn þumalfingur skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Bæði Litháen og Króatía eru talin meðal sterkustu körfuknatt- leiksliða Ólympíuleikanna og hall- ast flestir að því að þessi tvö lið ásamt Júgóslövum, sem sigruðu Barkley kvartar og Iweinar BANDARÍSKA körfuknattleikshetjan, Charles Barkley, finnur nú hótelherbergi sínu á Óiympíuleikunum í Atlanta allt til foráttu og hyggst hann finna sér annan samastað hið snar- asta. Bandaríska „Draumaliðið" gistir á fimm stjömu hóteli nokkuð fyrír utan ólympíuþorpið sjálft í því skyni að vemda leikmenn fyrir æstum aðdáendum og hugsanlegum misyndis- mönnum. Barkley er hins vegar allt annað en ánægður með þetta fyrirkomulag, segir hótelherbergi sitt lítið og loftlaust og hefur kappinn nyög takmarkaðan áhuga á að dvelja leng- ur með félögum simun á hótelinu. Reuter ARVYDAS Sabonis, leikmaður með Portland Trail Blazers í bandarísku NBA-deildinni, lék mjög vel og gerði 20 stlg þeg- ar Litháar lögðu Króata að velli 83:81 eftir tvíframiengdan og æsispennandi lelk á laugardag. Sabonis á hér í hörðum slag við Króatann Stojan Vrankovic en talið er að bæði þessi lið muni blanda sér í baráttuna um efstu sætin á ÓL. Reuter FRAIMCISCO Palencia var hetja Mexikómanna þegar þeir lögðu ítali að velli 1:0 á Ólympíuleikunum í Atlanta á sunnu- dag. Hér fagnar Palencia með tilþrifum marki sínu en það kom þegar einungis örfáar mínútur voru eftir af leiknum. og uppselt var á opnunarleikinn á laugardag þar sem tæplega 84.000 manns voru saman komnir og sáu Argentínumenn leggja heimamenn að velli með þremur mörkum gegn einu á Legion Eield-leikvanginum í Birmingham, Alabama. Bandaríkjamenn fengu að vísu óskabyrjun þegar Claudio Reyna skoraði strax á fyrstu mínútu leiks- ins en þeir Gustavo Lopez, Herman Crespo og Diego Simone svöruðu fyrir Argentínumenn og tiyggðu fyri’verandi heimsmeisturunum sig- urinn. Af öðrum knattspyrnuúrslitum keppninnar má nefna að hin sterku lið Frakka, Spánveija og Portúgala sigruðu öll um helgina og voru það Ástralir, Sádi-Arabar og Túnisbúar, sem lúta þurftu í lægra haldi og þá sigruðu Nígeríumenn Ungveija með einu marki gegn engu í Or- lando á sunnudag. ■ Úrslit / B18 Brasilíumenn hafa löngum verið í fremstu röð á sviði knatt- spyrnunnar og oftar unnið til verð- launa á stórmótum en margir aðrir og þykir það því merkilegt mjög að þessi mikla knattspyrnuþjóð hafi aldrei náð að fagna sigri á Ólympíu- leikum. Ekki eru nema tvö ár liðin síðan Brassarnir hömpuðu heims- meistarastyttunni eftirsóttu á' HM í Bandaríkjunum _en eftir byijun þeirra að dæma á Ólympíuleikunum í Atlanta mun að öllum líkindum einhver bið enn verða á fyrsta ólympíugulli þeirra. Fyrsti leikur Brasilíumann- anna í keppninni fór fram á sunnu- dag og voru andstæðingarnir Jap- anir. Brasilíumenn, sem fyrirfram voru taldir sigurstranglegastir á leikunum, réðu gangi leiksins lengst af og var það þeim því mikið áfall þegar Teruyoshi Ito kom Japönum yfír á 70. mínútu. Eftir markið færðu Brassarnir nær allt lið sitt í framlínuna í því skyni að reyna að jafna metin en markvörður Japana, Yoshikatsu Kawaguchi, stóð sem klettur á milli stanganna og tryggði Japönum dýrmætan sigur á heims- meisturunum. Fyrir Ólympíuleikana höfðu Brasilíumenn gert sér miklar vonir um verða fyrsta liðið síðan 1930 til þess að fagna bæði heirns- og ólympíumeistaratitli með aðeins tveggja ára millibili en það er nú ljóst að stórstjörnur í liði Brassanna á borð við Bebeto, Aldair, Ronaldo og Juninho verða heldur betur að taka sig saman í andlitinu og gera betur ætli þeir sér að láta drauminn verða að veruleika. Bronsliðið frá 1992 beið einnig ósigur Leikur Brasilíumanna og Japana var þó ekki eini leikurinn í knatt- spyrnukeppninni þar sem óvænt úrslit litu dagsins ljós því brons- verðlaunahafarn- ir frá því á ÓL í Barcelona 1992, Ghanamenn, biðu 0:1 ósigur fyrir frískum S-Kóreu- mönnum og var það Woon Jong- Hwan, sem tryggði þeim síðar- nefndu sigurinn. Þá virðist ekkert lát ætla að verða á ógæfu ítala en flestum knattspyrnuáhugamönnum er eflaust enn í fersku minni lélegt gengi þeirra í Evrópukeppninni á Englandi, sem fram fór í síðasta mánuði. Italirnir tefla að vísu fram fremur ungu liði á leikunum í Atl- anta með fáa reynda leikmenn, fyr- ir utan markvörðinn góðkunna Gianluca Pagliuca, og töpuðu þeir 0:1 fyrir Mexíkó á sunnudaginn eftir mark frá Francisco Palencia skömmu fyrir leikslok. Uppselt á opnunarleikinn Mikill áhugi er á knattspyrnu- keppni Ólympíuleikanna í Átlanta KIMATTSPYRNA Brasilía tapaði óvænt fyrirJapan KORFUKNATTLEIKUR Rafmagnsbilun átti sér stað í Georgia Dome-höllinni Þá telja margir að Brasilíumenn gætu átt eftir að koma á óvart á leikunum en frábær frammistaða hins 38 ára gamla Oscar Schmidts tryggði þeim sig- ur á Puerto Rico 101:98 á laugardag. Schmidt skor- aði 45 stig og átti hreint stórkostlegan leik og haldi hann áfram að leika eins og hann gerði á laugardag- inn gæti vel farið svo að Brasilíumenn muni ná að velgja Bandaríkjamönnum, Litháum, Júgóslövum og Króötum undir uggum. Grikki 71:63 á laugardag, muni koma til með að beijast harðri baráttu við bandaríska „Draumaliðið" um efstu sætin á leikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.