Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 D 9 QS8> ATLANTA ’96 Gagnrýnir Morceli VENUSTE Niyongabo, ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi frá Búrundí, vandaði ekki Noureddine Morceli kveðjurnar eftir sigurinn í 5 km. Morceli hefur forðast að mæta Niyongabo og öðrum fremstu 1.500 metra hlaupurum heims í keppni á alþjóðleg- um stórmótum undanfarin misseri og neitað að taka þátt í mótum nema þeir keppi í öðr- um greinum en hann. „Eg virði Morceli sem íþróttamann en stundum verð ég næstum því móðgaður við hann. Hann er hræddur við að mæta hættu- legustu keppinautum sínum. Hvað varðar íþróttamannslega hegðun þá fer lítið eða ekkért fyrir henni. Sem ólympiumeistari mun ég aldrei sjá til þess að einhverjum verði haldið utan hlaupanna sem ég tek þátt í,“ sagði hann. Niyongabo vann gull íþágu friðar í Búrundí VENUSTE Niyongabo vann fyrstu ólympísku gullverðlaun Búrundí með sigrl í 5.000 m hlaupl. VENUSTE Niyongabo vann fyrstu ólympísku gullverðlaun Búrundí með sigri í 5.000 metra hlaupi í Atlanta á laugardags- kvöld. Sannaði hann að það var enginn heigulsskapur sem olli því að hann kaus að hlaupa 5 km í stað uppáhaldsgreinar sinnar, 1.500 metranna. Hljóp hann takt- ískt og afar skynsamlega og lagði hvern afburðahlauparann af öðr- um að velli á 13.07,96 mínútum. Eftir hlaupið sagðist hann vona að sigur sinn gæti orðið til þess að stuðla að friði í þjóðernisátök- unum í Búrundí. Kenýumaðurinn Paul Bitok vann silfrið á 13.08,16 en hann varð einnig í öðru sæti í hlaupinu í Barcel- ona, og þriðji varð Khalid Boulami frá Marokkó á 13.08,37, rétt á und- ari meistaranum frá í Barcelona, Þjóðverjanum Dieter Baumann. Þriðji verðlaunamaðurinn frá 1992, Eþíópíumaðurinn Fita Bayissa, varð 10. MHLAUP Hlaupið fór til- tölulega rólega af stað og varð afar taktískt. Kenýu- og Marokkómenn menn héldu for- ystu lengi vel. Þegar þriðjungur hlaupsins var eft- ir voru 12 af 15 keppendum enn í hóp. Reyndu þá Kenýumennirnir að keyra upp hraðann og unnu sem sveit í þeim tilgangi að tryggja einhveijum þeirra verðlaun. Niyongabo, brons- verðlaunahafi í 1.500 m á HM í fyrra, beið átekta í hópnum þar til á næstsíðasta hring er hann tók for- ystu. Jók hann hraðann mjög þegar 400 metrar voru eftir og setti á mikinn sprett 300 metra frá marki. Áhorfendur ætluðu að rifna af æsingi er heimamaðurinn Bob Kennedy tók forystu og fór greitt er kílómetri var eftir. Atti hann þó Hljóp taktískt, afar skynsamlega og lagði hvern afburða- hlauparann af öðrum að velli ekki svar við lokaspretti Niy- ongabos og ann- arra og varð sjötti. „Það hryggði mig auðvitað ekki að Haile Gebreselassie [heimsmethafinn frá Eþíópíu] mætti ekki til leiks. En ég vann ekki bara vegna þess að hann hljóp ekki, ekki halda að hann sé eina stjarnan,“ sagði Niyongabo, sem er 22 ára. Þrátt fyrir stríðið sendi Búrundí keppendur til Atlanta og er það í fyrsta sinn sem landið tekur þátt í ólympíuleikum. Pierre Buyoya ofursti, sem rændi völdum fyrir 10 dögum, sendi Niy- ongabo heillaóskir og í ávarpi til þjóð- arinnar sagðist hann vona að hug- rekki hans yrði öðrum fordæmi til að finna nýja leið til friðar, sátta og samlyndis í landinu. Venuste Niyongabo Búrundí Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi karla. Aldur: 22 ára. Persónulegt met: 13.03,29 - 1996. Fyn írangur: Annar í 1.500 metrum á heimsmeistaramóti unglinga 1992 - þriðji í 1.500 metrum á heimsmeistaramót- inu 1995. ■ Venuste Niyongabo býr í Siena á Ítalíu þar sem hann leigir litla íbúð með góðvini sínum Samuel Matete frá Zambíu, silfurverðlaunahafa í 400 metra grindahlaupinu á Ólympíuleikunum í Atlanta. Niyongabo hóf feril sinn sem 1.500 metra hlaupari en ákvað að reyna fyrir sér í 5.000 metr- unum ekki alls fyrir löngu og hljóp þá í sínu öðru 5,000 metra hlaupi á innan við 20 sekúndum frá heimsmetinu. Faðir hans er dýraskurðlæknir en móðir hans kennari. Josia Thugwane S-Afríku Ólympíumeistari í maraþon- hlaupi karla. Aldur: 25 ára. Persónulegt met: 2:11.46 - 1996. Fyrri árangur: Sigurvegari í Honolulu-maraþoninu 1995 - Sigurvegari í Höfðaborgarm- araþoninu 1996. ■ Josia Thugwane er fæddur í borginni Bethel en starfar nú sem öryggisvörður á gistiheim- ili námaverkamanna í Höfða- borg. í marsmánuði varð Thugwane fyrir skoti í árás vopnaðra manna á bíl hans en hlaut þó ekki alvarleg sár og hélt fljótlega til Albuquerque til æfinga fyrir Ólympíuleik- ana. Thugwane er giftur og á fjórar dætur. Thugwane sigraði í æsi- spennandi maraþoni Josia Thugwane varð fyrsti þel- dökki Suður-Afríkubúinn til þess að vinna gullverðlaun á Ólymp- íuleikum er hann kom fyrstur í mark í maraþonhlaupi karla á sunnudag. Keppnin var mjög hörð og var silfurverðlaunahafinn, Lee Bong-Ju frá Suður-Kóreu, aðeins þremur sekúndum á eftir Thugw- ane, sem kom í mark á 2:12.36 klst. Eric Wainana frá Kenýu var þriðji, en hann kom í mark aðeins átta sekúndum á eftir Suður-Afr- íkumanninum. Sá sem talinn var sigurstrangleg- astur í maraþoninu, Martin Fiz, hafnaði í fjórða sæti á 2:13.20 klst. Reuter MARAÞON karla í Atlanta var svo jafnt að aðelns átta sek- úndur skildu verðlaunahafana að þegar upp var staðið. Lengst tll hægri er sigurvegarinn Josia Thugwane. í miðj- unni er Lee Bong-Ju og Erlc Wainana er lengst til vinsrl. Thugwane sigraði í Honolulu-mara- þoninu í fyrra og í Höfðaborgar- hlaupinu á þessu ári. Hann slasað- ist töluvert í mars er hann varð fyrir skoti þegar hann kastaði sér úr bifreið á töluverðri ferð. Atlantal996 íi ’8 .9 1 :ri b Á u e A É d 'I ri u .0 b CHRISTIAN Nsiah sprett- hlaupari frá Ghana hljóp með sveit sinni í 4x100 metra boðhlaupi í riðlakeppninni en hvíldi í undanúr- slitunum. Er að úrslitahlaupinu kom gleymdist að tilkynna breyt- inguna þess efnis að hann yrði með. Þess vegna var sveit Ghana dæmd úr leik áður en hlaupið hófst. ■ EN það gekk ekki vandræða- laust fyrir sig að koma Ghanabú- unum í skilning um að þeir hefðu ekki farið rétt að og þurfti að seinka hlaupinu um tíu mínútur á meðan yfirdómari hlaupsins fékk þá til að sætta sig við stöðu mála. ■ NSIAH var ekki sáttur við þessi málalok og sagði eftir á að yfir- dómara hefði verið tilkynnt um breytinguna fyrirfram en hann hefði bara ekki tekið eftir því. „Ég er ánægður með að Bandaríkja- menn sigruðu ekki því það var þeim að kenna að ég var dæmdur úr leik,“ sagði Hsiah með fýlusvip. ■ AFRÍSKIR hlauparar unnu öll hlaup karla lengri en 800 metra en ekkert land vann þó fleiri en eina grein. Noureddine Morceli, Alsír, vann 1.500 metrana, Joseph Keter, Kenýu, hindrunarhlaupið, Venuste Niyangabo, Búrundí, 5 km, Haile Gebrselassie, 10 km, og Josiah Thugwane, Suður-Afr- íku, maraþonið. ■ EINS og í 10 km hlaupinu fóru verðlaunin öll til afrískra hlaupara. í maraþoninu fóru gull og brons til Afríku, einnig í 1.500 metrun- um, en í hindruninni fór gull og silfur til Afríku. Evrópumenn unnu aðeins tvenn verðlaun í lang- hlaupunum, silfur í 1.500 m og brons í 3.000 m hindrun. ■ ÞEIR hlauparar sem náð hafa fjórum bestu tímum ársins í 5 km hlaupi kepptu ekki í greininni í Atlanta af ýmsum ástæðum. Sala Hissou frá Marokkó [12.50,80] hljóp 10 km og vann brons, Kenýu- mennirnir Daniel Komen [12.51,60] og Phillip Mosima [12.53,72] komust ekki í kenýska liðið og landi þeirra Moses Kipt- anui [12.54,85] keppti í hindrunar- hlaupi. ■ GWEN Torrence vann sín fimmtu gullverðlaun á Ólympíu- leikum er hún innsiglaði sigur bandarísku sveitarinnar i 4x100 metra boðhlaupi kvenna. ■ í SAMA hlaupi tókst Gail Dev- ers að vinna Qórða ólympíugull sitt. Báðar skipuðu þær einnig sigursveit Bandaríkjanna á leik- unum fyrir fjórum árum. ■ INGER Miller, sem hljóp þriðja sprett bandarísku sveitarinnar í 4x100 metra boðhlaupi, vann sín fyrstu gullverðlaun á Ölympíuleik- um. Faðir hennar Lennox Miller vann til bronsverðlauna í 100 metra hlaupi i Mexíkó árið 1968 og til silfurverðlauna í sömu grein árið 1972 í Miinchen, en hann keppti fyrir Jamæku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.