Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 12
12 D MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 Q9P ATLANTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ ÞrefaK hjá Banda- ríkja- mönnum Fjórtán gull í4x400 metrum ÞRÁTT fyrir að Bandaríkjainenn hafi ekki haft besta 400 metra hlaupara heimsins í dag, Michael Johnson, i sveit sinni í úrsiitum 4x400 metra boðhlaups á laugardaginn kom það ekki í vegfyrir Qórtánda signr þjóðarinnar í þessari tegund boðhlaups á Olympíu- leikum frá því að keppni hófst í greininni árið 1912 í Stokkhólmi. Það var fyrst árið 1920 sem Bandaríkjamenn urðu að sætta si g við að sigra ekki, þá hðfnuðu þeir í fjórða sæti í fyrsta og eina skipti hingað til. Árin 1936 og 1952 varð bandaríska sveitin í öðru sæti. Tuttugu árum seinna í Miinchen þótti sveitin mjög sigurstrangleg en þá voru tveir keppendur sendir heim vegna mótmæla við verð- launaafhendingu i 400 metra hlaupi og þriðji maðurinn meiddist og því var sveitin dregin úr keppni. Árið 1980 voru þeir síðan ekki með sem kunnugt er. Um leið og Bandaríkjamenn hafa krækt í fjórtán gullverðlaun hafa þeir sett heimsmet í níu skipti. Vængbrotin sveit Bandaríkjanna í 4x400 metra boðhlaupi karla sigraði örugglega í greininni í 14. sinn á Ólympíuleikum og tókst þar með að bjarga heiðri þjóðar sinnar í karlaboðhlaupum að þessu sinni eftir slæma útreið í styttra hlaupinu nokkru áður. Hvorki Ólympíu- og heimsmeistarinn Michael Johnson né heimsmethafinn Harry „Butch“ Reynold gátu hlaupið með að þessu sinni vegna meiðsla. En félagar þeirra, Smith, Harrison, Mills og Maybank, létu ekki reynsluleysið á sig fá og komu fyrstir í mark á þriðja besta tíma sög- unnar, 2:55,99 mínútum. Breski methafinn í 400 metra hlaupi, Roger Black, hljóp síðasta sprettinn fyrir þjóð sína og sótti mjög að May- banks og er 200 metrar voru eftir BOÐHLAUP Sveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark á þriðja besta tíma sögunnar 'HlÉffi Reuter BANDARÍSKA kvennasveltln í 4x400 metra boðhlaupl fagnar slgrl. leit úr fyrir að lokaspretturinn yrði æsispennandi en svo varð ekki. Maybanks bætti í seglin á síðustu 150 metrunum og Black átti ekk- ert svar, varð að gera sér annað sætið að góðu á Evrópumeti, 2:56,60 mínútum. Aðrar sveitir blönduðu sér ekki í baráttuna um gullið. Titillínn varinn Bandarísku kvennasveitinni í 4x100 metra boðhlaupi urðu ekki á nein mistök er hún varði Ólympíu- meistaratilil sinn í greininni. Stúlk- urnar komu í markið á 41,95 sek- úndum og voru 19/100 úr sekúndu á undan sveit Bahamaeyja er hlaut silfrið en Merlene Ottey og stöllur hennar í sveit Jamæku hrepptu þriðja sætið. Það var umfram allt góður sprettur Gail Dervers á öðrum spretti og lokasprettur Gwen Torrence sem innsiglaði sigurinn og um leið besta tíma ársins, 41,95 sekúndur. Stöllur þeirra í 4x400 metra boðhlaupi komu fyrstar í mark eft- ir æsilega keppni við sveit Nígeríu er hafnaði í öðru sæti og þýsku stúlkurnar urðu skammt þar á eft- ir í þriðja sæti. Þetta var einungis í annað skiptið síðan byijað var að keppa í þessari grein í kvenna- flokki á Ólympíuleikum árið 1972 sem bandarískar stúlkur hampa gullverðlaunum, fyrsta skiptið var fyrir tólf árum í Los Angels. Bestur og að hætta JAN Zelezny slgraði í spjót- kasti á öðrum Ólympíuleik- unum í röð. í dag mætir hann á fyrstu æflng- una í hafnabolta og hyggst snúa sér að honum. Jan Zelezny Tékklandi Ólympíumeistari í spjótkasti karla. Aldur: 30 ára. Persónulegt met: 98,48 metrar 1996, sem jafnframt er heimsmet. Fyrri árangur: Þriðji á heims- meistaramóiinu 1987 - Annar á Ólympíuleikunum 1988 - Sigur- vegari á Ólympíuleikunum 1992 - Sigurvegari á heimsmeistaramót- inu 1993 - Þriðji á Evrópumeist- aramótinu 1994 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1995 - Fimmfaldur heimsmethafi. ■ Jan Zelezny á ekki langt að sækja spjótkastshæfileika sína því báðir foreldrar hans voru spjót- kastarar. Zelezny er lærður bif- vélavirki en hann var um hríð of- ursti í tékkneska hernum. Árið 1989 var talið að Zelezny myndi þurfa að hætta allri íþróttaiðkun sökum sprungu í hryggjarlið en það virðist þó engan veginn há honum í dag og hefur sá orðrómur jafnvel heyrst að hann ætli að reyna fyrir sér sem kastari hjá bandaríska hafnaboitaliðinu Atl- anta Braves á komandi keppnis- tímabili. Nafnið Zelezny þýðir ,járnmaðurinn“. Zelezn\ Tékkinn Jan Zelezny sýndi og sannaði á laug- ardaginn að hann er besti spjótkastari í heimi. Hann sigraði með því að kasta 88,16 metra og tókst þar með að verja sigur sinn frá því á síðustu leikum í Barcelona, en slíkt hefur ekki gerst í spjótkasti síðan Finninn Jonni My- yra sigraði 1920 og aftur 1924, eða í rúm 70 ár. Tékkinn þrítugi náði forystunni í öðru kasti, kastaði þá 88,16 metra, sem reynist sigurkastið. Bretinn Steve Backley hækkaði sig um eitt sæti frá því í Barcelona, krækti sér í annað sætið með fyrsta kasti sínu, 87,44 metrar og þriðji varð Finninn Seppo Raty sem kastaði 86,98 í síðustu tilraun og skaust þar með upp fyrir Þjóð- veijann Raymond Hecht sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Zelezny var mjög frískur í upphituninni og kastaði þá lengra en gildandi heimsmet hans er, og hann sannaði enn einu sinni að menn þurfa ekki að vera hávaxnir og þungir til að ná langt í spjótkasti, enda segir hann að spjótkastarar SPJOTKAST þurfi að sameina „styrk kastarans, hraða sprett- Tékkinn fyrstur til að hlauparans, J sprengikraft stökkvara og samhæfíngu fim- leikamannsins.“ Eftir sigurinn staðfesti Zelezny að hann ætlaði að reyna fyrir sér í bandarískum hafnbolta hjá Atlanta Braves, en heimavöllur liðsins er steinsnar frá ólympíuleikvanginum. „Hvers vegna hjá Braves? Vegna þess að þeir eru svo nálægt að ég get kastað spjótinu verja gullið síðan Myyra gerði það árið 1924 mínu þangað!“ sagði kappinn á blaðamannafundi eftir spjótkast- skeppnina. „Er mér alvara með þessu? Auðvitað! Mig hefur alltaf langað að prófa eitthvað nýtt og ég fer á fyrstu æfinguna á mið- vikudaginn [í dag] og ef þetta geng- ur ekki upp hjá mér, þá fer ég bara heim. Eg held að ég eigi meiri mögu- leika en Michael Jordan því spjót- kastið er líkara hafnabolta en körfu- boltinn. Eg er mjög spenntur að prófa þetta og vonandi gengur vel hjá mér,“ sagði Zelezny. Bretinn Steve Backley var fijótur að óska honum góðs gengis. „Von- andi kemstu að í hafnaboltanum. Þá yrði spjótkastkeppnin miklu auð- veldari fyrir okkur hina!“ Hann sagðist hafa ætlað að taka vel á því í fyrsta kasti til að setja þrýsting á hina. „Því miður var kastið ekki alveg nógu langt til að sigra Jan en ég er ánægður," sagði Backely sem getur vel við unað því hann sleit hásin í vetur og var meðal annars á hækjum þegar Zelezny setti heimsmetið (98,48 m) í lok maí._ „Eg var aldrei í vafa um að ég Reuter kæmist til Atlanta, en að ég kæm- ist á pall var nokkuð sem ég bjóst ekki við. Það var erfitt að vera á hækjum í sumar og fylgjast með keppinautunum í fullri æfingu. Sil- frið er því mjög kærkomið," sagði Backley. Hinn 34 ára gamli Finni, Seppo Raty, er búinn að vera lengi að og hann skaust í þriðja sætið. „Ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Backely um árangur Ratys. „Ég hélt við hefðum séð svanasöng Seppos á Evrópumót- inu í Helsinki áirð 1994 en svo kem- ur hann hér og verður þriðji. Það er ánægjulegt fyrir okkur hina að sjá að menn geta verið í þessu svona lengi,“ sagði Backley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.