Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 16
16 D MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLAIMTA '96 V J 1 Bandaríska „Drauma- liðið“ hafði mikla yfír- burði í körfuboltakeppni karla. Skapti Hall- grímsson fylgdist með leikmönnum liðsins líða áfram sem í draumi lengi vel í úrslitaleikn- um, en taka síðan góðan sprett o g gulltryggja sér þau verðlaun sem búið var að eyrna- merkja þeim fyrir löngu. Sú frétt sem minnst kom á óvart á Ólympíuleikunum var líklega þessi: Bandaríkjamenn sigruðu í körfuknattleik karla. Hefðu þeir ekki hreppt gullið hefði sú frétt hins veg- ar mjög sennilega komist á forsíður dagblaða um heimsbyggðina alla en þau tíðindi bíða enn um sinn. Þetta voru aðrir Ólympíuleikarnir þar sem atvinnumenn úr NBA-deildinni eru meðal þátttakenda og sigurinn verið auðveldur í bæði skiptin. Nú sigruðu þeir Júgóslava 95:69 í úrslitaleikn- um. Ekki er hægt að álasa Bandaríkja- mönnum fyrir hve geysilega snjallir þeir eru í körfuknattleik. Varla er hægt að orða það svo að það sé þeim að kenna (!) hve yfirburðirnir eru miklir, en vegna þeirrar stað- reyndar var körfuknattleikskeppni karla hér í Atlanta aldrei spenn- andi. Heldur ætti að þakka þeim fyrir snilldina því smám saman verða leikmenn annarra þjóða betri, vegna Bandaríkjamanna, og að því gæti komið að þeim yrði veitt einhver keppni þó það verði varla í náinni framtíð. Það sást þó bersýnilega á þessum leikum að bilið milli þeirra og Evrópubúa er mikið að minna. Og stór þáttur í því er líklega sá að mótheijarnir bera ekki jafn mikla óttablandna virðingu fyrir stjörnun- um. Sumir úr Evrópuliðunum leika með þeim í NBA-deildinni, vita að þeir eru mannlegir (!) og beijast eins og ljón gegn þeim. Mótheijarnir eru ekki svo upp með sér að fá að spila við þá (eins og kom fyrir í Barcel- ona) að nóg upplifun sé að fá að vera á sama velli og þeir. Vitað mál var að það yrði allt að því jafn vonlaust fyrir andstæðinga bandaríska landsliðsins að gera sér vonir um gullverðlaun og það yrði fyrir keppinauta Michaels Johnsons í 200 og 400 metra hlaupunum. Það var því kannski táknrænt að Johnson - hugsanlega fótfráasti maður jarðar - skyldi vera meðal áhorfenda á úr- slitaleik Draumaliðsins gegn Júgó- slavíu á laugardagskvöld. Stjörnurn- Morgunblaðið/Kristinn BANDARÍKJAMENNIRNIR Hakeem Olajuwon, Charles Barkley og Gary Payton standa hér í ströngu í leiknum gegn Júgóslavíu. Charles Barkley llggur greinllega eltthvað á hjarta en dómaranum er alveg sama og dæmir uppkast. Morgunblaðið/Kristinn JUAN Antonlo Samaranch, forseti Alþjóða ólympíu- nefndarlnnar, afhendir miðherjanum Hakeem Olajuwon gulllð. Gary Payton skemmtir sér ágætlega við hlið hans. Andstæðing- arnir 100 sinnum betri en 1992 „FYRIRGEFIÐ að ég skuli orða það svona, en Jesús Kristur gat ekki einu sinni þaggað niður gagnrýnisraddirnar, hvers vegna haldið þið að gullverðlaun hér muni gera það?“ spurði Lenny Wilkens, þjálfari banda- ríska „draumaliðsins" eftir sigur á Júgóslavíu í úrslitaleiknum, en lið hans var gagnrýnt talsvert fyrir að leika ekki nægilega vel og sigra andstæðingana ekki með eins miklum mun og banda- ríska landsliðið gerði fyrir fjór- um árum í Bareelona. „Ég hef grandskoðað málið og sannleikurinn er sá að liðið nú er að spila við miklu betri and- stæðinga en 1992 en sigraði. Hvort sem það dugar þeim sem hafa gagnrýnt okkur skiptir mig í rauninni engu máli,“ sagði Wilk- ens. Þjálfarinn sagði andstæðing- um Bandaríkjamanna hafa farið gífurlega fram frá því í Barcel- ona. „Ef ég á að vera heiðarleg- ur verð ég að lýsa því yfir að það háskólalið er ekki til í Banda- ríkjunum sem myndi sigra Júgó- slavíu, Litháen eða jafnvel Arg- entínu eins og liðin hafa verið að leika hér. Þessi lið verða að fá það hrós sem þau eiga skilið; þau eru 100 sinnum betri en 1992.“ ar úr NBA-deildinni vilja (og geta) leika á fullri ferð allan tímann; láta knött- inn ganga hratt á milli, beita hraða- upphlaupum eftir megni og skemmta áhorfendum með ýmsum brellum sem mest þeir mega. Ekki fór á milli mála að Júgóslavar voru með næstbesta liðið að þessu sinni, enda þekktir fyrir að eiga marga frábtbra leik- menn. Og þetta besta lið Evrópu lék mjög vel í úrslitaleiknum; Iék á þann eina hátt sem skynsamlegt var. Hélt hraðanum í leiknum niðri lengi vel og það fór í taugarnar á heima- mönnum. Sóknir Júgóslava voru langar, og þannig leið þeim vel. Þeir hittu vel, 'nvort sem var innan teigs eða utan, á meðan Bandaríkja- mennirnir voru langt frá sínu besta og athyglivert var að það voru Júgó- slavar sem skoruðu eftir eina hraða- upphlaup fyrri hálfleiksins! Þeir höfðu forystu lengi vel en Banda- ríkjamenn voru komnir yfir fyrir hlé, 43:38. Leikir Bandaríkjamanna þróuðust gjarna þannig hér á leikunum að spenna var í fyrri hálfleiknum en síðan fóru þeir að spila hraðar og höfðu tögl og hagldir í þeim seinni. Svo fór þó ekki nú, ekki strax, því KORFUKNATTLEIKUR Bandaríkjamenn hafa enn yfirburði þó þeir hafi sjaldan virkilega sýnt hvað í þeim býr er seinni hálfleikur var tæplega hálfn- aður munaði einu stigi, 51:50. Síðan kom í ljós úr hve miklu Bandaríkja- menn höfðu að moða. Vlade Divac, miðheiji Júgóslavíu, fékk fimmtu villu sína fljótlega í seinni hálfleik og að missa Divac var of stór biti að kyngja fyrir félaga hans. Charles Barkley fiskaði þessa síðustu villu á Divac - vissi greinilega hvað hann var að gera - en fór fljótlega sömu leið sjálf- ur. Mislíkaði að brot skyldi dæmt á einn félaga hans, lét dómarann fá það óþvegið og fékk villu fyrir. Sína fimmtu og fékk að slaka á utan vallar það sem eftir var. Divac var sárt saknað en engu máli skipti þó Barkley væri ekki með. Breiddin í bandaríska hópnum kom í ljós. Anfernee Hardaway var frábær í bandaríska liðinu, David Robinson fór einnig á kostum, var stigahæstur með 28 og tók 7 frá- köst. Þá voru Reggie Miller og John Stockton einnig mjög góðir. Bestir í liði Júgóslavíu voru bak- vörðurinn Djordjevic og framheijinn Danilovic, leikmaður Miami Heat, sem var eini maður vallarins sem lék allar 40 mínúturnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.