Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrirhugaður 200 millj. kr. sparnaður í framhaldsskólum
Skólameistarar telja
tillögur varhugaverðar
„Þetta kemur sér auðvitað mjög
illa fyrir skólastarfið, ekki síst vegna
þess að það hefur verið mikill niður-
skurður undanfarið til framhalds-
skóia,“ segir Kristín Amalds. Hún
minnir á að skólar eins og FB bjóði
ekki eingöngu upp á bóknám heldur
einnig verknám. Verknámið sé hlut-
fallslega dýrara og segir hún að
hingað til hafi ekki verið tekið nægi-
lega mikið tillit til þess í íjárveiting-
um.
„Þessi áform hljóta að bitna á
nemendum og þeirri þjónustu sem
skólinn veitir," segir Kristín. Hún
bendir á að skólastarfið sé mjög
bundið. Nemendur þurfi að ljúka
ákveðnum fjölda eininga til að ljúka
námi og ef fækka eigi kennslustund-
um hafí það óhjákvæmilega mikil
áhrif á námsframvindu.
SKÓLAMEISTARARNIR Kristján
Bersi Ólafsson í Flensborgarskóla
og Kristín Arnalds í Fjölbrautar-
skóla Breiðholts telja tillögur
menntamálaráðuneytisins um fyrir-
hugaðan sparnað ríkisins í rekstri
framhaldsskóla um 200 millj. kr. frá
fjárlögum yfírstandandi árs var-
hugaverðar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun spamaðurinn einkum
hafa í för með sér fækkun kennslu-
stunda. Að sögn Ásdísar Höllu
Bragadóttur, aðstoðarmanns
menntamálaráðherra, er útfærsla
tillagnanna á vinnslustigi.
Hlynntur fækkun
af faglegum ástæðum
Kristján Bersi kveðst vera hlynnt-
ur fækkun kennslustunda í fram-
haldsskólum af faglegum ástæðum
enda yrði stuðningstímum fjölgað að
sama skapi. Hann segir hægt að
kanna hvort hægt sé að ná fjárhags-
legri hagræðingu með fækkun en
hann hafí miklar efasemdir um það.
„Ég held að ekki sé hægt að
minnka kennslukostnað í fram-
haldsskólum. Jafnvel þótt kennslu-
stundum væri fækkað verður að
halda uppi ýmiss konar stoðþjón-
ustu,“ segir Kristján. Hann segir
að fyrir hvem tíma sem felldur sé
niður verði að fá a.m.k. hálfan til
baka í stoðkennslu.
„Almennt séð held ég þó að meiri
ástæða væri til að auka fjárveiting-
ar til framhaldsskóla, jafnvel þótt
árferði sé erfítt. Ég held að það
muni skila meira fyrir þjóðfélagið,"
segir Kristján.
Kannabisplöntur í kirkjugarði
LÖGREGLAN í Hafnarfirði fjar-
lægði 192 litlar kannabisplöntur
af 11 leiðum í gamla hluta kirkju-
garðsins í Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöld eftir að vegfarandi um
garðinn hafði gert lögreglunni
viðvart. Gissur Guðmundsson,
rannsóknarlögreglumaður hjá
rannsóknardeild lögreglunnar i
Hafnarfirði, segir að engar vís-
bendingar hafi komið fram um
hverjir hafi staðið að ræktun
plantnanna. Gissur segir að lög-
reglan hafi aldrei fundið eða fjar-
lægt kannabisplöntur sem rækt-
aðar hafa verið undir berum
himni. Hann segir að gott veður
í sumar hafi hugsanlega gert
ræktun mögulega. Það var kona
sem bar kennsl á plönturnar í
garðinum en hún hafði séð mynd
af kannabisplöntu sem lögreglan
sýndi á foreldrafundi, að sögn
Gissurar. Hann segir að fundur
konunnar sanni að kynningin hafi
verið árangursrík.
Lögreglan gekk skipulega um
kirkjugarðinn í leit sinni að
kannabisplöntum og segir Gissur
að plönturnar hafi, með einni
undantekningu, vaxið á leiðum
sem voru ekki mjög vel hirt.
Úrval-Útsýn hyggur á sókn í Svíþjóð
Opnar ferðaskrif-
stofu í Stokkhólmi
SIGFÚS Erlingsson, forstöðumaður
hjá Flugleiðum, hefur látið af störfum
sínum hjá Flugleiðum og hefur verið
ráðinn tii þess að taka að sér stofn-
un, stjórn og uppbyggingu ferðaskrif-
stofu Úrvals-Útsýnar í Stokkhólmi,
auk þess sem hann mun stjóma ferða-
skrifstofum fyrirtækisins sem fyrir
eru í Kaupmannahöfn og Osló.
Sigfús sagði að hann væri lánaður
til þessa starfs frá Flugleiðum en
ekki hefði verið ákveðið til hve langs
tíma. Hann væri því enn starfsmaður
Flugleiða. „Mitt verkefni er það að
stofna ferðaskrifstofu og ferðaheild-
sölu í Svíþjóð og taka yfír rekstur
ferðaskrifstofu Urvals-Útsýnar sem
fyrir er í Danmörku og hefur verið
þar í tæp fjögur ár og ferðaskrif-
stofu fyrirtækisins í Osló, sem þar
hefur verið í eitt og hálft ár.“
Sigfús segir að til að byrja með
verði þrír starfsmenn á hverri ferða-
skrifstofu en hann geri ráð fyrir
ijölgun starfsmanna innan tíðar.
Áðspurður hvað eigendur Úrvals-
Útsýnar hefðu í huga með opnun enn
einnar ferðaskrifstofu á Norðurlönd-
um, sagði Sigfús: „Þeir eru m.a. að
styrkja sína innkomudeild með þess-
ari ráðstöfun. Norðurlöndin og sér-
staklega Svíþjóð hafa verið nokkuð
sterk á því sviði. Sérferðir til ís-
lands, ráðstefnuhald hér á landi og
þess háttar, verður meðal þess sem
við munum leggja áherslu á í starf-
seminni og reyna að efla enn frekar.“
Sigfús sagðist auk þess mundu
beita sér fyrir því að reynt yrði að
auka sölu á ferðum Flugleiða frá
Norðurlöndunum vestur til Banda-
ríkjanna.
Myndlistarsýning
í Síðumúlafangelsi
MYNDLISTARSÝNING í Síðu-
múlafangelsinu er nú í undirbún-
ingi og er ætlunin að opna hana
um miðjan nóvember næstkom-
andi. Illugi Eysteinsson, mynd-
listarmaður, vinnur að skipulagn-
ingu sýningarinnar og sagði hann
í samtali við Morgunblaðið að
fangelsið hefði staðið autt í sum-
ar. Hann segist hafa haft sam-
band við fangelsismálayfírvöld og
fengið leyfí til að setja upp sýn-
inguna.
Illugi sagði að fjórtán myndlist-
armenn myndu sýna í fangelsinu.
„Hver listamaður fær einn klefa
til umráða og ég er að vonast til
að þeir muni allir vinna verk sér-
staklega inn í sinn klefa. Þetta
er svo sterkt rými að það er eigin-
lega ekki hægt að hengja upp ein-
hver landslagsmálverk þarna.“
HERINN’BUKT
HERINNBUfiT
ÆfSi&i
rmfí’
HEIlWiaWf: j
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HÓPUR fólks mótmælti komu herskipanna á Miðbakkanum síðdegis í gær.
5.000 sjóliðar í Reyldavík
NÍU herskip á vegum NATO komu
hingað til lands í gær. Með skip-
unum eru 5.000 bandarískic og
kanadískir sjóliðar. Hjörleifur
Hjörleifsson, umboðsmaður Eim-
skips, segir að sjóliðarnir séu afar
jákvæðir gagnvart heimsókninni.
„Þeir hafa lýst yfir ánægju með
móttökumar hér. Allt hefur geng-
ið snurðulaust fyrir sig og eins
og gert er ráð fyrir,“ sagði hann.
Hann sagði að sjóliðarnir myndu
gera sér ýmislegt til skemmtunar
hér á landi. Vinsælt væri að fara
í styttri skipulagðar ferðir, t.d. í
Bláa lónið, og 30 bílaleigubílar
hefðu verið leigðir til sjálfstæðra
ferðalaga. Sjóliðarnir verða borg-
aralcga klæddir hér á landi.
Fyrstu herskipin komu til Iands-
ins um kl. 6 í gærmorgun. Öll
vom skipin svo komin hingað um
kl. 15. Þijú skipanna liggja við
Sundahöfn, tvö í Reykjavíkurhöfn
og þijú við ytri höfnina. Eitt ligg-
ur í Helguvík. Skipin koma frá
Halifax og halda héðan hvert í
sína áttina á föstudag.
Almenningi gefst kostur á að
skoða eitt skipanna í Sundahöfn í
dag og á morgun mill kl. 10 og
12 og 13 og 17.
Friðsamleg mótmæli
Hópur fólks mótmælti komu
herskipanna á Miðbakkanum síð-
degis í gær samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar í Reykjavík.
Mótmælin fóru friðsamlega fram.
OfiUÐjÐ
MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra
síðna auglýsingablað frá BYKO.
Staðínn að verld við meint
brot gegn tveggja ára bami
KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur verið kærður
fyrir meint kynferðisafbrot gegn tveggja ára
gömlu bami aðfaranótt sunnudags í ísafjarðarbæ.
Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að lögregl-
unni barst tilkynning um að komið hafí verið að
honum með baminu í heimahúsi. Héraðsdómur
Vestfjarða hafnaði kröfu um gcésluvarðhald á
sunnudag.
Rannsóknardeild lögreglunnar á ísafírði rann-
sakar máiið en að sögn Ólafs Helga Kjartansson-
ar, sýslumanns á ísafírði, er m.a. verið að ganga
úr skugga um hvort maðurinn hafí átt við annað
barn, sem er fjögurra ára gamalt. Börnin vom
bæði flutt til Reykjavíkur til rannsóknar á Lands-
spítalanum og er niðurstaðna úr læknisrannsókn-
um beðið.
Kröfu um gæsluvarð-
hald hafnað
Krafíst var úrskurðar um gæsluvarðhald yfir
manninum á sunnudagkvöld. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Héraðsdómi Vestfjarða var krafa um
gæsluvarðhald byggð á 2. mgr. 103. gr. laga
um meðferð opinberra mála. Þar segir að úr-
skurða megi mann í gæsluvarðhald „ef sterkur
grunur er um að hann hafí framið afbrot sem
að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé
brotið þess eðlis að ætla megi að varðhald sé
nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna."
Kröfunni var hafnað á þeim forsendum að
skilyrði sem tilgreind eru í lagagreininni hafí
ekki verið uppfyllt. Úrskurður héraðsdóms verður
ekki kærður til Hæstaréttar að sögn Ólafs Helga.
Að sögn rannsóknarlögreglumanna á ísafírði
hefur maðurinn ekki, svo vitað sé, áður tengst
kynferðisafbrotamálum. Maðurinn var talsvert
ölvaður þegar hann var handtekinn.
Að rannsókn lokinni verður málið sent til ríkis-
saksóknara.