Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
JGi'AvND*
NUNA getum við alveg hrópað ferfallt húrra fyrir yður hr. forseti án þess
að hafa PUNKT á milli.
Arsskýrsla Félagsmálastofnunar fyrir 1995
Útgjöld hækkuðu
um 17,9% milli ára
REKSTRARÚTGJÖLD Félagsmála-
stofnunar hækkuðu um 17,9% milli
áranna 1994 og 1995 samkvæmt
ársskýrslunni 1995. Það ár var ráð-
stöfunarfé stofnunarinnar 2.108
milljónir króna en hafði verið 1.788
milljónir árið 1994. Fjárhagsaðstoð
nam 682.503 miiijónum árið 1995
en 540.172 milljónum árið 1994. Til
starfsemi í þágu aldraða var varið
644.409 milljónum árið 1995 en
560.834 milljónum árið 1994.
í ársskýrslunni kemur fram að á
hverfaskrifstofum fjölskyldudeildar,
sem eru þrjár í borginni, hafi verið
sinntsamtals 4.110 málum árið 1995
og er það 17,1% aukning frá árinu
1994. Stærsti skjólstæðingahópur
hverfáskrifstofanna voru einhleypir
karlar, eða 34%, en einhleypar konur
með börn voru 30% og einhleypar
konur án bama voru tæp 20%.
Nýjar reglur
Árið 1995 voru teknar upp nýjar
regiur um afgreiðslu fjárhagsaðstoð-
í TILEFNI af þeim tímamótum sem
nú eru að verða í skólamálum
Reykjavíkurborgar við flutning
grunnskóla frá ríki til Reykjavíkur
og stofnun Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur er öllum starfsmönnum
grunnskóla Reykjavíkur, 2.200 tals-
ins, boðið til kynningarfundar um
Fræðslumiðstöð í Laugardalshöll í
dag.
A fundinum verður kynnt hlutverk
Fræðslumiðstöðvar, skipulag hennar
og verkefni. Tilgangur fundarins er
jafnframt að bjóða nýja starfsmenn
ar sem fela í sér að stærsti hluti
þeirra er greiddur út á hverfaskrif-
stofunum. Fjárhagsaðstoð var veitt
í 3.213 málum árið 1995 en í 2.621
máli árið 1994 og er aukning milli
ára 22,6%. Hæstur meðalstyrkur var
greiddur til hjóna og sambýlisfólks
með eitt bam eða börn en lægstur
til einhleypra kvenna. f tæplega 52%
málanna var fjárhagsaðstoð veitt í
þijá mánuði eða skemur en í rúmlega
8% var hún veitt í tíu mánuði eða
lengur. Af þeim sem nutu fjárhags-
aðstoðar voru 64% atvinnulausir,
13% voru í launaðri vinnu, 16%
örorkulífeyrisþegar, 4% sjúklingar
og 4% nemar.
Rúm 4 þús. mál
Árið 1995 voru 4.110 mál til með-
ferðar á hverfaskrifstofunum en þær
annast þjónustu við borgarbúa að
67 ára aldri. Meginhluti bamavernd-
arstarfs fer fram á hverfaskrifstofum
og voru tekin fyrir mál 1.703 barna-
fjölskyldna árið 1995. Barnafjöldi í
velkomna til starfa hjá borginni.
Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, ávarpar fundinn, Gerður G.
Óskarsdóttir fræðslustjóri flytur er-
indi og forstöðumenn þjónustu-, þró-
unar- og rekstrarsviðs á Fræðlumið-
stöð þau Arthúr Morthens, Guðbjörg
Andrea Jónsdóttir og Ólafur Darri
Andrason kynna þjónustu hvers sviðs
fyrir sig. Loks ávarpar Sigrún Magn-
úsdóttir, formaður fræðsluráðs
Reykjavíkur, fundinn.
Tónlist verður flutt og að lokum
verður boðið upp á kaffiveitingar.
fjölskyldunum var 2.990. í árskýrsl-
unni kemur fram að langflest barna-
verndarmál era unnin af starfsmönn-
um fjölskyldudeildar í samvinnu við
foreldra og koma ekki til umfjöllunar
í barnaverndarnefnd. Fram kemur
að bakvakt er sinnt af starfsmönnum
íjölskyldudeildar um helgar og á
helgidögum vegna barnaverndar-
mála. Árið 1995 sinnti bakvaktin 140
erindum, sem snertu 170 börn, en
árið 1994 bárust 87 tiikynningar
vegna 129 barna. Aukningin er því
rúmlega 60% milli ára.
Hverfaskrifstofur og unglinga-
deild sinna einnig málum þar sem
grunur leikur á kynferðisafbrotum
gegn börnum eða unglingum og bár-
ust samtals 35 erindi vegna barna á
árinu 1995, þar sem grunur lék á
kynferðisbroti. Rúmlega helmingur
var kærður til rannsóknarlögregl-
unnar.
Meðalstyrkur 64 þús.
Öldrunarþjónustudeild Félags-
málastofnunar annast félagslega
þjónustu við aldraða Reykvíkinga.
Helstu verkefni deildarinnar eru fjár-
hagsaðstoð, ráðgjöf, leiðbeiningar og
fræðsla ásamt félagslegri heimaþjón-
ustu, matarþjónustu og aðstoð við
böðun. Skipulagðar eru orlofs- og
sumarferðir, uppbygging og rekstur
félags- og tómstundastarfs aldraða,
húsnæðis- og vistunarmál, rekstur
leiguíbúða, þjónustuíbúða og hjúkr-
unar- og vistheimila fyrir aldraða.
Árið 1995 fengu 319 aðilar aðstoð
hjá félagsráðgjafasviði öldranarþjón-
ustudeiidar. Fjárhagsaðstoð fengu
202 eða 63,3% og var meðalstyrkur-
inn á ári rúmar 64 þús. Af þeim sem
báðu um aðstoð var 31% yfir átt-
rætt. í skýrslunni kemur einnig fram
að 113 nýjar umsóknir bárust um
íbúðir fyrir aldraða frá 95 einstakl-
ingum en í áfslok voru umsóknir um
íbúðir 419. Á árinu var úthlutað 44
íbúðum, þar af 27 í vernduðum leigu-
íbúðum, en borgin rekur samtals 164
verndaðar leiguíbúðir fyrir aldraða.
Kynning á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
2.200 manna fund-
ur í Laugardalshöll
Margir í erfiðleikum með lestur og skrift
Brýnt að greiiia
dyslexíu snemma
Margrét Sigrún
Sigurðardóttir
MARGRÉT Sigrún
Sigurðardóttir er
formaður ís-
lenska Dyslexíufélagsins.
Dyslexía er sértækir lestr-
ar- og skriftarörðugleikar
sem hafa verið kallaðir les-
og skrifblinda. Félagið var
stofnað þann 23. ágúst árið
1994. Hvert er markmið
þessa félagsskapar?
- Markmið félagsins er
að veita upplýsingar til
fólks með dyslexíu, for-
eldra og kennara. Hið eig-
inlega markmið er að bæta
aðstöðu barna með dyslex-
íu í skóla með því að auka
skilning á vandanum og
hvetja til þess að úrræði
verði fundin bæði almennt
séð og fyrir hvern og einn
einstakling. Við vildum
helst að allir grunnskóla-
nemar verði greindir sem fyrst í
grunnskólanámi til þess að hægt
verði að hægt verði að koma til
móts við vandamál þeirra strax í
upphafi náms og koma þannig í
veg fyrir að vandamálið verði ill-
viðráðanlegt.
Er þetta vandamál margra?
- Erlendar rannsóknir sýna að
4 til 10% manna séu með dyslexíu
og engin ástæða er til að ætla
annað en að hlutfallið sé svipað
hér á landi. Ef við heimfærum þá
tölu á bekk í skóla má ætla að 2
til 3 nemendur séu með dysiexíu.
Hvers vegna notið þið ekki gamla
orðið lesblinda yfir þennan vanda?
- Við teljum orðið lesblinda vill-
andi. Dyslexía er ekki eingöngu
lestrarvandamál heldur einnig
stafsetningarvandamál. Auk þess
sem síðari hluti orðsins lesblinda
leiðir til ályktunar um að dyslexía
tengist augunum sem hún gerir
ekki.
Af hverju stafar dyslexía?
- Dyslexía stafar af tauga-
fræðilegum orsökum. Svo virðist
vera að heilafrumur í fólki með
dyslexíu raði sér ekki eins upp og
þær gera í öðru fólki. Lestrarstöð
hjá því er ekki samansöfnuð á
einum stað í öðru heilahveli heldur
er dreifð um bæði heilahvel.
Er dysiexía ættgeng?
— I 75% tilvika finnast fleiri en
einn einstaklingur í fjölskyldu með
dyslexíu. Erfitt er að vita í hinum
25% hvort allir í þeim fjölskyldum
séu algerlega lausir við dyslexíu
eða vilji ekki viðurkenna að eiga
við þann vanda að stríða. Það
þykir því sannað að dyslexía sé
arfgeng.
Eru til úrræði sem koma að veru-
legu liði?
- Það eru ekki til neinar krafta-
verkalausnir. Dyslexían verður
ekki læknuð. Hins vegar er hægt
að vinna á einkennunum og lifa
eðlilegu lífi með dyslexíu. Barn
sem á erfitt með að
læra að lesa getur lært
að lesa með mikilli
hvatningu, það þarf að
gera barninu ljóst að
vegna dyslexíunnar
þurfi það að leggja
helmingi harðar að sér en önnur
börn til þess að ná þokkalegum
árangri. Þess þarf að gæta að
hrósa barninu fyrir hvert skref
sem það tekur fram á við.
Börn með dyslexíu missa gjarn-
an móðinn þegar þau sjá að þau
standa bekkjarfélögum sínum að
baki í lestri og skrift. Kennarar
og foreldrar skilja heldur oft ekki
við hvaða vanda barnið á að etja
og auðvelt er að skýra hæga fram-
för með leti eða heimsku. Sjálfs-
mynd slíkra barna er því oft mjög
brotin. Úrræði felast því fyrst og
fremst í hvatningu og stuðningi,
► Margrét Sigrún Sigurðar-
dóttir er fædd í Reykavík árið
1972. Hún lauk stúdentsprófi á
náttúru- og félagsfræðibraut
frá Menntaskólanuni í Kópa-
vogi 1992 og er um það bil að
ljúka B.A.-prófi i heimspeki við
Háskóla Islands. Hún starfar
sem aðstoðarmaður dagskrár-
stjóra við Stöð 3. Hún er ógift
og barnlaus.
bæði frá foreldrum og kennurum.
Þegar lengra lætur er hægt að
nota ýmis hjálpartæki til þess að
yfirvinna hægan lestur og staf-
setningarörðugleika. Hljóðbækur
eru góð hvíld frá því að lesa sjálf-
ur og leiðréttingaforrit á tölvum
geta hjálpað við að skrifa sæmi-
legan réttan texta.
Eru margir í Dyslexíufélaginu?
- Félagar eru nú yfir 260, sem
er mikið samanborið við fjölda
félaga í öðrum slíkum félögum
erlendis. Félagið er með opinn
símatíma á mánudagskvöldum
milli klukkan 20 og 22. Opið hús
er fyrsta laugardag í hvetjum
mánuði. Þá gefst fólki tækifæri
til að koma og spjalla, fá upplýs-
ingar og þiggja kaffisopa. Félagið
gefur út fréttabréf og heldur
fræðslufyrirlestra.
Hefur félagið mikil samskipti við
sambærileg félög erlendis?
- Frá upphafi hefur félagið átt
í miklum samskiptum við norrænu
dyslexíufélögin og breska félagið.
Við höfum meðal annars fengið
fyrirlesara frá Bretlandi og Noregi
til að koma og halda fyrirlestra
hér á landi.
Um síðustu helgi kom Solveig
Alma Lyster til landsins og fjall-
aði um fyrirbyggjandi aðgerðir við
dyslexíu á ráðstefnu sem félagið,
ásamt Námsráðgjöf Háskóla ís-
lands og Endurmenntunardeild
Kennaraháskóla Islands, stóð fyr-
ir. Félagið er einnig í Evrópusam-
starfi en það sótti um
styrk til Leonardo-
sjóðsins til kennslu-
gagnagerðar og próf-
unar á þeim gögnum.
Verkefnið er unnið í
samstarfi við sambæri-
leg félög í Danmörku, Spáni og
Bretlandi. Verkefnið ber titilinn
Stuðningur við ungt fólk með
dyslexíu í starfsnámi.
Getur haft alvarlegar afleiðingar
ef fólk er ekki greint með dyslex-
íu á barnsaldri?
- Það hefur óneitanlega áhrif
á sjálfsmynd einstaklings. Honum
gefst ekki eins gott tækifæri til
að nota hæfileika sína. Það hafa
verið dæmi þess erlendis að fólk
hafi kært skólakerfið fyrir van-
rækslu á þessu sviði sem leitt
hafi til menntunarskorts og at-
vinnuleysis síðar á ævinni.
Hrósa þarf
barninu fyrir
hvert skref
fram á við