Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 9 FRÉTTIR íslenska útvarpsfé- lagið heldur upp á tíu ára afmæli sitt Tónleikar, dagskrárbrot og 10.000 manna afmælisterta í TILEFNI af tíu ára afmæli sínu í dag, miðvikudaginn 28. ágúst, býður íslenska útvarpsfélagið til veislu á Hótel Borg, Hard Rock Café og á Ingólfstorgi. Verður dag- skránni útvarpað og sjónvarpað beint á Bylgjunni og Stöð 2. Dagskráin hefst á Hótel Borg klukkan 7, þar sem gestum og gangandi verður boðið til morgun- verðar og umræðna undir stjórn Margrétar Blöndal og Þorgeirs Ást- valdssonar. Óvæntir gestir koma í heimsókn og dagskráin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni. Klukkan 9 taka Gunnlaugur Helgason og Hjálmar Hjálmarsson við stjórntaumunum og bjóða meðal annars til hamborgaraveislu fyrir 1.000 manns á Hard Rock Café milli klukkan 11 og 13. Bein útsend- ing verður á Stöð 2 og Bylgjunni. Frá klukkan 13-16 verður litið yfir farinn veg á Bylgjunni með stjórnmálamönnum, gömlum þátta- gerðarmönnum og öðrum gestum í sérstakri dagskrá helgaðri afmæl- inu. Tíu þúsund manna afmælisterta verður á boðstólum á Ingólfstorgi milli klukkan 16 og 19 og hátíðarút- gáfa af íslandi í dag verður send þaðan út frá klukkan 18. Útitónleikar hefjast jafnframt á Ingólfstorgi klukkan 18 og standa til klukkan 22. Fram koma Stjórnin og Björgvin Halldórsson, Vinir vors og blóma, Bubbi Morthens, Emil- íana Torrini og Jón Ólafsson, SSSól og Greifarnir. Bein útsending verð- ur á Bylgjunni. Afmælisfréttir verða sendar út á Stöð 2 klukkan 19.30 og hálfri klukkustund síðar hefst þáttur helgaður sögu Islenska útvarpsfé- lagsins. Rifjuð verða upp minnis- stæð brot úr dagskrá Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Spekingar spjalla og sagnfræðilegar vangaveltur verða um þær þjóðfélagsbreytingar sem urðu í kjölfar afnáms einkaréttar á rekstri ljósvakamiðla og margt fleira. Þá verður boðið upp á skemmtiatriði. Útsendingunni lýkur klukkan 22.30. FRANSKAR DRAGTIR EINHNEPPTAR OG TVÍHNEPPTAR TESS v neð neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10-14. MaxMara____________ Útsölunni lýkur á föstudag Hverfisgata 6-101 Reykjavík - s.562 2862 Hjá •kknr sfáii þið tanásim mssta úrvaí af fallsgum húsgognum. Húsgögn frá Danmörku, Sviþjóð, Ameriku, Þýskalandí, Spáni, Ítaliu ofl. = Alþjóðlegt úrval. eldhusið, borðstofuna, sól- nn. svefnherberaið, barna og unglingaherbergin. -Leitið ekki langt yfir skammt t»vi hjá okkur er urvalið jölbreytt og gæðin vís. HÚSGAGNAHÖLLIN IJílcMiitlOi 2(1 - 112 Rvik - S:587 1100 Nýjar vörur Dragtir, ullarjakkar, síðbuxur Tískuskemman Bankastræti 14, sími 561 4118. r v IWKOMIÐ Undirfatasett í zebra- og hlébarðamunstri. Stærðir: 34-36 A, B og C Verð kr. 1.995 Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Póstsendum NY SENDING Stretsbuxur frá CULctojUé tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Tilboð óskast TOPPEIIUTAK MEÐ ÖLLU Grand Cherokee Limited 5,2, V8, árg. '93. Dökkgrænn, sjálfskiptur, rafm. í öllu, leðurinnrétting, ABS, Airbag, fjarstýrð þjófavörn, spoiler að aftan, aksturstölva, uppýsinga- tölva, hraðastillir, loftkæling, litað gler, Chrysler sound system þ.m.t. geislaspilari og 10 hátalarar o.m.fl. Einn eigandi frá upphafi. Þjónustubók, skoðaður ‘98. Gott stgr. verð eða skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 897 4800 eða 551 2772. Átt þú spariskírteini í 2.fl. D 1988,8 ár, sem nú eru tfl innlausnar? Hafðu samband og fáðu alla aðstoð við innlausnina. • Mánudaginn 2. september 1996 koma til innlausnar spariskírteini ríkissjóðs í 2. fl. D 1988, 8 ár, með lokagjalddaga 1. september. • Útboð á nýjum spariskírteinum fer fram 28. ágúst og með þátttöku í útboðinu geta eigendur innlausnarskírteinanna tryggt sér bestu mögulegu vexti á nýjum spariskírteinum. • í útboðinu verða í boði verðtryggð spariskírteini til 5, 10 og 20 ára og 10 ára Árgreiðsluskírteini. • Komdu núna með innlausnarskírteinin, nýttu þér þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga okkar og láttu þá aðstoða þig við tilþoðsgerð í ný spariskírteini. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hvcrfisgötu 6,2. hæö 150 Reykjavík, sími 562 6040, fax 562 6068 Spariskírteini - val þeirra sem hafa sitt á hreinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.