Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands hefur keypt bifreiðaverkstæðið Þórshamar við Tryggvabraut
af KEA og VIS og mun flytja starfsemi sína þangað. Félagið hefur þess vegna hætt við að byggja
undir starfsemi sína á vöruhafnarsvæðinu eins og til stóð.
Flutningamiðstöð Norðurlands ehf.
Kaupir Þórshamar
af KEA og VÍS
SAMKOMULAG hefur tekist milli
Flutningamiðstöðvar Norðurlands
ehf. annars vegar og Kaupfélags
Eyfirðinga og Vátryggingafélags
Islands hf. hins vegar um kaup FMN
á hlut félaganna í bifreiðaverkstæð-
inu Þórshamri hf. á Akureyri. KEA
á ríflega helmingshlut í Þórshamri
og saman eiga KEA og VÍS um 99%
hlutafjár. Ekki hefur enn verið skrif-
að undir kaupsamning en gert er ráð
fyrir að FMN taki við rekstrinum
um næstu mánaðamót.
Þórarinn Ivarsson, framkvæmda-
stjóri FMN, segir að öll starfsemi
félagsins verði flutt í húsnæði Þórs-
hamars við Tryggvabraut og þar
verði öll vöruafgreiðsla. Félagið
verður þó áfram með gámavöll við
Togarabryggjuna. „Staðsetningin
við Tryggvabraut er mjög góð fyrir
vöruafgreiðsluna að okkar mati, þar
er aðgengi gott og stór og mikil lóð.“
Húsnæði Þórshamars er um 2.400
fermetrar og segir Þórarinn að strax
í haust verði byggð 300-400 fer-
metra viðbygging til norðurs. Þórs-
hamar rekur í dag bílaverkstæði,
varahlutaverslun, bílaverslun, bú-
vélasölu og þjónustu við búvélar og
bændur.
„Það verður áfram rekið öflugt
bílaverkstæði í hluta hússins en við
stefnum að því að selja þann rekstur
frá okkur. Við munum einnig selja
frá okkur aðra þætti og varahluta-
verslunin, lagerinn og þjónustudeild-
in munu fara úr húsnæðinu. Hins
vegar hefur ekki verið tekin ákvörð-
un um sölu á bílaumboðunum," seg-
ir Þórarinn. Þegar er ljóst að Bygg-
ingavörudeild KEA tekur yfir rekstr-
arvörur fyrir bændur og flytur þann
þátt á Lónsbakka.
Taprekstur síðustu ár
Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri segir að Þórshamar hafi
verið rekið með einhverju tapi síð-
ustu ár. „Þetta félag hafði byggt
upp góða stöðu og mikið eigið fé,
þannig að það þoldi þennan taprekst-
ur án þess að eitthvað þyrfti að
koma til. Það var 'hins vegar mat
okkar að heppilegt væri að selja á
þessum tímapunkti. Jafnvel þótt eitt-
hvað sé farið að rofa til í greininni,
með auknum bílainnflutningi og
umsvifum í kringum hann,“ sagði
Magnús Gauti.
Flutningamiðstöð Norðurlands
fékk nýlega úthlutað um 10.000 fer-
metra lóð á vöruhafnarsvæðinu, ofan
Tangabryggju. Þórarinn segir að
félagið muni í kjölfar kaupanna á
Þórshamri aðeins taka um helming
lóðarinnar undir starfsemi sína.
Hann segir að hætt sé við áform
um að byggja húsnæði á vöruhafn-
arsvæðinu en þar verði gáma-
geymsla og aðstaða fyrir löndunar-
þjónustu.
Dagskrá um Davíð
í Davíðshúsi
AÐALSTEINN Bergdal hefur tekið
saman dagskrá um skáldið Davíð
Stefánsson sem hann flytur í Dav-
íðshúsi við Bjarkarstíg á Akureyri
í kvöld, miðvikudagskvöldið 28.
ágúst kl. 20.30 en hún verður síðan
endurflutt á sama tíma á föstudags-
kvöld og á laugardag, 31. ágúst
kl. 17. „Kvæði mín eru blóð af
rnínu blóði, sál af minni sál og hvítt
og svart eru mínir litir,“ er yfir-
sknft dagskrárinnar.
í hugum margra er Davíð síðasta
þjóðskáld íslendinga og Sigurður
Nordal orðaði það svo að ferill hans
hafí verið hreinasta aladdínsævin-
týri í samanburði við hlutskipti flest-
allra eldri íslenskra skálda. Davíð
orðaði tilfinningar og þrár kynslóðar
sinnar í heitum og ástríðufullum
ljóðum; tungutak hans var nýstár-
legt, viðfangsefnin mörg hver fram-
andi og í hæsta máta ögrandi. Ljóð
hans lifa á hvers manns vörum enn
í dag. Dagskráin ætti að höfða jafnt
til þeirra sem vilja efla kynnin við
Davíð Stefánsson og skáldskap
hans og þeirra sem þekkja hann
gjörla og þrá af honum sífelld
kynni.
Morgunblaðið/Kristján
Halldór Ingólfsson
besti leikmaðurinn
HAUKAR sigruðu á sex liða hrað-
móti í handbolta á Akureyri um
helgina, eins og fram kom í Morg-
unblaðinu. í lokahófi í mótslok
voru jafnframt veittar viðurkenn-
ingar til einstaklinga fyrir góðan
árangur á mótinu. Halldór Ingólfs-
son, Haukum var valinn besti leik-
maður mótsins, Julian Robert
Duranona, KA var valinn besti
sóknarmaðurinn, Finnur Jóhanns-
son, Selfossi besti varnarmaður-
inn, Hailgrímur Jónasson, Selfossi
besti varnarmaðurinn og Þorleifur
Ananíasson, fékk viðurkenningu
fyrir dómgæslu á mótinu. Þá fékk
Valdimar Grímsson, Stjörnunni
sérstaka viðurkenningu, forláta
skammbyssu á stalli, fyrir hreint
ótrúlegt skotæði allan sinn keppn-
isferil. Með þeirn á myndinni er
Gústaf Bjarnason, fyrirliði Hauka
með sigurlaunin. Það var Hörður
Davíð Harðarson, liðsstjóri Hauka
sem veitti viðurkenningu Halldórs
viðtöku en aðrir voru viðstaddir.
Fyrir aftan hópinn stendur Krist-
ján Sverrisson, stjórnarmaður í
handknattleiksdeild KA.
Morgunblaðið/Kristján
HOPUR fatlaðra sænskra ferðamanna hefur verið á hringferð um ísland siðustu daga. I blíðskapar-
veðri í gær fór hópurinn og skoðaði Lystigarðinn á Akureyri.
leiðin til Siglufjarðar þar sem m.a.
var litið inn á Síldarminjasafnið. í
dag verður hópurinn í Stykkishólmi
og verður farið í siglingu um
Breiðafjörð, en þaðan verður ekið
í Borgarfjörð og um Kaldadal.
„Þetta hefur verið afskaplega
ánægjuleg ferð og við höfum ekki
rekist á neinar hindranir sem ekki
hefur verið hægt að yfirstíga,"
sagði Tyra Anderson. „Við höfum
ferðast víða um lönd, en hvergi
fundið fyrir eins góðu viðmóti og
hér á íslandi, þjónustan sem við
höfum fengið er alveg frábær."
bætti Lars við.
Enginn eftir í bílnum
Níu í hópnum eru í hjólastól og
sex komast leiðar sinnar með aðstoð
göngugrindar. í þeim ferðum sem
hópurinn hefur áður farið hefur það
fólk sem ekki kemst auðveldlega
leiðar sinnar setið eftir í rútunni á
meðan hinir fara út og skoða sig
um. Með aðstoð lyftunnar og hins
knáa bílstjóra Hannesar Hákonar-
sonar og fieira fólks tekur nú aðeins
um tíu mínútur að koma öllum far-
þegunum út. Göngustígar og útsýn-
ispallar, sem gerðir hafa verið við
fjölsótta ferðamannastaði, auðvelda
fólkinu aðkomuna. „Við komumst
öll út að skoða þessa merkilegu
staði, nú þurfum við ekki að skilja
neinn eftir í bílnum,“ sögðu þau
Lars og Tyra. Þau hefðu í upphafi
verið dálítið smeyk, þegar vegakerf-
inu og náttúrunni var lýst töldu þau
fullvíst að margskonar vandamál
kæmu upp. „En við höfum aldrei
upplifað annað eins, ævintýri.“
Hópur fatlaðra sænskra ferðamanna
í hringferð um landið
F erðin ævin-
týri líkust
TUTTUGU og fjórir fatlaðir sænsk-
ir ferðamenn hafa verið á hringferð
um ísland síðustu daga. Þeir ferð-
ast um í sérútbúnum langferðabíl
frá Hópferðaþjónustu Reykjavíkur,
en í honum er sérstök lyfta sem
hífir það fólk sem er í hjólastólum
inn í bílinn og úr honum. Farar-
stjóri hópsins er Jón Örn Kristleifs-
son.
Engar hindranir
„Við verðum hér í níu daga,“
segir Lars Eklund, einn sænsku
ferðalanganna, en hann og Tyra
Anderson ræddu við Morgunblaðið
í Kjarnalundi, hóteli í Kjarnaskógi
við Akureyri. Eitt af fyrstu verkum
hópsins við komuna til landsins var
að baða sig í Bláa lóninu, en síðan
hefur ýmislegt á dagana drifið, þau
hafa farið til Vestmannaeyja þar
sem farið var í siglingu og þá var
farið í Þórsmörk og grillað. Ekið
var norður Kjöl og komið við á
Hveravöllum. Á mánudag var hóp-
urinn í Mývatnssveit, en í gær lá
HANNES Hákonarson hjá
Hópferðarþjónustu Reykja-
víkur er með sérútbúinn bíl
með lyftu sem gerir fötluð-
um auðvelt að komast inn í
rútuna og úr henni. Hér
aðstoðar hann einn hinna
sænsku ferðalanga.