Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 17 Hugðust sprengja 12 þotur BANDARÍSKIR rannsóknar- menn segja að þrír múslimskir öfgamenn, sem handteknir voru á Filippseyjum, hafi haft í hyggju að sprengja alls 12 bandarískar farþegaþotur í fyrra og haft til þess nægilega tækniþekkingu og vilja. Var ætlunin að sprengja á tveggja sólarhringa fresti og ljóst að þúsundir manna hefðu getað farist. Upp komst um mennina fyrir tilviljun vegna þess að eldur varð laus í íbúð þeirra í Manila. Barnaníðing- ur ákærður ÁSTRALÍUMAÐUR á áttræð- isaldri hefur verið ákærður í Brisbane fyrir að hafa alls 850 sinnum misnotað átta börn á aldrinum 13 til 16 ára. Elstu brotin eru frá sjöunda ára- tugnum en að auki hefur mað- urinn verið sakaður um sams konar glæpi í Tælandi árin 1994 og 1995. * Ovissa um fylgi Chiracs KÖNNUNUM í Frakklandi ber ekki saman um stuðning við Jaeques Chirac forseta. í könn- un BVA-stofnunarinnar kemur fram að 46% kjósenda séu mjög ánægð með forsetann en í könnun sem CSA-stofnunin gerði fyrir vikublaðið La Vie hlaut hann aðeins 41%. Karl hætti við giftingará- form KARL Bretaprins og Díana eru nú ekki lengur hjón, skilnaður þeirra gengur í gildi í dag og má prinsinn þá lagalega séð giftast vinkonu sinni, Camillu Parker Bow- les. Kirkju- leiðtogar og margir stjórnmála- Karl prins menn hvetja hann til að hverfa frá slíkum hugmyndum og meðal almennings virðist einnig sem nýtt hjónaband muni ekki auka vinsældir Karls. Dómstóll hindrar brottvísun DÓMSTÓLL í París kom í veg fyrir að þrem innflytjendum frá Áfríkulöndum, er tóku þátt í 52 daga mótmælasvelti til að fá að dvelja áfram í Frakk- landi, yrðu sendir til heimkynna sinna. Óeirðalögregla sl5 hring um dómshúsið er fjallað var um mál mannanna og um 80 annarra Afríkumanna sem hraktir voru úr kirkju sl. föstu- dag. Þeir höfðu lokað sig inni til að leggja áherslu á kröfur um landvistarleyfi. Franskir ráðamenn saka stjórnvöld í Afríkulöndum um að gera ekk- ert til að draga úr fólksflutn- ingum til Evrópuríkja og eink- um Frakklands. Friðarhorfur í Mið-Austurlöndum Sýrlendingar vilja viðræður Damaskus. Reuter. AMR MOUSSA, utanríkisráðherra Egyptalands, greindi frá því í gær að Sýrlendingar væru reiðubúnir til friðarviðræðna við ísraela í Washington. Tilkynnti Moussa um þetta að loknum fundi sínum með Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í gær. „Ég get tjáð ykkur eindregin vilja Sýrlendinga til þess að halda áfram friðarumleitunum innan þess ramma fyrirheita og grundvallar- atriða sem samið var um,“ sagði Moussa við fréttamenn, og vísaði til þeirra skilyrða að Israelar láti af hendi land fyrir frið við ná- grannaríkin. Ríkisstjórn Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra ísraels, hefur hafnað þessu skilyrði, sem fyrri stjórn Yitzhaks Rabins og síðar Shimonar Peres fylgdi. Utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq al-Shara, tók undir orð Moussa og sagði Sýrlendinga reiðu- búna til viðræðna við ísraela. Sagði hann nokkurn árangur hafa náðst í viðræðum við fyrri ríkisstjórn í ísrael og taka ætti upp þráðinn þar sem frá hefði verið horfið. Friðarviðræður milli ísraela og Sýrlendinga, með milligöngu Bandaríkjastjórnar, hafa lengi strandað á deilum um Gólanhæðir, sem ísraelar hertóku í sexdaga- stríðinu 1967 og hafa haldið síðan. Til sölu Honda fjórhjól 4x4, nánast nýtt ('95) Hugsanlegt að taka eldra hjól upp í kaupin. Nýinnflutt, notuð, afkastamikil rófu-upptökuvél. Mjög gott verð. Einnig ný Complett kúpling í Fiat dráttarvél, 100 hö og stærri. Verð 45.000 og vsk. Nýtt fullbúið ferðahús á japanskan pallbíl, niðurfellanlegt. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 567 4709 á milli 9 og 18, virka daga. TILKYNNING Stöð 2 er sérstök ánœgja að tilkynna eftirfarandi í tilefni 10 ára afmœlis íslenska útvarpsfélagsins: Undirritaðir hafa verið samningar milli Stöðvar 2 og Columbia Tri-Star, 20th Century Fox, Warner Bros., Walt Disney Company, Paramount Pictures og Universal um einkarétt Stöðvar 2 til sýningar á kvikmyndum í sjónvarpi á íslandi frá þessum stórfyrirtœkjum í kvikmyndaheiminum. Við þökkum samningsaðilum okkar traustið, sem þeir sýna þannig Stöð 2, og viljum jafnframt nota tœkifœrið til að láta í Ijós þá sannfœringu okkar að með þessum einkaréttarsamningum er okkur gert kleift að veita áskrifendum Stöðvar 2 betri þjónustu á komandi vetri og nœstu árum. Brautryðjendur í 10 á r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.