Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 19 ERLENT LISTIR Réttarhöld í Suður-Afríku „Miskuiinar- lausastí morðingi" apartheid dæmdur Pretoria. Reuter. HVÍTUR, fyrrverandi lögreglumaður í Suður-Afríku, sem stærir sig af því sjálfur að vera „miskunnarlausasti morðingi aðskilnaðarstefnunnar", apartheid, var í vikunni sakfelldur af dómstóli í Pretoríu fyrir samtals sex morð og eina morðtilraun. Hann er hæst setti embættismaður stjórn- valda Suður-Afríku í tíð aðskilnaðar- stefnunnar, sem hingað til hefur þurft að svara fyrir gjörðir sínar fyr- ir rétti. Lögreglumaðurinn, Eugene de Kock, var foringi iögreglusveitar, sem gegndi því hlutverki að leita uppi og myrða andstæðinga aðskiln- aðarstefnunnar. Hann var dæmdur sekur um morð á fimm blökkumönn- um, þeirra á meðal bílstjóra Winnie Mandela, þáverandi eiginkonu Nel- sons Mandela, árið 1992, og í gær um morð á sjötta blökkumanninum og morðtilraun á fyrirrennara sínum í hlutverki yfirmanns lögreglu-morð- sveitarinnar. Hann hafði verið ákærður fyrir samtals átta morð auk fleiri aivarlegra glæpa, m.a. árása á gistiheimili og lestir blökkumanna, bílsprengjutilræði, pyntingar og hefndartilræði við fyrrum samstarfs- félaga. Réttarhöldin yfir de Kock hófust skömmu eftir að Nelson Mandela var kjörinn forseti í apríl 1994 og opin- beruðu hve langt S-Afríkustjórn hafði gengið í að beita slíkum glæp- um í þágu aðskilnaðarstefnunnar. Þetta er eitt umfangsmesta dómsmál í sögu S-Afríku; á þeim tveimur ánim sem það hefur varað hafa hátt í 100 manns borið vitni og málsskjölin fylla nú meira en 12.000 síður. Refsing ekki ákveðin enn Dauðarefsing var afnumin í S-Afr- íku í júní í fyrra. Lögregluforinginn fyrrverandi á yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi - sem í S-Afríku miðast við 25 ár - fyrir hvert morð sem hann er dæmdur fyrir. Hvaða refsingu de Kock verður gert að sæta hefur enn ekki verið ákveðið. Hann hefur sótt um „syndaaflausn" hjá „Sannleiks- nefndinni", sem undir forsæti Desm- onds Tutu fyrrverandi biskups vinnur að því að safna upplýsingum um misgjörðir aðskilnaðarstefnutímans og hefur umboð til að gefa þeim mönnum upp sakir sem skýra satt og rétt frá illvirkjum sem þeir unnu í nafni baráttunnar fyrir eða gegn aðskilnaðarstefnunni. Á FUNDUM framkvæmdastjórnar ESB þarf her tungumálafólks að túlka samræðurnar, til þess að t.d. framkvæmdastjórnarmenn frá Finnlandi eða Portúgal geti talað á eigin móðurmáli, sem fáir telja gagnlegt að læra sem erlent mál, samkvæmt Eurobaro- meter- könnuninni. Þýzka móðurmál 25% ESB-borgara FJÓRÐUNGUR íbúa í ríkjum Evr- ópusambandsins á þýzku að móð- urmáli, samkvæmt Eurobaromet- er-könnun framkvæmdastjórnar ESB. Hlutfall þýzkumælandi ESB-borgara hefur hækkað úr 20% i 25% vegna sameiningar Þýzkalands og ESB-aðiIdar Aust- urríkis. Opinber tungumál Evrópusam- bandsins eru ellefu talsins. Sam- tals eru fjögur þau útbreidd- ustu þó móður- rnái samtals 73% íbúa aðildarríkj- anna, þ.e. þýzka, enska, spænska og franska en síð- arnefndu málin þijú eru öll móðurmál um 16% ESB-borgara, samkvæmt könnun- inni. Ef litið er á erlend tungumál, sem íbúar ESB-ríkja tala, kemur í Ijós að þriðjungur talar ensku nægilega vel til að taka þátt í samræðum, 15% hafagott vald á frönsku og 9% á þýzku. Séu tölur um móðurmál og kunnáttu í erlendum málum lagð- ar saman, má sjá að rétt tæpur helmingur íbúa Evrópusambands- ríkja getur haldið uppi samræð- um á ensku, 34% á þýzku og 31% á frönsku. Spurt, var hvaða tvö tungumál menn teldu gagnlegast að kunna, að móðurmálinu frátöldu. Þar nefndu 78% ensku, 45% frönsku og 34% þýzku. Spænsku nefndu 15% en danska, portúg- alska, gríska, sænska og finnska komust varla á blað. íbúar Benel- ux-ríkjanna virðast mestir málamenn og talar meirihluti þeirra ensku, frönsku eða þýzku, auk móðurmálsins. Norðurlandabúar eru einnig vel að sér í tungumálunum og er al- gengast að þeir tali ensku og þýzku, auk þess sem þeir kunna oft annað norrænt tungumál en sitt eigið. *****+ EVRÓPA 1 1 1 i Morgunblaðið/Þröstur MASTER Class með Callas hefur verið sýnt við miklar vinsældir á Broadway síðan í nóvember en það verður frumsýnt í íslensku óperunni 4. október. Á myndinni eru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Stefán Stefánsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Marta Halldórsdóttir og Bjarni Haukur Þórsson. Á myndina vantar Björn Karlsson og Ellen Freydísi Martin. Anna Kristín sem Callas LEIKRIT Terrence McNally, Master Class með Callas, verður frumsýnt í íslensku óperunni 4. október næst- komandi. Breyting hefur orðið á skipan í aðalhlutverk sýningarinnar. í stað Bríétar Héðinsdóttur, sem átti að fara með hlutverk Maríu Callas, er komin Anna Kristín Arn- grímsdóttir. Verkið er byggt á upptökum sem gerðar voru þegar Callas tók nokkra efnilega söngvara í tíma í Juliard- tónlistarskólanum en kennslustund- irnar hlutu nafnið, Master Class. Verkið segir frá þremur slíkum söngtímum en nemendurna leikur ungt og efniiegt söngfólk, að sögn Bjarna Hauks Þórssonar leikstjóra. „Stefán Stefánsson tenór er við nám í Söngskóla Reykjavíkur og má segja að þetta sé fyrsta stóra verkefnið hans. Marta Halldórsdóttir sópran fer með hlutverk annarrar söngkonunnar sem sækir tíma hjá Callas en hún lék eitt af aðalhlut- verkunum í uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á West Side Story fyrir skömmu. Með hitt kvenhlutverkið fer Ellen Freydís Martin sem búsett hefur verið í Austurríki undanfarin ár og hefur lítið sungið hér á landi. Þor- steinn Gauti Sigurðsson leikur píanóieikara og með aukahlutverk fer Björn Karlsson. Það stendur svo til að fá Ólaf Árna Bjarnason tenór til að syngja í nokkrum gestasýning- um seinna í haust. Þýðandi verksins er Ingunn Ásdísardóttir." Að sögn Bjarna Hauks hefur verk- ið verið sýnt við miklar vinsældir á Broadway síðan í nóvember á síð- asta ári. „Það má segja að þetta hafi verið heitasta verkið á Broad- way síðasta ár. Það hlaut líka Tony- verðlaunin í fyrra sem besta verkið en það er ein mesta viðurkenning sem leikriti getur hlotnast í Banda- ríkjunum.“ Eliot í nýju ljósi London. Reuter. FYRIRHUGUÐ er útgáfa á áður óbirtum ljóðum eftir T.S. Eliot, sem talið er að muni kollvarpa mörgum þeirra hugmynda sem menn hafa gert sér um skáld- ið. Ljóðin verða gefin út í septem- ber en þau voru um áratugaskeið talin glötuð. Thomas Ste- arns Eliot var fæddur í Banda- ríkjunum 1888 en bjó frá 1915 í Bretlandi, þar sem hann var m.a. kennari, bankastarfsmaður og ljóð- aútgefandi. Gaf hann þá mynd af sér að þar færi maður íhaldssamur, hallur undir ensku biskupakirkjuna og hliðhollur konungsíjölskyldunni. Ljóðin eru úr minnisbók sem Eliot seldi bandaríska lögmanninum John Quinn árið 1922, nokkrum mánuðum áður en þekktasta verk hans, „Eyði- landið", var gefið út. Eliot sagði að ljóðin ætti „aldrei að prenta" og ekkert spurðist til minnisbókarinnar ENDI hefur verið bundinn á deilur um það hver standi að minnsta leikhúsi í heimi, eftir að annað leik- húsið brann til grunna á Edinborg- ar-hátíðinni, sem nú stendur yfir. Leikhúsið sem brann var yfir- byggður hliðarvagn á bifhjóli, en eigandi þess, Marcel Steiner, hef- ur haldið sýningar sl. 25 ár undir yfirskriftinni „Minnsta leikhús í heimi“. Hann kom fram á hátíð- inni rétt eins og keppinautur hans um titilinn, Adrian Bunting, sem hefur sýnt leikverk í kassa á síð- ustu þremur Edinborgar-hátíðum undir yfirskriftinni „Heimsins minnsta leikhús". Hafði Steiner hótað Bunting lögsókn ef hann drægi fullyrðingar sínar ekki til baka. Bunting var hins vegar hinn kokhraustasti og sagðist koma fyrr en 1968, þremur árum eftir dauða skáldsins. Þá skaut hún upp kollinum á bókasafni New York- borgar. Að sögn talsmanns Faber & Fa- ber-útgáfunnar, þar sem Eliot var eitt sinn ritstjóri ljóðaútgáfu, voru ljóðin ekki gefin út áður vegna þess að Vaierie, ekkja Eliots, gaf ekki leyfi til þess fyrr en nú. Efni ljóðanna er margvíslegt en tvö þeirra reyndust skrifuð á frönsku. Fjallar Eliot um ástina, borgarlíf, leiðindi og ýmis samfé- lagsleg efni. Þá verða í nýju ljóða- bókinni nokkur kiámfengin ljóð, m.a um ferðir Kristófers Kólumbusar, og ljóð þar sem lýsingar á blökku- mönnum munu án efa endurvekja fullyrðingar um kynþáttahatur Eli- ots. Ljóðabókin kemur út í kjölfar ævisögu hans, þar sem hann er sagð- ur hafa verið gyðingahatari. Sú er eftir Anthony Julius, breskan lög- fræðing, sem hefur nú með höndum skilnaðarmál Díönu prinsessu og Karls prins. sviðsmynd sinni tuttugu sinnum inn í leikhús Steiners. Bunting sagði að honum þætti leitt að leikhús Steiners hefði brunnið, hann hefði virst hinn vænsti náungi. Steiner kvaðst ekki hafa hugmynd um hver hefði kveikt í leikhúsinu en sagðist geta endurbyggt það á viku. EITT af portrettum Guðrúnar. Portrettmynd- ir á Sóloni GUÐRÚN Guðjónsdóttir opnar myndlistarsýningu á Sólon íslandus í Bankastræti 7a, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Á sýningunni eru 40 portrett- myndir unr.ar með olíu á striga. „Ándlitin koma úr ýmsum heims- hornum og lýsir hvert þeirra ákveðn- um persónuleika, tilfinningum og sögu,“ segir í kynningu. Þetta er þriðja einkasýning Guð- rúnar. Sýningin stendur til 18. sept- ember og er opin alla daga frá kl. 11-18. Verk eftir Baeh og Chopin JÓN Sigurðsson píanóleikari leikur Enska svítu nr. 2 í a moll og Enska svítu nr. 4 í F dúr eftir J.S. Bach og Sónötu í h moll op. 58 eftir F. Chopin í Norræna húsinu í kvöld, miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Jón tærði á píanó hjá Helgu Laxness og Hall- dóri Haraldssyni í Reykjavík, Eriku Haase í Þýskalandi og Caio Pagano í Bandaríkjunum. Bruni í minnsta leikhúsi heims

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.