Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HAFIÐ við L'Estaque séð milli trjáa, 1878-1879. Musee Picasso, París. BLÓM í vasa, 1885-1888. í einkaeigu. Kyrralífsmynd með gluggatjaldi og blómum skrýddri könnu, 1894-95. Hermitage safnið, St.Pétursborg. Málari málaranna Fyrstu stóru yfírlitssýningunni í 60 ár á málverkum franska málarans Paul Cézanne (1839-1906), lýkur senn í Fíladelfíu. Rétt eins og á fyrri viðkomustöðum, París og London, hefur sýningin notið gríðar- legra vinsælda og aðgöngumiðar verið seldir marga daga fram í tímann. Einar Falur Ingólfsson skoðaði þessa sýningu sem listrýnir dagblaðsins New York Times sagði þá merkilegustu og áhrifamestu í Bandaríkjunum á árinu. MATISSE kallaði hann „guð málverksins", og annar koilegi, málarinn Renoir, spurði eitt sinn: „Hvernig í óskupunum fer hann að þessu? Hann getur ekki sett tvo bletti af lit á striga án þess að það sé mikið afrek.“ Og það er sér- kennilegt að hugsa til þess, að Paul Cézanne, málari sem var fæddur á fyrri hluta 19. aldar, skuli hafa haft meiri áhrif á list 20. aldar en nokkur málari sem er fæddur á þessari öld. List hans hefur haft greinileg áhrif á fávist- ana, kúbistana, þýsku expressjón- istana.rússnesku konstrúktívist- ana, súrrealistana, að ógleymdum Hús í Provence - Rioux dalurinn nærri L'Estaque, 1879-82. The National Gallery I Washington. PORTRETT af Victor Chocquet, 1877. Listasafnið í Columbus, Ohio. öllum hinum. Menn hafa sífellt fundið eitthvað nýtt og persónulegt í list hans að dást að; svartnætti og sálarháska í eldri myndum eða furðulega myndbyggingu og af- stöðu forma og lita í uppstillingum hans og landslagsmyndum. Menn hafa legið yfir myndum Cézanne, reynt að læra af þeim og skilja, og til að byija með voru það ekki síst aðrir listamenn sem söfnuðu verkum hans. En í dag eru langflest allra þeirra verka sem Paul Cézanne teiknaði eða málaði, í eigu safna og annarra stofnana, og almenn- ingur hefur flykkst á þessa stærstu yfírlitssýningu á verkum málarans frá 1936. Myndirnar koma koma víðsvegar að og voru fyrst sýndar í París og London, áður en síðasta áfangastaðnum var náð í Fíladelf- íu. Miðar hafa verið seldir marga daga fram í tímann og hleypt inn í holium. Gestirnir renna síðan gegnum hvern glæsisalinn af öðr- um, þar sem blandað er saman myndum eftir tímaskeiðum og þemum í list málarans; alls rúm- lega 100 málverk, og á áttunda tug teikninga og vatnslitamynda. Þótt Listasafnið í Fíladelfíu sé merkilegt og eigi ákaflega gott úrval verka, þá eru stærri söfn til dæmis í New York og voru þau sögð hafa mikinn áhuga á þessari sýningu. En vegna skilmála við lán á verkum, mátti ekki sýna þau nema á einum stað í Bandaríkjun- um og þá réði úrslitum að safnið í Fíladelfíu á á annan tug málverka eftir Cézanne, auk teikninga, vatnslitamynda og skyssubóka og svo er Barnes-stofnunin þar í grenndinni en hvergi annarsstaðar gefur að líta á einum stað jafn mörg verka Cézanne, eða 69 alls. Því búa listfræðingar í borginni yfir mikilli þekkingu á listamannin- um og gátu lagt sitt af mörkum við undirbúning sýningarinnar, bókaskrif og annað sem tilheyrir þegar risasýning á borð við þessa fer á flakk. Og víst er þetta risasýning og þótt fjöldi gestanna sé mikill og suð í sölunum frá heyrnartækjum þar sem fræðingar upplýsa gesti um einstök verk, þá dylst ekki að í hveijum salnum á eftir öðrum eru fjöldi meistaraverka. Margvís- legar útgáfur eru af böðurum, myndefni sem Cézanne hvarf að aftur og aftur. Þá eru kunn port- rett eins og „Frú Cézanne í gulum stól“, þar sem hún er eins og kyrr- stæður hlutur í miðjum stormsveip, en stóllinn, veggtjald og herbergið virðast spinnast í kringum hana, og annað eftirminnilegt portrett er af safnaranum Victor Chocquet. Þá koma salir með einstökum landslagsmyndum, eins og „Klett- ar við L‘Estaque“ og „Pont de Mancy“, tilfinningarík málverk sem eru byggð næstum eins og púsluspil, myndhlutarnir settir saman á einhvern hátt sem ekki getur talist rökréttur. Og þótt myndefnin virðist stafa frá sér mikilli rósemd, þá er iðulega í þeim ólgandi undirtónn, eins og í „Rioux dalurinn nærri L‘Estaque“, þar sem myndefnið er stöðugt og meitl- að en myndin engu að síður máluð með samsíða lóðréttum strokum, sem fá yfirbqrðið til að ólga eins og í tíbrá. Áhrifin eru ekki ólík því að stara á eitthvað í heitri sum- arsól. í næsta sal eru kyrralífsmyndir, eins og stórsýning útaf fyrir sig. Og eins og Kimmelman gagnrýn- andi New York Times segir, þá er ekki hægt að bæta miklu við um myndir eins og „Kyrralíf með lauk- um“, eða „Kyrralífsmynd með gluggatjaldi og blómum skrýddri könnu“, annað en að þær eru enda- laust heillandi. Og að fólk þurfi ekki að hafa lesið grein Meyer Schapiros um epli sem kynferðisleg tákn, til að koma auga á hvernig Cézanne auðnast að láta þessa líf- lausu ávexti, liggjandi á dúk, líta út eins og elskendur í bældum sængurfötum. Sýningunni lýkur ekki með stóru myndunum af baðfólki, eins og margir hefðu búist við, heldur með herbergi fullu af vatnslitamyndum og einföldu málverki af útsýni yfir garð málarans, sem Cézanne auðn- aðist ekki að ljúka við fyrir dauða sinn árið 1906. í þessum myndum vekur athygli að hann hefur farið að mála höfuðkúpur í stað ávaxta; eftirminnileg teikn um yfírvofandi dauða. Og þetta eru hljóðlátar myndir, fínlegar og málaðar af manni sem hafði fullkomið vald á miðlinum. Þetta er sýning sem á eflaust eftir að opna augu fjölmargra fyr- ir Paul Cézanne, frumleika verka hans og áhrifamætti. En sýningin á líka eftir að vekja ótal spurning- ar með þeim sem töldu sig þekkja til verka listamannsins, rétt eins og hún skýrir önnur atriði. Þannig hefur oft verið sagt að Cézanne hafi ekki ráðið við hefðbundna akademíska teikningu, en módel- mynd fremst í sýningunni, gerð 1862, afsannar það í eitt skipti fyrir öll. En það sem stendur eftir, er hve undarlegar myndir lista- mannsins eru í raun. Hann málaði varla mynd sem ekki inniheldur einhverskonar gátu, sérkennilega myndbyggingu eða þar sem lík- amshlutar eru ekki skornir af fólki. Cézanne erfiðaði við að aga aga- Ieysi mynda sinna, hann gllmdi við að skapa fullkomna heild forma og lita. Og þeir sem stóð honum næst áttu jafnvel erfitt með að átta sig á því hvað listamaðurinn var að fara, þótt þeir skildu að það var merkilegt. Þannig sagði rithöf- undurinn Zola, einn af elstu vinum Cézanne, árið 1898 að hann hefði nýlega „byijað að skilja málverk hans, sem ég skildi ekki um langa hríð, eða ég taldi þau of ýkt. - En allan tímann hafa þau samt verið ótrúlega einlæg og sönn.“ Og ein öld hefur á engan hátt dreg- ið úr þeirri staðhæfingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.