Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 22

Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Af kjaradeilum heilsu- gæslulækna og ríkis „Lýðræði í viðjum valds“ í DAG að áliðnum ágúst á því herrans ári 1996 er norðvestanátt hér á Síðunni með sól og blíðu. Ég fer í gönguskóna og tek stefnu til fjalla hlaðinn alls konar fjarskipta- tólum þar sem land- læknir hefur farið þess vinsamlega á leit við mig að ég sinni þeim sjúku og slösuðu sem teljist þurfa á neyðar- aðstoð að halda. Ég hef nefnilega sagt upp starfi mínu hér sem heilsugæslulæknir þeirra Síðumanna ein- um mánuði áður en 10 ára ferli í því embætti er náð. Stefnan verið tekin suður — eins og sagt er hér þegar fyrirhugaður er flutningur til höfuðborgarinnar. Leiðinlegt að enda að öðru leyti ágætt skeið hérna með þessum hætti, þ.e. að lenda í kjaradeilu sem leitt hefur til svo snubbótts enda á ferlinum. Á leið- inni upp fjallið læt ég hugann reika. Ég hugsa til forvera minna hérna og aðstæðna þeirra. Ekki var kol- legi Sveinn Pálsson skrýddur boð- tæki og farsíma en gegndi hann þó öllu Suðurlandi um 30-40 ára skeið! Enda hefði hann sjálfsagt' fremur valið skóna en fjarskiptatækin hefði ég mætt honum þarna á förnum vegi og boðið að velja af þægindum nútímans. Ég puða áfram upp fi'allið. Ekk- ert rýfur þögnina utan einstaka tíst í smáfuglum. Nokkrir Inafnar halda þagnareiðinn. En skyndilega er þögnin rofin, farsíminn kallar! Ég dreg hann upp úr bak- pokanum. í símanum er ung húsfreyja í sveit- inni. Segist ekkert hafa getað sofið sl. 2 nætur vegna óróleika korna- barns síns. Heldur barnið „hafa í eyrun- um“. Ég spyr um hit- ann sem er eðlilegur. Ráðlegg þá verkjalyf enda í mínum huga ekki lengur neyðar- ástand þótt lítil börn æpi nokkrar nætur og haldi foreldrum sínum vakandi vegna eyrna- verkja. Nei, nú eru þeir Síðu- bændur flæktir inn í kjaradeilu sem þeir þó sjálfír fá engu um ráðið. Fyrir sunnan sitja menn á rökstólum yfir því hvað geti talist sanngjöm þóknun fyrir að sinna blessuðu fólk- inu þegar heilsubrests verður vart. Nú er ég kominn upp á tindinn. Þvílík fegurð! Hér sér yfir Síðuna alla og suður í reginhöf. Ég fikra mig aftur niður flallið. Og áfram reikar hugurinn. Nú til þeirra félaga minna fyrir sunnan sem sitja við samningaborðið og reyna að koma vörslumönnum okkar sameiginlegu sjóða í skilning um hvernig við hald- ið verði og bætt enn frekar það ágæta kerfi heilbrigðismála sem við viljum hafa og sett hafa verið lög um. Þar á meðal eru væntanlega kröfur um að Iæknar sem sinna vaktþjónustu í héruðum fái greitt fyrir þau störf af meiri sanngirni en verið hefur. Nú fást fyrir slíkt starf rúmlega 3 þúsund krónur á sólarhring. Vonlaust hefur því verið Að óbreyttum forsend- um, segir Haukur Yaldimarsson, er kom- ið að endapunkti. að ráða afieysingafólk á vaktimar, t.d. læknastúdenta, en það hefði að sjálfsögðu komið sér afar vel ein- staka helgi þau 10 ár sem ég hef verið á stöðugri vakt í einmennings- héraði. En nú er nóg komið. Ég er á leið suður. Hvers vegna skyldi ég þá vera að taka þátt í þessari hörðu launabaráttu? Jú, ég hef áhyggjur af sveitungum mínum. Ég vil að þeir njóti hér starfskrafta dugmikils eftirmanns míns í framtíðinni en til þess tel ég engar líkur við núver- andi launakjör. Mælirinn er einfald- lega fullur. Að óbreyttum forsend- um er komið að endapunkti. Enginn kollegi mun feta í fótspor mín. Það fellur mér þungt. Nú er ég kominn niður af fjallinu. Bóndinn undir fjallsrótunum tekur mig tali og verð- ur starsýnt á farsímann. Spyr mig hvort ég sé ekki hættur að veita þeim sveitungum heilbrigðisþjón- ustu. Jú, en ef í nauðirnar rekur þá get ég víst ekki neitað um hjálp. Jæja þá, ein kýrin er eitthvað lumpin, komin með hita og dýra- læknirinn ekki heima. Ekki gætirðu bjargað mér með svolítið penísillín? Ég stend frammi fyrir áður óþekktu mati á þörf neyðarþjónustunnar. Kirkjubæjarklaustri, 25. ágúst 1996. Höfundur er fyrrverandi heilsugeeslulæknir. PCIlúnoi ’fúguefni mím Stórhöfða 17. sími 56 rið Gullinbrú, 7 4844 Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka PP &co Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 126 REYKJAVlK SÍMI553 8640 / 568 6100 Haukur Valdimarsson. siAViQ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1984-2.fl. 10.09.96 - 10.03.97 kr. 96.210,50 1985-2.fl.A 10.09.96 - 10.03.97 kr. 59.713,90 1985-2.fl.B 10.09.96 - 10.03.97 kr. 28.369,70** 1988-2.fl.D 8 ár 01.09.96 kr. 27.308,10 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. ágúst 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS UNDIR árslok 1995 birtist á bókamarkaði athyglisvert rit um áhugavert efni, sem hlotið hefur minni um- fjöllun opinberlega en ástæða er til, því að það á vissulega erindi til allra íslendinga. Bókin, sem er eftir Helga Bald- ursson kennara, heitir „Lýðræði í viðjum valds - Blöndudeilan“. Er hún gefin út í Reykjavík og er 232 síður að lengd, með tilvísana- og nafnaskrá. í ritinu fjall- ar höfundur ítarlega og af mikilli þekkingu um „Blöndudeiluna" svokölluðu, sem kunn varð af umfjöllun fjölmiðla fyrir um hálfum öðrum áratug, en hafði að heita má legið í þagnargildi meðal alls þorra manna um nokkurt árabil, þegar bókin biitist. Ekki fer á milli mála, að bókin á að vera kærkomið heimildarrit öllum þeim mörgu mönnum - körlum og konum - um land allt, sem láta sig varða umhverfis- og náttúruverndarmál, og þangað geta þeir sótt mikinn lærdóm, einkum um það hvernig ekki á að standa að mikilvægum ákvörðunum um stórframkvæmdir á viðkvæmum öræfasvæðum, ákvörð- unum, sem ekki verða aftur teknar eftir að framkvæmdar hafa verið og sem skilja eftir ófagran vitnisburð um skammsýni þeirra manna, er bera ábyrgð á þeim. Bókarhöfundur dregur ekki dul á, að hann hafi sjálfur verið í hópi þeirra landverndarmanna, sem beittu sér gegn þeirri virkjunarleið Blöndu, er valin var en sem hafði í för með sér mun meiri landeyðingu en vera þurfti ef önnur leið hefði verið valin - en í því efni mátti vissu- lega velja milli mismunandi kosta. Hann tekur einnig skýrlega fram, í upphafi bókar, að afstaða hans til virkjunar Blöndu hafi haft áhrif á val hans á heimildum ög umljöllun um þær. Lesandinn má því ekki vænta þess, að höfundurinn tali úr sæti hlutlauss dómara í þessu ágreiningsmáli,- enda myndi það sæti vandfyllt. Bókin hefur að geyma málsvörn og rökstuðning fyrir skoð- unum landverndarmanna og þar er sannarlega vel og fimlega á málum haldið. Að sjálfsögðu höfðu andstæðingar landverndarmanna einnig sín rök í málinu, sem óspart var haldið fram í fjölmiðlum á sínum tíma, en í bók- inni sjálfri koma þau rök jafnframt fram, í ítarlegu máli, í frumheimild- um, sem vísað er til þar orðrétt. Athyglisvert er, að það var ekki fyrr en á síðasta stigi málsins, nokkr- um mánuðum fyrir formleg úrslit þess á Alþingi, sem til varð fjölda- hreyfing í Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu, „Landverndarsam- tök vatnasvæða Blöndu og Héraðs- vatna" (stofnuð 31. janúar 1982), er hafði að markmiði að stýra virkjunar- málinu í farsælan farveg, þannig að umhverfisröskun vegna virkjunarinn- ar yrði sem minnst. Ljóst er, að hreyf- ing þessi kom of seint til sögunnar því að líklegt er, að hún hefði áorkað meiru en raun bar vitni um, ef fyrr hefði verið tekið í taumana. Úrslitin eru alkunn: Virkjunarleið sú, sem fyrir valinu varð, var óheppileg frá sjónarhóli náttúruverndarmanna. Uppgræðsla virkjunaraðilans á heið- unum nærri Blöndulónum hefur reynst gagnslaus nema með stöðugri áburðargjöf, sem merkur vísinda- maður, er ekki var hlustað á, hafði vissulega séð fyrir og gefið ítarlega skýrsiu um áður en í framkvæmdir var ráðist, svo sem vel er lýst í bók- inni. Bætur þær, sem greiddar voru til „landeigenda", hafa að margra mati ekki orðið þeim til gæfu eða til þeirra búdrýginda, sem sjálfsagt hef- ur þó verið stefnt að. Enn fer því íjarri, að umhverfísvemdarmenn hafi gleymt því, hvernig staðið var að málum. Að margra mati urðu umtalsverð tæknileg mistök við hönnun virkjunarinnar. Hver og einn, sem fylgist með fréttum, getur einnig dæmt um það, hvort virkjunin sjálf hafi skil- að arði fram til þessa. Höfundur leiðir les- andann, skipulega, gegnum völundarhús heimilda um alla þætti málsins, allt frá frum- undirbúningi fram til þess að Alþingi sam- þykkti formlega þá virkjunarleið, sem raun ber vitni um, vorið 1982. Efnistök byggjast á afar- mikilli heimildavinnu - skráðar heimildir, sem höfundur hafði að- gang að, voru að lokum orðnar á annað þúsund, en auk þess átti hann að sjálfsögðu viðtöl við marga menn, sem tengdust málinu á einn eða annan hátt. Úr öllu þessu er unnið á þann hátt, að lesturinn verður auðveldur án þess þó að slegið sé Gildi bókarinnar, segir Páll Signrðsson, felst í varnaðaráhrifum. af fræðilegum kröfum. Umfjöllun höfundarins um þær heimildir, sem verkið byggist á, er víðast hófsamleg og vandvirknisleg og niðurstöður hans og ályktanir eru almennt studd- ar góðum rökum. Eitt af því fjölmarga, sem athygli vekur við lestur bókarinnar, er frá- sögnin af því, hvernig staðið var að samþykkt endanlegra samnings- draga um virkjunina í þeim sex sveit- arfélögum, sem hlut áttu að máli. Greint er frá hörðum ágreiningi inn- an sumra hreppsnefndanna og ljóst er af birtum heimildum, að þess voru dæmi að lokaályktun hrepps- nefndar bryti í bága við yfirlýstan vilja meiri hluta íbúa í hlutaðeigandi sveitarfélagi. í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu var t.d. látið sverfa til stáls. Þar klofnaði hrepps- nefndin um málið. Voru samnings- drögin samþykkt þar, af þremur hreppsnefndarmönnum af fimm, í beinni andstöðu við formlega viljayf- irlýsingu (almenna atkvæðagreiðslu) meiri hluta íbúanna, sem öllum hreppsnefndarmönnunum var áður fullkunnugt um, en tveir nefndar- menn, er eigi gátu fellt sig við máls- meðferð meiri hluta nefndarinnar, gengu þá af fundi er sýnt var um lyktir máls (sjá bls. 90-93 og 137-138 í bókinni, þar sem fundar- gerðir eru birtar orðréttar). Þar urðu því viðhorf landverndarmanna - eða a.m.k. sambærileg viðhorf - harka- lega undir, illu heilli. Sumum þeim, sem láta sér annt um umhverfisvernd, mun e.t.v. finnast að bók þessi hefði mátt birt- ast fyrr, meðan „Blöndudeilan" var enn ofarlega í hugum flestra og enn var verulegur „hiti“ í umræðunni. Að öllum líkindum hefði það þó ekki verið heppilegt. Bókin nýtur þess þvert á móti að vera samin eftir að nokkur kyrrð hafði komist á í þessu deilumáli, enda einkennist hún af yfirveguðum efnistökum. Ég tel gildi bókarinnar fyrst og fremst vera fólgið í þeim varnaðar- áhrifum, sem henni er ætlað að hafa. Hún sýnir okkur vítin, sem varast ber. Eftir lestur bókarinnar er mér það efst í huga, að boðskapur henn- ar nái til sem flestra og þá m.a. til þeirra, sem með ákvörðunarvald fara í umhverfismálum, því að þeir eru helst Iærdómsþurfi. Höfundur er prófessor ílögfræði og áhugamaður um umhverfisvernd. Páll Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.