Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 29
ÁGÚST
OLAFSSON
GYÐA
JÓHANNSDÓTTIR
og kannski ertu fegin að fá hvíld
og ég er alveg viss um að afi Krist-
ján tekur vel á móti þér.
Bless, elsku amma mín.
Þín,
Manuela.
+ Ágúst Ólafsson
var fæddur í
Reykjavík 28. mars
1945. Hann lést í
sjúkrahúsi Reykja-
víkur 15. ágúst síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
rún Sörensen og
Ólafur Pálsson,
sem bæði eru látin.
Systkini Ágústar
eru Georg Ólafs-
son, sem er látinn,
Hafsteinn Ólafsson
og Jónína piafs-
dóttir. Börn Ágúst-
ar eru Sverrir, kvæntur Lilju
Þorsteinsdóttur og eiga þau
tvær dætur, Önnu
Katrínu og Erlu
Steinu, Karen
Gunnhildur, Hanna
Rún og Arnar Elís.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Elísa-
bet S. Einarsdóttir.
Ágúst stundaði sjó-
mennsku frá ungl-
ingsaldri, lengst af
hjá Eimskipafélagi
Islands. Hann lét
af störfum vegna
veikinda haustið
1993.
Útför Ágústar
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
Nú ertu dáinn, elskulegi afi okk-
ar — og við eigum svo erfitt með
að skilja það, skiija að þú komir
aldrei..., aldrei aftur. Við fengum
því miður alltof lítinn tíma með
þér, afi, bæði vegna þess hve ungar
við erum og vegna þess að við höf-
um búið í útlöndum með mömmu
og pabba þar sem pabbi var í skóla.
En við hittumst alltaf þegar við
komum til íslands og nú síðast í
sumar en þá varstu orðinn svo veik-
ur. Skemmtilegast þótti okkur að
hitta þig um jólin, þig og ömmu
Betu og krakkana í jólaboði hjá
ykkur á Seljaveginum. Einnig eig-
um við systumar okkar albúm með
myndum af þér og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum — en þannig lærð-
um við að þekkja ykkur enn betur.
Eitt höfum við, afi minn, og það
getur enginn tekið frá okkur —
minninguna um þig. Minninguna
um ljúfan, léttlyndan og heiðarleg-
an afa. Hana munum við ávallt
geyma í hjarta okkar. Við kveðjum
þig afi minn og vitum að nú ertu
frískur á ný, því þú ert hjá Guði
og englunum og þeir munu vaka
yfir þér og vernda.
Nú legg ég aupn aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Sofðu rótt, elsku afi okkar.
Þínar,
Anna Katrín og Erla Steina.
Mig setti hljóðan þegar systir
Ágústar hringdi í mig að morgni
föstudagsins 16. ágúst sl. og til-
kynnti mér að hann væri dáinn,
þótt ég hafi vitað að hveiju stefndi.
En þetta er sú fregn sem maður
vill síst heyra, en kemst ekki hjá
því. Það kom margt upp í hugann
þann dag, en sérstaklega síðasta
bón hans að muna eftir að senda
vini okkar afmælisskeyti vegna
fimmtugsafmælis hans daginn áður
en Ágúst yfirgaf þessa jarðvist.
Hann var ekki sammála hvor okkar
ætti að vera á undan vegna undir-
skriftar skeytisins, svo við gerðum
málamiðlun. Undirskriftin var á þá
leið „Frá Gústa og Stjána" og fyrir
neðan „Stjána og Gústa“.
Oft var hann búinn að rukka
mig um minningargrein um sig svo
hann gæti ritskoðað hana, en ekki
varð af því, hann var kallaður of
fljótt.
Ég minnist Ágústar sem manns,
sem ljómaði af ást og hlýju. Allir
sem þekktu hann vissu að þar fór
skapríkur maður með stórt hjarta.
Okkar vinátta byijaði um haustið
1961 þegar við vorum að byija til
sjós. Einn vinur okkar kynnti hann
fyrir mér og sagði „hann er vinur
okkar“. Og þar með var það ákveð-
ið. Ég var að byija á skipum hjá
Hafskip en hann hjá Eimskip. Við
vorum því aldrei samskipa. Ágúst
var glaður og skemmtilegur en gat
verið stuðandi við þá sem þekktu
hann ekki, sem gat orðið ansi bros-
legt. Minningar flæða um hugann
er ég leitast við að fínna viðeigandi
kveðjuorð fyrir Gústa vin minn.
Eðlilegast fínnst mér að þakka
honum góðar stundir sem við vinirn-
ir áttum saman. Vinátta er kær-
komin gjöf hveijum einstaklingi.
Okkar vinátta var sérstök að því
leyti, að hún var án skilyrða. Það
hæfði vel þeim aðstæðum og því
ástandi sem við gömlu vinirnir vor-
um lagnir við að skapa okkur á
þeim tímum víns og rósa. Það sem
aldrei gleymist var hans einstaka
skopskyn og kærleikslyndi.
Áf einlægni bið ég æðri mátt um
styrk fyrir ástvini hans í sorginni.
Kristján Daðason.
Eftir því sem árin líða hverfa
félagar manns, einn af öðrum. í dag
kveð ég góðan skipsfélaga, Ágúst
Ólafsson. Það er langt um liðið frá
því ég kynntist Gústa. Við vorum
báðir, í áratugi, sjómenn hjá Eim-
skipafélagi íslands. Ekki vorum við
samskipa nema síðustu ár Gústa til
sjós.
Ágúst var stéttvís maður og vann
félagi sínu, Sjómannafélagi Reykja-
víkur, vel. Sem ungur maður lærði
Ágúst múrverk en það var með
hann sem marga fleiri, sem reyna
sjómennsku, að una sér ekki í landi.
Farmennska varð því ævistarf hans.
Ekki fór á milli mála að Ágúst
kunni vel við sig á sjónum og hon-
um fóru flest verk vel úr hendi.
Oftast er það þannig að það ný-
liðna er efst í huga. Gústi hætti til
sjós fyrir nokkrum árum. Ekki
löngu síðar sóttu á hann veikindi
og háði hann þá hetjulega baráttu,
sérstaklega síðasta árið. Ljóst var
að hveiju dró og aðdáunarvert af
hversu miklu æðruleysi hann tók
hlutskipti sínu.
Við sem fylgdumst með honum
í veikindunum dáðumst að hversu
vel hann bar sig þrátt fyrir alla þá
erfíðleika og þann sársauka sem
við vissum að heijuðu á hann.
Öllum er hjálp í að hafa einhvern
sér við hlið. Þess naut Ágúst því
eiginkona hans, Elísabet Sigrún
Einarsdóttir, stóð með honum og
studdi í þeim erfiðleikum sem ekki
urðu umflúnir.
Fyrir hönd félaga í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur kveð ég góðan
félaga okkar og við sendum um
leið eiginkonu og börnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Birgir Hólm Björgvinsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fyigi útprentuninni.
Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög.
Ilöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
+ Gyða Jóhanns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 13. apríl
1929. Hún lést á
Landspítalanum 20.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steindóra
Camilla Guðmunds-
dóttir frá Sólheim-
um í Hrunamanna-
hreppi og Jóhann
Guðmundsson frá
Dalbæ í sömu sveit.
Börn þeirra voru,
auk Gyðu, Kristrún,
Guðmundur og
Hörður sem öll eru látin. Einn-
ig ólu þau upp fósturdóttur,
Onnu Sigurðardóttur.
Gyða giftist Kristjáni Magnús-
syni, húsasmíðameistara, f.
20.11. 1923, d. 11.4. 1986, hinn
7. ágúst 1953. Foreldrar hans
Elskuleg tengdamóðir mín hlýddi
kalli skaparans í síðustu viku. Hann
hafði reyndar staðið utan girðingar
undanfarin ár, og eflaust dáðst að
þolgæði, dugnaði og æðruleysi
þessa dygga liðsmanns hans á
erfiðum stundum. Gyðu kynntist
ég fyrir mörgum árum þegar fund-
um mínum og dóttur hennar bar
saman. Sú vinátta og hlýhugur sem
ég mætti á heimili hennar og Krist-
jáns heitins tengdaföður míns var
mér dýrmætt og gott vegarnesti
um það hversu mannúð og væntum-
þykja eru einstaklingum mikilvæg
í samskiptum sínum. Gyða var af
þeirri kynslóð sem var að komast
til manns á sama tíma og hið unga
lýðveldi var að slíta barnsskónum
og trúnaður hennar við land, þjóð
og tungu var fölskvalaus. Af per-
sónuleika hennar að dæma þá kem-
ur mér í hug að kynslóð hennar
hafi verið kynslóðin sem óx úr grasi
áður en kröfurnar urðu til. Hún
skildi að hver maður verður að
rækta garðinn sinn og hver upp-
sker sem hann sáir. Hennar upp-
skera var heilsteypt og samheldin
fjölskylda þar sem umhyggja og
kærleikur vörðuðu veginn til ham-
inguríks lífs.
Samferðarmaður Gyðu í gegnum
lífið, Kristján tengdafaðir minn, var
einstakur mannvinur og einn þeirra
einstaklinga sem aldrei gleyma sam-
úðinni með samferðamönnum sínum
og þeim sem höllum fæti standa í
tilverunni. Hann lést fyrir rúmum
áratug, en Gyða hélt ótrauð áfram
og var ávallt óijúfanlegur hluti af
lífi barna sinna, tengdabama,
barnabarna og vina. Nú hvílir hún
aftur í ástríkum örmum hans. Ungri
dóttur minni varð spurn hver myndi
gefa ömmu Gyða að borða þegar
hún yrði svöng nú þegar hún væri
komin upp til guðs. Svarið var afí
Kristján. Þannig lifir minningin og
mun lifa áfram. Skrifað hefur verið;
daginn sem þú fæddist voru allir
glaðir. Þú varst sá eini sem grést.
Lifðu þannig að á þinni hinstu stund
gráti allir aðrir, þú ert sá eini sem
ekkert tár fellir. Þá getur þú tekið
Erfidrykkjur
Glæsileg kafíi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingai*
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
llflTEI, MIFTLUIHí
voru Björg Guð-
mundsdóttir og
Magnús Pétursson.
Börn Gyðu og
Kristjáns eru: Dóra
Camilla, f. 2.4.
1954, búsett á Ak-
ureyri. Eiginmaður
hennar er Ari
Karlsson og eiga
þau tvær dætur.
Magnús Már, f.
27.8. 1957, búsettur
í Reykjavík, kvænt-
ur Isabelle de Bissc-
hop og eiga þau tvö
börn. María Björg,
f. 23.9. 1965, búsett í Reykja-
vík. Sambýlismaður hennar er
Loftur Ólafsson og eiga þau
eina dóttur.
Útför Gyðu fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
dauðanum með ró hvenær sem hann
kemur.
Þannig lifði elskuleg tengdamóðir
mín.
Loftur.
Elsku amma Gyða.
Það er erfitt að hugsa sér lífíð
án þín, en þótt þú sért ekki meðal
okkar lengur muntu alltaf lifa í
hjarta okkar sem elskum þig svo
mikið. Ég hef varla styrk til að
skrifa núna, en mig langar samt svo
mikið að skrifa nokkrar línur fyrir
þig. Það var svo gott að koma í
heimsókn til þín með pabba, mömmu
og Kristjáni, eða ein eftir skóla og
læra heima hjá þér og fá sér síðan
pönnukökur og eitthvað að drekka
með. Það var svo gott að spjalla við
þig um heima og geima, spila á
spil eða bara fá að hvíla sig í róleg-
heitunum með þér.
Amma, þótt þú værir stundum
lasin og þreytt, sérstaklega þegar
þú komst heim úr nýrnavélinni,
varstu alltaf jafn falleg og fín. Mér
finnst svo sárt að ég var stödd úti
í Frakklandi þegar þú skildir við
okkur, ég var farin að hlakka svo
til að hitta þig og sýna þér gjöfína
sem við höfðum keypt handa þér.
Ég veit að þú ert búin að vera veik
Elsku amma Gyða.
Ég á erfítt með að sætta mig við
aö þú sért farin. Það er alltaf sárt
fyrir þá sem sitja eftir með minning-
amar en það er huggun að vita að
nú ertu ekki veik lengur og ert kom-
in tii afa Kristjáns. Ég á eftir að
sakna þess að geta ekki komið í
heimsókn til þín, sagt þér frá því sem
er að gerast í mínu lífí og um leið
ieyft þér að hneykslast svolítið á því
hvað unga fólkið er uppátækjasamt.
Ég bjó hjá þér mín þijú fyrstu
menntaskólaár og á þeim tíma áttum
við fjölmargar góðar stundir saman.
Ég man til dæmis eftir að hafa setið
inni í herbergi eitt kvöldið þegar ég
heyrði þig byija að hlæja frammi í
stofu og þá varstu að horfa á félag-
ana Walter Mattheau og Jack
Lemmon fara á kostum. Ég settist
hjá þér og við veinuðum úr hlátri
yfír vitleysunni. Núna vildi ég óska
þess að við gætum sest niður yfír
The Odd Couple og ég gæti heyrt
þig hlæja aftur.
Takk fyrir allan tímann sem við
áttum saman bæði á Kleppsveginum
í gamla daga og svo í Hólmgarðit
inum. Ekki fara langt.
Guðný Camilla.
Nú ertu farin til afa Kristjáns,
elsku amma mín og ég veit að þér
iíður miklu betur núna þar sem afi
stendur við hlið þér og nú getur þú
passað okkur öll í einu.
Ég man hvað það var nú gott að
koma til ykkar afa á Kleppsveginn,
þar sem ég naut þess að fá að vera
litla dekurrófan ykkar og vissi a£-*
ég fengi besta hafragraut í heimi.
Ég man hvað mér þótti vænt um
það að þú skyldir ferðast alla leið
til Danmerkur til þess að sjá mig
fermast í Holmenskirke, þessar
minningar og allar hinar mun ég
varðveita og geyma á sérstökum stað
þar sem ég get alltaf leitað til þeirra.
Þótt það sé sárt og erfítt að
ímynda sér að þú sért farin, þá veit
ég að við munum einhvem tímann
hittast á ný.
Ég sakna þín, elsku amma.
Þín,
Gyða Björk.
RANNVEIG
ÁGÚSTSDÓTTIR
+ Rannveig Guðríður Ágústs-
dóttir fæddist á ísafirði 22.
apríl 1925. Hún lést á Landspít-
alanum 2. ágúst síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Foss-
vogskirkju 9. ágúst.
Ó, blessuð vertu, sumar sól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir Qöllin himinhá
og heiðarvðtnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
Sérliieðingar
i hloinaskreytingiim
við «11 tækifa*ri
ICiblómaverkstæði
WNNA^
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstadastrætis,
sími 19090
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson).
Þetta ljóð kemur mér í huga þeg-
ar ég hugsa til hennar Veigu frænku.
Hún geislaði birtu á lífið og umvafði
alla með hlýju sinni. Minning um
hana mun alltaf lifa í hjörtum okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Krisljánsdóttir,
Lúðvík Eiiasson
LAUGARNES
APÓTEK
Kirkjuteigi 21
ÁRBÆJAR
APÓTEK
Hraunbæ 102 b
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Laugarnesapótek