Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 35
FRÉTTIR
STEFÁN Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, tekur við gjöf Ör-
yrkjabandalagsins úr hendi formanns þess, Ólafar Ríkarðsdóttur.
Oryrkjabandalag Islands
færir Greiningar- og ráðgjafar-
stöð ríkisins peningagjöf
GREININGAR- og ráðgjafarstöð
ríkisins barst nýverið höfðingleg gjöf
frá Öryrkjabandalagi íslands, þijú
hundruð þúsund krónur til kaupa á
leiktækjum fyrir leikfangasafn
stöðvarinnar. Tilefnið var 35 ára
afmæii Öryrkjabandalagsins í maí
sl. Formaður bandalagsins, Ólöf Rík-
harðsdóttir, afhenti gjöfína að við-
stöddum 300 þátttakendum á XI.
vomámskeiði Greiningarstöðvarinn-
ar sem haldið var í Háskólabíói í júní.
Greiningar- og ráðgjafarstöð rík-
isins er tíu ára um þessar mundir.
Meginhlutverk hennar er rannsókn
og greining á fötluðum börnum svo
og ráðgjöf til foreldra og þeirra sem
annast þjálfun, kennslu og meðferð
barnanna. Þar starfa 35 manns,
flestir sérhæfðir í fötlunum barna.
Leikfangasafn stöðvarinnar er hluti
af þjónustu hennar við ung, fötluð
börn. Þangað leita foreldrar með
börn sín, fá lánuð valin leikföng,
sem ætlað er að styðja við ýmsa
þroskaþætti og þiggja ráðgjöf. Sum
þessar leikfanga eru sérhæfð t.d.
ætluð blindum börnum. Heimsóknir
í safnið eru á annað þúsund á ári,
enda sinnir það öllu höfuðborgar-
svæðinu og því ljóst að leikfanga-
kosturinn þarf að vera öflugur og
krefst sífelldrar endurnýjunar.
Stefán Hreiðarsson, forstöðu-
maður Greiningarstöðvarinnar, gat
þess í þakkarávarpi sínu að gjöf sem
þessi væri stöðinni afar mikilvægur
stuðningur, ekki einungis vegna
hins höfðinglega fjárframlags, held-
ur ekki síður vegna þeirrar viður-
kenningar og hvatningar sem í gjöf-
inni fælist.
Gengið á milli aðalumferð-
armiðstöðva landsins
RAGNHILDUR Karlsdóttir, nýr
eigandi að Hannyrðaversluninni
Mólý, Kópavogi.
■ NÝLEGA urðu eigendaskipti á
Hannyrðarversluninni Mólý í
Kópavogi. Nýr eigandi er Ragn-
heildur Karlsdóttir en jafnframt
eigendaskiptunum fluttist verslunin
yfir götuna að Hamraborg 7.
Meira vöruúrval er nú á boðstólnum
þar sem Mólý býður upp á garn frá
Garnbúðinni Tinnu í Hafnarfirði svo
sem Smart, Classic og Lanett og
Pijónablaðið Ýr.
■ FRAMHALDSSTOFNFUND-
UR Hins íslenska kvikmynda-
fræðafélags verður haldinn mið-
vikudaginn 28. ágúst nk. í Borgar-
túni 6, 3. hæð (Rúgbrauðsgerðin).
Fundurinn hefst kl. 20.15. A fund-
inum verða lög félagsins, sem hafa
verið endurskoðuð af fram-
kvæmdanefnd, lögð fram til um-
ræðu og atkvæðagreiðslu. í fram-
haldi af því er m.a. ætlunin að
kjósa félaginu stjórn.
■ SÖNGKONAN Anna Mjöll
Ólafsdóttir syngur fyrir gesti
Píanóbarsins í Hafnarstræti á mið-
vikudagskvöld ásamt píanóleikar-
anum Kristjáni Þ. Guðmunds-
syni. Á efnisskránni verður róleg
tónlist auk nokkurra djassstand-
arda.
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir í miðvikudagsgöngu
sinni á ferð milli aðal sjó-, land- og
flugumferðarmiðstöðva landsins.
Gangan hefst við Hafnarhúsið kl.
20. Farið verður með hafnarbökkum
út á Ægisgarð og þaðan út á Faxa-
garð. Til baka verður gengið upp
Grófína með viðkomu á útivistarsvæð-
inuá Miðbakka og í Miðbakkaijaldinu.
Úr Grófinni verður gengið um Ing-
ólfstorg, með Tjörninni og um Hljóm-
skálagarðinn suður í Umferðarmið-
stöð BSÍ. Þaðan er genginn gamli
Tívolívegurinn í afgreiðslu innan-
landsflugs Flugleiða. Að því loknu
verður sprett úr spori vestur í Sund-
skálavík og til baka um Háskóla-
hverfið niður í Hafnarhús.
Óvæntar kynningar verða á BSÍ
og afgreiðslu Flugleiða. Allir vel-
komnir.
t
Astkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
UNNUR RÖGNVALDSDÓTTIR
kennari,
Stekkjarholti 2,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
föstudaginn 30. ágúst kl. 14.00.
Rögnvaldur S. Gíslason, Steinvör Edda Einarsdóttir,
Magnús Gíslason, Ingrún Ingólfsdóttir,
Valur H. Gfslason, Unnur Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Sendum okkar innilegustu þakkir til
allra, sem studdu okkur með hlýhug
og kaerleika við andlát og útför elsku-
legs bróður míns, mágs og frænda,
RAGNARS ÞORVALDSSONAR,
Munkaþverárstræti 18,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Þor valdsdóttir, Hilmar H. Gislason,
Þorvaldur Kr. Hilmarsson og fjölskylda,
Ólafur Gísli Hilmarsson og fjölskylda,
Kristín Hilmarsdóttir og fjölskylda,
annað frændfólk og vinir.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SÓLVEIG SNORRADÓTTIR,
lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 24. ágúst
síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00.
Jón Einar Guðmundsson,
Kristinn Sólberg Jónsson,
Snorri Hólm Jónsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
JÓN SÍMON MAGNÚSSON,
Fellsmúla 2,
Reykjavík,
andaðist 26. ágúst.
Jóhanna Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir.
t
Elskulegur föðurbróðir okkar,
STEFÁN STEFÁNSSON
bóndi
frá Fitjum í Skorradal,
lést á Hrafnistu mánudaginn 26. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Fitjakirkju í Skorradal föstudaginn 30. ágúst
kl. 14.00.
Jón Arnar Guðmundsson,
Karólína Hulda Guðmundsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdam
amma og langamma,
JENNÝJ. LEVY
frá Hrísakoti,
lést í sjúkrahúsinu Hvammstanga
26. ágúst.
Erla J. Levy,
Agnar J. Levy,
Eggert J. Levy,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Okkar kæra
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hrafnistu mið-
vikudaginn 21. ágúst.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju
fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15.00.
Magnús Kr. Jónsson,
Guðmundur G. Þórarinsson,
Anna Björg Jónsdóttir,
Kristín Björg Guðmundsdóttir,
Þorgerður Guðmundsdóttir,
Jón Garðar Guðmundsson,
Ólafur Gauti Guðmundsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EMIL GÍSLASON
húsasmiðameistari,
Flókagötu 41,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
á morgun, fimmtudaginn 29. september,
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á líknarsjóði.
Ásdís Gunnarsdóttir,
Hulda Emilsdóttir, Jón Einarsson,
Þóra Emilsdóttir, Helgi Briem,
íris Ingunn Emilsdóttir, Sigurður Grétarsson,
Auður Ósk Emilsdóttir, Eiríkur Árnason
og barnabörn.