Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Tommi og Jenni Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ellert Borgar Þorvaldsson og Jóhann Gunnar Berg- þórsson beðnir afsökunar Frá Birni V. Ólasyni: GREININ, „Hafnfirðingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna", sem birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst sl., og var sögð eftir mig, var skrif- uð af Sverri Ólafssyni, varamanni í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar. Sverrir hefur verið at- kvæðamikill í umijöllun sinni um málefni flokksins að undanförnu og verið óspar á skoðanir sínar um núverandi meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Ég hafði vitneskju um innihald greinarinnar og lánaði Sverri nafn mitt til að koma á fram- færi málefnalegum upplýsingum um stöðu mála en við nánari athug- un á því sem þar kemur fram kom hins vegar í ljós að greinin er full af röngum fullyrðingum og stað- lausum stöfum. Ætlunin var að nota greinina og birta fyrir fulltrúaráðsfund Alþýðu- flokksins, en í ljósi framkominna upplýsinga hafði ég samband við Morgunblaðið og óskaði eftir að greinin yrði ekki birt. Tekið var jákvætt undir það, en bréfið var birt eftir sem áður. Vegna þessa vil ég biðja þá Ell- ert Borgar og Jóhann Gunnar af- sökunar á að nafn mitt skuli hafa verið notað í framangreindum til- gangi. Þá harma ég að nefnd skrif skuli hafa bitnað ómaklega á nefnd- um einstaklingum og aðstandend- um þeirra. Skiptar skoðanir geta verið um núverandi meirihlutasam- starf í Hafnarfirði og sameiningu jafnaðarmanna til framtíðar, en skoðanaskipti þar að lútandi þurfa að vera málefnaleg og fara fram með heilbrigðari hætti en raunin hefur orðið á. BJÖRN V. ÓLASON, félagi í Fulltrúaráði Alþýðuflokksfé- laganna í Hafnarfirði. Aths. ritstj. Efni þessa bréfs er sem betur fer einsdæmi í ijölmiðlun okkar og sýn- ir að höfundur þess, og sá sem hann lánaði nafn sitt, Sverrir Ólafs- son, hafa notað aðferðir við greinar- skrif hér í blaðinu, sem telja má til nýmæla og eru í raun siðlausar. Blaðið varaði sig hvorki á rang- færslunum í grein Sverris undir nafni Björns né „dulnefninu." Þessi aðferð þeirra félaga heyrir til fádæma. Blaðið frábiður sér efni af þessu tagi og með þessum aðferðum. Þess skal að lokum geta, að rit- stjórn Morgunblaðsins kannast ekki við ósk Björns þess efnis, að grein Sverris undir hans nafni yrði ekki birt. Ferdinand Smáfólk Stundum velti ég því fyrir mér hvort það sé þörf á öllum þessum sandi. . . „Gróa á Leiti“ í fj ölmiðlaþj óðfélagi Frá Páli V. Daníelssyni: „GRÓA á Leiti“ hefur lengi verið þekkt sögupersóna sem bjó til alls konar slúðursögur um menn og mál- efni sérstaklega í þeim tilgangi að níða fólk niður og fá aðra til að trúa slúðrinu. Margir eru það hrekklausir að þeir geta ekki ímyndað sér að fólk fari með ósannindi um náungann og því síast óhróðurinn, sé hann sagður nógu oft, inn í vitund fólks bæði því sjálfu til skaða og þeim sem slúðrað er um til tjóns. Svo langt er hægt að ganga í þessum efnum að hægt er að eyðileggja traust og mannorð fólks með getsökum og ósönnum sögum, sögum sem oftast er ekki hægt að festa hendur á og afsanna. Áður fyrr var „Gróa á Leiti“ frem- ur hægfara, varð að staulast bæ frá bæ með söguburð sinn. Þó gat hann breiðst furðu fljótt út. „Gróur“ nú- tímans búa við allt önnur skilyrði. Þær þurfa ekki annað en að búa sögurnar til. Ijölmiðlar á ýmsum sviðum virðast tilbúnir til að koma þeim til almennings. Við Hafnfirðingar höfum orðið mjög ástsælir hjá „Gróu á Leiti“ og fjölmiðlarnir eru búnir að flytja óvandaðan fréttaburð og því miður hreint slúður um menn og málefni í bænum. Fólk er orðið leitt á þessu og þykir það léleg fjölmiðlun sem ekki leitar sannleikans til að flytja fólki. Það hefur þó ekki farið að elt- ast við að leiðrétta allar rangfærsl- urnar. Þó tók steininn úr þegar grein birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst undirrituð af Birni Ólasyni. Þar er samsafn af slíkum óhróðri, ósannind- um og ærumeiðingum að furðu sæt- ir. Hafnfirðingar eru nánast upp til hópa gerðir að vandræðamönnum sem ekkert gott geri. Og illt er að á meðal bæjarbúa skuli vera til menn sem tilbúnir eru til að sverta bæinn sinn og íbúa hans eins og gert er í greininni. Það getur verið að fjölmiðlar telji í lagi að flytja óhróðurir.n ef hægt er að segja að greinarhöfundur beri ábyrgðina. En er það svo einfalt? Það getur verið að fjölmiðill geti komist undan íjárhagslegri ábyrgð ef á reynir á þeim grundvelli. En undan siðferðilegri ábyrgð kemst hann ekki. Fólk á að geta treyst því að fjölmiðl- ar fari ekki með staðlausa stafi og það á að geta treyst því að fjölmiðl- ar leggi ekki líf þess í rúst með því að flytja ósannindi og slúðursögur um það enda þótt einhver „Gróan“ hafi sett nafn sitt undir sögu sína eða annarra. Mér er sagt að Blaðamannafélag íslands hafi siðanefnd á sínum snær- um. Hvar er hún? Blaðamenn vilja hafa tjáningarfrelsi. Er það til að flytja „Gróu“-sögur? Þarf ekki að fara að skipa umboðsmann fólksins til að vernda það gegn íjölmiðlum? Hvar er réttur þess ef bæði fjölmiðla- menn og stjórnendur bregðast þeim skyldum að gæta þess að flytja sann- leikann í hveiju máli? Eða eiga ekki fjölmiðlamenn að kappkosta það að segja satt? PÁLLV. DANÍELSSON, Suðurgötu 61, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirlingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.