Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 37 BREF TIL BLAÐSINS Velvakandi og bræður hans Frá Sigurbirni Sveinssyni: ÞVÍ miður er nú of langur tími liðinn síðan uppsagnir heilsugæslulækna tóku gildi og þeir hurfu úr stöðum sínum. Þessi tími hefur verið erfiður sjúklingum, sem hafa ekki lengur aðgang að læknum sínum og undir hælinn lagt með hvaða hætti þeir njóta læknisþjónustu. Óþægindin og öryggisleysið, sem fylgja, hefur kom- ið skýrt fram í margvíslegum yfirlýs- ingum, sem birst hafa frá heilbrigðis- stjórnum, samtökum sveitarfélaga, stjórnum heilbrigðisstofnana, ein- staklingum og fl. Fréttir í fjölmiðlum bera þetta með sér. Rætt hefur verið við heilbrigðis- starfsmenn í þeim héruðum, sem eru læknislaus. Þar hefur komið fram, að álagið er mikið og hvorir tveggja sjúkrahúslæknar og hjúkrunarfræð- ingar á landsbyggðinni telja ekki unnt frá faglegum sjónarhóli að vinna við þessar aðstæður til lengdar. Sjúkrahúslæknar í Neskaupstað hafa unnið gott starf fyrir íbúa á Austurlandi síðustu vikurnar. Þeir hafa lagt sig alla fram og mætt sí- vaxandi þörf fyrir bráða læknisþjón- ustu. Einnig hafa þeir sinnt öðrum vandamálum, sem enga bið þola. Fram hefur komið í máli þeirra, að vaktbyrðin hafi gengið nærri þeim og að erfitt sé að vera á vakt með þessum hætti sólarhringum saman. Þeim er nokkur vorkunn! Hjúkrunarfræðingar á Austur- landi og Norðurlandi eystra hafa sinnt íbúum svæðanna og staðið sól- arhringsvaktir frá 1. ágúst. Víða er um reynda hjúkrunarfræðinga að ræða og hafa þeir sinnt mörgu og áreiðanlega dregið úr öryggisleysi íbúanna. Þeim hefur þótt álagið óhóf- legt svona dögum saman og víða hafa starfssystkin þeirra komið til hjálpar til að veita kærkomna hvíld. ’ Enda er erfitt að að eiga ekki nætur- hvíld vísa vikum saman. í huga heiisugæslulækna þeirra, sem sögðu stöðum sínum lausum, eru þetta allt auðskildar staðreyndir. Forsendur uppsagna margra þeirra áttu sér einmitt rætur í gegninga- skyldunni, sem á þá var lögð og ekki greidd nema að hluta. Og er þar ekki líku saman að jafna við þá heilbrigðisstarfsmenn, sem að ofan eru nefndir. Arfur sögunnar og aðstæður hér- aðslæknanna gömlu fylgja heilsu- gæslulæknum nútímans. Héraðs- læknarnir hlutu embættislaun úr rík- issjóði auk þess sem þeir fengu eftir atvikum greiðslur frá almenningi fyrir læknisverk og stunduðu yfir- leitt búskap. Gegningarskylda var eitt af því, sem falið var í embættis- Iaununum. KOMPU SALA allar helgar I Kolaportinu er kompusala aíla markaðsdaga og bósinn kostar ekki nema kvf.»2i8iGL0J Nú er tilvalið að taka til í geymslunum og fataskápunum, panta bás i Kolaportinu og breyta gamla dótinu í goðan pening. Pantanasími er 562 5030 X > í þjóðfélagi nútímans hefur sam- félagið viðurkennt greiðslur til stétta, sem standa vaktir. Yfirleitt miðast greiðslur þessar við grunn- laun þessa fólks og þann tíma, sem það stendur vaktina. Þetta hefur þótt eðlileg þróun. Heilsugaeslulæknarnir hafa hins vegar ekki fylgt með í tekjuþróun- inni að þessu leyti. Grunnlaun heilsu- gæsiulækna, sem eru grundvöllur vaktagreiðslna, hafa rýrnað sam- hliða þessari þróun og eru nú 72.669 til 97.605 skv. launatöflu. Til viðbót- ar því hafa þessir læknar aldrei feng- ið endurgjald til samræmis við staðna tíma. Þessar vaktir hafa læknarnir þó staðið mánuðum sam- an án hvíldar og án þeirrar vorkunn- ar, sem aðrir heilbrigðisstarfsmenn nú njóta. Vorkunnin er þó ekki mergurinn málsins eða það, sem læknarnir sækjast eftir. Það, sem þeir sækjast eftir eru hins vegar eðlileg grunn- laun miðað við menntun þeirra og skyldur og greiðsla fyrir þann vinnu- tíma, sem inntur er af hendi. SIGURBJÖRN SVEINSSON, Holtaseli 28, Reykjavík. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1996 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.681,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1996 til 10. september 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1996. Reykjavík, 28. ágúst 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS •—- KOLAPORTIÐ 'nm.iwjp Allt að 70% afsláttur Mikið úrval af vönduðum viðlegubúnaði: Hústjöld, kúlutjöld, gönguskór, kælibox, lautarkörfur, tjalddýnur og einnig úlpur, skíðasamfestingar, skíðabúnaður og margt fleira til að rýma fyrir nýjum vetrarvörum. Aðeins 28.-31. ágúst! Mundu! Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær Póstsendum samdægurs SKATABUÐIN -SMtyR FRAMÚK Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 "staðgreitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.