Morgunblaðið - 28.08.1996, Side 39

Morgunblaðið - 28.08.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 39 ÍDAG í? fTÁRA afmæli. Á "tlmorgun, fimmtudag- inn 29. ágúst, verður sextíu og fimm ára Bjarni Bjarnason, Anaheim, Ka- liforníu, Bandaríkjunum. Hann dvelur á heimili dótt- ur sir.nar og tengdasonar, Jöklafold 27, Reykjavík. BRIDS Unisjón Guðmundur Páll Arnarsun Á EINU borði varð suður sagnhafi í fjórum spöðum. Hann spilaði ekki illa, en fór samt tvo niður. Á öðru borði endaði NS fyrir mis- skilning í sjö spöðum. Sá sagnhafí fékk alla slagina! Getur lesandinn ráðið þessa gátu, án _þess að sjá allar hendur? Utspilið var tígul- kóngur i báðum tilfellum: Norður ♦ D4 V ÁG953 ♦ 862 * 863 Suður ♦ ÁG1082 V D7 ♦ ÁG3 * ÁKD Vísbending: Spilið er úr hinni sígildu bók Darvas og Hart, Stokknum flett (Right Through the Pack), þar sem hvert spil stokksins segir sögu af minnisstæðu atviki við bridsborðið. „Sögumað- ur“ er hér hjartakóngurinn. Sá sem tapaði fjórum spöðum gaf fyrsta slaginn á tígulkóng. Vestur skipti yfír í hjarta. Sagnhafi svínaði og austur fékk á blankan kóng: Norður 4 D4 ¥ ÁG953 ♦ 862 ♦ 863 Vestur * 765 * 108642 ♦ KD10 ♦ 52 Austur 4 K93 V K ♦ 9754 4 G10974 Suður 4 ÁG1082 V D7 ♦ ÁG3 4 ÁKD Austur spiiaði tígli til baka, sem suður drap með ás og reyndi að fara inn í borð á hjartaás. En austur trompaði. Það var þriðji slagur varnarinnar. Einn í viðbót fékkst á tígul og ann- ar á trompkóng. En hvernig unnust sjö spaðar? Þannig: Suður drap strax á tígulás (skynsam- legt) og spilaði hjartadrottn- ingu. Þegar vestur lét lítið hjarta staldraði suður við. Eftir nokkra umhugsun sá hann að spilið ynnist aldrei þó svo að hjartasvíningin heppnaðist. Hann gæti aldr- ei losað sig við meira en einn tígul heima. Sagnhafi stakk því upp ásnum og felldi kóng austurs. Síðan var svínað fyrir trompkóng og öllum trompunum spilað, ásamt ÁKD í laufi. Síðasta svarta spilið þvingaði vestur í rauðu litunum og þrettán slagir voru staðreynd. „Brids er eins og iífið sjálft," sagði Spaðagosinn spaklega, „réttlæti er þar hvergi að finna.“ Arnað heilla Ljósm. Norðurmynd, Ásgrimur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Akureyrar- kirkju af sr. Svavari Jóns- syni Erla Valdís Jónsdótt- ir og Gunnar Einar Stein- grímsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 2i, Akureyri. Ljósm. Norðurmynd, Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Lögmanns- hlíðarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni # Kristjana Jónsdóttir og Ásgeir Ás- geirsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 8M, Akureyri. ÞESSIR duglegu krakkar sem búa í Hafnarfirði héldu nýlega hlutayeltu til styrktar Reykjavíkur- deild Rauða kross íslands og varð ágóðinn 3.800 krónur. Þau heita Ragnhildur Jóna Eyvindsdóttir, Þorsteinn Árni Steindórsson, Heimir Þór Kjartans- son, Elías Halldórsson, Friðsemd Sveinsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason og Valdís Ösp Gísladóttir. skák l'msjón Margclr Pétursson SVARTUR á leik. STAÐAN kom upp í lands- keppni Armena og Þjóð- verja í ágúst. Philip Schlosser (2.560) var með hvítt, en Sergei Movsesjan (2.635) hafði svart og átti leik. Hvítur var með yfir- burðastöðu, en lék síðast 24. Ddl-d2?! sem gaf svarti færi á mótspili. 24. - Hxf2! 25. Hxh6?? (Það er greinilegt að Schlosser yfirsást 24. - Hxf2 og leikurinn hef- ur sett hann úr jafn- vægi. Ef hann hefði haldið ró sinni hefði hann fundið 25. Hh4! Og hvítur hefur ennþá sterka stöðu. 25. - Kg7 má þá svara með 26. Rb5.) 25. - Rxh6 26. Bxh6! - Hf4 (Skyndi- lega er hvítur glatað- ur.) 27. Kg2 - Bh3+! og hvítur gafst upp. Movsesjan er aðeins 17 ára gamall og nýj- asta stjarna Armena á skáksviðinu. Þeir ættu að eiga góða_ möguleika á því að verða Ólympíumeistarar á heimavelli, þótt rúss- neska sveitin með Ka- sparov og Kramnik í farar- broddi sé auðvitað sigur- stranglegust. HÖGNIHREKKVÍSI //7fcmn,er góíur í icamte.. " STJÖRNUSPÁ cftir Kranccs Drakc MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú sýniröðrum tiliitsemi ogvelvild, ogátt trausta vini. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Þú verður að sýna tillitsemi í samskiptum við þína nán- ustu í dag. Og þegar kvöldar þarfnast ástvinur einnig umhyggju. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er óþarfl að láta alla vita um fyrirætlanir þínar. Mundu að ekki er öllum trey- standi, og einhver gæti hlunnfarið þig. Tvíburar (21. maí- 20. júní) 4» Þú vinnur vel fyrri hluta dags og kemur miklu í verk. Þegar á daginn líður er þér óhætt að slaka á og sinna fjölskyldumálunum. Krabbi (21. júní — 22. júlí) HSB Góður vinur aðstoðar þig í dag við að fínna réttu lausn- ina á gömlu vandamáli. Síð- degis nærð þú hagstæðum samningum í vinnunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vandaðu valið á þeim sem þú umgengst. Slæmur fé- lagsskapur getur spillt fyrir velgengni þinni. Varastu deilur við ástvin. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú vinnur vel á bak við tjöld- in í dag og nærð umtalsverð- um árangri. Ástvinur er eitt- hvað miður sín og þarfnast umhyggju í kvöld. vög (23. sept. - 22. október) Þér gefst tími til að hugsa um heimilið í dag og gera hagstæð innkaup. Lipurð og háttvísi skilar árangri í samningum. Sporðdreki (23. okt.-21.nóvember) Þú hefur unnið vel að undan- fornu og getur látið það eft- ir þér að slaka örlítið á í dag. Sumir eru að undirbúa ferðalag. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Gott samstarf skilar árangri í vinnunni í dag, en heima bíður smá vandamál, sem þú ert fær um að leysa ef þú leggur þig fram. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert með hugann við fram- kvæmdir á vinnustað, og hefur tilhneigingu til að van- rækja ástvin. Reyndu að bæta úr því í kvöld. Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) ðh Hafðu stjórn á skapinu. Þú hefur tilhneigingu til að ríf- ast við þína nánustu að ástæðulausu. Reyndu að sýna smá umburðarlyndi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú átt auðvelt með að ein- beita þér að því sem gera þarf, og getur náð hagstæð- um samningum, sem lofa góðu fyrir framtíðina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hvert mundir þú ferðast eftir að hafa unnið rúmlega 44 milljonir i Víkingalottóinu? V I K I N G A LðTTð Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.