Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 16
16 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 17
HUGBÚNRÐRRGERÐ
HUGBUNRÐRRGERÐ
ISLENDINGAR hafa tekið tölvu-
tækninni vel, sem sannast á því
hve einkatölvur eru víða og hve
alnetið hefur átt greiða leið inn
á heimili landsmanna. Sú staðreynd
gefur mikið sóknarfæri í hátækniiðn-
aði og þá hátækniiðnaði sem byggir
á hugviti en ekki handverki.
Ekki er langt síðan mikið var rætt
um möguleika á hátækniiðnaði hér á
landi og þá með það fyrir augum að
reisa einskonar samsetningarverk-
smiðju fyrir tölvur. Það sér hver í
hendi sér að slíkt telst varla hátækni-
iðnaður og ætti frekar að flokka með
færibandavinnu. Önnur hugmynd
sem hreyft hefur verið er að Islend-
ingar ættu að reyna að keppa við
þjóðir eins og Indveija eða Austur-
Evrópuþjóðir sem hafa gengið til
samstarfs við ýmis stórfyrirtæki um
forritun og frágang hugbúnaðar. Því
er til að svara að sú vinna er í eðli
sínu einskonar færibandavinna líka,
því verðmætið felst ekki í forrituninni
heldur í því hvað verið er að forrita,
í hugmyndinni sjálfri.
Hugbúnaðargerð er ný vídd
í viðtali í Morgunblaðinu fyrr á
þessu ári sagði Oddur Benediktsson
prófessor við tölvunarfræðiskor Há-
skóla íslands að í hátækni væri ekki
margt sem íslendingar geta gert sem
gæti staðið öðrum þjóðum á sporði.
„Við höfum ekki gamlan gróinn
tækniiðnað, mekanískan iðnað,
elektronískan iðnað eða málmiðnað
eða neitt sem þessar stórþjóðir byggja
sina hátækni og iðnað á,“ sagði Odd-
ur en benti á að hugbúnaðargerð
væri ný vídd og í henni þurfi ekki
nema mjög færa einstaklinga og að
vera með á nótunum. „Ef tekst að
búa til eitthvað sem hefur mikla notk-
un þá er gríðarleg hagnaðarvon,"
sagði Oddur og bætti við að að sínu
mati væri hugbúnaðargerð fyrsta
greinin þar sem íslendingar geta gert
sig og hafa gert sig gildandi alþjóð-
lega; skapandi starf sem selst og
skapar útflutning.
Til að kanna sjónarmið íslenskra
hugbúnaðarframleiðenda var leitað
til nokkurra forystumanna fyrirtækja
sem ná hafa góðum árangri í fram-
leiðslu og sölu á hugbúnaði hér á
landi sem og erlendis. Fyrir svörum
urðu Friðrik Skúlason, sem rekur
samnefnt fyrirtæki og hefur selt
tölvuveiruvamabúnað viða um heim,
Olgeir Kristjónsson, framkvæmda-
stjóri EJS hf., Ólafur Daðason fram-
kvæmdastjóri Hugvits hf. sem meðal
annars selur lausnir byggðar á Lotus
Notes, Petur Guðjónsson hjá Marel
hf., sem hefur náð góðum árangri í
sölu á vélasamstæðum til fískvinnslu
sem byggja á sértækum hugbúnaði,
Sigurður Bjömsson, stjórnarmaður í
Softis hf., og Vilhjálmur Þorsteinsson
hjá íslenskri forritaþróun, sem hefur
meðal annars þróað viðskiptahugbún-
aðinn OpusAllt. Einnig var ieitað eft-
ir áliti Péturs Blöndals alþingis-
manns, sem er stjómarmaður í Tölv-
usamskiptum hf.
Þeir hafa ólíkar skoðanir á ýmsu
sem viðkemur starfsumhverfí íslensk
hugbúnaðariðnaðar, en era þó á einu
máli um að framtíð hans sé björt, svo
framarlega sem takist að tryggja
eðlileg rekstrarskilyrði.
Pétur Blöndal
PETUR Blöndal er stjómarformaður
i Tölvusamskiptum hf. Hann segir
að það sé þannig til komið að á undan-
fomum áram hafí hann fjárfest í
hugbúnaðarfyrir-
tækjum, vegna
þess að hann hafi
nokkra þekkingu á
þeirri grein og trú
á íslensku hugviti.
Það leiði svo af
fjárfestingu að
sitja í stjóm.
Pétur segir sitt
mat að starfsskilyrði íslenskra hug-
búnaðarframleiðenda séu frekar slök.
„Áður en fjármagnstekjuskatturinn
nýi samræmdi alla skattlagningu á
ljármagnstekjur var óðs manns æði
að fjárfesta í áhættusömum atvinnu-
rekstri eins og hugbúnaði. Ef vel
gekk var hagnaðurinn skattaður í bak
og fyrir. Fyrst hjá fyrirtækinu og svo
hjá eigandanum. Ef illa gekk mátti
hvergi draga tapið frá sköttum. Þess
vegna hefur greininni gengið mjög
illa að fá áhættufé og það hefur stað-
ið henni fyrir þrif- um, því lánsfé
hefur heldur ekki fengist. Þá er ein-
ungis heimilt að draga frá tap í 5
ár. Það er allt of stuttur tími fyrir
hugbúnaðarfyrirtæki og önnur þróun-
arfyrirtæki, sem oft eru allt upp í
áratug að ná upp hagnaði.
Fjarlægðin og lélegar samgöngur,
sérstaklega símasamgöngur fyrir al-
netið, gera hugbúnaðarmönnum mjög
erfítt fyrir. Stefna stjómvalda að
veita greininni hörkusamkeppni í stað
þess að kaupa afurðir hennar er þvert
á það sem iðnaðurinn býr við víða
erlendis. Þunglamaleg opinber þjón-
usta og skilningsleysi bæta gráu ofan
á svart. Hins vegar era launin enn
lág í þessari grein og starfsmenn
standast fyllilega samanburð við
starfsmenn erlendis, sérstaklega í
framkvæði.
Starfsskilyrðin hafa batnað nokkur
að undanfömu. Umskipti hafa orðið
á öllum samskiptum við útlönd. Þau
era öll miklu liprari og frjálsari. Síma-
tengingar hafa batnað. Þá mun nýi
fjármagnstekjuskatturinn gjörbreyta
aðgangi greinarinnar að áhættufé.
Helsta von hugbúnaðariðnaðarins
er alnetið. Eftir að það kom skiptir
ekki máli hvar forritarinn situr í heim-
inum. Samskiptin eru orðin með ólík-
indum. Símafundir á milli heimsálfa
era orðnir algengir og eiga eftir að
aukast mikið með nýrri sjónvarps-
tækni. Einangran landsins er rofín.
Ég hef lent í því að eiga símafund
með viðskiptavinum í Japan að
morgni kl. 8 þegar þeir era að ljúka
vinnudegi og með Bandaríkjamönn-
um á vesturströndinni kl. 16 en þá
era þeir að mæta til vinnu. ísland er
sennilega eina landið í heiminum, sem
nær til alls heimsins á dagvinnutíma.
Svo geta menn sent gögn og heilu
forritin með alnetinu."
Pétur segir að stjómvöld geti að-
lagað skattkerfið að þörfum hugbún-
aðarfyrirtækja til að auðvelda fram-
leiðslu hugbúnaðar. „Þau gætu t.d.
leyft fyrirtækjum að dreifa tapi á 10
ár eins gert er víða erlendis. Fjár-
magn bundið í fyrirtækjunum er
skattað með eignasköttum á meðan
t.d. bankainnstæður og spariskírteini
eru skattfrjáls. Svo mætti taka upp
skattaafslætti eða styrki vegna þró-
unar og og sérstaklega vegna mark-
aðsstarfs. Þó tel ég að styrkir séu
ætíð mjög vandmeðfamir.
Stjómvöld gætu markað þá stefnu
að bjóða út hugbúnaðargerð sína.
Jafnvel til starfsmannanna sjálfra
fyrsta kastið. Þannig yrði þessi hug-
búnaður markaðsvara. Svo gætu
stjómvöld ákveðið að kaupa frekar
innlendann hugbúnað en jafngóðan
erlendan. Eða jafnvel að gera átak í
því að kaupa innlendan hugbúnað
með það í huga að yfír 95% af kostn-
aði við hugbúnað er laun starfsmanna
eða hagnaður fyrirtækjanna og hvort
tveggja skilar sér að nokkru leyti
aftur í ríkiskassann.“
Pétur segist telja mjög illa að verki
staðið í hugbúnaðarsmíð opinberra
fyrirtækja. „Ríkið er í síauknum
mæli að þróa hugbúnað. Samkvæmt
upplýsingum mínum hefur nær öll
aukning á mannafla í hugbúnaðar-
gerð hin síðari ár verið hjá opinberam
aðilum. Hætta er á að þessi hugbún-
aður lokist inni í fyrirtækjunum og
verði aldrei söluvara. Ef einkaaðilar,
t.d. starfsmennimir sjálfír, ynnu og
ættu þennan hugbúnað myndi þeir
geta selt hann auk þess sem opinberi
aðilinn sem verkkaupi yrði vænt-
anlega kröfuharðari og fengi betri
hugbúnað."
Aðspurður hvort íslendingar geti
nokkurn tímann keppt við þjóðir sem
hafa lagt mikla áherslu á hugbúnað-
arsmíði og aflað vel, segir hann að
oft geti smæðin verið kostur. „T.d.
hygg ég að Islendingar hafi oft betri
yfírsýn yfír alla þætti verkefnis. Svo
er það einkenni á hugbúnaðargerð
að hún er unnin af litlum hópi manna,
oft 2-4. 30 forritarar afkasta alls
ekki 10 sinnum meira en þrír. Hér
gildir nefnilega styrkur smæðarinnar.
Ef hægt er að tala um þjóðarein-
kenni, þá virðast íslendingar hafa
mjög mikið framkvæði, sem nýtist
fræðinámi við Háskóla íslands og í
góðum skólum á Vesturlöndum. „í
báðum þeim fyrirtækjum sem ég
tengist era flestir starfsmenn með
háskólanám að baki og þar af meiri-
hlutinn með BS gráðu í tölvunar-
fræði.“
Jóhann segir að ekki fari milli
mála að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki
séu að hasla sér völl á erlendum
mörkuðum, „en við verðum að gera
okkur grein fyrir að það tekur sinn
tíma og það getur verið varhugavert
að vaxa of hratt. Það sem ég hef
mestar áhyggjur af núna er að launa-
skrið fyrir tölvumenntað fólk verði
of mikið á stuttum tíma en fái ekki
að þróast eðlilega. Hluti af vandamál-
inu er uppsafnaður vandi, hvað laun-
um hefur verið haldið niðri í landinu.
Ósk mín er að hér á landi geti skap-
ast grandvöllur fyrir mörg vel launuð
störf í hugbúnaðariðnaði.
Starfsskilyrðin era bæði slæm og
góð. Góð að því leyti að hér er til
mikið af vel menntuðu fólki og þekk-
ingarstigið er frekar hátt og þreitt.
Hér er ég að tala um að margir hafa
víðtæka reynslu úr öðram störfum,
eins og ýmsum sumarstörfum á með-
an á námi stendur. Öll þessi reynsla
hjálpar okkur að skilja betur sjónar-
mið notenda kerfanna. Eínnig hjálpar
það hvað þjóðfélagið er lítið og hver
einstaklingur þekkir og ræðir við
marga sem era að vinna hin ýmsu
störf í þjóðfélaginu. Það gerir þá
hæfari til að smíða hugbún-
aðarkerfi sem eru hent-
ugri fyrir notandann,
en það er auðvitað not-
andi hugbúnaðarins
sem hefur lokaorðið.
Þau era aftur á móti
slæm að því leyti að margir
stórir hugbúnaðarnotendur
eins og hið opinbera og banka-
kerfíð hafa ekki notað nægilega
þjónustu hugbúnaðarframleiðenda og
gert mikið af því að skrifa sín kerfí
sjálfír. Þetta stafar að miklu leyti af
því að þegar stjórnendur komast að
því að það er ódýrara að skrifa kerfi
innanhúss, þá er ekki tekinn með í
reikninginn dulinn kostnaður eins og
lífeyrisskuldbindingar, húsnæðis-
kostnaður, námskeiðskostnaður,
kostnaður vegna veikinda og stjóm-
unarkostnaður. Auk þess þarf ekki
að greiða virðisaukaskatt af vinnu
eigin starfsmanna og getur það
skekkt samanburðinn mjög mikið.
Síðan má minnast á óbeinan hagnað
fyrir þjóðfélagið þar sem einkaaðilar
hafa meiri hvata til að þróa kerfin
frekar og koma þeim á innlendan og
erlendan markað, sem síðan geta
skapað tekjur fyrir þjóðarbúið í heild
sinni.“
Jóhann segir að til að auðvelda
framleiðslu hugbúnaðar geti stjórn-
völd helst lagt aukna áherslu á
menntun, því það sé mikill skortur á
vel menntuðu fólki í greininni, og
hlúð að þeim menntastofnunum og
starfsfólki þeirra, sem eru að mennta
fólkið til að taka þátt í hugbúnaðar-
framleiðslunni. „Það er mótsagna-
kennt að meðalnemandi í tölvunar-
fræði sem hefur ekki enn lokið BS
prófí skuli vera með hærri laun en
prófessor í tölvunarfræði, sem hefur
lokið doktorsprófí og öðlast víðtæka
reynslu á tölvusviðinu með rannsókn-
um og fyrri störfum.
Stjórnvöld verða einnig að vera
með heiðarlegt mat á því hvort rétt
er að kaupa hugbúnað af innlendum
framleiðendum eða að þróa hugbún-
aðinn innan stofnana, þar sem litið
er framhjá ýmsum raunkostnaðarlið-
um sem minnst var á hér að fram-
an. Einnig mætti hugsa sér skatta-
ívilnanir. Það er til dæmis mjög erf-
itt fyrir ný hugbúnaðarfyrirtæki að
uppfylla kröfur sem gerðar eru til
hlutafélaga til að hluthafar fái
skattaafslátt.
Markaðurinn er stór og mikið til
án landamæra svo það er af nógu
að taka. írland er gott dæmi um
land þar sem stjórnvöld ákváðu að
efla þennan iðnað með ýmsum að-
gerðum og eru svo sannarlega að
uppskera sem til var sáð. Á Indlandi
er til mikill fjöldi af vel menntuðum
forriturum en það er ekki bara hæfni
í forritun sem gerir gæfumuninn í
hugbúnaðarframleislu heldur líka að
afar vel við hugbúnarðargerð. Auð-
lindin „þekking" er ólík öðram auð-
lindum að því leyti að hún vex þegar
af henni er tekið. Þessvegna óttast
ég ekki svo mjög samkeppni við ofan-
greindar þjóðir. Undanfarið hefur
verið töluvert um það að íslenskir
forritarar hafa farið utan til að vinna
og gengið allt í haginn.“
Er þetta óumflýjanleg þróun?
„Spurningin er leiðandi. Það er
ekkert sem segir það að það sé slæmt
að fólk fari utan og afli sér þekking-
ar og reynslu. Með tilkomu alnetsins
era öll landamæri að þurrkast út.
Fólk getur búið hvar sem er og unn-
ið annars staðar. Þessvegna skiptir
máli að búa þjóðfélagið þannig úr
garði félagslega, skattalega og menn-
ingarlega að fólk vilji búa hér. í fram-
haldi af spurningunni vil ég líka benda
á að hingað til lands hafa komið frá-
bærir erlendir forritarar til að starfa.“
Spumingunni hvort íslendingar
fylgist nógu vel með eða séu sífellt
að elta framkvæði annarra svarar
Pétur svo: „Mér virðist íslendingar
fylgjast afar vel með öllum nýjungum.
„Nýjungagimin er landlæg og tækja-
gleðin mikil. íslendingar era alls ekki
að elta framkvæði annarra. Það má
jafnvel færa fyrir því rök að fólk
mætti gera meira af því að elta fram-
kvæði annarra í stað þess að fínna
alltaf hjólið upp að nýju.“
Pétur segist telja framtíð hugbún-
aðargerðar á íslandi bjarta.
„Við munum bú'a til hug-
búnað á þeim sviðum,
sem við þekkjum best
sem er fiskveiðar og
jarðhiti og rann-
sóknir þeim tengd-
ar. Einnig gætum
við tekið framkvæði
í hugbúnaði fyrir stjórnsýslu
konar vegna þess hve allt i
hér smátt í sniðum og góð
yfírsýn. Ennfremur
geta íslensk fyrirtæki
unnið sem verktakar
fyrir stærri erlend fyrirtæki. Sam-
starf við erlenda aðila mun eflast á
mörgum sviðum. Svo sjáum við að
fólk dettur niður á lausnir á hinum
ólíklegustu sviðum eins og OZ, Luis
og skjáfaxið era dæmi um. Allt óháð
fiski og orku. Hins vegar verðum við
að gera okkur grein fyrir því að hug-
búnaðargerð og sérstaklega markaðs-
setning erlendis kostar þrotlausa bar-
áttu áram og jafnvel áratugum sam-
an.“
Frisk — Friðrik Skúlason
Fyrsta forritið frá Friðriki Skúla-
syni, Púki, kom út 1987, en fyrirtæk-
ið sjálft var ekki stofnað fyrr en þó
nokkra síðar. Um fjórtán starfa hjá
fyrirtækinu hér á
landi, en heildar-
fjöldi þeirra starfs-
manna erlendis
sem vinnur beint
eða óbeint við þró-
un, dreifíngu eða
sölu á hugbúnaði
er yfir 200.
„Forritun er
mjög lítiil hluti starfsemi fyrirtækisins
hérlendis - flestir starfsmenn hér á
íslandi era á öðrum sviðum, við þjón-
ustu, stjórnun, sölu eða tæknivinnu
aðra en forritun og sá skortur sem
er á forrituram hér á landi hefur því
ekki angrað okkur tiltakanlega.
Flestir okkar tæknimanna era
sjálfmenntaðir, en við höfum einnig
ráðið háskólamenntaða forritara til
starfa, þótt sem stendur sé enginn
slíkur hjá fyrirtækinu fyrir utan sjálf-
an mig - annar starfsmaður með
háskólamenntun á þessu sviði vinnur
við önnur störf en forritun og sá þriðji
er erlendur að upprana og menntaður
erlendis."
Helsta söluvara fyrirtækisins er
veiruleitarforritið Lykla-Pétur, en
einnig ættfræðiforrit er nefnist Espól-
ín. Markaðurinn fyrir ættfræðiforritið
er eingöngu hér á landi, en megnið
af sölu fyrirtækisins, um 95%, er
veiraleitarforritið og sú sala er að
langmestu leyti erlendis. Sú sala
stendur í stað sem hlutfall af veltu
en fer vaxandi í krónutölu.
Friðrik segir að flestir íslenskir
tölvunotendur séu með stolinn hug-
búnað á sínum vélum en mismikið
Framtíðin er björt
af honum. „Sökum þess hve litlu
máli íslenski markaðurinn skiptir okk-
ur fjárhagslega, þá hefur þetta ekki
angrað okkur mikið."
Að mati Friðriks era starfsskilyrði
íslenskra hugbúnaðarframleiðenda
viðunandi, en hann segir að til að ná
umtalsverðum árangri verði menn að
vera reiðubúnir að flytja hluta starf-
semi sinnar úr landi.
Hann segist ekki hafa orðið var
við neinar merkilegar breytingar á
starfsskilyrðunum; „ástandið er svip-
að og það hefur verið síðasta áratug-
inn. Hið opinbera hefur lítið skipt sér
af þessum geira og þær fáu aðgerðir
sem gripið hefur verið til hafa reynst
misjafnlega - má þar til að mynda
nefna þegar hugbúnaðarfyrirtæki
voru flokkuð sem iðnfyrirtæki, sem
var veraleg hagsbót fyrir sum fyrir-
tæki í greininni, en leiddi til útgjalda-
auka fyrir önnur.
Beinn fjárhagsstuðningur hins op-
inbera við nokkur valin hugbúnað-
arfyrirtæki þekkist einnig, en að mínu
mati er það dapurlegt að ekki skuli
frekar gripið til aðgerða sem myndu
gagnast almennt."
Friðrik segir að alnetið sé lykilat-
riði í starfsemi fyrirtækisins; „án þess
væri fyrirtækið ekki til. Ég vil þó
leggja áherslu á að Veraldarvefurinn
skiptir okkur tiltölulega Iitlu máli.
Okkar starfsemi á Intemet er ekki
rekin héðan frá Islandi. Þær vefsíður
sem lýsa forritinu era staðsettar í
Finnlandi, en dreifíng forritsins yfír
Intemet fer annars vegar fram þaðan
og hins vegar frá Kaliforníu. Við
notum Internet að sjálfsögðu einnig
/
Islenskir hugbúnaðarframleiðendur hafa náð sífellt lengra í
starfsemi sinni þrátt fyrir á köflum erfið starfsskilyrði. Leiða
má rök fyrir því að framtíðarvelferð íslendinga velti að miklu
leyti á því hvernig okkur tekst að bregðast við breyttum
aðstæðum vegna upplýsingabyltingarinnar og hvort okkur
tekst að koma á raunverulegum hátækniiðnaði á íslandi sem
nýti íslenskt hugvit til að skapa velmegun á komandi árum.
til samskipta við þá forritara sem
vinna með okkur erlendis."
Aðspurður hvað stjómvöld geti
gert til að bæta starfsskilyrði hugbún-
aðarframleiðenda svarar Friðrik því
til að þau gætu til dæmis dregið úr
þjófnaði sínum á honum. „Ástandið
er að vísu ekki jafn slæmt og það
var fyrir nokkrum áram, en engu að
síður er það allt of algengt að ríkisfyr-
irtæki og stofnanir kaupi eitt eintak
af hugbúnaði og afriti það síðan í
heimildarleysi á allar sínar vélar.
Svipað vandamál var uppi í mennta-
kerfínu - skólar höfðu peninga til
tölvukaupa, en ekkert var sett til hlið-
ar til hugbúnaðarkaupa ... en þetta
virðist þó hafa batnað til muna. Að
því er ég best veit hefur aldrei farið
fram athugun á því hversu mikið af
hugbúnaði hins opinbera er illa feng-
ið.
Stjómvöld mættu einnig kynna sér
hvað stjómvöld í löndum eins og ír-
landi og Finnlandi hafa gert til að
styrkja hátæknigreinar, svo sem hug-
búnaðargerð.
Það er útbreiddur misskilningur
að Islendingar séu (eða ættu að vera)
í samkeppni við Indvetja eða Austur-
Evrópubúa í forritun. I þessum lönd-
um hafa hugbúnaðarfyrirtæki, helst
bandarísk, sett upp útibú og ráðið
innfædda forritara sem verktaka.
Málið er að íslendingar myndu ekki
sætta sig við þau laun sem era í
boði. (í sumum Austur-Evrópulönd-
um var til að mynda unnt að fá menn
með doktorsmenntun í vinnu fyrir
50-60.000 krónur á mánuði). Þvert
á móti eigum við að líta á þessi lönd
sem tækifæri sem við getum nýtt
okkur - við getum allt eins ráðið
forritara þar eins og Bandaríkjamenn.
Hvað Irland og Finnland varðar
þá horfír málið öðra vísi við - í þess-
um löndum ríkir skilningur meðal
stjómvalda á mikilvægi hátækni-
greina svo sem hugbúnaðarfram-
leiðslu og þau sýna þanh stuðning í
verki - ekki bara með fögram orðum
á hátíðarstundum, eins og íslensk
stjómvöld.
Hluti íslenskra forritara, sem fara
utan, fer í framhaldsnám og kemur
ekki aftur. Hugsanlega myndi það
minnka ef stjómvöld veittu pening í
fyrirhugað MS-nám við háskólann -
þar er ekki um háar upphæðir að
ræða miðað við veltu íslenskra hug-
búnaðarfyrirtækja og þörf fyrir
menntað fólk.
Aðrir flytja sína starfsemi út vegna
þess að þar er markaðurinn og at-
vinnutækifæri fyrir fólk með fram-
haldsmenntun.
Það er ekki hægt að setja alla
hugbúnaðargerð undir einn hatt, en
ég sé ekki fram á neinar stórvægileg-
ar breytingar á næstu árum. Nokkur
fyrirtæki munu halda áfram að gera
góða hluti, en ég á ekki von á þvi
að hillur tölvuverslana fyllist skyndi-
lega af íslenskum hugbúnaði."
Jóhann P. Malmquist
Jóhann P. Malmquist er tengdur
tveimur fyrirtækjum auk þess að vera
prófessor og skorarformaður við Tölv-
unarfræðiskor Há-
skóla íslands.
Hann tengist Soft-
is hf. sem var
stofnað 1990 og
Hugviti hf. sem var
stofnað 1993.
Jóhann segir
það sitt mat að ís-
lenskir forritarar
séu almennt vel menntaðir enda séu
gerðar svipaðar kröfur í tölvunar-
-h t
hafa breiða þekkingu og að fá fólk
með ólíka þekkingu til að vinna sam-
an og skapa nýja seljanlega vöru.
Oft er það ekki stór hópur sem er á
bak við þróun á þekktum hugbúnað-
arkerfum.
í báðum þeim fyrirtækjum sem
ég tengist höfum við séð af starfs-
mönnum til útlanda en það er ekk-
ert viðjm að gera. Það er líka kost-
ur að Islendingar fái vinnu erlendis
og menntist erlendis. Það.gefur okk-
ur nýja þekkingu og ný sambönd ef
hinir brottfluttu snúa aftur heim.
Það er mikill styrkur fyrir íslendinga
hvað margir hafa farið í framhalds-
nám erlendis og það mjög víða.
Við fylgjumst mjög vel með og
erum alls ekki alltaf að elta frum-
kvæði annarra. Það er líka allt í lagi
að elta frumkvæði annarra ef þeir
erlendu aðilar era að gera góða hluti.
Sem dæmi um frumkvæði má nefna
að Softis hf. byijaði að þróa þriggja
laga skipulag (three tier-architect-
ure) upp úr 1990 en það er fyrst á
síðasta ári sem helstu stórfyrirtæki
lýsa þriggja laga skipulaginu sem
sinni stefnu. Eins get ég nefnt að
Hugvit hf. hefur fengið nokkrar al-
þjóðlegar viðurkenningar eins og
„1996 Euro Beacon Award“ þar sem
þeir voru valdir úr hópi 3.100 hug-
búnaðarfyrirtækja.
Ég er mjög bjartsýnn á íslenskan
hugbúnaðariðnað, útflutningstölur
og fjöldi starfsmanna í greininni
segja allt sem segja þarf.“
EJS - Olgeir Kristjónsson
EJS var stofnað 1939, breytt í
hlutafélag 1984 og hefur starfað að
hugbúnaðarsmíð síðan 1981. Við
fyrirtækið starfa
um hundrað
manns, þar af
þijátíu við hug-
búnaðarsmíð. Að
sögn Olgeirs Kris-
tjónssonar hefur
gengið æ verr að
ráða forritara til
starfa síðustu
misserin, „en enn sem komið er hef-
ur það þó ekki valdið okkur vandræð-
um.
Islenskir forritarar eru vel mennt-
aðir, enda margir með framhalds-
menntun úr erlendum háskólum. Við
höfum ekki byggt á sjálfmenntuðum
forriturum og teljum að þeir eigi æ
erfiðara uppdráttar. Hugbúnaðar-
gerð er sérfræði!"
Olgeir segir að á íslenskum mark-
aði selji EJS launakerfið EJS-laun
og vinni að ýmiskonar sérsmíði fyrir
viðskiptavinina. Á erlendum markaði
EDDÁ Scheduler, sem er stunda-
töflukerfi fyrir áfangaskóla, og
MMDS, sem er vörustjórnunarkerfi
fyrir verslunarkeðjur. Á þessu ári
verður sala erlendis rúmlega helm-
ingur af starfsemi hugbúnaðarsviðs
EJS og virðist fara ört vaxandi.
„Hugbúnaðariðnaðurinn er eins
og hver önnur íslensk atvinnugrein
og nýtur hvorki betri né verri skil-
yrða en almennur þjónustuiðnaður.
Hins vegar hefur hann ákveðin sér-
einkenni.
Heldur hafa almenn skilyrði farið
batnandi með fastgengisstefnu og
minnkandi álögum. Á hinn bóginn
eigum við í vaxandi samkeppni um
vinnuafl við erlend fyrirtæki sem
geta greitt hærri laun og boðið betri
starfsskilyrði en við getum. Framfar-
ir í tölvufjarskiptum hafa auðveldað
okkur sókn inn á erlenda markaði.
íslensk hugbúnaðargerð stendur og
fellur með útflutningi. Heimamark-
aðurinn er alltof smár til þess að
hann standi undir þeim aðföngum,
vöruþróun og vöruvöndun sem hann
þarf á að halda.
Hvað okkur varðar hefur ekki
reynt á vefinn en sá aðgangur sem
netið veitir okkur til að tengjast er-
lendum viðskiptavinum beint eða
með tölvupósti skiptir sköpum, bæði
hvað varðar viðskiptasambönd,
samninga og ekki síður þjónustu
þegar samningar hafa tekist.
I því sambandi er einfaldlega lífs-
nauðsyn að þráðurinn slakni ekki
þegar krafist er 24 tíma þjónustu á
sólarhring. Það hljóta allir að sjá.
Stjórnvöld eiga að einbeita sér að
grunngerð þjóðfélagsins. Efla skóla-
kerfið allt frá grannskólum upp í
háskóla. Sjá til þess meðan þau bera
ábyrgðina að gagnasamskiptaleiðir
séu greiðar, ódýrar og áreiðanlegar.
Þau eiga að brjóta niður tollamúra,
gerast aðilar að alþjóðaviðskipta-
samningum og halda þá skilmála
sem um semst. En mér finnst þetta
ekki snúa öðruvísi að hugbúnaðar-
gerð en öðram atvinnuvegum þjóðar-
innar. Fyrir alla muni enga ríkisfor-
sjá.
Ríkið á ekki að vera að vasast í
hugbúnaðargerð fremur en í annarri
framleiðslu eða þjónustu sem hægt
er að fá miklu betri og við langtum
vægara verði á opnum samkeppnis-
markaði. Þetta hljóta allir að skilja."
Olgeir segir það sitt mat að íslend-
ingar hljóti að hafa sömu möguleika
og aðrar þjóðir „en aðeins ef við lít-
um á hugbúnaðariðnað sem alvöru
útflutningsiðnað. íslensk hugbúnað-
arhús verða að stefna markvisst á
alþjóðamarkað. Hugbúnaðarsmíð
fyrir innanlandsmarkaðinn eingöngu
getur aldrei orðið annað en þjónustu-
iðnaður sem bæði verður smár í snið-
um, í erfiðri samkeppni og bundinn
stað og stund. Á meðan við framleið-
um aðeins fyrir heimamarkaðinn er
óumflýjanlegt að íslenskir forritarar
leiti út fyrir landsteinana að spenn-
andi vinnu. Um leið og áherslan
færist á útflutninginn munu íslensku
hugbúnaðarhúsin aftur á móti verða
samkeppnisfær og halda sínu fólki.
Eins og fram hefur komið þá tel
ég að við höfum jafnmikla möguleika
og aðrar þjóðir til þess að gera hug-
búnaðarsmíð að útflutningsvöru. Við
verðum þá að trúa því sjálf og stefna
að því. Ef við hinsvegar iátum heima-
markaðinn duga, þá verður íslensk
hugbúnaðargerð aldrei annað en inn-
lendur þjónustuiðnaður sem mun
eiga undir högg að sækja vegna
samkeppni frá erlendum hugbúnað-
arfyrirtækjum.“
Marel - Pétur Guðjónsson
Marel var stofnað 1983 þótt rætur
þess séu eldri, og
hjá fyrirtækinu
starfa nú ríflega
150 starfsmenn
hér á landi og um
10 erlendis. Pétur
segir að á þessu
ári hafi gengið
erfiðlega að ráða
íslenska forritara
til vinnu og að trúlega stefni í enn
meiri erfiðleika.
„Hjá Marel eru nær eingöngu
menntaðir forritarar frá Háskólan--
um, bæði verkfræðingar og tölvunar-
fræðingar svo og forritarar menntað-
ir frá Tölvuháskóla Verslunarskól-
ans.“
Hugbúnaður Marels tengist að
mestu vogar- og tölvusjónartækjum
sem framleidd eru hjá Marel, bæði
hugbúnaði í tækjunum sjálfum sem
brenndur er í Eprom og litlum og
stórum hugbúnaðarkerfum sem t.d.
eru með allt vinnslueftirlit í matvæla-
verksmiðjum. Hugbúnaðurinn keyrir
bæði á PC tölvum og UNIX kerfum.
Yfir 80% af markaði Marels er
erlendis og Pétur segir að hugbúnað-
ur sé nær órjúfanlegur partur af
tækjalausnum Marels. „T.d. væri
Marel í dag ekki að selja flæðilínur,
sem að mestu leyti eru stál og færi-
bönd, til erlendra viðskiptavina í
gámavís ef ekki væri um einstakan
hugbúnað að ræða sem gerir lausn-
ina fremsta í sínum flokki í heimin-
um. Því er erfítt að meta hlut hug-
búnaðarins, en lauslega má gera ráð
fyrir að hann standi undir 25-30%
af sölu Marels sem á þessu ári verð-
ur því um 500 milljónir króna í hug-
búnaðarsölu.“
Pétur segir að Marel sé orðið rót-
gróið og því sé ekki hægt að bera
það saman við ung hugbúnaðarfyrir-
tæki sem eru að ryðja sér braut á
markaðnum. „Marel er þvi minna
háð ytri starfsskilyrðum og getum
við því ekki yfir miklu kvartað nú
þótt á árum áður hafí verið erfitt
að eiga ekki magn af steinsteypu
sem veð við fjármögnun verkefna.
Starfsskilyrði hafa tvímælalaust
batnað þar sem meira fjármagn er
á markaðnum með tilkomu fjárfest-
ingasjóða og aukinnar samkeppni á