Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 22
22 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tölvuleikir
koma að gagni
Sumir hafa haldið þvi í fram að einkatölvur séu dýrustu
leikfönq söqunnar \. IVÍ | þeir sjá ofsjónum yfir því hve unq-
menni sita límd við tölvurnar í stað þess að vera í fall-
inni spýtu eða kýló. Adolf Björgvin Kristjáns-
sonyverslunarstjóri BTtölva.erleikjaóhugamaðurfrófornu
fari oq hann segir að tölvuleikirnir qefi bömum færi á
að öðlost dýrmæta reynslu I tölvunotkun.
ADOLF Björgvin Kristjánsson heit-
ir ungur maður, nýráðinn verslun-
arstjóri BTtölva. Hann hefur haft
ódrepandi áhuga á tölvum frá
barnsaldri, þekkir leikjaheiminn
betur en flestir og skrifar meðal
annars um leiki fyrir tímaritið
Tölvuheima á milli þess sem hann
stýrir versluninni eða þvælist um
heiminn í hágrafískum ævintýra-
. leik.
Adolf segir að sinn tölvuferill sé
áþekkur og hjá svo mörgum öðrum:
,,Minn tölvuáhugi byrjaði með því
að ég gekk fram og aftur fyrir
framan glugga á Tölvulandi við
/'Hlemm og horfði á Sinclair Spectr-
um tölvu með glampa í augunum.
Ég veit ekki hvað það var sem
hreif mig svo við tölvuna en mér
fannst ég verða að eignast hana
og bað um hana fyrir hvert af-
mæli og hver jól en án árangurs.
Þegar ég fermdist gáfust mamma
og pabbi upp og gáfu mér tölvu,
PC-tölvu, og ég hef haldið mig við
þær tölvur síðan.
Fyrsta tölvan kostaði 50.000
kr., var með 640K innra minni,
tveggja 5-/4 disklingadrifa, var ekki
með hörðum disk, ekki einu sinni
með litakorti, og með einlitt Hercu-
les-skjákort. Eg komst snemma
yfir cga-hermi og þá gat ég notað
þá leiki sem fáanlegir voru, en það
var aftur á móti erfitt að komast
yfír leiki á þessum tíma og ég hafði
ekki mjkið að gera á tölvuna þó
áhuginn væri óbilandi. Ég keypti
mér því DOS-bók og lærði það sem
hægt var. Næsta tölvan mín var
286-vél meða EGA-skjákorti og 20
Mb hörðum disk. Síðan fór ég yfír
í rosalega vél á þeirra tíma mæli-
kvarða, 16 MHz 386-vél með 2
Mb innra minni. Fljótlega fór ég
upp í 486 og á nú Pentium-tölvu.“
Tölvan varð vinur
Þegar Adolf fékk tölvuna segist
hann hafa verið nýfluttur í nýtt
bæjarfélag og því hafi honum fund-
ist hann hálf einangraður framan
af. „Tölvan varð vinur og þegar
ég komst yfir ævintýraleiki frá Si-
erra var ég heillaður og held enn
í dag mest upp á slíka leiki. Ég
þakka enskukunnáttu mína að
nokkru Sierra-Ieikjum, því stund-
um þurfti að vera ansi sleipur í
ensku til að komast áfram. Sem
dæmi get ég nefnt að í leik sem
kallaðist Police Quest þurfti að
kanna hvort ökumaður væri undir
áhrifum. Það var sama hvað ég
skrifaði, en í þessum fyrstu leikjum
var orðaforðinn mjög takmarkaður,
tölvan skildi mig alls ekki og við
vinirnir vorum allir fastir á sama
stað. Á endanum spurði ég ensku-
kennarann minn hvernig ætti að
segja allsgáður og ég komst úr
sjálfheldunni og varð fyrir vikið
hetja í augum vinanna í smá tíma,“
segir Adolf og hlær.
„Helst hefur heillað mig við
ævintýraleikina að þeir reyna á
rökhugsun og geta reyndar kennt
fólki rökhugsun," segir hann og
bætir við að hann hafi gaman af
að fara í skotleiki endrum og sinn-
um, sem tilbreytingu, en einnig
segist hann hafa gaman af íþrótta-
leikjum. „Mér finnst þó afskaplega
leiðinlegt að spila einn, mesta fjör-
ið er að keppa við einhvern af holdi
og blóði, ég er svo kappsamur,“
segir hann, „fagna ógurlega ef ég
vinn, en er í rusli ef ég tapa.“
Umdeild þróun
Adolf segir að það sé einmitt
mikil gróska í tölvuleikjum þar sem
menn keppa hver við annan og sú
þróun sé um margt umdeild. „Menn
deila hart um það að leikur sem
kostar um 5.000 krónur getur kost-
að tugi þúsunda í símareikningum.
Að vísu háttar málum svo til að
mynda víða í Bandaríkjunum að
þar er ókeypis að hringja innan
svæða og því skiptir þetta ekki
miklu máli. Hér á landi á þessi
þróun án efa eftir að verða, sérstak-
lega eftir því sem samkeppni eykst
í símaþjónustu. Vissulega ætti það
ekki að standa í neinum ef börnin
vilja leika sér í símanum á kvöldin
þegar mínútan kostar 42 aura, en
yfir daginn getur verið fljótt að
safnast upp í dijúgan símareikning,
ég tala ekki um ef þau fara að
hringja út á land.“
Adolf segist ekki hafa eytt mikl-
um tíma í tölvuleiki síðustu miss-
eri, því hann hefur í nógu að snú-
ast í vinnunni í BTtölvum, ekki síst
eftir að hann var ráðinn verslunar-
stjóri verslunarinnar. Hann segist
þó þurfa að þekkja alla þá leiki sem
búðin býður upp á og helst að hafa
spilað þá sjálfur. Aðspurður hvort
hann sé þá ekki í draumastarfinu
segir hann að móðir sín hafi haft
orð á því fyrir skemmstu að allt
þetta tölvustúss hafí loksins komið
að gagni!
„Því miður rekst ég oft á það
viðhorf að tölvustúss barnanna sé
of mikill tímaþjófur, að þau ættu
frekar að vera úti að leika sér, en
eins og menn sjá á starfsauglýsing-
um í Morgunblaðinu um þessar
mundir þá er gríðarleg spurn eftir
forriturum og tölvufólki og sér
ekki fyrir endann á þeirri þróun.
Börnum er nauðsynlegt að kynnast
tölvu út og inn ef þau eiga að geta
tekið þátt í þjóðfélagi framtíðarinn-
ar.“
Beðið eftir sýndar-
veruleika
Adolf segist sjá það í tölvuleikja-
heiminum að leikir eru almennt
gerðir fyrir hærri skjáupplausn,
hljóðgæði séu meiri og þeir séu
yfirleitt allir gerðir fyrir Windows
95 sem gerir þá auðveldari í upp-
setningu og notkun. „Ég á líka von
á að menn nái að þróa sýndarveru-
leikaleiki, en þeir eru því miður
komnir ansi skammt í dag. Electr-
onic Arts kynnir á næstunni leik
sem er heill heimur fyrir óteljandi
leikmenn samtímis. Tölvan myndar
einskonar heim og þegar viðkom-
andi fer inn í leikinn og tengist
leikjamiðstöð á alnetinu er hann
hluti af heimi sem skipaður getur
verið þúsundum „mennskra" leik-
manna, það er lifandi fólk á bak
við hveija persónu nema að tölvan
sjálf sér um að skapa einfaldar
persónur eins og bakara, smiði eða
kráareigendur. Meðal þess sem
gerir þennan leik skemmtilegan er
að nánast allt sem þú gerir hefur
áhrif á framvindu leiksins; ef marg-
ir taka upp á því að fella sauðfé
og éta, þarf drekinn í fjallinu, sem
lifði að miklu leyti á kindum, að
komast yfir mat og leggst á
þorpsbúa og þannig mætti lengi
telja. Í ljósi þess hvað fólki finnst
gaman að spila við annað fólk verð-
ur þetta án efa einn helsti leikur
næsta árs eða næstu ára.“
Tölvur eru ódýrar
Adolf vill ekki gera mikið úr þeim
kröfum um vélbúnað sem tölvuleikir
gera, „því tölvur eru orðnar svo
ódýrar í dag. Það má líka nota þær
fyrir margt fleira en leiki, því tölvu-
eigandinn er í raun með öfluga fjöl-
þætta vinnustöð á borðinu hjá sér.
Helsti ókosturinn hefur kannski
verið sá að fólk hefur ekki nýtt tölv-
umar nógu vel og ekki gefíð sér
tíma til að læra almennilega á þetta
fjölhæfa verkfæri."
BTtölvur selja leiki fyrir PC tölv-
ur í beinni samkeppni við leikjatölv-
ur og Adolf segist sjá þess glögg
merki að leikjatölvurnar séu á leið-
inni út. „Þær geta einfaldlega ekki
staðið PC tölvunum á sporði hvað
varðar grafíkina einfaldlega vegna
þess að sjónvarpsskjár býður ekki
upp á nógu góða upplausn. Tölvu-
skjáir eru orðnir það góðir að þeir
slá sjónvarpið hæglega út eins og
hver getur séð sem tengir VGA
leik, sem þykir ekki merkileg graf-
ík í dag, við sjónvarp og fellur í
stafi yfir myndgæðunum. Þetta er
barátta sem sjónvarpsleikjatölvur
geta ekki unnið, ekki einu sinni
með háskerpusjónvarpi, því þegar
það loksins kemur eru tölvurnar
komnar enn lengra."
Bestu
leikirnir
1. Gabriel Knight 1 & 2
(King’s Quest 1 -cga-) Bestu
ævintýraleikir sem framleiddir
hafa verið. Þeir innihalda mikla
dýpt og ná að skapa rétt og
ógnvekjandi andrúmsloft. Ég
var ekki í rónni fyrr en ég náði ,
að ráða í gáturnar.
2. Championship Manager 2
(Football Manager - Commod- j
ore) Frábær fótboltahermir. Þú j
velur þér fótboltalið og reynir
eftir bestu getu að stýra því til
sigurs. Ég veit ekki hvað marg-
ar vikumar hafa farið í þetta
samanlagt þjá okkur félögun-
um.
3. Civilisation 2 (Civilisation
1 - PC) Algjör bylting í leikja-
heiminum. Þúsundir klukku-
stunda hafa farið hjá PC not-
endum í þennan frábæra leik
þar sem þú stýrir þróun mann-
kynsins.
4. Ævintýraleikimir frá Si-
erra (Zork serían - BBC) Gaml-
ir kunningjar. Voru einu al-
menniiegu leikimir í PC tölv-
umar fyrir nokkrum árum.
5. Wing Commander serían
(Elite) Stjömustríð PC töl-
vanna. Einhveijir albestu skot-
leikir sem ég hef nokkum tím-
ann spilað. Mennimir eiga í
striði við Kilrathi kettina 1
fyrstu leikjunum en í þeim síð-
asta áttu þeir í basli með sjálfa
sig. Frábærir leikir”!
6. Command & Conquer
(Dune II) Á þennan þarf varla
að minnast því að þetta er einn
alvinsælasti PC leikur allra
tíma. Þú stýrir heijum þínum í
baráttu við hið illa, þú getur
reyndar snúið þeirri baráttu við
en það er önnur saga.
7. Doom (Wolfenstein) Mjög
umdeildur en einn sá albesti
netleikur sem framleiddur hefur
verið. Dreptu eða vertu drepinn
svo einfalt er það.
8. Lands of Lore (Eye of the
beholder, trilogy) Ævintýra-
leikur með dreka og dýflissu-
ívafí. Leikurinn er einkar
skemmtilegur en orðinn bam
síns tíma.
9. Lueasarts ævintýraleikirnir
Hver man ekki eftir Monkey
Islan leikjunum, Day of the
Tentacie, Sam & Max og fleir-
um. Frábærir leikir fullir af
húmor og góðum gátum.
10. Pacman (Pong) Leikurinn
sem gerði tölvuleiki fræga.
Innihaldið er þó rýrt, lítill kúlu-
karl sem borðar punkta af lei-
kveilinum en verður að passa
sig á draugum Einhvemtímann
áttu íslendingar heimsmeistara
í leiknum, hvernig væri að grafa
hann upp?
Hverjir nota netið?
Alnetið nýtur qríðarleqrar hylli hér á landi sem og um allan heim. Þrótt fyrir
kannanir víða um heim hefur mönnum reynst erfitt að greina hverjir það eru sem
nota netið oq til hvers. Ragnar Eiríksson hrinti af stað fyrstu könnuninni
á íslenskum alnetsnotendum og hann segir að niðurstöður hennar ættu að geta
orðið verslunareiqendum oq fyrirtækjum qóður veqvísir.
ALNETIÐ er gróðavænlegt í aug-
um margra verslunareigenda og
fyrirtækja, sem sjá fyrir sér hand-
hæga verslun og örugga þar sem
gestir í „búðina“ geta skipt tug-
þúsundum á degi hveijum. Þeim
reynist þó erfítt að átta sig á hverj-
ir það eru sem nota alnetið; hver
er aldurs- og kynjaskipting, hvert
er menntunarstig notenda og hvað
er það sem þeir vilja. Ytra hafa
fjölmargir reynt að komast á snoð-
ir um þetta, nú síðast Nielsen
könnunarfyrirtækið þekkta vestur
í Bandaríkjunum sem hefur helst
getið sér orð fyrir kannanir á sjón-
varpsáhorfi og -endum. Fyrir
skemmstu fór fram fyrsta könnun
þessarar tegundar hér á landi, en
hana framkvæmdi Ragnar Eiríks-
son, starfsmaður Nýherja.
Ragnar er að ljúka námi á
markaðssviði í Viðskipta- og hag-
fræðideild samhliða því sem hann
stundar nám í kerfisfræði í Tölvu-
háskóla Verslunarskólans. „Ég
vildi tengja þetta nám sarnan,"
segir hann „og þá lá beint við að
kanna alnetsnotkun hér á landi.
Það eru til tölur um notendur um
allan heim og ýmsar upplýsingar
um aldurskiptingu og menntun og
fleira, en það var aftur á móti
ekkert til um íslenska netnotend-
ur. Einu vísbendingar sem hægt
var að fá voru frá Intís um það
hversu mörg netföng eru skráð
hér á landi, en þar giska menn á
að fimmtán til tuttugu þúsund
netföng séu til. Að mínu mati er
bráðnauðsynlegt fyrir fyrirtæki
sem hyggja á markaðssetningu á
netinu eða koma upp verslun þar
að vita hveijir það eru sem nota
netið og komast að því að hveiju
fólk er að leita. Ég hafði því sam-
band við alla alnetsþjónustuaðila
á landinu og þeir tóku mér allir
vel, settu tengingu inn á könnun-
arsíðuna inn á heimasíðurnar hjá
sér og það kom mér á óvart hvað
svörunin var góð, því þegar upp
var staðið svöruðu yfír þúsund."
Sitthvað kom á óvart
Ragnar segir að sitthvað hafi
komið honum á óvart þegar hann
fór að vinna úr niðurstöðunum.
„Þannig var meðalaldur hærri en
ég átti von á, nálægt 30 árum,
en það eru svo margir sem halda
að það séu bara unglingar inni á
netinu. Kynjaskiptingin var líka
jafnari en ég átti von á í upphafi,
en það er þróun sem á sér stað
til að mynda vestur í Bandaríkjun-
um þar sem jöfn kynjaskipting er
hjá þeim sem stefna inn á netið í
dag ólíkt því sem var í upphafi
og því jafnast hlutur kvenna smám
saman. Einnig fannst mér mennt-
unarstig þeirra sem svöruðu lægra
en víða erlendis. Ytra er menntun
lykill að alnetsnotkun, en hér á
landi er þessu öðruvísi farið því
töluverður fjöldi hafði bara grunn-
skólapróf; þegar allt er talið var
þriðjungur nettnotenda aðeins
með grunnskólapróf."
Ragnar segir að takmarkið með
ritgerðinni hafi verið að hinn al-
menni verslunareigandi gæti gert
sér grein fyrir því eftir hveiju
væri að slægjast á netinu. „Það
er allt of algengt að menn láti
einhvern þjónustuaðila sjá um að
koma fyrirtæki eða verslun fyrir
á netinu og hugsi ekki meira um
það; það þarf að vanda sig jafn
mikið við að koma upp verslun á
alnetinu og að innrétta húsnæði í
Kringlunni; menn þurfa að átta
sig á markhópnum, setja sér
stefnu og ákveða ímynd.“