Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 23
TOLLMJPRENTflRHR
Nýir prentarar
Verð á leysi-
prenturum hef-
ur lækkað ört
og nýjar gerðir
litprentara eru
innan seilingar
ÞRÓUN í prenttækni fyrir tölvur
hefur verið ör og svo komið að
hægt er að fá ódýra prentara af
ýmsum gerðum sem skila fyrsta
flokks útprentun, ólíkt því sem var
þegar nálaprentarar réðu ríkjum.
Bleksprautuprentarar eru algengir
í dag og vinsældir þeirra aukast
meðal annars fyrir þá sök hve
hljóðlátir þeir eru og hve útprenti
þeirra svipar til mun dýrari geisla-
prentara, en verð á leysiprenturum
hefur einnig lækkað ört og nýjar
gerðir litprentara eru __________
innan seilingar fyrir
flest fyrirtæki og jafn-
vel einstaklinga.
Tæknival hefur um-
boð fyrir Tektronix og
HP prentara og að
sögn Skúla Geirs Jóns-
sonar hjá fyrirtækinu
verður að hafa sitthvað
í huga þegar valinn er prentari.
„í raun er ekkert mál að búa til
prentara sem er 5.000*5.000
punkta en hann yrði ekkert betri
en 300*300 punkta bleksprautu-
prentari, vegna þess að prent-
tæknin byggist á blekdropa sem
sprautað er á blað. í ljósi þessa
skiptir stýringin á blekinu mestu
máli og pappírinn sem notaður er.
í laser-prentara er reglan sú að
því meiri sem upplausnin er því
meiri eru gæðin.“
Skúli segir að aðal bleksprautu-
prentara HP sé þurrblekstækni
sem gefur góða útprentun á hvaða
pappír sem er, en einnig noti
prentararnir C-Ret-tækni, sem
byggist á því að prentarinn spraut-
ar blekinu nokkrum sinnum yfir
sama punkt án þess að hægja á
útprentun.
Sem dæmi um nýja prentara
nefnir Skúli 820Cxi prentara frá
HP, sem er einungis Windows
prentari. Önnur gerð sem hann
tiltekur er 870Cxi sem er með
2,5MB biðminni og fyrir vikið mun
hraðvirkari en 820Cxi. Einnig er
hann nettengjanlegur og með
Apple Talk
Skúli segir að HP selji sérstakan
bleksprautuprentarapappír, svo-
nefndan HP Bright White-pappír,
90 gramma pappír, en einnig er
hægt að fá glærur og Premium
pappír fyrir mestu gæði.
HP, OKI og Tektronix
Nýjasti laser-prentari HP er
LaserJet 5, arftaki HP LaserJet
4Plus. Hann býður meðal annars
upp á HP PCL 6, sem er tungumál-
ið sem tölvan notar til að tala við
prentarann, betri minnisnýtingu
og meiri prenthraða. Hægt er að
fá ýmsa aukahluti við prentarann
eins og duplex, aukapakka, OCR
minni, matara, netkort (bæði Eth-
ernet og Token ring), Adobe
Postscript Level 2 o.fl.
Tæknival selur einnig OKI
prentara og frá OKI kom nýverið
nýr heimilisprentari, OKI 4W.
Hann notar nýja tækni frá OKI,
svonefnda LED-tækni, sem þýðir
að í staðinn fyrir að einn geisli
brenni duftið á pappírinn brenna
margir geislar alltaf sama staðinn
á duftinu, sem hefur í för með sér
minni bilanatíðni og smærri prent-
__________ ara, en OKI 4W er
minni en A4 blaðsíða
að flatarmáli.
Tæknival kynnir um
þessar mundir Tektron-
ix prentara, sem lítið
eru þekktir hér á Iandi
en að sögn Skúla á það
eftir að breytast, en
Tektronix selur prent-
ara fyrir skrifstofur og teiknistof-
ur og allt í lit.
„Tektronix 340 prentarinn er
svokallaður vaxprentari,“ segir
Skúli og bætir við til nánari skýr-
inga: „Vaxprentun nefnist það
þegar efni, sem er svipað vaxi er
brætt og sprautað á blað, en 340-
prentarinn, sem er með 32MHz
RlSC-örgjörva, getur prentað á
flestar gerðir A4 pappírs. Hann
er með Pantone litaleiðréttingar-
kerfi og 600*300 punkta upp-
lausn.“ Skúli segir að prentarinn
sé tengjanlegur við flestar gerðir
neta, þar á meðal Novell Net-
Ware, EtherTalk, TCP/IP, Token
Ring, en einnig fylgir prentaran-
um Adobe PostScript.
Skúli segir að Tæknival muni
líka selja litaleysiprentara frá Tek-
ronix, svonefndan 550-prentara
sem ætti að henta stærri fyrirtækj-
um. Hann er með innbyggðu net-
korti og Adobe PostScript Level 2
og Pantone lita leiðréttingakerfinu
eins og 340 prentarinn. Upplausn-
in er 1200*1200, sem er með því
mesta sem gerist að sögn Skúla.
550-prentarinn er með 32 MHz
RlSC-örgjörva og tengjanlegur við
flest net. Með í prentaranum fylg-
ir PhaserLink sem gerir kleift að
fylgjast með prentaranum á alnet-
inu.
MAN
ROLAND
MAN ROLAND PRACTICA
Fjórar nýjar prentvélar til ÍSLANDS
ROLAND PRACTICA 00.
Pappírsstærð mest 36x52 cm.
Pappírsstærð minnst 16x10 cm.
Prenthraði 10.000 eintök pr. klst.
Straum ílagning.
Sog ílagning og sog hliðar-
register. 100% register í 4rlit á
umslög og allri prentun.
þyngd 1.420 kg.
L1365 x B1970 x H1604mm.
VIÐVERÐUM A PRENTMESSU 96
ROLAND PRACTICA 01.
Pappírsstærð mest 48x66 cm.
Pappírsstærð minnst 18x18 cm.
Prenthraði 10.000. eintök pr. klst.
Straum ílagning.
Sogílagning og sog hliðarregister
100% register og 100% Hágæða
4ra lita prentun. Þyngd 1.970 kg.
L1720 x B1320 x H1605.
Þessi prentvél hentar mjög vel
m,a, þar sem lítið pláss er.
MARKÚS JÓHANNSSON ehf S: 565 1182
T0PPGÆ0I A B0TNVERÐI
Glettilega gott verö frá framleiöanda gerir okkur kleift að bjóöa þér hágæöa sjónvarp, nánast
á verksmiöjuverði. Reynslan hefur leitt í Ijós aö betra er að vera íyrri til í svona tilfellum.
Litasjónvarp j
jm
• Islenskt textavarp
• Fullkomin fjarstýring
•Black Line - svartur myndlampi
• 40w Nicam Stereo hljómgæði
• Persónulegt minni á lit birtu og hljóði
• Allar aðgerðir birtast á skjá
• Sjálfvirk slöövaleitun
•Svetnrofi15-120 mín.
•lengifyrir auka hátalara
• Heymatólstengi
• 40 stööva minni
• 2 Scart-lenoi
N
FYRIR
WINDOWS 95
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
f S§ KO L5TE ■?
JTOjtHHjhLIH■ RTm Tilhoðsverfl =.
Ath; E22S9 Kr. 59.9DD stgr.
fullt verð kr. 69.900 stgr.
Síðasta sending seldist
upp á fimm dögum!
llnWsienn ■ W allt:VESTURIAND:Hljómsva Akranesi Kaupfélag Boigfiréinga. Bmgamesi. Blómslmvellir. Hellissanrlt Guflnt Ballgrimssoa Gnmdartirði.VfSIFIflBIR: Rafbúö Jónasar Þórs, Patrekslrröi Póllim. IsMi. NORÐURIANO KF Slengríiesliarflai. Holmavik
«f V-Húnvelninga Hvammstanga 1F Kúnvetninga Blontei. Skaglirðingabúð. Saulárkróki. KkA. Daliik. Hliomver. Akufeyn Önrggi. Húsavik. Urð. Raelarluln AUSIUWÍBII Héraðsbúa Igrlsslöðum II Vopntnðinga. Vopn^iði (I Heraðsbua Sevðisfnði II [ástanðstjarðai.
Fáskrúðslirði KASK, Diúpavogi KASK, Hnln Homafirði. SUOURIANO IF Mrasinga.Hvolsvelli Moslell. Hellu Heimslarkni. Sellossr Radiórás. Seltossi IF Ámesinga. Sellnssi Ras, WaksWn Rnmnes. Veslmannaeyjum RIYUANiS Ratborg. Gnndavik Ralmami, HataM