Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 25 VISA Seðlalaust þjóðfélag PLASTKORT eru allráðandfdi í daglegum viðskiptum og margur gengur varla með lausafé á sér; það er svo þægilegt að grípa til korts- ins. Auk þægindanna gefa kortin öryggiskennd, því eðlis þeirra vegna er óhægara um vik að svíkja fé út af korti en að koma í lóg öðrum verðmætum. Framtíðin ber eflaust í skauti sér enn frekari þróun í átt að seðlalausum viðskiptum og í sumar gerði Visa Island tilraun með sérstök myntkort, sem eru vísbend- ing um viðskipti framtíðarinnar. Myntkort Visa byggjast á tækni sem víða er notuð, en á myntkort- inu er hún útfærð enn frekar og öryggisþátturinn aukinn. Allvíða í Evrópu er hægt að kaupa símakort með ákveðinni upphæð, þau síðan notuð eins og þörf krefur og síðan hent. Einnig hafa menn víða, til að mynda í Bandaríkjunum og Japan, notað kortin sem greiðslumiðil í lestum og langferðabílum og fjöl- mennir háskólar hafa gripið til álíka kerfis til notkunar á háskólalóð- inni. Fyrir vikið er minna af reiðufé í umferð og því minna stolið, aukin- heldur sem viðskiptavinir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hafa ekki skiptimynt í vasanum. Eini verulegi ókosturinn er að yfirleitt þurfa menn að bera á sér margar gerðir korta, til að mynda eitt fyrir hvern þjónustuaðila. Því stefnir í opin kortakerfi, þar sem hvert kort dugir fyrir alla. Bankamenn eru vitanlega áfram um að slíkt kerfi verði tekið upp því víða er kostnaður við talningu, geymslu og flutninga á lausafé verulegur hluti af rekstrarkostnaði bankanna. Áður er getið um minni þjófnaði, en einnig skiptir miklu að öll viðskipti ganga hraðar fyrir sig en hingað til. Segja má að ísland sé í kjörinni aðstöðu til að taka upp slíkt myntkort, því hvergi hafa menn tekið eins vel við plastkortum í viðskipum og daglegu amstri og hér á landi. Fjórar gerðir eru hugsanlegar og verða líklega allar notaðar jafnt. Fyrst er að telja sérstakt kort sem hent er eftir notkun, þá kort sem hlaðið er aftur og aftur, einnig má bæta hleðslumöguleika við hefð- bundið bankakort og loks má bæta þessum möguleika við venjulegt greiðslukort. Á kortunum verður kísilflaga, eða örgjörvi, sem geymir upphæðina, en engin þörf er á leyni- númeri, banka- og reikningsnúm- eri, því notandin er aldrei krafinn um PIN-númer, eða þarf að rita nafn sitt undir eitt eða neitt, né heldur þarf sá sem tekur við greiðsl- unni að leita eftir heimildarnúmeri eða gefa sérstaka kvittun aðra en kassakvittun. Hugmyndin er að víða megi renna kortinu í gegnum þar til gerðan lesara til að kanna hve mikið er eftir á því og ef aurarn- ir eru búnir má hlaða viðkomandi kort, ekki einnotakort, í hvaða hrað- banka sem er svo framarlega sem innstæða er til þess. Kortin byggj- ast á nýrri tækni eins og áður seg- ir, því ekki stendur til að hafa á þeim segulrönd; sú tækni er löngu orðin úrelt. í stað segulrandarinnar verður örgjörvi, eins og getið er, en eitt af því sem þurfti að yfirstíga var að slíkt kort er mun dýrara í framleiðslu en segulrandarkort. Islensku keppendurnir á Olymp- íuleikunum í Atlanta fengu Visa- myntkort gefins frá Visa ísland með 50 dala hleðslu til að reyna kortin og að sögn yfirmanns tækni- sviðs Visa ísiands, Júlíusar G. Ósk- arssonar, gekk þeim vonum framar að nota kortin, þó enn sé nokkuð í land að þau ná almennri dreifing. Ekki vill hann spá því hvenær mynt- kort verða almennt í notkun hér á landi, en segist telja að sú stund sé ekki langt undan, kostirnir liggi í augum uppi og þar sem íslending- ar hafi tekið plastkortunum eins vel og raun ber vitni er eins víst að ísland verði fyrsta seðlalausa þjóð- félagið. ■MICROSOFT kynnti fyrir tveimur vikum væntanlega út- gáfu á sérstöku stýrikerfi fyrir lófatölvur, en áður hefur fyrir- tækið gert árangurslausar at- rennur að slíku stýrikerfi, nieðal annars með PenWindows og Winpad. Að sögn markaðsstjóra Microsoft hyggjast ýmis fyrir- tæki hefja framleiðslu á tölvum sem nota munu stýrikerfið nýja, sem kallast Windows CE. Með stýrikerfinu nýja fylgir dagbók- arforrit, tölvupóstforrit og ráp- forrit, en að sögn fróðra er þetta fyrsta skref Microsoft „út af borðinu", því fyrirtækið hefur áður lýst þeirri ætlun sinni að miða framleiðslu sína einungis við borðtölvur. Windows CE verður keyrt á RISC örgjörvum til að byrja með. ■MEÐAL þess sem tölvunotend- ur sjá ofsjónum yfir er að með þvi að skipta um tölvugerð, þ.e. örgjörva, í miðjum klíðum verður allur gamli hugbúnaðurinn úrelt- ur, því ekki er hægt með góðu móti að keyra forrit gerð fyrir CISC örgjörva, eins og til að mynda Pentium, á RISC ör- gjörva, til að mynda PowerPC. Fyrir skemmstu kynnti Microsoft aftur á móti nýja kerfisútfærslu fyrir Windows NT sem keyrir 16 bita Windows foirit á RISC ör- gjörvum. Reyndar selur Microsoft RISC útgáfu af Windows NT sem keyi-a má á Alpha örgjörvum eða PowerPC en þar sem Intel- örgjörvar hafa verið aðalundir- staða stýrikerfisins er þorri alls hugbúnaðar fyrir það skrifaður fyrir ClSC-örgjörva. Samkvæmt upplýsingum frá Microsoft nær hermirinn að keyra forritin á sambærilegum hraða við 486 ör- gjörva, en fram að þessu hafði Microsoft þráast við að þróa slík- an hermi meðal annars vegna þess að það taldi ekki ástæðu til fyrir svo lítinn hluta markaðarins. Norskur margmiðlunarpakki MARGMIÐLUN; samþætting texta, mynda, hreyfimynda, hljóðs og tónlistar, sækir sífellt í sig veðr- ið eftir því sem tölvur verða öflugri. Til að búa til margmiðlun þarf hugbúnað og þar eru margir um hituna, þar á meðal Scala MM100 frá norska fyrirtækinu Scala. Scala er margmiðlunarpakki fyrir PC samhæfðar tölvur og tók þrjú ár að smíða pakkann sem er að hluta byggður á forriti sem Scala framleiddi fyrir Amiga tölv- ur. Með forritinu fylgir geisladisk- ur með 300 Mb af bakgrunnum, rissmyndum, hljóðskrám, stafræn- um hreyfimyndum, allt höfundar- réttarlaust og til fijálsra afnota fyrir kaupanda forritsins, en einn- ig er á disknum gagnvirkar teikni- myndir, margmiðlunarleikir og skipanaskrár, sem allt er ætlað til að kenna notanda betur á forritið og gefa hugmyndir um notkunar- möguleika. Forritið sjálft gefur ýmsa möguleika, meðal annars er unnt að vinna allar myndir í fullri stærð, Double Buffering tryggir að allar hreyfimyndir verða jafn- ari, sérstakur hljóðblandari fylgir, 250 mögulegar myndskiptingar, hnappar, sem hægt er að forrita á ýmsan máta og sérstakur spila- stokkur sem er til þess fallinn að auðvelda niðurröðun skjámynda, sem hægt er að skoða sem smá- myndir í röð á skjánum. Fjölmarg- ar leturgerðir fylgja og hefur umboðsaðili Scala á íslandi, Elnet, snúið leturgerðum á íslensku. Höfundar Scala segjast hafa endurskrifað forritið með reynslu sína af margmiðlun í huga, en Amiga-forrit Scala eru mjög vin- sæl meðal Amiga-notenda um heim allan. Niðurstaða vinnu þeirra var svokallað Scala Baek- Bone, sem tryggir að þeirra sögn samhæfingu mynda, hljóða og hreyfimynda. Önnur tækni sem hönnuð var sérstaklega fyrir Scala MM100 er serstakt hlutbundið stýrikerfi, MMOS, sem vinnur jafnt með MS-DOS, Windows 3.x, Windows 95, Windows NT eða OS/2. Forritunarmál er innbyggt í Scala MM100, svonefnt Scala- Script, sem svipar mjög til venju- legrar ensku, en það er fyrir þá sem vilja fara lengra í stýringu á forritinu en hægt er á hefðbundinn hátt. Scala MM100 krefst 33 MHz 486 örgjörva eða betri, SVGA skjákorts með 1 Mb skjáminni, 16 eða 32 bita Windows, eða MS-DOS 5.0 eða nýrra, 8 Mb innra minni, geisladrifs og harðs disks með að minnsta kosti 10 Mb laus. Elnet í Kópavogi er umboðsaðili fyrir Scala á íslandi. > msm* Bestu kaupin núna DAEWOO D5320 Intel pentium 120 Mhz org]orvi 16MB innra minni 1090MB IDE diskur 256 KB skyndiminni 14" skjár Windows 95 lyklaborð 2 PCI og 3 ISAtengiraufar lausar míro n v v miroVideo 22SD skjákort með 2MB EDO 8x geisladrif SoundBlaster Vibra 16 hljóökort Hátalarar Vinnsluminni, mest 256MB Skyndiminni. 16KB inma og 256KB ytia. mest 1MB Uppfæranleg með framtíðar Pentíum Overdrive örgjörva Enhanced IDE dual channel á PCI og ISA braut miroVIDEO 22SD PCI skjákort meó S3 Trio64V+hraáli 2MB EDO myndminni 1280x1024x256litir 75Hz 2xPCI Local Bus. 3xlSA. IxPCl/ISA Tvö radtengi (UART 16550), hliðartengi (ECP og EPP) og PS/2 músatengi Kassi rúmar þrjú dril (CO-Rom oll.) Windows 95 lyklalrnrð með íbrenndum táknum Fylgibúnaður- Windows 95 og mús Plug'n Play, EPA Energy Star, hljóílát vifta MPEG og AVI afsnilun í fullri stærí 134.900 stgr. m. vsk. Með: Intel Pentium 133 Mhz örgjörva 15 skja 8x geisladrifi 155.900 stgr. m. vsk Hafðu samband við sölumenn okkar eða komdu í verslunina. Viö setjum saman með þér pakka sem hæfir óskum og verðhugmyndum þínum. ; 1SA RAÐGREIÐSIUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.