Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 26
26 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
»1
SÍMMIRKINN
Sírntæíq. fi.f.
kynnir..
Nitsuko Venus
Ný fullkomlega ISDN
samhæfð símstöð
- óendanlegir möguleikar.
Hymax símkerfið
- fyrir stærri og smærri fyrirtæki
i
i
i
• Langlínulæsingar
• Hringiflutningur
• Skilaboðakerfi
• Kallkerfi
Nýr Ericllon GSM
- léttur og meðfærilegur
Verð aðeins
kr. 59,900
• Þyngd 170 gr.
• Rafhlaða: 33 klst. í biðstöði
Plantromics
höfuðheyrnartól
• Létt og meðfærileg
• Ótrúlegur
• tímasparnaður
Engin vöðvabólga
Hátúni 6 A, sími 5 6 1 -4040, fax 5 6 1 -40 0 5
IIMi
UIÐSKIPTRKERFI
Bí§
Agresso við-
skiptakerfi
UM ÞESSAR mundir er Skýrr hf.
að hefja sölu á nýju viðskiptakerfi,
Agresso, sem er hannað fyrir
Windows. Agresso er ætlað meðal-
stórum og stærri þjónustufyrirtækj-
um og sveitarfélögum.
Agresso skiptist í fjóra þætti; fjár-
hagskerfi með fjárhagsbókhaldi, við-
skiptakröfum, viðskiptaskuldum og
eignaskráningarkerfi, verkbókhald
með tímaskráningu, starfsmanna-
kerfi með launakerfi og starfs-
mannastjórnunarkerfi, innkaupa- og
birgðakerfi með innkaupum, birgða-
haldi, sölupöntunum, áskriftum og
samningabókhaldi.
Viðskiptavinur getur valið um
gagnagrunn og stýrikerfi, en Agr-
esso getur notað Oracie, Watcom
SQL, Sybase SQL, Informix, Micro-
soft SQL Server og Ingres gagna-
grunnskerfi, Unix, Windows NT,
Windows95, Novell og VAX/VMS
netþjónsstýrikerfi og Windows 3.x,
Windows95 og WindowsNT biðlara-
stýrikerfi. Einnig er kerfið opið að
því leyti að auðvelt er að senda gögn
inn og út í önnur óskyld kerfi.
Agresso er hannað fyrir Microsoft
Windows og vinnur því vel með öðr-
um Windows kerfum eins og Excel.
Agresso er svokallað biðlara/miðlara
(client/server) kerfi þar sem gagna-
grunnur er hafður á netþjóni en for-
ritið keyrir á hverri útstöð fyrir sig.
Ekki þarf að forrita í kerfinu til
að laga það að sérþörfum.
Við hönnun Agresso voru þarfir
fjármálastjóra og aðalbókara hafðar
í huga, en lögð er rík áhersla á innra
reikningshald með góðum fyrir-
spurnar- og skýrslumöguleikum.
Sá sem sér um öryggismál er með
töflu yfir valmyndirnar þar sem not-
endum er veitt heimild með því að
smella á ramma til að sjá valmyndir,
skoða, uppfæra, setja inn eða eyða
gögnum undir hverri valmynd.
Stjórnendur og t.d. endurskoðendur
GRAFIK
Vilji og vandvirkni í verki!
PAPPÍR
FYRIR
ALLAR
GERÐIR
TÖLVU-
PRENTARA
___________
GRAFÍK
Sími: 554 5QOO
gætu síðan fengið útskrift af þessari
töflu og þar með gert sér grein fyrir
hvernig öryggismálum er háttað í
fyrirtækinu.
Ekki er þörf á SQL fyrirspurnum
á gagnagrunn, en þær eru þó mögu-
legar. Hægt er að vista fyrirspumir
og geyma þær til síðari nota. Niður-
stöður má flytja yfir í Excel með
Copy og Paste skipunum.
Skráningarmyndir í ijárhagsbók-
haldi, skuldunautakerfi og lánar-
drottnakerfi eru eins. Þegar skráð
er í fjárhagsbókhaldi er fyrirfram
skilgreint hvað á að koma þegar teg-
und (reikningslykill) er slegin inn.
Þá koma einungis þær víddir fram
sem á að skrá inn á samkvæmt skil-
greiningunni. Ef leiðrétta á stóra
færslu er hægt að kalla hana fram
í einu Iagi og mótbóka hana. Þá verð-
ur hún merkt sem mótbókuð og ekki
unnt að gera slíka leiðréttingu aftur.
Almennt séð eru upplýsingar aðeins
skráðar einu sinni. Það er hægt að
velja hvort skráning er uppfærð við-
bókun eða hvort notuð sé runu-
vinnsla þannig að margar færslur
uppfærist í einu.
Reikningslykill er sveigjanlegur í
Agresso. Fjöldi tilvísana er ótak-
markaður en þó er ekki unnt að
hafa fleiri en sjö tilvísanir í einni
færslu sé lykillinn sjálfur ekki talinn
með. Þetta hefur þá kosti í för með
sér að miklir möguleikar opnast varð-
andi innra reikningshald. Sem dæmi
um notkun á tilvísunum má nefna
deild eða verk. í venjulegum bók-
haldslykli tekur deild ákveðið sæti í
lyklinum. Með því að taka þetta út
úr lyklinum styttist hann verulega
og verður einnig þægilegri í notkun.
Þannig verður hvert viðfangsefni,
t.d. deild, með hreint númer. Það
auðveldar tengingar við hliðarkerfi
eins og t.d. Activity Based Costing.
Annar þáttur sem auðveldar ABC
er „færslufjölvi“ (trigger). Þá er skil-
greint fyrirfram á hvaða liði skal
dreifa tekjum/kostnaði á ákveðnu
viðfangsefni og Agresso sér um
framhaldið.
Alþjóðlegt fyrirtíeki
Agresso AS er alþjóðlegt fyrirtæki
með höfuðstöðvar í Ósló og útibú í
Svíþjóð, Englandi, Frakklandi og nú
Kaliforníu. Agresso er einnig með
samstarfsaðila í ýmsum löndum og
hefur kerfið verið sett upp í 17 lönd-
um.
Agresso AS byrjaði að selja fjár-
hagsbókhaldskerfi árið 1987. í nóv-
ember 1994 komu út fyrstu hlutar
kerfisins í nýrri útgáfu sem er hönn-
uð fyrir Windows og vorið 1995 voru
allir hlutar kerfisins komnir í
Windows. Agresso fyrir Windows var
valin vara ársins í Noregi árið 1994
af viðskiptablaðinu Kapital.
Óháðir erlendir aðilar eins og
PC-User og Dennis Keeling frá Eng-
landi stilla Agresso upp sem sam-
keppnisaðila kerfa eins og hinu þýska
SAP og bandaríska Oracle Finance.
Þessi kerfí eru ætluð stórum fyrir-
tækjum og stofnunum en Agresso
hefur einnig selt til millistórra fyrir-
tækja.
EWEŒ—BEl^Æ
imm
Forysta
í faxtækjum
aco
SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVIK
SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622