Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNí'ÍUDAGlJR 29. SEPTEMBER 1996 E 27 Ný myndvinnslutækni Morgunblaðið/Jón Svavarsson AÐSTANDENDUR PMS og Hans Petersen fagna nýrri Photo CD vinnslustöð. PRENTMYNDASTOFAN, PMS, og Hans Petersen hf. kynntu fyrir skemmstu Kodak Photo CD, sem er ný tækni við skönnun, vinnslu og geymslu mynda á geisladiskum. Geisladiskar hafa reyndar lengi ver- ið notaðir til geymslu mynda, en Photo CD kerfið býður upp á meiri möguleika en hefðbundin geymsla mynda á diskum, því nota má alla Photo CD diska í flestallar tölvur sem á annað borð eru búnar geisla- drifi. Þjónusta PMS felst í því að þeir sem skila filmu til fyrirtækisins, pósitífri eða nekatífri, fá hana til baka, jafnvel innan klukkustundar, litgreinda á geisladisk í sex mögu- legum gerðum upplausnar og CMYK. PMS skannar filmuna í há- gæðaskönnum beint á disk á mjög hraðvirkan hátt. Notandinn velur þá upplausn sem hentar honum og get- ur síðan sett filmuna í geymslu, því ekki þarf að vinna hana frekar, myndin er komin á geisladisk í staf- rænu formi. Hægt er að velja á milli sex mismunandi upplausna og CMYK, eins og áður er getið, velja má á milli fjögurra gerða af Photo CD diskum, sem hver um sig miðast við fyrirhugaða notkun disksins. Hægt er að geyma allt að 700 mynd- ir í skjá- og sjónvarpsupplausn á einum disk og 100 myndir í hágæð- aupplausn, en til viðbótar við það að Photo CD gengur í nærfellt allar tölvur sem búnar eru geisladrifi, má einnig sýna myndir af honum í sjón- varpi með þar til gerðum spilara. PMS hefur sérhæft sig í filmu- gerð, litgreiningu, skeytingu, tölvu- setningu og útkeyrslu á gögnum af Macintosh og PC tölvum, en einnig framleiðir PMS klisjur úr zinki, næloni og strikamerki með full- komnum tölvubúnaði, en að sögn eigandans hefur PMS yfir að ráða fullkomnustu útprentunarstöð landsins. Þorkell S. Árnason, for- stjóri PMS, segir að kerfi það sem sett var upp á dögunum fyrir Photo CD þjónustu PMS byggist á Sun SparcStation, nýrri gerð af Kodak skanna, 4050, sem tekið getur 4x5 tommur, en skanninn er svo nýr að þetta er fyrsta eintak sem fer í al- menna notkun, 35 mm skanna af gerðinni 2000, sérstaklega hraðvirk- an, og tveimur tækjum til að skrifa myndirnar á geisladiska, eða brenna þær inn eins og fagmenn kalla það. Kerfið kostaði 14 milljónir króna upp komið, en Þorkell segir að þó það sé vissulega drjúgur peningur sé það alls ekki of mikið miðað við nota- gildi þess. „Þegar ég keypti fyrsta skannann hingað inn spáðu allir því að við yrðum farnir á hausinn innan árs, en annað kom á daginn," segir Þorkell. „Þó prentsmiðjur séu marg- ar að fá sér ódýrari tæki í dag til að bregðast við harðnandi sam- keppni fannst okkur rétt að fara heldur dýrari leið og byggja um leið upp tækni sem nýtist okkur á nýju sviði, í margmiðlun. í dag getum við litgreint beint í tilbúinni upplausn fyrir alnetið, ekki síður en fyrir margmiðlunarpakkann, sjónvarps- skjáinn eða kynningu í skjávarpa og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrst og fremst spurning um að svara kalli tímans.“ Spurður um notagildi Photo CD tækninnar segir hann að möguleik- arnir séu nánast óþijótandi. Til að mynda geti ljósmyndari sett inn á disk myndasafn og síðan selt það til notkunar, ýmist allt eða aðeins hluta þess, því á einfaldan hátt sé hægt að læsa þeim myndum sem menn vilja og kaupandinn hefur ekki aðgang að þeim nema hafa aðgangsorð, þó hann geti skoðað þær í takmarkaðri upplausn. Hann nefnir og að einnig sé hægt að setja vatnsmerki inn á myndir sem geri að verkum að ekki er hægt að nota þær nema til að skoða, og þá' þarf einnig aðgangsorð til að iosna við vatnsmerkið. Annað dæmi um nota- gildi segir hann að geyma ljósmynd- ir sem annars væri hætta á að glat- ist eða skemmist og nefnir að þann- ig hafi hann tekið þátt í að setja inn á geisladisk myndir fyrir Árbæjarsa- safn sem væru ómetanleg heimild fyrir safnið og sögu Reykjavíkur, en ein þeirra hafi til að mynda að- eins verið til í einu eintaki og það löskuðu. Fyrst myndin sé nú til á Photo CD sé ljóst að hún eigi eftir að varðveitast næstu 100 ár að minnsta kosti, en gullhúðin á diskn- um geri þá að einni öruggustu geymsluaðferð sem um getur, auk- inheldur sem ekki þurfi að snerta á filmunni eða myndinni framvegis því hún er þegar til í tölvutæku formi fyrir prentun eða afrit. Einnig nefn- ir hann að myndasafn á Photo CD disk henti einkar vel til að skeyta myndum inn í skjöl, hvort sem er fyrir alnetsútgáfu eða skjöl sem nota á í prentmiðil, en með á diskn- um fylgir forritið Photo Insert, sem er sérstaklega ætlað fyrir skjáborðs- útgáfu og auðveldi mjög að skjóta myndum inn í texta hvort sem er í ritvinnsluforriti eða umbrotsforriti. Netscape - Lycos -Yahoo AltaVista - íslandsbanki og ótal fleiri reiða sig á öfluga Internet vefþjóna fró d i g i t a Hvað með þig? Digital á Islandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 Internet á Suðurlandi wtviv -Veraldarvefurinn Alþjóðlegt póstfang $pja(irásir O.ÍL ’yj* Homist í -c snmbnnd við umheiminn og gfir 70.000.000 notendo... Þnð er sinnum dýrnrn nð hringn til Rejjkjnvíkur en n innbmjnrtnxtn til Ejjjn/ Tölvun ® 4811122 Samstarfsaðilar á Suðurlandi TRS á Selfossi <S 482 3184 Offsetþjónustan kynnir nýjung í stafrænni Ijósmyndaþjónustu á nPrentmessu" í Laugardalshöllinni dagana 4,- 6. október. - Viö verðum meö stúdíóiö á staönum! OFFSETi I axaleni li) 108 I leykjavik Suni: UOB 0808 I ax: ÍSS3 8400 ISDN: 588 0808 PaÓNusmN Prentmessa '96 -H=ID=LB-R<y- Hr. Oppermann frá Heidelberg flytur fyrirlestra um QM46, GT0.52 og Speedmaster 52 laugardaginn 5. okt. kl. 10.30 og kl. 14.00. _L.\L ■kaMl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.