Morgunblaðið - 29.09.1996, Page 28
Bóka og Hlutahönnudur
prenta
Bóka ! Ahalvalmyno
E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
'Z, W)
H2 o
Z M ^
MVNDUINNSLR
Stafrænar myndir
DÆMI um stafræna mynd sem tekin er á Hasselblad-Ijósmyndavél.
STAFRÆNAR
myndavélar hafa stöð-
ugt sótt í sig veðrið
eftir því sem tækninni
fleygir fram. Enn eiga
þær nokkuð í land með
að ná ljósmyndagæð-
um nema afar dýrar
vélar, en nú er svo
komið að þar sem
hraði skiptir megin-
máli standa engar
hefðbundnar ljós-
myndavélar stafræn-
um vélum á sporði.
Hefðbundin ljós-
myndatækni byggist á
því að ljós fellur á
filmu sem húðuð er
með ljósnæmum silf-
uroxíðögnum. Síðan
er filman böðuð í
lausnum sem fram-
kalla og festa mynd-
ina. I stafrænum
myndavélum fellur
ljósið aftur á móti á
ljósnæma kísilflögu
sem kallast CCD. Á
hverri CCD-þynnu eru
hundruð ljósnæmra
viðnáma sem breyta
ljósinu sem á þau fell-
ur í rafboð sem sér-
stakur örgjörvi breytir
í talnarunur eða staf-
rænar upplýsingar.
Fyrir vikið þarf ekki
að framkalla myndina
því hún er tilbúin til
notkunar um leið og
smellt hefur verið af. Þetta getur
skipt meginmáli fyrir fréttamyndir
eða til að mynda þegar verið er að
stilla upp fyrir hefðbundna mynda-
töku. Auðvelt er að skila myndinni
inn í tölvu til frekari vinnslu; í flest-
um tilvikum er það gert með því að
tengja einfaldlega kapal við tölvuna
og síðan eru myndirnar lesnar beint
inn. Einnig má senda myndir með
aðstoð mótalds, og þannig hafa
fréttastofur víða um heim gripið til
þess ráðs þegar mikið liggur við að
senda ljósmyndara af stað með staf-
ræna myndavél, farsima og mótald.
Ókostimir við stafrænar mynda-
vélar liggja að mestu í eðli þeirra,
þ.e. upplausnin er takmörkuð, því
viðnámin eru svo miklu stærri en
örsmáar silfuragnir hefðbundinnar
ljósmyndatækni. Fyrir vikið er ekki
hægt að taka hágæða myndir með
stafrænum myndavélum nema með
fokdýrum vélum. Flestar stafrænar
myndavélar sem eru á færi almenn-
ings, þ.e. kosta ekki hundruð þús-
unda króna, taka myndir í upplausn-
inni 640x480 punktar og margar
geta líka tekið myndir í upplausn-
inni 320x240, sem gefur tvöfaldan
fjölda mynda. Bestu almenningsvél-
amar geta tekið myndir í upplausn-
inni 768x576 punktar. Miklu skiptir
líka þjöppunargeta vélarinnar því
mynd sem er með upplausnina
640x480, svokölluð 24 bita mynd,
tekur um eitt megabæti af rými og
því verður að þjappa henni saman
til að geta komið fleiri myndum fyr-
ir í vélinni og sú þjöppunaraðferð
sem notuð er getur líka skipt máli
fyrir niðurstöðuna.
Hugtakið hraði fær nýja
skilgreiningu
Offsetþjónustan er fyrirtæki sem
hefur sérhæft sig í forvinnslu prent-
gripa í níu ár og þjónustar jafnt
prentsmiðjur, auglýsingastofur og
útgáfufyrirtæki. Fyrir tæpum þrem-
ur árum var það fyrst fyrirtækja hér
á landi til að bjóða viðskiptavinum
sínum og almenningi að skrifa gögn
á géisladiska og að sögn Páls Páls-
sonar er röðin komin að stafrænni
ljósmyndun með hágæða Hasselblad
stafrænni ljósmyndavél.
Páll segir að með stafrænni ljós-
myndun fái hugtakið hraði nýja skil-
greiningu. „Offsetþjónustan býður
viðskiptavinum sínum að senda
myndirnar á ISDN (samneti Pósts
og síma) á örfáum mínútum eða
afhenda þær á þeim miðli öðrum sem
viðskiptavinir óska.
Stafræn ljósmyndun hentar fyrir
allar stúdíó myndatökur s.s. fyrir
auglýsingar, vörulista, gagna-
grunna, hreyfimyndir og sjónvarps-
auglýsingar þar sem hlutir eru látn-
ir hreyfa sig.“
Að sögn Páls er ekki nóg að taka
góða mynd, tryggja þurfi gæði
myndarnnar alla leið í þann miðil
sem hún á að birtast í, því hver
miðill hafi sínar sérþarfir. „Offset-
þjónustan hefur á að skipa sérhæfðu
starfsfólki á hveiju sviði sem trygg-
ir viðskiptavinum fyrirtækisins þau
gæði sem krafist er.“
Auk stafrænnar ljósmyndunar hjá
Offsetþjónustunni er að finna alla
almenna þjónustu fyrir prentiðnað-
inn, s.s. litgreiningar, hönnun og
umbrot, filmuútprentun, prent-
formagerð, ráðgjöf og prentmiðlun.
Hjá fyrirtækinu starfa 16 manns.
Vista skrifstofuhúsgögn sarrjræma ströngustu kröfur um
gæði, glæsilegt úflit og notagildi. Uppröðunarmöguleikarnir
:eru fjölmafgir og bjóða upp á góða starfsaðstöðu. Innarthús-
arkitektar okkar veita faglega ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu
Hönnuður: Gunnar Magnússon FHI
IHI FHSTEIENIR 1131
Fast-
eigna-
grunnará
alnetinu
HÉR Á landi eins og víða annars
staðar eru menn að leitast við að
nýta alnetið til upplýsingamiðlunar
og margir um hituna. Þannig hafa
tvö fyrirtæki haslað sér völl inni á
netinu fyrir fasteignagrunna sína og
stefnir í að þriðji aðilinn sláist í þann
hóp.
Fasteignagrunnur á netinu bygg-
ist á því að fasteignasölur veita við-
skiptavinum aðgang að upplýsingum
um íbúðir þær sem þær eru með í
sölu, en netið býður upp á það að
viðskiptavinurinn getir fengið upp-
lýsingarnar þegar honum hentar,
leitað eftir verðflokki, staðsetningu,
stærð og svo mætti lengi teija. Þó
sumar fasteignasölur hafi komið sér
fyrir á netinu með álíka tengingar
gefur augaleið að best er að fá þær
sem flestar saman á einn stað og
það vakir fyrir þjónustuaðilum sem
treysta á að sölurnar skrái sig og
greiði fyrir þjónustuna svo hægt sé
að halda henni gangandi.
Fasteignagrunnur Hringiðunnar
var opnaður fyrir nokkru og þar er,
að sögn Guðmundur Kr. Unnsteins-
son, forsvarsmanns fyrirtækisins,
hægt að fá upplýsingar um þær fast-
eignir sem eru tii sölu hjá hinum
ýmsu fasteignasölum. „Viðkomandi
leitar að eign sem hentar honum,
slær inn t.d. gerð, stærð, herbergja-
fjölda, verð, hverfi o.fl. og fær þá
upp lista yfir þær fasteignir sem
uppfylla þessi skilyrði. Þetta var
fyrsti fasteignagrunnur sinnar teg-
undar á íslandi og geymir mikið
magn upplýsinga því nú þegar eru
skráðar í hann nokkur hundruð fast-
eignir frá tveimur fasteignasölum,
Hugin og Eignamiðluninni, en eignir
frá fleiri sölum eru væntanlegar inn-
an skamms.“
Önnur þjónusta hefur haslað sér
völl á þessu sviði því fyrir rúmri viku
opnaði Islandia svonefnt Fasteigna-
net. Að sögn forsvarsmanns fyrir-
tækisins er Fasteignanetið gagna-
grunnur þar sem allar fasteignasölur
á landinu hafa jafnan möguleika á
að skrá þær fasteignir, sem þær
hafa til sölu, í stóran pott. „Almenn-
ingur getur farið inn á Fasteignanet-
ið og leitað í mjög fullkominni leitar-
vél að því sem hentar hveijum og
einum, ókeypis. Einnig býður Fast-
eignanetið upp á möguleika á að
almenningur í leit að leiguhúsnæði
geti leitað að því sem hann vill og
þeir sem eru að leita að leigjendum
skrái íbúðir sínar gegn vægu gjaldi,“
segir forstöðumaður fyrirtækisins
og bætir við að helsti kostur slíkrar
þjónustu sé að jöfnuður sé á milli
fasteignasala, „því fólk sem leitar í
grunninum fær ekki að vita hvaða
fasteignasala er með fasteignina í
sölu fyrr en fasteignin hefur verið
valin. Þannig fá minni og óþekktari
fasteignasölur meiri möguleika á
sölu“.
Félag fasteignasala
stefnir á netið
FRANZ Jezorski, lögfræðingur og
löggiltur fasteignasali hjá fasteigna-
sölunni Hóli, situr í stjórn Félags
fasteignasala og er jafnframt for-
maður tölvunefndar félagsins. Franz
segir að Félag fasteignasala geri sér
grein fyrir mikilvægi alnetsins sem
tækis til þess að auka þjónustu við
kaupendur og seljendur fasteigna
en Félag fasteignasala er þessa
stundina að ganga til samninga við
Margmiðlun hf. um að kynna eignir
allra félagsmanna undir merkjum
félagsins á einum stað á netinu.
Hann kvað fasteignasala í Félagi
fasteignasala ætla að sameinast með
stærstu samtengdu söluskrá lands-
ins undir merkjum félagsins og væri
ekki langt í að þetta yrði kynnt al-
menningi. Jafnframt, væri ætlunin
að félagið kæmi á framfæri á netinu
ýmsum mikilvægum upplýsingum
varðandi fasteignakaup og sölu til
almennings.