Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAl/Gi YSINGAR TILKYNNINGAR Háskólinn á vit nýrrar aldar Hollvinasamtök Hl gangast fyrir opnun um- ræðufundi um stöðu Háskólans í nútímaþjóð- félagi. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. nóvemberog hefst kl. 16.15. Frummælendur verða Anna Lilja <3unnarsdóttir, forstöðumaður áætlana- og hagdeildar ríkisspítalanna, Steingrímur Her- mannsson seðlabankastjóri og Þorkell Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags íslands. WWM Bæjarverkfræðingur Hafnarfjarðar auglýsir lóðir Hafnarfjarðarbær auglýsir til úthlutunar 7 lóðir fyrir fjórbýlishús í Hvaleyrarhrauni. Lóð- irnar verða byggingarhæfar í maí 1997. Umsóknarfrestur um þessar lóðir er til 13. nóvember nk. Eldri umsóknir þarf að end- urnýja eða staðfesta. Einnig er laus til úthlutunar lóð fyrir þjónustu og íbúðir við Háholt. Um er að ræða 1.400 m2 hús á fjórum hæðum. Á 2. og 3. hæð verða allt að 8 íbúðir. Lóðin er byggingarhæf. Einnig eru lausar byggingarhæfar lóðir fyrir sérbýli í Mosahlíð, Setbergshverfi og á Hval- eyrarholti. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Styrkur úr Jólagjaf asjódi Guðmundar Andréssonar gullsmiðs Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er til- gangur hans að veita styrki til þeirra verk- efna, sem stofnað er til í því augnamiði að þæta umönnun þarna og aldraðra, sem lang- tímum dvelja á stofnunum hér á landi, svo sem að: a. Styrkja samtök eða stofnanir, sem annast aðhlynningu þarna og aldraðra. b. Veita námsstyrki til heilbrigðisstétta, er gegna þessu hlutverki. c. Veita rannsóknarstyrki til viðfangsefna, sem þjóna þessum tilgangi. Umsóknum, ásamt ítarlegri greinargerð, skal skilað á Skrifstofu landlæknis, Lauga- vegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1996. Úthlutunarnefnd. Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnús- dóttur og Jakobs J. Bjarnasonar. Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsókn- artækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á kraþþameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum, ásamt ítarlegum greinargerð- um, skal skila til landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 1. mars 1997. Sjóðsstjórn. VINNUEFTIRUT RIKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 ¦ 132 Reykjavík Réttindanámskeið fyrir bílstjóra fyrir flutning á hættulegum farmi Dagana 18. - 21. nóvemþer 1996 verður haldið námskeið að Bíldshöfða 16, Reykjavík ef næg þátttaka fæst fyrir stjórnendur öku- tækja sem vilja öðlast réttindi (ADR - skír- teini) samkvæmt reglugerð nr. 139/1995 til að flytja hætulegan farm á vegum á íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Námskeiðagjald er kr. 35.000,- Staðfesting- argjald kr. 10.000,- skal greiða í síðasta lagi 14. nóvemþer 1996. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueft- irliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík, sími 567 2500, fax 567 4086. KOPAVOGSBÆR Utboð - gatnagerð Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í gatna- og holræsagerð í Lindum III. 1. áfanga. jafnframt er óskað eftir tilboðum í fram- kvæmdir við sama verk fyrir Hitaveitu Reykja- víkur, Símstöðina í Reykjavík og Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Helstu magntölur eru: Götur 2400 m Stígar 500 m Holræsi 0 250-500 7000 m Vatnslagnir 090-180 2200 m Hitaveita 2200 m Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópa- vogsfrá og með miðvikudeginum 13. nóvem- ber nk. gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. nóvemþer 1996 kl. 11.00 f.h. að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þar mæta. Framkvæmdadeild. IFélagsmálastofnun „ Hafnarfjarðar Greiðsla húsaleigubóta Hafnarfjarðarþær hefur ákveðið að greiða húsaleiguhætur fyrir árið 1997, í samræmi við lög nr. 100/1994. Húsaleiguþætur eru áætlaðar tekju- og eignalitlu fólki, sem leigir á almennum mark- aði. Húsaleigubætur koma til greiðslu frá og með næsta mánuði eftir að réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Skilyrði fyrir húsaleigubótum eru m.a.: •að umsækjandi hafi lögheimili í Hafnarfirði, •að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigusamning til a.m.k. sex mánaða, •að umsækjandi leigi íbúð, en ekki einstaklingsherbergi, •að leiguhúsnæði sé ekki íeigu bæjar eða ríkis. Tekið er á móti umsóknum hjá Fé- lagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10. Upplýsingabækl- ingur og umsóknareyðublöð liggja þarframmi. Umsóknarf restur er til 15. hvers mánaðar. Hafnarfirði 1. nóvember 1996. Tollahandbók I tollalög,reglugerðir o.fl. Athygli innflytjenda og útflytjenda er vakin á því, að komin er út Tollahandbók I, sem hefur að geyma lög, reglugerðir og önnur þirt fyrirmæli um tollframkvæmdina. Tollhandbók I er til sölu hjá tollstjóra í Reykja- vík (upplýsingadeild), ríkistollstjóraembætt- inu (skjalasafni) og Bókabúð Lárusar Blöndal. Ríkistollstjóri. Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar- og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strandgötu 11, Hafnarfirði, frá og með mánu- deginum 11. nóvember til og með fimmtu- deginum 14. nóvember nk. Oðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 14. nóvember og er þá framþoðsfrestur útrunn- inn. Tillögum þurfa að fylgja meðmæli 20 full- gildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin. Vantar orlofshús Orlofssjóður Bandalags háskólamanna óskar eftir að taka á leigu orlofshús eða orlofsíbúð- ir fyrir félagsmenn sína sumarið 1997 (júní- ágúst). Svæði sem við höfum áhuga á eru Vestur-Skaftafellssýsla. Húsnæðið þarf að vera aðgengilegt, vel búið húsgögnum sem og öllum nauðsynlegum áhöldum. Vinsamlega skilið inn tilboðum til skrifstofu Bandalags háskólamanna, Lágmúla 7, 108 Reykjavík fyrir 1. desember nk. Ryvarden styrkurinn Með fyrirvara um að bæjarstjómin samþykki framlag fyrir árið 1997, er hér með auglýstur til umsóknar styrkur að upphæð kr. 20.000, sem veittur er einum styrkþega. Styrkurinn tengist Galleri Ryvarden og þarf styrkþegi að þúa í gamla vitavarðarþústaðnum (á landi, í nágrenni sýningarsalarins) í 4-6 vikur á út- hlutunarárinu. Óskað er eftir að styrkþegi opni sýningu sýningarárið 1998 (um páska). Nánari upplýsingar um Ryvarden og úthlut- unarreglur er hægt að fá hjá menningarráðu- naut Sveio þæjarfélagsins í síma 00 47 52 74 01 00. Um styrkinn geta sótt listmálarar, grafíklista- menn og/eða teiknarar, sem eru meðlimir í listamannasamtökum sem tengjast Norske Billedkunstnere eða samþærilegum íslensk- um samtökum. Umsókn ásamt verkaskrá og Ijósmyndum af 5 verkum, á að senda Sveio kommnune, boks 40, 5520 Sveio, fyrir 1. nóvember 1996. Umsóknir á að merkja: „Ryvarden-stipendet 1997." KENNSLA Harmonikkukennsla - hlíómborðskennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Upplýsingar og inn- ritun í síma 554 0988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.