Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚN situr fyrir framan mig, falleg, fersk og ómáluð, rétt risin upp af tveggja tíma blundi eftir að hafa komið austan af Héraði um morguninn úr kynnisferð á lögunum á nýja diskin- um sínum, sem kemur út á tónleik- um í Óperunni á miðvikudag. Hún segir hlýlega að mamma sín, Anna Stella Snorradóttir, hafí bakað handa okkur köku um morguninn. í vikunni hafði hún farið mikið út á land og segir að sér þyki sér- staklega gaman að koma á Egils- staði. Um flugstöðina þar fór hún alltaf þegar hún var lítil á leið til ömmu sinnar, Emilíu Lorange, sem er listmálari og bjó á Borgarfirði eystra. Fékk þá alltaf að kaupa þar húbba búbba tyggigúmmí. Engan stað veit hún skemmtilegri en Borg- arfjörð eystri þar sem hún veiddi síli og synti í sjónum. „Ég elska svona ævintýraumhverfi. Þar er fjall sem átti að geta opnast svo maður sæi álfana. Ég trúi á ævin- týri. Er að skrifa barnabók um regnbogann fyrir sjálfa mig. Ég er svo mikill krakki í mér. Húsið henn- ar ömmu brann og allar myndirnar hennar. Einhvern tíma ætla ég að safna mér fyrir sumarhúsi á staðn- um þar sem það stóð og vona bara að enginn taki staðinn í millitíð- inni." Er hún ekki þegar farin að geta veitt sér það sem hún vill, komin með metsöluplötu og að gefa út aðra, sem gefa góðar tekjur? En Emilíana er fljót til svars, hún hugsi ekki svoleiðis. „Ég eyði ekki pening- unum mínum, ég safna þeim, fjár- festi í húsbréfum eða einhverju og set í banka, af því að ég veit að þetta endist ekki alltaf. Ég verð að tryggja framtíðina mína. Að ég geti farið í gott nám og góðan skóla úti. Og geti lifað." Að ömmuna bar á góma minnir á að tónlistarhæfileikarnir koma ekki bara úr ítölsku föðurættinni hennar heldur er píanóleikarinn Aage Lorange, sem allir Reykvík- ingar þekkja, langafi hennar. En hvert stefnir hún sjálf? „Mig langar í óperuna og er að læra í Söngskólanum. Það er svo erfitt að velja á milli að ég er eiginlega í vandræðum. Mig langar líka að halda áfram að gera plöturnar. Báðar plöturnar gaf ég út sjálf ásamt Jóni Ólafssyni tónlistar- manni. Það kostar auðvitað heil- mikla peninga. Maður fær lán í bönkum. Nýja platan er öðruvísi, helmingurinn mínir eigin textar og lögin eftir mig og Jón. Krúsendúlluna, fyrri plötuna gerði ég þegar ég var nýorðin 18 ára," útskýrir Emilíana. „Gaf hana eiginlega bara út fyrir sjálfa mig, þetta voru uppáhaldslögin mín sem mig langaði til að eiga. Tók lög úr ýmsum áttum. Það var alger eigin- girni. Ég bjóst ekki við neinu. Nafn- ið á plötunni er afbökuð franska. Ég ætlaði að gera grín, tók íslenskt orð og breytti í eigin frönsku, Crou- Cien'doula, af því að frægar söng- konur gefa plötunum sínum frönsk nöfn og mér hefur þótt það pínu púkó. Fólk fattaði ekki grínið af því að ég er með svo skrýtna kímn- igáfu. Með útgáfunni vildi ég meira sýna röddina. Ég var búin að vera í hljómsveit, þar sem ekkert kom fram hvað ég get. Þ6 var verið að gera mikið úr því. Mig langaði frek- ar til að syngja annað, eins og blús- inn og fleira." Því má bæta við að sá geisladisk- ur hefur farið til Napólí, Hamborg- ar og Los Angeles, þar sem ein- hverjar útvarpsstöðvar spila lögin hennar. Jón Ólafsson tónlistarmaður er meðframleiðandi að báðum plötun- um. „Eg kynntist honum þegar ég var í Spoon og leitaði til hans þeg- ar ég var að byrja að gera fyrstu plötuna. Okkur fellur mjög vel að vinna saman," segir Emilíana. „Við höfum fengið rosalega góð við- brögð, fólk er að reyna að ná í disk- inn. Þess vegna erum við að opna heimasíðu. Þá getur fólk pantað disk gegnum hana. Það ætlum við líka að gera með nýja diskinn. Hafa Emilíana Torrini. I fyrra varð fyrsti geisladiskur Emilíönu Torrini gullplata, sem seldist í 9000 eintökum og nú er Emilíana aftur að gefa út nýjan disk fyrir eigin reikning. Söngur hennar í leikritinu Stone Free slær í gegn. Hún er líka að læra í Söngskólanum og vegir fyrir svo góða söngrödd liggja til margra átta. Hún á úr vöndu að ráða og framtíðin opin bók. Elín Pálmadóttir heyrði hjá þessari 19 ára stúlku að svona skyndiathygli í sviðsljósinu vekur ekki bara velvilja. svona litla búð um diskinn gegnum alnetið." Œttuö trá Hapoli Nú ert þú ítölsk og íslensk og hefur búið í Þýskalandi. Af hverju syngurðu og semur á ensku? „Við vorum að hugsa um að gera bæði íslenska útgáfu og enska. Það er bara alltof dýrt, sérstaklega þeg- ar maður gefur út sjálfur. Við höf- um ekkert efni á því. Mig langaði til að senda þessa plötu út og vita hvað það gerir og mér er þetta tamt. Ég hef þurft að nota enskuna rosalega mikið, hún er búin að vera svo stór hluti af lífi mínu frá því Morgunblaðið/Kristinn ég var sex ára gömul. Þegar við fórum til Þýskalands þurfti ég að tala ensku allan tímann áður en ég lærði þýsku. Ég var þar með ítölsku fjölskyldunni minni, en ég kann ekki ítölsku þó ég skilji hana og svara þeim alitaf á ensku. Á næsta ári ætla ég að fara að læra ítölsku." Pabbi Emilíönu er ítalskur, Salvadore Torrini, og rekur veit- ingastaðinn Italíu í Reykjavík. „Bróðir pabba bjó í Frankfurt. Þetta er veitingahúsafjölskylda, ekta ít- ölsk fjölskylda frá Napólí. Afí var með veitingahús. Tveir bræður pabba áttu veitingastaði í Þýska- íandi og mamma og pabbi fóru þangað til að prófa það þegar ég var 10 ára. Við vorum því í tvö ár í ítalskri fjölskyldu í Frankfurt. Mágkona pabba er þýsk og þýska var líka mikið töluð svo ég get tal- að þýsku." En hvenær kom þessi mikli söngáhugi? „Eg var komin með svo mikla rödd þegar ég var fimm ára. Söng þá Witney Houston með öllum þess- um slaufum hennar eins og ekkert væri. Mömmu og pabba fannst þetta rosalega skemmtilegt og sendu mig í kór. Ég fór í Kársnes- kórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og fékk ekki að hætta í sex ár. Ég er þannig að ég vil alltaf byrja á öllu og hætta svo við það en fékk það ekki þarna. Varð bara að klára mín sex ár. Þegar ég var níu ára kunni ég Töfraflaut- una utan að. Síðan ég var pínulítil hef ég elskað óperur. Þegar ég var 15 ára sparkaði mamma mér svo í Söngskólann. Ég þorði ekki í inn- tökupróf og mamma tók völdin því hún vissi að þetta var minn draum- ur. Síðan hef ég verið hjá Þuríði Pálsdóttur að læra." Var Emilíana þá farin að hugsa um að fara lengra en í þoppið? „Þetta var áður en ég byrjaði al- mennilega í poppinu. Þá var ég í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.