Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli HÚSIN sem flutt eru úr gömlu Súðavík eru í fremstu röð húsa þegar ekið er inn í nýja þorpið. Hér er unnið við að helluleggja götuna framan við gömlu húsin til að fá þar réttan andblæ. HVERT íbúðarhúsið rís á fætur öðru í nýju Súðavík. íbúarnir eru allir mjög uppteknir af því að koma sér þaki yfir höfuðið. Flestir fara þá leið að kaupa tilbúin timbureiningahús. FÉLAGSHEIMILI Súðvíkinga er ætlað stórt hlutverk við enda þorpstorgsins. tengslum við hann. Póstur og sími hefur ákveðið að byggja pósthús á miðsvæðinu og er búist við að framkvæmdir hefjist næsta vor en aðrar framkvæmdir hafa ekki ver- ið ákveðnar. Á miðsvæðinu gegnt kirkjunni sem sjálf er reyndar neð- an vegar er lítið opið svæði eða „völlur" sem myndar sjónræn tengsl miðsvæðisins við kirkjuna og sjóinn. Súðvíkingar eiga einnig sinn Arnarhól inni í miðju nýja þorpinu. Lögð er áhersla á að hrófla ekki við honum þó í seinni tíð hafi kunnugir haft miklar efa- semdir um álagablettinn sem þar átti að vera. Öðruvísi sjávarþorp Aðalathafnasvæði Súðavíkur verður áfram við höfnina í gamla þorpinu. Er því mikil breyting orð- in á þessu sjávarplássi þar sem íbúðar- og þjónustubyggðin er ekki í beinum tengslum við útgerð ög fiskvinnslu. Fjarlægð milli heimilis og vinnustaðar eykst en lyktar- og sjónmengun ætti að sama skapi að minnka. I sam- keppnistillögum sínum velta Sig- urður og Gylfi því fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag geti orðið framtíðin í skipulagi sjávarþorpa á íslandi. Þeir gera þó jafnframt ráð fyrir því að í framtíðinni verði hægt að gera höfn á Langeyri og byggja þar upp atvinnustarfsemi. Þar er einnig gert ráð fyrir stækk- un þorpsins og útivistarsvæði. Til að leggja enn frekari áherslu á tengsl þorpsins við það gamla er skipulögð sérstök torfa í kring- um Eyrardalsbæinn. Gert er ráð fyrir nokkrum stórum lóðum þar sem fólk getur haft tómstundabú- skap, eins og algengt var í gömlu Súðavík. Markvísst unnið gegn vindinum Mikilvægur hluti af skipulagi nýja Súðavíkurþorpsins eru mark- vissar skjólmyndandi aðgerðir til að draga úr áhrifum vinda í þorp- inu með snjógrindum, snjógirðing- um, skjólbeltum og jarðvegsmön- um. Þessum vindbrjótum er stillt sem mest á móti norðlægum vind- um en einnig á móti ríkjandi norð- austanátt. Byggðin myndar odd- laga form sem stefnir á ríkjandi vindátt. Pétur Jónsson landslags- arkitekt segir að einnig séu uppi áform um mikla trjárækt í hlíðinni fyrir ofan byggðina. í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Olíufé- lagið Skeljung hefur verið plantað 7.000 trjám sem eru gjöf þessarra aðila til Súðvíkinga. Gert er ráð fyrir að þarna verði útivistarsvæði enda er það vel tengt þorpinu með göngustígum. „Þetta er einfalt skipulag og raunhæft og auðvelt í framkvæmd enda er það skoðun okkar að allt skipulag eigi að vera þannig," seg- ir Gylfi um það hvað hann telji að hafi vegið þyngst hjá dóm- nefndinni þegar hún valdi tillögu þeirra Sigurðar. í umsögn dóm- nefndar segir meðal annars að höfundar hafi næma tilfinningu fyrir staðháttum og byggðin lagi sig vel að halla landsins. Tillagan beri með sér að vera raunsæ og hógvær lausn á viðfangsefni sam- keppninnar, þar sem tillit er tekið til aðstæðna og eðlis uppbyggingar. Gengið frá götum og umhverfi Mennirnir sem staðið hafa upp fyrir haus í framkvæmdunum, Jón Gauti og Ágúst, eru ánægðir með þorpið sem er að verða til. Þar er hafin bygging á húsum með yfír 50 íbúðum og flutt er inn í 35 þeirra. Gert er ráð fyrir 87 íbúðum alls í þorpinu en til samanburðar má geta þess að talið er að um 60 íbúðir hafi verið í gamla þorpinu. „Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum, bæði hvað varðar tíma, skipulag og umhverfí. Mér finnst nýja þorpið bjóða upp á kjör- aðstæður fyrir gott mannlíf í sjáv- arþorpi," segir Jón Gauti. Og hann bætir því við að íbúarnir hafi ver- ið hjartanlega sammála dóm- nefndinni og engar háværar radd- ir heyrst um aðrar tillögur. Það segir hann að sé ný upplifun fyrir sig. Gylfi segir að hægt sé að út- færa ýmsa hluti öðruvísi í svona litlu þorpi en í stærri bæjum. Þann- ig sé íþróttavöllurinn inni á milli íbúðarhúsanna og skólinn mjög nærri. Ætlunin var að færa félags- heimilið inn í þorpið og arkitekt- arnir ætluðu því mikið hlutverk við þorpstorgið en ekki er víst að af því verði og breytast því að- stæður. Gylfi segir ánægjulegt að sjá hvað gengið er langt í frágangi gatna og umhverfis á fram- kvæmdatímanum. Göngustígar eru tilbúnir um leið og göturnar og umhverfið að mestu tilbúið þegar íbúarnir flytja inn. Telur hann að þetta hafi ekki tekist að gera fyrr en í nýju Súðavík. Ág- úst Kr. Björnsson segir að nú geri fólk kröfur um frágang umhverfis á nýjum byggingasvæðum um leið og unnið er að gatnagerð. Hér hafi gefist einstakt tækifæri til þess. Hefði mátt gera betur Gylfi segir að skipulagið og framkvæmd þess beri merki mála- miðlana því aðstæður hafi verið sérstakar. Arkitektarnir hafi iðu- lega staðið frammi fyrir því við- horfi íbúa að ef þeir fengju ekki að byggja eins og þeim sýndist þá væru þeir bara farnir. Flestir húsbyggjendur hafa far- ið þá leið að kaupa sér meira eða minna tilbúin einingahús, aðallega íslensk og kanadísk timburhús. „Fólk kaupir sér ódýr tilbúin hús og vill geta flutt inn á stuttum tíma. Því liggur á og það er skiljan- legt. Mér finnst þó að fólk hefði í mörgum tilvikum getað gefíð sér betri tíma og gert betur," segir Gylfi. Sigurður Jóhann segir að sum húsin passi illa á lóðirnar. Ágúst segir að óttinn við að búa í gömlu Súðavík hafi rekið mjög á eftir fólki og svo beri að hafa í huga að allt hafí fóikíð verið búið að byggja áður og vildi einfaldlega ekki ganga aftur í gegn um hið hefðbundna ferli húsbygginga. Gylfi segir að gróður og skemmti- legt umhverfi vegi upp hluta af því sem betur hefði mátt fara í húsbyggingum. Fyrstu húsin sem risu í nýja þorpinu, félagslegu íbúðirnar ofan við skólann, voru teiknuð á Teikni- stofu Gylfa og Sigurðar. „Við lögð- um áherslu á að fá að ráða útliti þessara húsa þar sem þau eru ákaflega mikilvægur hluti af ásýnd þorpsins og mynda umgjörð um miðsvæði þess. Við erum þakklátir hreppsnefnd fyrir að hafa gefið okkur tækifæri til að spreyta okkur á þeim," segir Gylfi. Þetta eru fjögur tveggja hæða hús, hvert með tveimur íbúðum, og vekja litir þeirra að minnsta kosti athygli, gulur, rauður, grænn og blár, en með þeim skera þau sig mjög frá lágreistum brúnum og gráum timburhúsum sem eru algengust í þorpinu. Ágúst segir að Súðvíkingar hafi verið hikandi áður en byrjað var að mála húsin, litavalið hafí ekki farið vel í þá, en það hafi breyst þegar byrjað var að mála og nú séu allir ánægðir. „Eg er bjartsýnn á að hér verði falleg byggð og skipulagið virki vel. Það er þegar farið að sýna sig að fólk er duglegt að vinna í görðunum og að gróðursetja," seg- ir Gylfi. Ágúst tekur í sama streng. „Ég held að þorpið hafí allt til að bera til að hér lifni gott mannlíf og Súðavík verði góður kostur fyrir búsetu á Vestfjörðum", segir hann. Brjálaðir menn Arkitektarnir eru sammála um að vinnan við skipulag nýrrar Súðavíkur hafi verið mjög áhuga- verð þótt auðvitað megi ekki gleyma því að tilefni hennar hafi verið hryggilegt. Segja þeir að góð samvinnu við heimamenn og sveit- arstjóra sé lykillinn að því hvað verkið hafi gengið vel. „Það er í raun kraftaverk hvað mikið hefur gerst á stuttum tíma. Enda var þetta stundum algert brjálæði," segir Sigurður Jóhann. Arkitektar og framkvæmdamenn brosa þegar orðið brjálæði ber á góma enda hefur það verið notað nokkrum sinnum í þeirra samskiptum, sér- staklega þegar arkitektarnir hafa verið að gefast upp á því sem þeir þá töldu óraunhæfar kröfur Jóns Gauta og Ágústs. Gylfi segir til dæmis að það eigi ekki að vera hægt að skipuleggja heilt byggðarlag á mánuði. Þá viður- kennir hann einnig að hafa notað þetta orð þegar Jón Gauti bauð honum upp á það að hanna félags- legu íbúðirnar gegn því að hann lyki verkinu á mánuði. „Mér skilst að það hafi verið heldur stuttara- leg kveðja í lok samtalsins. En svo hringdi Gylfi eftir þrjá eða fjóra daga og sagðist vera langt kominn með verkið og hafði orð á því hvað það væri skemmtilegt að vinna einstöku sinnum með svona brjá- læðingum. Og það sem meira var, út úr J>essu komu ágætis hús," segir Agúst. „Það lögðu allir sig fram, eng- inn dró lappirnar eins og stundum vill verða í svona framkvæmd. Þá fannst öllum gaman að vera þátt- takendur enda gera menn sér grein fyrir því að þetta er einstakt verkefni sem vonandi þarf^ ekki áð endurtaka," segir Gylfi. Ágúst tekur undir þessi orð og segir að heimamenn hafí ekki getað verið heppnari með samstarfsaðila. Arkitektarnir hafi getað sinnt ósk- um heimamanna og svo hafi fær- ustu hópar verktaka unnið að framkvæmdinni og líkir hann þeim við landsliðið í greininni. Teiknistofa Gylfa og Sigurðar er fámenn en vel tækjum búin. Allt er tölvuteiknað og fer á tölvu- tæku formi til verkfræðinga til áframhaldandi vinnu, meðal ann- ars VST á ísafirði sem vann með þeim að útfærslu skipulagsins og annaðist gatnahönnun. Gylfi og Sigurður hafa mikla reynslu í skipulagsmálum og eru ráðgjafar allmargra sveitarfélaga á þeim vettvangi. Þegar kallið kom frá Súðavík voru þeir meðal annars að vinna að skipulagsverkefnum fyrir Reykjavíkurborg og Mos- fellsbæ en segjast hafa notið skiln- ings og velvilja þeirra og annarra viðskiptavina. Þessi atriði öll segir Gylfi að séu lykillinn að því að þeim tókst að vinna verk sín í Súðavík á þeim stutta tíma sem til reiðu var. Enginn veit sína ævi... „Það gerðist ótrúlega margt á stuttum tíma. Okkur voru sköpuð öll skilyrði til að vinna þetta verk hratt og vel og allir boðnir og búnir að aðstoða okkur. Eftir á að hyggja má segja að það sé ótrú- legt að okkur skuli hafa tekist að sleppa við alvarleg mistök," segir Jón Gauti. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er," segir Ágúst. Þegar hann sat fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér í Reykjavík 16. janúar 1995 og grét með þjóðinni yfir hörmulegum atburðum í Súðavík, segist hann hafa getað trúað öllu öðru en því að sjálfur yrði hann fljótlega þátttakandi í atburðunum og stjórnandi uppbyggingar. Jón Gauti nefnir fyrsta vinnu- dag sinn í Súðavík þegar hann er spurður að því hvað komi fyrst upp í hugann frá Súðavíkurdvöl- inni. „Það hefur tvisvar gerst á ævi minni að það hafi þyrmt yfír mig og ég hafí orðið að spyrja sjálfan mig að því hvað ég væri eiginlega búinn að koma mér út í. í fyrra skiptið var ég í rútu á leið- inni til Þorlákshafnar. Ég hafði látið mana mig til að fara einn túr sem kokkur á togara í fríi frá starfí bæjarstjóra í Garðabæ. Það gekk allt vel og varð skemmtileg lífs- reynsla. Sama hugsun heltók mig þegar ég kom til Súðavíkur 25. janúar eftir að hafa tekið að mér sveitarstjórastarfíð án nokkurs undirbúnings. Við mér blöstu gríð- arlegir haugar af snjó og rústir húsa sem fóru í flóðinu. Verkefnin virtust óyfírstíganleg," segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.