Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVBKMYNDIR BRIMBROT eftir Lars von Trier líður manni ekki svo auðveldlega úr minni enda besta myndin af mörgum mjög góðum á Kvikmynda- hátíð Reykjavíkur. Með henni hlýtur von Trier að vera kominn í fremstu röð kvikmyndahöfunda í heim- inum. Maðurinn er séní. Myndin er einfalt melódr- ama sem í höndum minni spámanna gæti sem best haf a orðið að sorpriti eða hallærislegri Rauðri ástar- sögu; jafnvel efni í dagsápu sjónvarpsins. En list von Triers er meiri og með henni hefur hann meló- dramað upp í æðra veldi. Þú situr sem límdur undir Brimbroti og allan tímann ert þú upp á náð hans og góðvild kominn. Hann hef- ur þig svo gersamlega á valdi sínu að þú biður loks- ins um miskunn - og viti menn þú ert bænheyrður. Píslarsaga Bessíar Hann kemst upp með það á einhvern undir- furðulegan hátt að gera áhorfandann að viljalausu verkfæri í höndum sér. mmmmmmmmmmm Stellan Skarsg- ard, sem fer með annað að- alhlut- verkið, lýsti myndinni sem meló- dramatískri útgáfu af Indi- ana Jones myndunum en í, staðinn fyrir spennutoppa á fimm mínútna fresti koma tilfinningatoppar. Honum ratast satt orð á munn. Brimbrot er meist- eftir Arnold Indriöason aralega gerð kraftaverka- mynd um þá mestu fórn sem nokkur kona getur fært einum manni. Öldurn- ar eru enn að brotna í huga manns. Brimbroti var fyrir skemmstu dreift í Bret- landi og breskir gagnrýn- endur valhoppuðu af hrifn- ingu. Derek Malcolm bar von Trier saman við landa hans, Carl Dryer, og ekki út í loftið. Frægasta mynd Dryers er Píslarsaga Jó- hönnu af Örk og Brimbrot gæti sem best heitið Písl- arsaga Bessíar. Myndin er trúarjátning von Triers og helgisögn um konu sem tvö hundruð árum eftir dauða sinn, löngu eftir að við er- um horfin, verður sett í dýrlingatölu fyrir trúfestu, dyggð, fórnarlund og ást á manni sínum og á guði. írónían er sú, og ekki í fyrsta skipti, að hið kreddufulla trúfélag kal- vinista, sem hún elst upp í við fáfarna skoska strönd, telur hana geðbil- aða, fordæma hana og útskúfa henni úr samfélagi sínu. Það er reyndar skilj- anlegt að sumu leyti af hverju hún er misskilin. Ást hennar kemur fram í því að hún sefur hjá öllum sem á vegi hennar verða á meðan eiginmaður hennar liggur fyrir dauðanum. Brimbrot er um svo margt en m.a. hyldjúpa sektarkennd og takmarka- lausa ást og barnslega ein- læga guðstrú og líklega kæmist von Trier ekki eins langt og raun ber vitni ef hann hefði ekki Emily Watson til að leika Bessí. Hún er píslarvotturinn sem óttaslegið og ráðvillt barn er sárlangar að gera hið rétta einhvers staðar á milli þess sem er óskiljan- legt og þess sem er óhugs- andi. Hver ræður skelfileg- um örlögum hennar? Myndin er tekin á hand- virka myndavél eins og fréttamyndir og það gerir mann nákomnari persón- unum. Það er næstum eins og maður sé á staðnum og taki beinan þátt í örlögum þeirra. Von Trier er eitt- hvað meira en bara trú- arlegur kvikmyndahöfund- ur eftir þessa mynd. Maður spyr sig: er von Trier al- máttugur? IBIO ÞÁ ER Kvik- myndahátíð Reykjavíkur lokið eftir sýningar á meira en fimmtíu bíómyndum. Hún var firnaskemmti- leg og virkaði sem vítamínsprauta á bíólífið hér. Val myndanna tókst með ágætum svo áhorfendur fengu gott úrval þess sem verið er að fram- leiða um mestalla Evrópu, sáu hvað óháðir bandarískir kvikmyndgerðar- SAGAN af Bessí; mynd von Triers færir melódramað í æðra veldi. DEILAN í hnotskurn; úr myndinni Ekkert persónulegt. Ekkert persónu- legt á írlandi BRESK kvikmyndagerð er nú í mikilli upp- sveiflu. Ein nýjasta myndin þaðan er með Ian Hart og Michael Gambon í aðalhlut- verkum og heitir Ekkert persónulegt eða „Nothing Personal" og gerist á ír- landi. Leikstjóri er Thadd- eus O'Sullivan. Myndin gerist í vopna- hléinu sem samið var á ír- Iandi árið 1975 og er byggð á bókinni „All Our Fault" eftir Daniel Mornin, sem einnig skrifar handrit myndarinnar. Einhleypur faðir og kaþólikki að nafni Liam er rotaður í götubar- dögum í Ulster og vaknar í höndum mótmælenda nokkru síðar. Samúðarfull hjúkrunarkona hefur tekið hann inn til sín en hjá henni kynnist hann Ginger, sem Ian Hart leikur, er telur sig eiga sitthvað vantalað við kaþólikkann. Spennan magnast milli þeirra þar til uppúr sýður er Liam reynir að staulast yfir til sinna manna. Hart er einn af fáum hæfileikaríkum leikurum Breta sem ekki hefur verið fluttur til Hollywood og þykir sýna afbragðs leik eins og alltaf. Ævintýrið um Gosa Einhver besta teikni- myndin sem Disney- fyrirtækið hefur búið til er um spýtustrákinn Gosa og ævintýri hans. Nú hefur verið gerð leikin bíómynd um strákinn með Martin Landau í aðalhlutverki en Gosi sjálfur er gerður af brúðumeisturum og með hjálp nýjustu tölvutækni. Leikstjóri myndarinnar er Steve Barron. Saga Carlo Collodi er börnum jafnt sem fullorðnum kær en hún segir eins og kunn- ugt er frá aldna leikfanga- smiðnum Gepetto, sem Landau leikur í myndinni, er smíðar lítinn og sniðug- an strák úr tré og strákur- inn lifnar við og heldur út í heim með þá ósk að verða menn eru að gera og fengu nasasjón af kvikmyndagerð fjarlægari landa eins og íran og Mexíkó. Þannig á kvikmyndahátíð að vera, bjóða upp á fjölbreytt og fram- andi úrval. Er von- andi að framhald verði á kvikmynda- hátíðahaldi þessu og að takist að halda úti einni stórri hátíð á ári hveriu I framtíðinni. Gosi snýr aftur, úr myndinni um spýtustrákinn Gosa. raunverulegur eins og aðrir krakkar. Jonathan Taylor-Thom- as, sem talaði fyrir Simba í Konungi ljónanna, talar fyrir Gosa hér en myndin er gerð á vegum breskra, franskra og þýskra aðila. Gosi er jólamynd Háskóla- bíós. FRÁBÆR aðsókn; úr Djöflaeyjunni. Tæp 50.000 á Djöf la- eyjuna EFTIR síðustu helgi höfðu tæplega 50.000 manns séð Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson í Stjörnubíói og víðar. Þá sáu um 7.000 manns gamanmyndina Margfald- an í Stjörnubíói og rúmlega 8.000 manns Nornaklíkuna en sýningum er hætt á báð- um myndunum. Næstu myndir Stjörnu- bíós eru „Maximum Risk" með Jean-Claude van Damme, Gullbrá og birnirn- ir þrír, sem er bandarísk teiknimynd, „No Way Home" með Tim Roth, „The Squeeze" með Lara Flynn Boyle og loks verður jóla- mynd bíósins Matthildur með Danny DeVito. Uppúr áramótum mun svo verða sýnd myndin „High School High".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.