Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLADIÐ Fasteigna sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson b!s. 9 Almenna Fasteignasalan bts. 9 Ás bls. 24 Ásbyrgi bls. 15 Berg bls. 12 Bifröst bls. 12 Borgareign bls. 6 Borgir bls. 8 Eignamiðlun bls. 3 Eignasalan bls. 26 Fasteignamarkaður bls. 25 Fasteignamiðlun bls. 27 Fasteignamiðstöðin bls. 20 Fasteignasalan Suðurveri b)s. 22 Fjárfesting bls. 9 Fold bls. 5 Framtíðin bls. 26 Frón bls. 27 Gimli bls. 21 H-Gæði bls. 9 Hátún bls. 27 Hóll bis. 14-15 Hóll Hafnarfirði bls. 23 Hraunhamar bls. 19 Huginn bls. 28 Húsakaup bls. 6 Húsvangur bls. 7 Kjöreign bls. 18 Laufás bls. 17 Óðal bls. 10 Skeifan bls. 4 Stakfell bls. 22 Valhús bls. 24 Valhöll bls. 13 Þingholt bls. 11 Morgunblaðið/Golli Eigendur Fasteignasölunar Suðurveri, talið frá vinstri: Einar Örn Reynisson, sölumaður, Helgi Hákon Jónsson, fasteignasali og Reynir Þorgrímsson, forstöðumaður Fyrirtækjasölunnar. Ný fasteignasala í Suðurveri SETT hefur verið á stofn ný fast- eignasala, sem hlotið hefur nafnið Fasteignasalan Suðurveri ehf. og er aðsetur hennar í Suðurveri í Stigahlíð 45-47 í Reykjavík. Ábyrgðarmaður og aðaleigandi fasteignasölunnar er Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali. Helgi Hákon hlaut löggildingu sem fasteignasali 1966 og hefur starfað við fasteignasölu að meira eða minna leyti síðan. Hin nýja fast- eignasala verður rekin í beinum tengslum við Fyrirtækjasöluna Suð- urveri sem rekin hefur verið á sama stað undanfarin 10 ár. Forstöðumaður og eigandi Fyrir- tækjasölunnar er Reynir Þorgríms- son og er hann einnig eigandi að fasteignasölunni, þannig að um bein eignatengsl milli fyrirtækjanna verður að ræða. Sölumaður á fasteignasölunni, sem er einnig hluthafi í hinu ný- stofnsetta fyrirtæki, er Einar Orn Reynisson, en hann hefur verið sölumaður hjá Fyrirtækjasölunni Suðurveri um árabil. — Ætlunin er að leggja áherslu á atvinnuhúsnæði af öllum stærðum oggerðum, segir Helgi Hákon Jóns- son. — Mikið framboð hefur verið af atvinnuhúsnæði á Reykjavíkur- svæðinu að undanförnu og sýnist okkur, sem stöndum að þessari nýju fasteignasölu, að þessu sviði mætti sinna betur. Þetta hefur komið berlega í ljós við sölu fýrirtækja hjá Fyrirtækja- sölunni en oft tengist sala hús- næðis sölu fyrirtækja. Þetta þýðir ekki að sala á íbúðarhúsnæði verði vanrækt, enda verður hér um al- menna fasteignasölu að ræða. Hús með fallegu útsýni HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húseignin Þinghólsbraut 27 í Kópavogi. Þetta er tvílyft einbýlis- hús, sem hægt er skipta í tvær íbúðir. Flatarmál hússins er alls 343 ferm., þar af 38 ferm. bíl- skúr, sem innangengt er í af jarð- hæð. „Húsið stendur neðan götu og er útsýni mjög fallegt,“ sagði Þor- leifur St. Guðmundsson hjá Eigna- miðluninni. „Á efri hæðinni eru tvær samliggjandi stofur með stór- um suðursvölum út af og parketi á gólfum. Einnig er eldhús á hæð- inni með góðri innréttingu, baðher- bergi og tvö svefnherbergi. Ájarðhæðinni eru sex herbergi, geymsla, baðherbergi, þvottaher- bergi og bílskúr. Nýjar hitalagnir eru í öllu húsinu, en því hefur ver- ið haldið vel við og það hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. I kringum húsið er góð lóð með talsverðum gróðri og háum tijám. Þetta hús býður því upp á mikla möguleika. Ásett verð er 16,9 millj. kr.“ HÚSIÐ stendur við Þinghólsbraut 27 í Kópavogi Þetta er einbýlis- hús, sem hægt er að skipta í tvær íbúðir. Ásett verð er 16,9 miHj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignamiðluninni. Morgunblaðið/Þorkell HÚSIÐ stendur við Jófríðarstaðaveg 11. Þetta er 277 fermetra hús á góðum stað í Hafnarfirði og á að kosta um 20 miiy. kr. Húsið er til sölu hjá Fasteignamarkaðinum. Húsnæðismál og skólakerf ið Markaðurinn Meiri áherzla á raungreinar, ekki sízt stærðfræði, getur komið að góðu gagni í fjármálum og við íbúðarkaup, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. MIKIL áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum, að nauð- synlegt sé að skipuleggja íbúðar- kaup og húsbyggingar vel og vand- lega áður en lagt er af stað og ákvarðanir eru teknar. Þess vegna er greiðslumat skilyrði fyrir lánveit- ingum í húsbréfakerfinu. Og þess vegna er það einnig að verða fastur liður við stóran hluta lánveitinga almennt, að lántakendum er gerð grein fyrir greiðslubyrði þeirra lána sem þeir eru að taka. Þetta er gott og ætti að leiða til þess að fólk verði betur upplýst um hvað það er að takast á hendur með lántök- mennri skynsemi, sem er grundvöll- urinn að þessu öllu. Kennsla í fjármálum um. Sumir vilja jafnvel ganga enn lengra en gert hefur verið á þessu sviði og vilja að mjög nákvæmt greiðslumat verði ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir öllum lánveitingum. Hvort slíkt er nauðsynlegt eða ekki er ekki gott að segja til um, en vert er að hafa í huga, að það fæst ekki allt með því að skipuleggja hlutina út í ystu æsar. Slíkt losar fólk ekki undan því að beita al- Nokkuð er liðið frá því í opin- berri umræðu var fyrst talað um nauðsyn þess að taka upp kennslu í fjármálum í skólakerfinu. Á þetta hefur verið minnt öðru hveiju á undanfömum árum. Þá er jafnan vísað til þess, að þjóðfélagið er orð- ið flóknara á mörgum sviðum en það var hér áður fyrr. Möguleikam- ir á að eyða því sem kemur inn hafa margfaldast og freistingar af ýmsu tagi eru nú alls staðar. Stöð- ugar auglýsingar um hagstæð kjör og tilboð, sem ekki er hægt að sleppa, glymja í eyrum. Það má eiginlega búast við því, að ýmsir falli í þá gryfju að eyða um efni fram. Því er eðlilegt að fram komi hugmyndir um kennslu í skólakerfmu í meðferð peninga. Kennsla í raungreinum í sjálfu sér er auðvelt að skella fram hugmyndum um að taka þurfi upp kennslu í fjármálum í skóla- kerfinu. Án efa er þó einnig þörf á kennslu í ýmsum öðrum námsgrein- um, sem nú eru ekki kenndar. Þá er næsta víst að auka þarf kennslu í öðrum greinum sem fyrir eru. Það er hins vegar ekki hægt að gera allt í einu. í þessu sambandi má hafa í huga nýlegan samanburð á kunnáttu grunnskólabarna hér á landi í raungreinum við kunnáttu jafnaldra í öðrum löndum. Niðurstöður þeirra könnunar voru því miður neikvæðar. Þess vegna má velta því upp hvort ekki sé unnt að slá tvær flugur í einu höggi. Raungreinar, stærðfræði ekki síst, byggjast fyrst og fremst á almennri skynsemi. Með því að auka vægi þessara námsgreina í skólakerfinu mundi margt gott án efa hljótast af varðandi fjármál almennt og þá einnig varðandi húsnæðismál þegar fram í sækir. íbúðarkaup og húsbyggingar eru að verulegu leyti spurning um al- menna skynsemi. Unnt er að skipu- leggja kaup og byggingar ofan í kjölinn, gera plön langt fram í tím- ann, en samt gengur ekkert upp. Ástæða erfiðleika er nefnilega ekki alltaf skortur á þekkingu í fjármál- um, þótt furðulegt sé. íbúðarkaup og húsbyggingar eru svo stór liður í daglegu lífi flestra, sem í slíkt ráðast, að fátt stenst samanburð. Góð undirstöðumenntun í raun- greinum í grunnskóla hjálpar án efa við að auka almenna skynsemi og skilar eflaust miklum árangri varðandi húsnæðismál í framtíð- inni. Aukin áhersla á þesssar náms- greinar gæti vel verið fyrsta skrefið í að fullnægja þeim hugmyndum, að taka upp kennslu í fjármálum í skólakerfínu. Hafnarfjörður Veglegt hús við Jófríðar- staðaveg GÓÐ hús við Jófríðarstaðaveg í Hafnarfirði hafa löngum verið eftir- sótt. Hjá Fasteignamarkaðinum er nú til sölu einbýlishúsið Jófríðar- staðavegur 11 í Hafnarfirði. Hús þetta var byggt árið 1975 og er 277 ferm. að stærð auk 34 ferm. bílskúrs. „Allt umhverfíð næst þessu húsi er mjög fallegt og þessi staður er að mínu mati hreinn gimsteinn," sagði Jón Guðmundsson hjá Fast- eignamarkaðinum. „Húsið stendur á eignarlóð og garðurinn er mjög vel gróinn með háum og fallegum tijám. Tvær skjólgóðar sólverandir eru við húsið sunnan- og vestanvert auk þess sem trén veita skjól víðast hvar í garðinum. Mikið útsýni er frá gluggum hússins yfír höfnina og sjóinn. Á neðri hæð er ígildi tveggja herbergja íbúðar með sér inngangi. Á efri hæð eru samliggjandi stofur, hol eða arinstofa og rúmgott eld- hús, gestasnyrting, hjónaherbergi með fataherbergi og fullkomnu bað- herbergi inn af. í risi eru tvö lítil herbergi auk alrýmis. Húsið er allt mjög vandað ^að fyrstu gerð og er laust til afhend- r ingar nú þegar. Ásett verð er um 20 millj. kr.“ í L I r \ i i i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.