Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 B 27 henni kleift að lifa lífínu lifandi til hinzta dags, en það var hennar heitasta ósk að svo mætti verða. Guð blessi minningu Nönnu Guð- mundsdóttur. Andreas Bergmann. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það leyfir samt í minnum, er letrað skýrt á eitt hvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd.) Það var erfitt að fá þær fréttir að amma væri dáin - því hún kenndi sér einskis meins og hverj- um hefði komið það til hugar þegar ég sá hana ganga inn í nýju íbúð- ina sína fimmtudaginn 19. des. sl. að það væri í síðasta sinn sem ég sæi hana. Þar gekk hún ákveðnum skrefum og bar höfuðið hátt. Það var ávallt mikil reisn yfir henni hvar sem hún fór og alltaf var mikil gleði í kringum hana. Það er alltaf erfítt þegar einhver persóna sem okkur þykir vænt um er tekin svo snögglega frá okkur - en þetta var hennar stíll. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast ömmu sem er ekki leng- ur hjá okkur. Við eigum hvert og eitt okkar minningar um hana sem við geymum í hjörtum okkar. Minn- ingarbrotin í grein þessari geta verið tengd annarri hvorri okkar eða báðum. Hún amma var kona sem kunni að lifa lífinu lifandi, hafði ávallt gaman að því að vera þar sem fjörið var. Hér á árum áður áttu allar ömmur að vera heima og pijóna - en hún amma okkar var ekki að eyða tímanum í það - heldur notaði hún tímann til að vera með skemmtilegu fólki og njóta lífsins - enda kölluðum við hana „ömmu táning" í hugum okk- ar. Hún tók bílpróf þegar hún var orðin sextug og fór allar sínar ferð- ir á bílnum sínum. Hún sótti okkur á rútuna þegar við komum í bæinn í frí frá skólanum, hvort sem það voru stutt helgarfrí - eða lengri frí. Hvað ætli það séu margir sem hafa fengið að keyra hjá ömmu ekki komnir með bílpróf? Sennilega ekki margir, en hún leyfði það og mikið hafði hún gaman af því að kenna unglingnum það sem hún sjálf var nýbúin að læra. Hún unni landinu sínu mjög og gafst henni m.a. mjög gott tækifæri til að skoða það þegar hún vann í eldhúsbílnum hjá Guðmundi Jónassyni hf. hér á árum áður. Hún sýndi mikinn áhuga þegar við sögðum henni frá ferðum sem við fórum um landið og frá þeim stöðum sem hún hafði jafnvel verið sjálf á. Ef um var að ræða staði sem hún hafði ekki kom- ið á og sýnt var að þangað mundi hún sennilega ekki komast sagði hún jafnan: „Ég fer þangað í næsta lífi“ og það mun hún örugglega gera. Ömmu þótti vænt um öll börn hvort sem þau voru hennar eigin afkomendur eða ekki, enda hænd- ust þau mjög að henni. Það var alltaf gott og hlýtt að koma til ömmu hvort sem það var á Álfa- skeiðið eða í nýju íbúðina hennar að Sólvangsvegi, en þangað flutti hún á þrettándanum (6. jan. 1996). Mikið var hún ánægð með nýju íbúðina sína og auðvitað stjómaði hún okkur öllum í þeim flutningum og sagði hvar og hvernig hún vildi hafa hlutina. Saman áttum við margar góðar stundir, hvort sem það var að fara á tónleika með Karlakórnum, á jólafundi eða jafn- vel að sitja saman og horfa á góða bíómynd í sjónvarpinu. Hún skilur óneitanlega eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla á næstunni. Hún hafði gaman af ljóðum og heilræðum hvers konar og klippti þau út og hélt saman því sem vakti áhuga hennar. Ljóðin sem eru með grein þessari eru úr safninu henn- ar. Þau segja svo margt sem við vildum segja á þessum tímamótum í lífi okkar. Meðan sól í morgunheiði skín og moldin lykur faðmi börnin sín um vistahvörf og tekur höndum tveim, við treystum henni fyrir ölium þeim er leita að hvíld og fagurdreymisfrið. Að ferðalokum hjartanlega við þökkum ævi þinnar bjarta skin, og það - að hafa átt þig fyrir vin. (Bragi Bjömsson frá Surtsstöðum.) Megi góður guð hjálpa okkur og styrkja í sorg okkar, þeim sem eft- ir erum og eigum um sárt að binda - blessuð sé minning ömmu. Mjöll og Drífa. Elsku amma mín. Ég skrifa þessi orð til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, ást, umhyggju, öryggi og hlýju. Hjá þér varð ég alltaf aftur litla stúlkan þín sem þú vildir endilega dekra við á alla lund. Og það voru tímar þegar það var ein- mitt það sem maður þurfti; að koma heim og láta dekra svolítið við sig. Oft áttum við góðar stundir þeg- ar við sátum inni í stofu og spjölluð- um þar til stóra klukkan sló tólf af því að við gátum ekki verið þekktar fyrir að fara að sofa fyrir miðnætti. Það var svo gaman að segja þér fyndna sögu, hvað þú hlóst inni- lega. Enda voru gæði gamanleikrita á Patró í gamla daga mæld eftir því hvort og hversu hátt Nanna hló. Það var líka notalegt að hafa þig hjá mér hérna fyrir vestan. Svo gott að hafa þig í húsinu og ómetan- legt fyrir dætur mínar að kynnast langömmu sinni. A milli heimsókna áttum við löng og góð samtöl í símanum sem alltaf enduðu á því að þú spurðir „Hvenær kemurðu næst í bæinn?“ Núna er ég svo fegin að ég dreif mig suður í desember og hitti þig og svo kvöddumst við vel og inni- lega fyrir jólin með góðu, föstu og löngu faðmlagi. Það var þinn sterkasti eiginleiki hve jákvæð þú varst og ákveðin í að njóta lífsins og allt sem það hefur upp á að bjóða. Þannig mun ég ávallt minnast þín og þar sem þú stendur í nýju íbúðinni þinni í Höfn með allar blómamyndirnar og jólabjöllurnar í kringum þig. Okkur þótti svo undurvænt hvorri um aðra, það var öruggt, við þurftum ekkert að segja. Núna eruð þið afi aftur saman og ég veit að þið fylgist með okkur öllum. Ég kveð þig amma mín og þakka þér fyrir allt og allt. Nanna Sjöfn. Þegar amma Nanna varð bráðkvödd föstudaginn 20. desem- ber fékk það mikið á okkur bræður því við höfðum átt náið samband við „ömmu í Hafnarfirði" í okkar uppvexti. Hún var tíður gestur á heimili foreldra okkar og okkur ávallt mjög góð. Hún var alltaf hress og glaðvær og var ómöguleg ef hún komst ekki út úr húsi a.m.k. 4-5 sinnum í viku. Hún talaði oft um það undir það síðasta hvað henni þætti slæmt að geta ekki dansað meira, því fátt fannst henni skemmtilegra. Það var alltaf jafn- gaman að koma til ömmu og nú um jólahátíðina verður okkur hugs- að til jólaboðanna sem amma hélt alltaf á jóladag. Þar komum við saman afkomendur ömmu og afa ásamt öðru frændfólki og var þá ávallt glatt á hjalla. Amma naut sín aldrei betur en einmitt í þessum boðum þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Einnig er okkur minnis- stætt hve mikinn áhuga amma hafði á íþróttum og skák en hún kenndi okkur tveimur eldri mannganginn sem síðan yngri bróðir okkar naut góðs af. Þannig var amma Nanna engin venjuleg amma, meiri nú- tímakona en flestar konur á hennar aldri og að því leyti á undan sinni samtíð. Með „ömmu í Hafnarfirði" höfum við misst stóran þátt úr lífi okkar en minningarnar um hana munum við geyma í huga okkar. Jón Bragi, Ottar Már og Gísli Björn. GUÐVARÐUR JÓNSSON + Guðvarður Jóns- son málara- meistari á Akureyri, fæddist á Bakka í Sléttuhlíð í Skaga- firði 23. nóvember 1916. Hann lést á Akureyri 22.des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson f. 20.1. 1887, d. 22.11. 1961, og Anna Egilsdóttir, f. 10.8. 1959. Systkin hans eru: Áslaug, f. 1913, býr á Dalvík, Hólmfríður, f. 1914, látin, Jóhannes Pétur, f. 1915, látinn, Ingibjörg, f. 1917, látin, Sigvaldi, f. 1919, látinn, Guð- björg f. 1920, býr í Kópavogi, Marsibil, f. 1923, látin, Þóra, f. 1926 býr á Akureyri. Fósturfor- eldrar Guðvarðar voru Guð- varður Pétursson, f. 1895 (föð- urbróðir) og María Ásgrímsdótt- ir, f. 1896, lengst af á Minni- Reykjum í Fljótum. Guðvarður lærði málaraiðn hjá Herberti Sigfús- syni á Siglufirði, lauk sveinsprófi 1950. Hann starfaði alla tíð sem sjálf- stæður málara- meistari. Guðvarð- ur kvæntist 23.9. 1942 Kristbjörgu Reykdal Trausta- dóttur, f. 12.6. 1920 á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Arn- ald Reykdal, (sonur Kristbjargar, fóst- ursonur Guðvarð- ar), f. 1938, maki Ásta Þórðardóttir. 2) Gréta Kol- brún, f. 1943, maki Steinþór Oddsson. 3) Trausti Reykdal, f. 1944, maki Helga Einarsdóttir. 4) Guðfinna, f. 1948, maki Val- garður Stefánsson. 5) Snorri, f. 1953, vinkona Auður Eyþórs- dóttir. Guðvarður átti 23 barna- börn og 21 langafabarn. Útför Guðvarðar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Fyrir mörgum árum gekk ég með Guðvarði Jónssyni, Varða, tengdaföður mínum, inn á Glerár- dal. Aðalmarkmið fararinnar var að leita að fallegum steinum og steingervingum. Varði naut þessar- ar ferðar og oft staðnæmdist hann í lotningarfullri hrifningu yfir nátt- úrufegurðinni og rósemd og tign ijallanna. Hann kunni svo vel þá list að láta hrífast. Inni á Glerárdal fundum við marga fallega steina, reyndar þótti mér Varði finna þá allt of marga því bakpokinn hans varð á endanum margfalt þyngri en minn poki og þótti mér samt nóg um minn burð. í annað sinn fórum við saman upp í miðjar hlíð- ar Kerlingar, auðvitað líka til að sækja góðan slatta af sérvöldu gijóti sem hann svo smíðaði borð- plötu úr. Þessar gönguferðir koma nú upp í hugann þegar Varði hefur lagt af stað í sína hinstu fjallgöngu sem endar við Gullna hliðið. Vafa- laust hefur Varði tínt upp nokkra fallega mola á þeirri göngu og laumað svo lítið beri á inn í himna- ríki. Því ef Varði vissi af fallegum steinum einhvers staðar þá aftraði honum ekkert frá að nálgast þá. Til allrar hamingju, fjölskyldunnar vegna, þá eignaðist Varði aldrei fjallajeppa því þá hefði steinasöfn- unin áreiðanlega farið úr böndun- um. Hinsvegar þurfti Varði aldrei að fara langt til að láta hrífast af náttúrufegurð þessa lands. Hann ferðaðist ekki mikið. Ég held að hann hafi farið í sínar lengstu ferð- ir í andanum því stundum fékk maður það á tilfinninguna að hann gæti látið hugann flytja sig til fjar- lægra landa. Hann las alla tíð mjög mikið og var ijölfróður. Varði skrifaði niður suma drauma sína af mikilli nákvæmni og var áhugamaður um guðspeki og sálarrannsóknir. Hann var einn- ig virkur frímerkjasafnari og stóð í bréfasambandi við aðra safnara út um allan heim um langt árabil. Varði var mikill listunnandi og átti gott safn listaverkabóka. Á yngri árum nam hann útskurð og lætur eftir sig marga vandaða, vel út skorna muni. Söngmaður var hann góður og söng í karlakórum á Siglufirði og síðar hér á Akur- eyri um tíma. Síðustu árin var hann veikur fyrir hjarta en enginn heyrði hann kvarta eða kveinka sér. Það var ekki hægt annað en að öfunda hann af þeirri sálarró sem hann var gæddur. Ég veit ekki fyllilega hvert leyndarmálið var en líklega var hann að þroska sig í andanum alla ævi. í þau 30 ár sem ég átti Varða að vini heyrði ég hann aldrei deila eða segja styggðarorð gegn nokkr- um manni. Ekki einusinni gegn misvitrum stjórnendum þessa bæj- ar eða lands. Samt leyndi hann ekki skoðunum sínum en hann kunni að setja þær þannig fram að ekki hallaði á nokkurn mann. Guðvarður var raunar lukkunnar pamfíll í lífinu, því hann eignaðist hinn besta lífsförunaut sem Krist- björg var honum. Oft var glatt á hjalla í Berlín þegar börnin og síð- ar barnabörnin og barnabarnabörn- in komu í heimsókn. Ég veit að þeim þótti öllum óskaplega vænt um afa sinn og ömmu. Ekki síst fyrir þá list þeirra að fá-börnin til að tala um sín hugðarefni og hrósa þeim þegar þau áttu það skilið. Hafi Varði átt sér eitthvert lífs- mottó þá fólst orðið gleði áreiðan- lega í því. Þegar fjölskyldan flutti frá Siglufirði til Ákureyrar, laust fyrir 1960, tíðkaðist sá siður á Siglufirði að tendra ártal næsta árs á gamlárskvöldi í hlíðinni upp af bænum undir Hvanneyrarskál. Á Akureyri var þetta ekki gert. Þá sögðu börnin við pabba sinn: „Pabbi, þú átt að setja ljós í fjall- ið“. Þá hófst Guðvarður handa við að útvega blys og stillti þeim þann- ig að þau mynduðu ártal næsta árs í Vaðlaheiði. Fjölskyldan sá um að viðhalda þessum sið nokkur ár á eftir. Nú er hann orðinn að ómiss- andi venju um hver áramót á Akur- eyri. Þannig lét Guðvarður í raun ljós sitt skína strax við komuna til Ákureyrar og til að gleðja aðra á gamlárskvöld lagði hann á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæð- ur. Ég er eiginlega sannfærður um að þau þarna uppi í himnaríki hljóti að hafa tekið á móti honum með mikilli ljósadýrð og það kæmi mér ekki á óvart þótt ótal kyndlar hafi myndað nafn hans við komuna þangað, rétt eins og við hér á jörðu niðri sjáum logandi kyndla mynda nýtt ártal austur í heiði um hver áramót. Valgarður Stefánsson. Það er svo margt sem kemur upp í hugann núna, fullt af góðum minningum en einnig stórt tóma- rúm. Þó er efst í huga mér þakk- læti fyrir það sem þú hefur verið mér og kennt mér með þolinmæði þinni, bjartsýni og jafnaðargeði. Aldrei sýndir þú mér annað en já- kvæðni, fannst góðu hliðarnar á öllu og aldrei heyrði maður þig tala illa um nokkurn hlut eða mann. Það voru ánægjulegar stundir sem við áttum með þér á áttræð- isafmæli þínu nú í nóvember, stundir sem verða vel geymdar. Það var líka líkt þér að vera búinn að skrifa öllum jólakort og þakka fyr- ir afmælið og spyija mig aðeins klukkustundu fyrir andlát þitt hvort ég væri búin að fá kortið frá þér. Þú vildir aldrei gleyma neinum. Elsku afí, með þessum fátæk- legu orðum vil ég þakka þér fyrir allt. Mér finnst eins og þú sért ekki farinn heldur sért enn á með- al okkar. Þú átt stórt pláss í hjarta mínu og dætra minna og svo verð- ur alltaf. Hafðu hjartans þakkir. Ragnheiður Valgarðsdóttir og fjölskylda. Afi kvaddi fyrir jól. Sjálfsagt hefur himnaföðurinn vantað rödd- ina hans í himnakórinn fyrir hátíð- armessuna og verðum við að virða þá ósk hans. Núna hefur afi líka örugglega rifjað upp kunnings- skapinn við gamla kórfélaga og aðra samferðamenn í gegnum lífið. Hann hefur fundið sinn stól að sitja á og rifjar upp sögur af mönnum og málefnum. Umræðurnar enda vafalaust með ættfræðilegum bollaleggingum sem afi botnar með ,já, ég málaði nú hjá honurn". Afi var máiari í ein 40 ár og ekki nóg með að hann myndi líklega alla staði sem hann hafði málað heldur mundi hann einnig liti og litabrigði á mörgum þessara staða. Okkur barnabömunum birtist afi sem einn geðbesti maður sem við þekktum, stundum jafnvel þannig að foreldrum okkar þótti nóg um. Þeim fannst að við ættum e.t.v. v frekar skilið að fá ofanígjöf en ástúð. Einu sinni brutum við syst- urnar t.d. óvart einn af dýrgripum afa og bjuggumst sjálfar við að verða skammaðar ærlega en afí var bara hinn rólegasti því hann skildi vel heim okkar barnanna. Þannig ávann hann sér líka gegnheila virð- ingu okkar og elsku. Þótt afi sé nú farinn í sitt lengsta ferðalag er hann samt hér hjá okk- ur. Þegar við finnum til streitu eða erum niðurdregin fitlum við við „þægðarsteininn“, sem hann slípaði » ' og mörg okkar bera daglega í vas- anum og hugsum til afa. Af hans sálarró og geðprýði getum við hin margt lært. Við sjáumst síðar, afi. Kidda systir kveður þig í huganum frá Angóla. Rut Valgarðsdóttir. Það er erfitt að trúa því að afi sé farinn burt frá okkur. Þegar ég var lítil var ég mikið hjá afa og ömmu. Minningamar sem ég á um hann afa eru margar og væru efni í heila bók ef ég myndi skrifa þær allar. - Afi var alltaf svo ljúfur og góður og skeytti aldrei skapi sinu á öðr- um. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum, og laun- in sem hann vildi var gleði í hjarta. Betra er að gefa en þiggja. Ef ég gerði eitthvað fyrir hann afa, hversu lítið sem það var, stóð aldr- ei á þakklætinu. Við afi áttum nokkrar góðar stundir saman, þær voru bara allt of fáar. Maður gefur sér aldrei tíma fyrr en það er orðið of seint. En þessar fáu stundir sem við áttum saman eftir að ég eltist töluðum við mest um ýmsa söfnun. Það hef ég erft frá honum afa mínum að safna ýmsum hlutum að mér. Eitt-C safnið er mér þó dýrmætast og það er spilasafnið mitt sem hann afi minn gaf mér þegar ég fermdist. Já, alltaf fannst mér gott að koma til afa og ömmu. Og eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu var alltaf farið til afa og ömmu í Afa- stræti. Fyrst að afi átti heima þar hlaut gatan að heita Afastræti en ekki Aðalstræti. Það var aldrei leið- rétt hjá börnunum, þau kölluðu götuna Afastræti þangað til þau fóru sjálf að lesa. Minningin mun alltaf lifa hjá- bæjarbúum þegar þeir horfa austur í Vaðlaheiði um áramót og sjá ár- talið. Og stolt er ég af því að geta sagt: Það var hann afi minn sem gerði ártalið í heiðinni fyrst. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuði og vona að þér líði vel þar sem þú ert nú staddur. Harpa. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.