Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rætt um stækkun á Grundartanga ÓFORMLEGUR fundur innlendra og erlendra eigenda Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga var haldinn í gær. Stjórnarfundur verður haldinn eftir hádegi í dag. Að sögn Jóns Sveinssonar, for- manns stjórnar Járnblendifélagsins, verður þá rætt um hugsanlega stækkun verksmiðjunnar og ýmis önnur mál. Hann segir þó ekki víst að endanleg ákvörðun verði tekin á fundinum. ♦ ♦ ♦----- * Arekstur á brúnni yfir Skjálfanda TVEIR bílar, fólksbíll og sendiferða- bíll, skullu saman á brúnni yfir Skjálfandafljót um kl. 4 í gær. Öku- maður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er fólksbíllinn talinn ónýtur. Brúin á Skjálfanda er einbreið. Ökumaður fólksbílsins var einn á ferð en sjö farþegar ásamt ökumanni voru í sendiferðabílnum. Reglur um innfhitnings- gjöld bifreiða skoðaðar FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ vinnur nú að end- urskoðun á innflutningsgjöldum af bílum. Með- al hugmynda sem verið er að skoða er svokall- að norskt kerfi. í Noregi eru innflutningsgjöld reiknuð út frá þyngd bíls, stærð vélar og afli og verðmæti. Hér á landi eru innflutningsgjöld reiknuð út eftir vélarstærð bíla og innkaups- verði. Indriði Þorláksson, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, segir að ef norska leiðin yrði farin yrði ekki um að ræða þá fjóra flokka eftir vélarstærð sem nú er stuðst við. Lagt yrði sjálfstætt gjald á bíla eftir þyngd, annað gjald eftir stærð sprengirýmis vélarinnar og þriðja gjaldið eftir afli vélarinnar mældu í kíló- vöttum. Það yrði því einkum eftir þessum þrem- ur þáttum sem innflutningsgjaldið yrði ákvarð- að. Verðið réði litlu um innflutningsgjaldið á meginþorra þeirra bíla sem fluttir eru inn hing- að til lands því í norska kerfinu er það ekki fyrr en bíllinn kostar 170 þúsund norskar krón- ur, eða um 1,7 milljónir ÍSK, sem verðið fer að hafa áhrif á innflutningsgjaldið. Sá þáttur hefði því áhrif á innflutningsgjöld af jeppum og dýrari gerðum fólksbíla. „Nálgunin er sú að ef breyting er gerð séu tvö markmið höfð að leiðarljósi. Annars vegar að tekjur ríkisins verði óbreyttar og hins vegar að röskun verði ekki á innbyrðis verðhlutföll- um. Með því að afnema þrepaskiptinguna með þessum hætti hækkuðu einhveijir bílar í verði og aðrir myndu lækka,“ sagði Indriði. Ótrúverðugir reikningar Vilji er fyrir því innan stjórnkerfisins að breyta núverandi kerfi á innflutningsgjöldum bíla. Indriði segir að í núverandi kerfi séu mörg vandamál á ferð. Þrepaskipting í gjald- töku sé ekki æskileg en auk þess séu uppi vandamál sem tengjast innflutningi á notuðum bílum og nýjum bílum sem fluttir eru inn af einstaklingum. Með því að taka upp norska kerfið skiptir kaupverðið erlendis ekki máli þegar verið er að flytja inn bíla. „Það er talið, og ég held að það sé ekki vafi á því, að það er verulegt um það að menn framvísi reikningum sem eru ekki mjög trú- verðugir. Fluttir eru inn tjónabílar, eins og menn vita og nokkuð er um að bílar eru keypt- ir inn og þeim breytt og þá á að leggja gjaldið á aðvinnsluna hér á landi, samkvæmt núgild- andi reglum. Það er langt frá því að vera ein- falt mál og erfitt er að framkvæma það. Það eru því mörg vandamál sem eru tengd núver- andi kerfi sem við viljum gjarnan losna út úr. Við erum að leita að leið sem hentar og hefur ekki þessa galla í för með sér,“ sagði Indriði. Hann sagði að ætlunin væri að taka ekki alltof langan tíma í það að móta nýjar hug- myndir í þessa veru. „Það er áhugi fyrir því hjá flestum sem að þessum málum koma að eyða þeim annmörkum sem hafa sýnt sig að vera á núverandi kerfi því þeir eru ekki til hagsbóta. Það er ekki eftirsóknarvert að menn séu að flytja inn gallaða bíla eða tjónabíla eða gera aðrar ráðstafanir sem gera bílaflotann verri en efni standa til. Það er greinilegt af innflutningstölunum að innflutningur notaðra bíla hefur aukist mjög mikið og er orðinn mjög stór hluti af innflutningnum,“ sagði Indriði. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasam- bandinu voru fluttir inn 10.600 bílar á síðasta ári, þar af 1.670 notaðir bílar eða um tæp 16%. í desember síðastliðnum var innflutning- ur notaðra bíla um 27% af heildarinnflutningn- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Malbikað í blíðunni VIÐ Grafarvogskirkju í Grafarvogi var verið að malbika í góða veðrinu í gær enda einmuna tíð miðað við árstíma. Að sögn Sigurðar Skarp- héðinssonar gatnamálastjóra, var búið að vinna undirlag fýrir malbik í haust þegar frysti í nóvember en í þíðunni undanfarið þótti ráðlegt að malbika til að koma í veg fýrir skemmdir á undirlaginu. „Það er afar óvenjulegt að malbikað sé í janúar," sagði Sigurður. Heitur lækur finnst í Kálfafellsdal í Suðursveit Tengt jarðskjálft- um í Esiufiöllum Kálfafellsstað. Morgunblaðið. HEITT vatn hefur fundist í Kálfa- felisdal í Suðursveit, en þar mun ekki hafa orðið vart jarðhita áður. Pjórir göngumenn voru á ferð í daln- um síðastliðinn sunnudag. Sá yngsti þeirra, Ragnar Ægir Fjölnisson frá Hala, sex ára gamall, gerðist göngu- móður og þyrstur. Bjarni bóndi á Kálfafelli benti honum þá á læk nokk- um sem Brókarlækur nefnist, við svonefndar Laufatungur, en sá dreg- ur nafn sitt af Brókaijökli innst í dalbotninum. Snáði fann lækinn, lagðist á mag- ann og hugðist svala þorsta sínum. En honum brá við, hann kallaði til hinna og sagði að vatnið væri allt of heitt. Göngumenn lögðu ekki mikinn trúnað á það í fyrstu, enda frost allm- ikið. Við nánari athugun kom í ljós að drengurinn hafði rétt fyrir sér, vatnið var svo heitt að ekki reyndist hægt að halda hendi niðri í læknum. Við mælingu næsta dag kom í ljós að yfirborðshitinn var 56 gráð- ur. Þetta þóttu talsverð tíðindi og margir tengdu þetta strax jarðhrær- ingum í Vatnajökli að undanförnu. Um 47 km eru frá læknum norður í Kverkfjöll og aðeins um 14 km I Esjufjöll, en þau hafa nötrað nokkuð á síðustu dögum. Tengsl við gosið ólíkleg Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir ólíklegt að jarð- hitinn tengist beint eldgosinu í Vatnajökli, til þess sé fjarlægðin of mikil. „Þetta gæti hins vegar á ein- hvern hátt tengst jarðskjálftum í Esjufjöllum. Það er vel þekkt að breytingar á hverum og heitum laug- um verði við slíkar hræringar." Ómar Bjarki Smárason jarðfræð- ingur á Jarðfræðistofunni Stapa hefur kannað möguleika á nýtingu jarðhita í Suðursveit. „Það er mjög 1 hátt hitastig í jörðu við Hala, Breiða- bólsstað og við Kálfafell og Hrol- laugsstaði. Ég skoðaði þetta árið 1992 og hef síðan haft trú á að þama séu miklir jarðhitamöguleikar. I sjálfu sér kemur mér ekki á óvart að jarðhiti finnist þarna í Kálfa- fellsdal, en hitastigið er hugsanlega hærra en ég hafði gert ráð fyrir. Þetta hlýtur að ýta við mönnum, þó að þessi lækur sem nú fannst sé sennilega of langt í burtu til að hann | verði nýttur til upphitunar.“ Flutti út átta hundruð hesta AFKASTAMESTI útflytjandi reið- hesta á síðasta ári var Gnar Arnar- son í Reykjavík. Af alls tæplega 3 þúsund reiðhestum sem fluttir voru út var hlutur Gunnars 800 hestar. Gunnar segir að horfur á reiðhestasölu til Evrópulanda á þessu ári séu góðar en þó geti slæm veðrátta þar um þessar mundir tafið fyrir sölu og sömu- leiðis gætu verkföll hér heima sett strik í reikninginn. Gunnar hefur flutt út hesta í um einn áratug og rekur hann ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Gunnar Arnarson og Kristbjörg Einarsdóttir, hestasala og útflutn- ingur. Fyrirtækið er til húsa í Víðidal. „Við önnumst sölu ogþjálfun á hrossum og einnig útflutning á hrossum fyrir erlenda hestakaup- endur sem koma hingað til lands til þess að kaupa hesta. Hestarnir sem fóru í gegnum okkur komu alls staðar að af landinu en stærsti hlutinn af Suðurlandi. Flest eru hrossin á bilinu fimm til níu vetra fyrra gömul og flest eru þau tamin. Þetta er blandaður hópur og innan um eru mjög góð hross, bæði kyn- bótahross, graðhestar, góð reið- hross og allt niður í nothæfa reið- skólahesta,“ sagði Gunnar. Mest selt til Svíþjóðar Gunnar sagði að Þýskaland og Svíþjóð væru stærstu markaðirnir fyrir íslenska reiðhesta. Sjálfur flutti hann út um 400 hesta til Svíþjóðar, um 200 til Þýskalands og afganginn til annarra Evrópu- landa. „Við byrjuðum fyrir tíu árum að flytja út hesta og það ár voru fluttir út um 270 hestar en núna er þetta komið upp yfir 2 þúsund hesta.“ Gunnar segir að verð á reiðhest- um til útflutnings sé allt frá 50 þúsund krónum, fyrir ótamda hesta, og upp í nokkrar milljónir króna fyrir úrvalskynbótahesta. Flestir hestanna kosta þó á bilinu 50-200 þúsund krónur. 1 Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR Arnarson við tvo af hestum sínum í Víðidal,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.