Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 4

Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR Forsvarsmenn tryggingafélaga segja tryggingavernd lántakenda áhugaverða Félagsmálaráðherra I I Lánastofnanir hafa ekki sýnt skuldavátryggingum áhuga ÍSLENSK ti-yggingafélög hófu fyrir allmörgum árum að bjóða upp á svo- kallaða skuldavátryggingu sem veitir tryggingavemd vegna tekjutaps af völdum veikinda, slysa eða andláts lántakenda, en félögin fengu engar undirtektir að sögn forsvarsmanna tveggja vátryggingafélaga sem Morgunblaðið ræddi við. Axel Gísla- son, forstjóri Vátryggingafélags ís- lands hf., segir að lánastofnanir hafí fram að þessu ekki sýnt þessum möguleika áhuga þó tryggingar af þessu tagi standi enn til boða. Ekkert að vanbúnaði Nokkur umræða hefur orðið um hugmyndir um tryggingavernd lán- takenda í kjölfar greinar sem Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ritaði í Morgunblaðið um slíkar tryggingar, sem yrðu þá hluti af lántökuskilmálum lána- stofnana. „Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra hf. segir að hugarfarsbreytingar sé þörf svo lánastofnanir og lántakendur átti sig á því að þama geti verið um vemd að ræða sem sé báðum til hagsbóta. „Sú tilraun sem gerð var hér á árum áður lánaðist ekki,“ segir Einar. „Þetta er gamalgróin hugmynd og mjög vel þekkt tryggingarteg- und. Þetta þarf að verða nokkuð almennt til þess að þetta sé áhuga- vert en okkur er ekkert að vanbún- aði að taka þátt í þessari umræðu," segir Einar. Axel Gíslason segir engan vafa á því að þessar hugmyndir séu áhuga- verðar fyrir tryggingafélögin ef breyting verði á afstöðu lánveit- enda. Hann bendir á að ýmsir mögu- leikar séu á útfærslu slíkra trygg- inga og t.d. væri mjög auðvelt að koma slíku á í formi líftrygginga fyrir hópa lánþega. „Lántakendur tækju þá líftryggingu hjá trygg- ingafélagi sem hefði samstarf við viðkomandi lánastofnun. Upphæð tryggingarinnar væri miðuð við að hún dygði á hveijum tíma til að greiða eftirstöðvar lánsins. Þetta er tiltölulega einföld aðferð og hefur staðið til boða en lánastofnanir hafa ekki sýnt þessu áhuga. Þar hafa menn horft á annars konar trygg- ingar, fýrst og fremst fasteigna- veð,“ segir Axel. Mætti t.d. taka upp tryggingar námsmanna hjá LIN Axel segir að einnig mætti hugsa sér þann möguleika að teknar yrðu upp slíkar tryggingar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það hefði þá þýðingu, að ungir námsmenn, sem hafa fjárfest í sinni menntun, tækju svona tryggingu, sem væri tiltölulega ódýr ef um hóptryggingu væri að ræða og gerði að verkum að ábyrgðarmenn lánsins sætu ekki uppi með að greiða lánið ef viðkom- andi félli frá og fengi ekki notið tjárfestingarinnar, sem hann hefur lagt í. Þetta hefur verið hægt og er hægt og það má þróa þetta á ýmsa vegu,“ segir hann. „Ef þetta á að verða hluti af lána- kerfinu yrði þetta að ná til allra lántakenda og það yrði þá eitt af skilyrðum lánveitandans fyrir lán- veitingunni að einhver svona trygg- ing væri tekin. Þá væri auðvitað hægt að hafa hana þeim mun ódýr- ari þar sem áhættunni er dreift víða,“ segir Axel. Starfs- hópi falið aðskoða ' málið ' PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra kveðst vera áhugasamur um að kannaðar verði leiðir til að koma á tryggingavernd fyrir lán- takendur og hefur hann beint því til starfshóps sem vinnur þessa dagana að endurskipulagningu Húsnæðisstofnunar að fara yfir ■ þessar hugmyndir og skila niður- * stöðum sínum eins fljótt og kostur er á. Félagsmálaráðherra segir að fyrir nokkrum mánuðum hafi ein- staklingar á vegum fyrirtækis leit- að til félagsmálaráðuneytisins og lýst áhuga á að fara út í trygginga- starfsemi fyrir lántakendur. Athyglisverð hugmynd „Mér fannst þetta vera at- hyglisverð hugmynd sem þeir voru með og sendi þá upp í Hús- næðisstofnun. Þar áttu þeir fund með starfsmönnum og lögðu mál- ið fyrir þá. Ég veit ekki hvað Húsnæðisstofnun hefur gert í málinu en það er hafin vinna við endurskipulagningu Húsnæðis- stofnunar og þetta er eitt af þeim atriðum sem verður skoðað,“ seg- Skylda eða fijálst val? Félagsmálaráðherra bendir á að ekki sé einfalt mál að koma á tryggingavernd af þessu tagi- „Það mætti hugsa sér að gert yrðí að skyldu að lántakendur yrðu að fá sér tryggingu af þessu tagi- Langflestir lántakendur standa skil á sínum lánum og þá væri kannski verið að hengja pinkla á þá með þessu. Ef þetta yrði hins vegar fijálst yrðu það væntanlega þeir lántak- endur sem ættu í mestum erfið- leikum sem leituðu eftir svona tryggingum og þá yrðu iðgjöldin væntanlega þeim mun hærri og áhættan af að tryggja þá meiri. Þetta er því ekki alveg einfalt en ég tel eðlilegt að þessi leið verði skoðuð," segir hann. FYRIRHUGAÐ er að reisa bjálkahús á Hólum í Hjaltadal þar sem vígslubiskup Hólastiftis mun hafa starfsaðstöðu. Ekki hefur fengist fjárveiting til verksins en að sögn sr. Bolla Gústavssonar vígslubiskups á Hólum er ákvörðunar að vænta á næstu vikum. „Ætlunin er að bæta úr brýnni þörf á vinnuaðstöðu fyrir vígslu- biskupsembættið. En einnig er hugmyndin að minnast timbur- stofu þeirrar sem kennd hefur við norska biskupinn Auðun Þorbergsson sem var Hólabisk- up á árunum 1313 - 1322,“ seg- ir sr. Bolli. Auðunarstofa var reist snemma á fjórtándu öld en rifin snemma á þeirra nítjándu. „Ekki stendur tii að endurgera Auðun- arstofu heldur á að reisa hús sem að uppbyggingu og lagi, sækir minni úr fortíðinni um leið og það svarar kröfum sam- tímans um þægindi og nota- gildi." Kirkjumálaráðherra skipaði nefnd snemma árs 1996 til að sjá um undirbúning verksins. Formaður nefndarinnar er Hjalti Zophaníasson, skrifstofu- stjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, og með honum í nefndinni eru sr. Hjálmar Jóns- son, alþingismaður og sr. Bolli Gústavsson. Stokkahús úr þykkum trjábolum Samkvæmt uppdrætti sem Þorsteinn Gunnarsson arkitekt gerði að norskri fyrirmynd er ætlunin að húsið verði stokka- hús, gert úr þykkum trjábolum á hlöðnum eða steinsteyptum sökkli og með torfþaki. I því eru tvær ferningslaga einingar sem jafnstórar eru Auðunarstofu hinni fornu. Undir annarri ein- ingunni er geymslukjallari og yfir henni nýtanlegt loft. „í geymslukjallara verða geymdir gripir sem tilheyra Hóladómkirkju og ekki mega liggja á glámbekk en jafnframt er hugmyndin að koma þar upp Fyrirhugað að reisa bjálkahús yfir starfsaðstöðu Hólabiskups Auðunar- stofa á Hólum n±=Li Andlát JÓSAFAT HINRIKSSON JÓSAFAT Hinriks- son, vélstjóri og stofnandi fyrirtækis- ins J. Hinriksson, lést á þriðjudag á 73. ald- ursári. Jósafat fæddist þann 21. júní árið 1924 í Reykjavík, sonur Hinriks Hjalta- sonar og Karítasar Halldórsdóttur. Jósa- fat ólst upp í Nes- kaupstað og stundaði nám við Iðnskólann þar í bæ árin 1948- 1950. Þá lauk hann prófi frá Vélskólanum árið 1952. Hann var vélstjóri á fískibátum og togurum þar til hann stofnaði eigið vélaverkstæði, J. Hinriksson, árið 1963. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og er þekkt fyrir smíði toghlera og blakka. Þá kom Jósa- fat upp Sjóminja- og smiðjumuna- safni í fyrirtæki sínu. " Hann ritaði æviminn- ingar sínar sem komu út árið 1995. Jósafat var sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993 og heiðraður á sjó- - mannadaginn í Nes- kaupstað sama ár. I Þá fékk hann einnig ( sérstakan heiðurs- skjöld frá sjómanna- dagsráði Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar 1994 fyrir minja- safnið. Á síðasta ári var harrn gerður að heiðursfélaga í Vél- stjórafélagi íslands. Jósafat kvæntist eftirlifandi ( eiginkonu sinni, Ólöfu Þórönnu j| Hannesdóttur, árið 1950. Þau | eignuðust eina dóttur og sex syni, " sem öll lifa föður sinn. VÍGSLUBISKUPINN á Hólum, sr. Bolli Gústavsson, við staðinn þar sem bjálkahúsið mun hugsanlega rísa. FRAMHLIÐ Auðunarstofu II, samkvæmt teikningu Þorsteins Gunnarssonar. dálitlu safni af bókum úr hinu forna Hólaprenti," segir sr. Bolli. Flatarmál hússins er skv. upp- drætti 217,2 fm með kjallara og lofti. Kostnaður 28,4 miHj. kr. Að beiðni undirbúningsnefnd- ar hefur verkfræðistofan Línu- hönnun hf. gert áætlun um kostnað við byggingu hússins og er niðurstöðutalan 28.4 miHj. kr. Að sögn séra Bolla er mikill áhugi í Noregi fyrir að gefa timbur til verksins en Norðmenn reisa enn hús af þessari gerð. „Tengsl Hólastaðar og Noregs eru einnig töluverð en Auðunn rauði gegndi meðal annars ábyrgðarstöðu við hirð konungs áður en hann flutti til íslands." Sr.Bolli fundaði með Ole Did- rik Lærum, fyrrverandi rektor háskólans í Björgvin og fleiri íslandsvinum í Noregi þar sem hann gerði grein fyrir hug- myndum um Auðunarstofu. „Vel var tekið í þá hugmynd mína að Norðmenn gæfu íslendingum timbur til hússins. Byggingar- kostnaður mun þvi vonandi lækka töluvert en að auki hefur Eimskipafélagið boðist til að flytja efnið heim, okkur að kostnaðarlausu.“ Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.