Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 24

Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter LIÐSMENN sérsveita lögreglunnar í Perú standa vörð fyrir utan japanska sendiherrabústaðinn í Líma. Japönskum frétta- manni og túlki hans tókst að komast fram hjá lögregluverðinum til að eiga fund með skæruliðunum. Gíslatökumálið í Perú Framferði frétta- manna fordæmt RÍKISSTJÓRNIR Perú og Japans hafa sakað fréttamenn um að stofna með athöfnum sínum lausn gíslatökunnar { japanska sendi- herrabústaðnum í Líma í hættu, en í dag eru liðnir 23 dagar frá því hún hófst. Enn eru 74 gíslar í haldi vinstrisinnaðra skæruliða í bygg- ingunni. Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, sem nú er á ferðalagi um lönd SA-Asíu, gagnrýndi í gær japanskan fréttamann fyrir að fara inn í bygginguna, sem er umsetin lögreglu. Hann sagði fréttamanninn hafa með þessu skaðað umleitanir sem í gangi séu til að finna lausn á málinu. Fréttamaður japönsku sjónvarps- stöðvarinnar TV Asahi, Tsuyoshi Hitomi, og túlkur hans Victor Borja komust inn í bygginguna á þriðju- dag með því að fara i gegn um nágrannahús, en skæruliðar Tupac Amaru byltingarhreyfingarinnar höfðu boðið fréttamanninum. Lögregluliðið, sem situr um bygg- inguna, urðu tvímenninganna ekki varir fyrr en þeir yfírgáfu sendi- herrabústaðinn eftir u.þ.b. tveggja klst. langa heimsókn. Þeir voru handteknir á staðnum og færðir til höfuðstöðva sérsveita lögreglunnar í Líma, þar sem minnisbækur og myndavél þeirra voru gerðar upp- tækar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni má búast við að menn- irnir verði í haldi í a.m.k. fimm daga. Innganga tvímenninganna sem og annarra fréttamanna, sem tókst að komast inn í sendiráðið á gaml- árskvöld, var einnig fordæmd af forsætisráðherra Perú, Alberto Pandolfi, sem sagði hana vera „al- varleika og gangi viðræðna til skaða.“ Olíuleki úr sokknu skipi við Japansstrendur Ottast að allt að 19.000 tonn fari í sjó Mikuni. Reuter. SJÁLFBOÐALIÐAR og opinberir starfsmenn unnu í gær hörðum höndum að því að draga úr því tjóni sem olíuleki við Japans- strendur veldur. Lekinn berst úr rússneska olíuskipinu Nakhodka, sem brotnaði í tvennt í óveðri um 5 km undan landi 2. janúar sl. Búist er við að hreinsa þurfi um 100 km strandlengju en ekki er enn ljóst hversu mikil olía mun berast úr skipinu. Óttast er að það verði allt að 19.000 tonn. Veður var gott í gær og auð- veldaði hreinsunarstarf. Notuðust sjálfboðaliðar við það sem hendi var næst, ausur og plastfötur, til að hreinsa olíuna úr fjörunni, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að slíkt hefði lítið að segja þar sem enn læki úr skipinu. Fjórtán skip, tvær flugvélar og fjórar þyrlur leita að olíuflekkjum á hafsvæðinu undan strönd Japans, dreifa hreinsiefni á þá og fjarlægja eins og mögulegt er. Fimm flekkir á reki til lands Að sögn yfirvalda berast fimm stórir flekkir í átt til lands en enn er óvíst um hversu mikla olíu er að ræða. Fyrst var talið að um 3.700 tonn hefðu borist frá skipinu en nú er talið að það sé mun meira. Alls voru um 19.000 tonn um borð. Rússnesk stjórnvöld í Vladivostok hafa staðfest að nú leki olía úr báðum hlutum hins sokkna skips. Olíumengunin ógnar sjávarút- vegi og ferðaþjónustu á vestur- strönd Japans en á sama svæði og olíuskipið fórst eru gjöful fiskimið, auk þess sem þangupp- skera á svæðinu hefur eyðilagst. Reuter SJÁLFBOÐALIÐAR nota ausur, potta og pönnur til að hreinsa upp olíu sem lekið hefur úr rússnesku olíuskipi við vesturströnd Japans. OLÍULEKI ÓGNAR LÍFRÍKI Óttast er að olía sem lekur úr rússnesku olíuskipi sem fórst undan ströndum Japans í síðustu viku, muni valda miklum skaða á lífríki sjávar. Olfuskipið Nakhodka, 13.157 tonn Olía hefur borist á land á 30 km strand- línu en óttast er að hún berist á allt að 100 km svæði á vesturströnd Japans. Olían heiur skipst upp í fimm stóra flekki og fjölmarga minni og enn lekur úr tönkum skipsins. REUTERS Noto-skaqi: Ströndin er rómuð fyrir náttúrufegurð. Þangtínsla og skelfiskveiðar undan ströndinni eru í mikilli hættu vegna olíulekans. Japanshaf ® Kanazawa 'ÍÆ® ' É8r Mikuni ® Echizen ISHIKAWA ■' 4\ Sanin Kaigan ' þjóðgaröurinn FUKUI 50 km Ovæginni og ómálefnalegri kosningabaráttu spáð í Bretlandi Tony Blair hæðist að ráð- leysi forsætisráðherrans London. Reuter. TONY Blair á fréttamannafundinum í gær. Reuter Tudjman líklega áförum Sagöur helsjúkur af krabbameini Zagreb. Reuter. FRANJO Tudjman, forseti Króatíu, hefur ekki komið fram opinberlega í viku og hefur það kynt undir orð- róm um, að hann sé svo illa haldinn af krabbameini, að hann muni brátt láta af embætti. Er það haft eftir erlendum stjórnarerindrekum. Tudjman, sem er 74 ára gamall, sást síðast þegar hann fagnaði nýju ári ásamt fjölskyldu sinni og ráð- herrum á kaffihúsi í miðborg Zagreb. Var hann mjög fölur og tekinn og ekki að sjá, að aðgerðin, sem hann gekkst undir á bandarísku sjúkrahúsi nýlega, hafi borið mikinn árangur. Meðan á sjúkrahúsdvölinni stóð var það haft eftir ónefndum, banda- rískum embættismönnum, að hann væri með ólæknandi krabbamein í maga og ætti kannski eitt ár ólifað. Vestrænir stjórnarerindrekar í Kró- atíu telja, að Tudjman muni hafa sagt af sér eða verði jafnvel látinn eftir nokkra mánuði. Fréttaskýrendur koma ekki auga á neinn augljósan eftirmann Tudj- mans en forsetakosningar eiga að réttu lagi að verða á þessu ári. Þó er ekki víst, að af þeim verði því hugsanlegt er talið, að flokkur Tudj- mans breyti stjórnarskránni til að koma í veg fyrir þær. TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sagði í gær, að flokkurinn væri nú betur undir það búinn en um áratuga- skeið að taka við völdum í Bret- landi. Breskir kosningasérfræð- ingar spá því, að Verkamanna- flokkurinn beri sigur úr býtum í þingkosningunum í maí og fái 43 sæta meirihluta á þingi. Segja má, að kosningahríðin í Bretlandi sé hafin og í sinni fyrstu ræðu á nýja árinu sagði Blair, að John Major forsætisráðherra vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga og ætti æ erfíðara með að stýra sinni sundurlausu hjörð. Ekk- ert nýtt kom þó fram í máli Blairs, ekki fremur en í ræðu Majors á þriðjudag, og telja sumir það benda til, að kosningabaráttan muni fremur einkennast af skítkasti en málefnalegri umræðu. Ætlar að halda sig á miðjunni Blair sagði, að Verkamanna- flokkurinn, sem hefur að mörgu leyti losað sig við sitt sósíalíska yfirbragð, væri nú í miðjunni í breskum stjórnmálum og myndi verða það áfram. „íhaldsmenn vildu gjarna hafa Verkamanna- flokkinn á áttunda og í upphafi niunda áratugarins sem andstæð- ing en svo er ekki,“ sagði hann og beindi máli sínu sérstaklega til millistéttarinnar þegar hann sagði, að skattar á henni yrðu ekki hækk- aðir og ekki stofnað til nýrra út- gjalda án þess að gera grein fyrir fjármögnun. Blair og Gordon Brown, talsmaður flokksins í fjár- málum, vildu þó ekki sverja fyrir, að hæsta skattþrepið, sem er 40%, yrði hækkað. Blair hæddist að Major fyrir sundurlyndið innan íhaldsflokksins og sérstaklega í Evrópumálunum. „Á óvissum tímum getum við ekki leyft okkur að vera með tvístígandi forsætisráðherra. Við höfum ekki efni á ríkisstjórn stjómlauss flokks,“ sagði Blair og ítrekaði, að eitt meginviðfangsefni næstu ríkis- stjórnar Verkamannaflokksins yrði menntamálin, forsenda þess upp- lýsta vinnuafls, sem landið þarfnað- ist á næstu öld. Evrópumálin ekki þungvæg 19 af 20 kosningasérfræðingum, sem jReuíere-fréttastofan leitaði til, spá sigri Verkamannaflokksins í kosningunum í maí og að meðal- tali telja þeir, að meirihlutinn verði 43 þingsæti. Hefur hann aukist um sjö þingsæti á einum mánuði. Sérfræðingarnir segja, að þrátt fyrir mikla umræðu um Evrópu- málin vegi þau ekki þungt hjá kjós- endum almennt þótt búast megi við einhverri breytingu þar á þegar nær dregur. Þau muni þó aldrei komast í hálfkvisti við helstu mál- in, heilbrigðismál, menntamál, lög og reglu og atvinnumál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.