Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NAKIN standandi kona, 1921, olía á GYÐJA vindanna, Grikkland, ca 400 f. Kr. léreft, 132x91, Národní galerie, Prag. Marmari, hæð 98 sm. Carlsberg Glyptotekið, Kaupmannahöfn. BLÓÐJARÐAR DRYKKJUMAÐUR, dansari og hljóðfæraleikari. Keramik, 25,5x30,5 sm. Galerie Louise Leiris, París. PICASSO og Miðjarðarhafið, er nafn sýningar, sem frá 20. septem- ber hefur prýtt sali Lousiana-safns- ins í Humlebæk og lýkur 19. janúar. Sýningin er bæði lokaframlag safnsins til menningarárs og sett upp til heiðurs Knuds W. Jensens, stofn- anda þess, sem varð áttræður á ár- inu og er alfarið hugmynd hans. Hins vegar hefur Steingrím Laursen, sýningastjóri safnsins, veg og vanda af útfærslu hugmyndarinnar. Má sýnast nokkuð seint að fjalla um þessa sýningu, sem senn fer að ljúka, en svo er ekki því að einungis inntak sýningarinnar ætti að vera dtjúgur lærdómur fyrir margan nútíma- manninn, sem virðist hafa glatað jarðsambandinu við fortíðina og ekk- ert vill hafa með hana að gera nema helst sem skrautfjöður og uppslátt eigin athafnasemi á listavettvangi. Eins og nafnið bendir til, er um að ræða afmarkað tímabil í list meistarans, sem skarar dvöl hans og verklag er hann dvaldi við Mið- jarðarhafíð, en það var býsna oft. í því skyni hefur verið safnað saman 250 verkum víðs vegar að úr heimin- um og 100 forngripum, sem fundist hafa á svæðinu, einkum mynd- skreyttum vösum. Hluti þeirra eru úr safni Knuds W. Jensens sjálfs, sem víða hefur farið um dagana og er einnig safnari fornminja af ástríðu. Til þess er tekið að á sýning- unni er öll myndaröðin „Suite Voll- ard“, sem eru 100 grafíkblöð er hann gerði fyrir listaverkasalann nafnkunna Ambroise Vollard. Hún er gerð undir dtjúgum áhrifum frá slíkum myndskreytingum, og eru myndirnar í meira lagi ástþrungnar, þótt ^enga eigi þær að hneyksla í dag. í sumum þeirra eru hinar mjúku líkamslínur ástkonu hans á þeim tíma, Mariu Theresu Walter, meira en greinilegar, en hún var mjög klassísk í útliti. Línurissin hóf hann að gera í litlu sveitahöllinni Boisgelo- up í Normandí, sem hann festi sér 1932, er hann var hann var að losa sig við konu sína, Olgu Koklovu, og er sem óður til fornaldarinnar og Ingresar, höfuðmálara klassíska tímabilsins. Lousiana-safnið er svo hátt metið í listheiminum, að tekist hefur að fá verk, sem annars er nær útilokað að fá lánuð frá viðkomandi söfnum, m.a. Picasso-safninu í París. Þá er þetta í fyrsta skipti sem tengsl Pic- assos við gríska og rómverska list fornaldar eru tekin fyrir í stærra samhengi og í því felst einmitt hinn dijúgi lærdómur. Picasso var svo sem mörgum mun kunnugt fæddur í borginni Malaga á suðurströnd Spánar, yst við vestanvert Miðjarð- arhafíð. Hún er ein nafnkenndasta borg landsins, sem mikilvæg hafnar- og verslunarborg um aldraðir, en nú einnig að hluta til fyrir að vera fæðingarstaður hans. Hið mikla haf dró Picasso í þeim mæli til sín, að allt frá árinu 1961 var hann búsettur I þorpinu Notre- Dame-de-Vic í Mougins, sem er í nágrenni þorpanna Vaullares, Antib- es og Juan les Pins, sem allt eru heimsþekkt nöfn og ekki svo lítið fyrir að tengjast athafnasemi hans. Menn hafa einnig haldið því fram, að hér hafi van Gogh gefið málurum fordæmið, en hann var altekinn sannfæringunni um nauðsyn þess að mála á þessu landsvæði sólar og birtumagns. Renoir, Bonnard, Mat- isse, Chagall, André Lohte, Deyrolle, Nicolas de Stel, Vasarely og margir fleiri málarar frá norðlægari héruð- um Frakklands fylgdu í fótspor hans ásamt myndhöggvurum, skáldum og rithöfundum. Þá er Aix-en-Provence fæðingarstaður Cézannes og þangað sótti hann myndefni sín að stórum hluta. Arangurinn er að öll strand- lengjan og það sem listamennirnir hafa skilið eftir sig er sem eitt lif- andi listasafn. Einkasöfnin allnokkur og sum að sögn með því yndisleg- asta að sækja heim, eru jafnframt á Iandsvæði sem vart á sinn líka fyrir upprunalegan þokka fijósemi, náttúruundur og fornmenjar. Picasso var aldrei að fela tengsl sín við list fyrri alda né áhrif frá samtíðarmönnum og þurfti líka ekki á því að halda, því hann umformaði og endurnýjaði fyrri gildi jafnharðan og hann meðtók þau. Mun aldrei hafa byijað nýjan dag án þess að fletta í bókum, svona til að hita sig upp og búa sig undir átök dagsins, en hann málaði lengstum upp undir 10 myndir á dag. Studdist alltaf við eitthvað áþreifanlegt úr hlutveru- leikanum, en lét aldrei umbúðalaus- an innblástur ráða ferðinni, það heit- ir á fagmáli, að hann „improvis- eraði“ ekki, því veröld hans var ekki ímynduð né tilbúningurinn einn. Sporgöngumenn hans og þá einkum á Norðurlöndum misskildu þó lengst- um meistarann ásamt því að fræð- ingar sneru út úr kenningum hans, og það svo rækilega að athugasemd- ir hans, sem hann varpaði fram við ýmis tækifæri urðu ígildi lagabók- stafs sem jaðraði við drottinssvik að bijóta, þótt meistarinn sjálfur færi kannski sístur manna eftir þeim sumum. Öldin hófst á árekstrum milli hins úthverfa innsæis á norðurhveli álf- unnar, með þá Munch og Hodler í fararbroddi, sem Matisse og félagar jarðtengdu í Frakklandi, og hinnar huglægu rökfræði Cézanne á sígild- um grunni. A þessum arfi byggðu þeir Picasso og Braque, jafnframt því sem Picasso gaf hömlulausu hugarflugi lausan tauminn án þess að missa nokkurn tímann sjónar á hinu mótunarlega inntaki. Hann var maðurinn, sem hrærði hvað ákafast í viðteknum gildum, stokkaði oftast upp spilin og byijaði upp á nýtt, en hversu djarft sem útspilið var byggð- ist það jafnan á vitrænni samræðu við fortíðina. Picasso hafði einstæða hæfileika til að láta dæmið ganga upp hvernig svo sem hann ruglaði spilunum, hafði endaskipti á mynd- rænum gildum og allri listasögunni um leið. Inn á þetta kemur sýningin með því að dregin eru fram ýmis föng listamannsins frá fyrri tímaskeiðum og sýnt hvernig hann vinnur úr þeim og umformar. Skoðandinn gengur jafnt fram á yfirmáta þokkafullar grískar marmarastyttur frá fjórðu öld, fj'ölda grískra vasa frá fimmtu og sjöttu öld, konustyttur og hjá- guði frá þriðja áraþúsundi, í öllum tilvikum fyrir tímatal okkar. Menn gera sér ekki alltaf nægi- lega grein fyrir því, að list Picassos er byggð á mjög markvissum og blóðríkum mótunarlegum grunni, um leið og hún á sér ríkan samhljóm í tímunum sem hann lifði á. Þeirri miklu uppstokkun sem kom í kjölfar iðnbyltingarinnar, tækniframfar- anna sem fylgdu í kjölfarið, ásamt ógn og tortímingu tveggja heims- styijalda. Listamaðurinn var alfarið barn síns tíma um leið og hann ger- breytti sýn fólks á umhverfi sitt, því áhrifa hans gætir einnig ótæpilega á sviði listiðnaðar og listíða hvers kon- ar á þann veg að þeirra sér á ein- hvern hátt stað allt í kringum okkur. Hinn meinti ljótleiki í myndum hans styðst þannig alltaf við einhver mynd- ræn og fagurfræðileg gildi, jafnvel þegar hann gengur út frá fullko- minni afskræmingu - hliðstæðan er alltaf einhvers staðar í fortíðinni. Og afskræmingin er jafnan borin uppi af yfirburða myndrænum þrótti, aldr- ei leitað á vit óvandaðra meðala til að styrkja áhrifín og ögrunina, vinnu- lagið kristalsklárt. Pensilförin hrein og bein með greinilegu kennimarki gerandans. Það sem Picasso hafði fram yfir félaga sína var hamslaus krafturinn í sköpunarferlinu, en aðrir lögðu honum flest upp í hendurnar sem hann vann úr. Einkum hafði hið úthverfa innsæi umbylt hugmyndum um persónueinkenni manna, en hann gekk enn lengra. Málararnir voru farnir að mála viðfangsefni sín eins og þeir upplifðu þau, en ekki eins og þeir sáu þau. Þeir voru ekki lengur kortagerðarmenn hlut- veruleikans heldur kryíjendur hans, máluðu áru viðfangsefn- anna, sálina og áhrifin sem þau höfðu á þá, þrengdu sér inn í kjarna þeirra. Picasso gat sömu- leiðis öðrum fremur og betur formað hugmyndir sínar í orð og blóðríkar setningar, eins og þegar hann sagði „ég mála ekki hlutina eins og ég sé þá, heldur eins og rn IJ ...og njóttu suo ljúffengra ueitinga og sjáðu góða mgnd í bíó...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.