Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 32

Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Að lokinni sameiningn Meitilsins og Vinnslustöðvarinnar FRÉTTIR af sam- einingu Meitilsins hf. í Þorlákshöfn og Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum hafa verið talsvert áberandi í íjölmiðlum um skeið. Þótt þannig megi telja á annan tug frétta t.d. í Morg- unblaðinu um málið eða atriði því tengd, þá hefur þessi frétta- flutningui' allur verið mjög tætingslegur og oft í upphrópunarstíl, þannig að þeir sem ekki þekkja þeim mun betur til aðstæðna, hafa átt erfítt með að átta sig á helstu staðreyndum málsins. Undirritaður hefur um skeið set- ið í stjórn Meitilsins hf. fyrir hönd Þróunarsjóðs sjávarútvegsins og tók sem slíkur þátt í umfjöllun um sameininguna og samþykkti hana. Ég hef ekki átt hlutabréf í Meitlin- um hf. eða Vinnslustöðinni hf. og tengist ekki á neinn annan hátt núverandi hluthöfum. í þessari grein vil ég leitast við að draga fram helstu staðreyndir þessa máls eins og þær komu mér fyrir sjónir. Fjölmiðlar höfðu mestan áhuga á fréttum tengdum sölu á hlutabréf- um Þróunarsjóðs sjávarútvegsins í Meitlinum og mun ég ekki fjalla sérstaklega um það mál hér, en bendi á að þrátt fyrir að hlutabréf Þróunarsjóðsins hafi verið til sölu lengi, barst ekkert tilboð í þau sem sjóðurinn taldi viðunandi fyrr en Jón Þorsteinn Gunnarsson boð kom í bréfín á genginu 1,00. Þó svo að fyrir liggi útreikn- ingar á hærra gengi þessara bréfa frá fleiri en einum sérfræðingi, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að markaðsvirði bréfanna var ekki hærra en gengið 1, þar sem eng- inn gaf sig fram sem kaupandi þeirra á hærra gengi. Þróun afkomu Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þær staðreyndir að fyrirtæki hér á landi eru ekki leng- ur rekin á grundvelli byggðastefnu, eða annarrar opinberrar forsjár. Þau fyrirtæki sem ekki spjara sig ein og sér eru ýmist yfirtekin af lánardrottnum, sameinuð öðrum, lögð niður eða endurskipulögð. Sú mikla breyting sem orðið hefur í kjölfar reglulegra viðskipta með hlutabréf hér á landi, hefur m.a. leitt til þess að hluthafar í fyrirtækj- um, hvort sem þau eru skráð á markaði eða ekki, eru betur meðvit- aðir um þá eðlilegu kröfu að hluta- fé skuli skila eiganda sínum ein- hveijum arði. Til þess að svo megi verða þarf afkoman að vera þannig að eitthvað sé til skiptanna, þegar búið er að taka tillit til þeirra skuld- bindinga sem framtíðaráform fyrir- tækisins gera ráð fyrir. Hluthafar Meitilsins hafa mér vitanlega ekki fengið greiddan neinn arð af eign Hagkvæmni stærri rekstrareininga í sjávarútvegi, segir Jón Þorsteinn Gunn- arsson, hefur þegar sannað gildi sitt. sinni í félaginu mörg síðastliðin ár, enda hefur afkoma fyrirtækisins ekki boðið upp á slíkt. Árið 1993 var Meitillinn hf. rek- inn með tapi. Árið 1994 skilaði fyr- irtækið hagnaði af reglulegri starf- semi sem nam 4,9% af veltu. Árið 1995 var hagnaðurinn aðeins 1,4% af veltu. Þegar eftir fyrsta ársijórð- ung 1996 var fyrirtækið rekið með tapi sem fór vaxandi og í lok ágúst hafði afkoman versnað um tugi milljóna miðað við sama tíma 1995. Ljóst var að við svo búið mátti ekki una og ræddi stjórnin ýmsar leiðir sem mættu verða til þess að bæta afkomu fyrirtækisins. Áframhald- andi taprekstur hefði einungis graf- ið undan tilveru fyrirtækisins. Það hlaut því að bíða stjórnenda að taka ákvarðanir sem fyrst, sem myndu breyta þeirri þróun sem orðin var. það voru hins vegar ekki margir möguleikar í stöðunni sem myndu snúa afkomunni til betri vegar og því fyrirsjáanlegt rekstrartap á ár- inu 1996. Slíkt hefði ekki þýtt enda- lok félagsins, en hins vegar veikt áfram stöðu þess. Rök með sameiningu Þótt margt hafi tekist vel í starf- semi Meitilsins hf. og fyrirtækið hafi verið í fararbroddi á ákveðnum sviðum í endurnýjun á vélbúnaði og vinnslutækni, hefur mönnum verið ljós sú staðreynd að fyrirtæk- ið þurfti og gat tekið á móti miklu meira magni til vinnslu en það hef- ur haft yfir að ráða, til þess að skila viðunandi afkomu. Sérhæfing fyrirtækisins í bolfiskvinnslu hefur einnig orðið til þess að afkoman hefur fyrst og fremst sveiflast með stöðu þeirrar vinnslu á hveijum tíma. Meitillinn hf. og Vinnslustöðin hf. hafa haft með sér samstarf á ýmsum sviðum síðustu ár þótt áherslur hafi verið ólíkar í megin- rekstri félaganna. Það og sú stað- reynd að meirihluti eigenda er sá sami í báðum félögunum, hlaut að ýta undir það að frekari samvinna og jafnvel sameining yrði skoðuð. Hagkvæmni stærri rekstrarein- inga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi hefur þegar sannað gildi sitt, þar sem aðilar geta m.a. hald- ið úti fjölbreyttari vinnslu en í minni félögum og geta því betur staðist óvæntar sveiflur atvinnugreinarinn- ar. Vissulega hefur sameining fyrir- tækja ekki alltaf skilað því sem búist var við og þess eru dæmi að fyrirtæki sem hafa sameinast, hafa síðar verið slitin í sundur aftur. Slík dæmi eru hins vegar undan- tekningar. Lokaorð Það er eðlilegt að tímabundið óvissuástand skapist meðal starfs- manna og íbúa í ekki stærra byggð- arlagi en Þorlákshöfn er, þegar fréttir berast af breytingum á rekstrarformi jafnstórs vinnuveit- anda og hér er um að ræða. í allri umræðu um þetta mál innan stjórn- ar Meitilsins hf. var gengið út frá því sem grundvallarsjónarmiði, að nýta áfram til fulls þau framleiðslu- tæki sem eru til staðar í Þorláks- höfn og að kvóti Meitilsins hf. yrði áfram skráður í Þorlákshöfn. Það er trú mín að umsvif hins nýja fyrir- tækis í Þorlákshöfn verði ekki minni, og jafnvel meiri, en þau voru hjá Meitlinum hf. fyrir sameiningu. Það og þær jákvæðu áætlanir sem hið sameinaða félag leggur upp með, eru mér næg rök fyrir því að vera fylgjandi þessu máli. íslenskur sjávarútvegur er hins vegar háður svo mörgum óvissu- þáttum, að það er ógjörningur að spá fyrir um hlutina langt fram í tímann, og því ekki hægt að segja á þessari stundu hvort það sem talið er hagkvæmt í dag, muni verða það í upphafi nýrrar aldar. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og sat í stjórn Meitilsins hf. fyrir hönd Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Lifandi samstarf um heilsuvernd ÍNGL HEILSUGÆSLA er mjög kostnaðar- söm. Hún er rekin á þeim grunni að skammta hana á lágu verði til neytendanna. Það getur verið góð hugsjón en hún gefur ekki árangur sem skyldi. Að hafa heilsu- gæslu að mestu kost- aða af skattfé leiðir til þess að stöðugt vantar fé til rekstrar- ins. Það leiðir svo aft- ur til síaukinna for- sjárreglugerða og til- skipana og biðlistar verða náttúrulögmál. Og verst er að neytendurnir sjálfir verða áhrifalitlir og meira eða minna ómeðvitaðir um það að þeir sjálfír eru sterkasti aðilinn í verndun heilsu sinnar. Sérstakar sjúkratryggingar Tími er kominn til þess að að- skilja heilsugæslu og sjúkratrygg- ingar. Neytandinn þarf að fá reikn- inginn yfir kostnaðinn þótt hann verði greiddur að ákveðnum hluta af sjúkratryggingum. Sú endur- greiðsla fari eftir efnum og ástæð- um þannig að enginn þurfí að hika við að leita læknishjálpar vegna fjárskorts. Hver er sinnar gæfu smiður Nauðsynlegt er að fræða fólk um hvernig það sjálft geti verndað og bætt heilsu sína. Spilli það heils- unni vitandi vits er það sjálfskapar- víti sem leiðir til þess að viðkom- andi verði að greiða stærri hlut. Þetta þarf að koma fram í sjúkra- tryggingaskilmálum svo að það sé neytendum ljóst. Fjárhagslegur hagnaður af því að varðveita heilsu sína verkar sem fyrirbyggjandi aðgerð og fólk almennt mundi þá búa við betri heilsu og meiri lífsfyll- ingu. Jafnframt mundi sparast mikið fé í heilbrigðisþjónustunni og hún mundi verða bæði betri og markvissari. Neytendurnir og fólk- ið í heilbrigðisstéttunum mundi sameinast um fyrir- byggjandi aðgerðir og öfluga heilsuvernd. Neytandinn þarf að hafa sem mest frelsi til að leita til þeirra í heilbrigðisstétt sem hann hefur mesta trú á að geti veitt hjálp en það er höfuðatriði eigi góður árangur að nást. Náttúrulækningar Fólk leitar mikið óhefðbundinna lækn- inga og greiðir þann kostnað sjálft. Slikum lækningum hefur verið haldið utan við hina almennu heil- sugæslu. Náttúrulækningar byggja á Iangri reynslu og þekk- ingu kynslóðanna. Þær hafa mörg- Það er höfuðnauðsyn, segir Páll V. Daníels- son, að sem mest frelsi ríki í heilbrigðisþjón- ustu. um bjargað og eiga fullan rétt á sér. Þær eru snar þáttur í al- mennri heilsugæslu. Þar er neyt- andinn sjálfur virkur. Það væri til gagns ef hann gæti rætt þau mál fordómalaust við lækni sinn. Nátt- úrulækningar eru að stórum hluta fólgnar í því að bæta daglega fæðu með fæðubótarefnum og temja sér heilbrigðan lífsstíl. Heilsugæsla verður ekki fullkomin nema þessi stóri og vaxandi þáttur í baráttu fólks fyrir góðri heilsu sé virtur. Nokkur árátta virðist vera í þá átt að takmarka frelsi fólks í notkun ýmissa náttúruefna. Það er röng stefna. Það er höfuðnauðsyn fyrir fólk að sem mest frelsi ríki í heil- brigðisþjónustu og að hún sé lif- andi afl og þjónusta sem fólk vill kaupa. Höfundur er viðskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.