Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Að taka ábyrga
afstöðu í um-
hverfismálum
VINNA við undir-
búning að byggingu
álvers Columbia Vent-
ures fyrirtækisins á
Grundartanga er nú
komin vel á veg. Kom-
ið hefur í ljós að sum-
ir hafa nokkrar
áhyggjur af áhrifum
væntanlegs álvers á
umhverfið í sveitunum
í grennd við Grundart-
anga. í umhverfismati
því sem íslenskir sér-
fræðingar unnu á
fyrstu stigum undir-
búningsins kemur
hins vegar fram að
ekki þurfi að óttast mengun af
völdum þess. Um þetta var nánar
fjallað í grein eftir Tómas Má Sig-
urðsson, verkfræðing hjá Hönnun
hf., sem birtist í Morgunblaðinu í
gær. í þessari grein vil ég fyrir
hönd Columbia Ventures Corpor-
ation kynna stuttlega viðhorf fyr-
irtækisins til umhverfismála.
Ábyrgð í umhverfismálum
Columbia Ventures fyrirtækið
var stofnað fyrir réttum tíu árum
og hefur starfað í áliðnaði síðan.
Stjórnendur þess settu snemma
fram nokkur grundvallaratriði sem
fyrirtækið hefur unnið eftir. Meðal
þeirra eru:
Að koma fram við alla þá sem
hlut eiga að máli — starfs-
menn, viðskiptavini, bæjarfé-
lög, birgja og almenning — af
heiðarleika, reisn og virðingu.
Að fara að öllum gildum lögum
og reglum og ávinna fyrirtæk-
inu orðspor sem góður og gild-
ur þegn í þjóðfélaginu.
Að ávinna sér gott orð fyrir
fyrsta flokks gæði vöru og
þjónustu meðal viðskiptavina,
innan og utan fyrirtækisins,
um leið og unnið er samkvæmt
öllum settum reglum í um-
hverfismálum.
Það hefur því verið
stefna Columbia Vent-
ures frá upphafi að
taka ábyrga afstöðu í
samfélaginu, bera
virðingu fyrir um-
hverfinu og fara í einu
og öllu eftir þeim lög-
um og reglum sem
sett eru í umhverfis-
málum. Við leggjum
metnað okkar í að
tryggja að starfsemi
okkar hafi eins lítil
áhrif á umhverfið og
unnt er.
Columbia Ventures
Corporation rekur fyr-
irtæki á 10 mismunandi stöðum í
fimm fylkjum Bandaríkjanna.
Þessi fyrirtæki starfa samkvæmt
80 mismunandi starfsleyfum.
Það hefur verið stefna
Columbia Ventures frá
upphafi að bera virð-
ingu fyrir umhverfinu,
segir James F. Hensel,
og fara eftir þeim lögum
og reglum sem sett eru
í umhverfismálum.
Þessi leyfi kveða á um gæði vatns
og lofts; hljóðstig; flutninga, með-
ferð, geymslu, notkun og losun
hættulegra efna; heilsu starfs-
manna og öryggi; bruna- og þjófa-
varnir og margt fleira.
Við höfum alltaf lagt mikla
áherslu á að vinna í hvívetna sam-
kvæmt þessum reglum og leyfum
og fyrirtækið og starfsmenn þess
leggja metnað sinn í að standast
þær kröfur sem gerðar eru til
þeirra af opinberum aðilum.
Álverið, sem við höfum í hyggju
James F.
Hensel
fHorötmMaíiib
-kjarni málsins!
að reisa á Grundartanga, mun
einnig starfa samkvæmt opinber-
um reglum og leyfum. Sum þeirra
eru svipuð þeim sem við þekkjum
frá Bandaríkjunum. Við munum
að sjálfsögðu leggja á það jafnm-
ikla áherslu hér á Islandi að starfa
í samræmi við settar reglur og lög
og væntum þess að íslenskir
starfsmenn okkar leggi sig alla
fram á því sviði ekki síður en þeir
bandarísku.
Kröfur til nýja álversins með
þeim ströngustu í heimi
Starfsleyfi til handa væntan-
legu álveri okkar á Grundartanga
hefur verið lagt fram til kynningar
og opinberrar umræðu. Það er
skoðun okkar að í þessu leyfi, sem
skrifað er af Hollustuvernd ríkis-
ins, séu ítarlegri kröfur en gerðar
eru til flestra annarra álvera í
heiminum. Með öðrum orðum, þá
teljum við að umhverfisverndarkr-
öfur þær sem settar eru fram í
starfsleyfinu séu með þeim ströng-
ustu sem þekkjast í heiminum. Eg
segi ekki þær ströngustu því að
ég hef ekki séð starfsleyfi allra
álvera heimsins, og get því ekki
fullyrt slíkt, en við þekkjum nokk-
uð til starfsleyfa álvera í Banda-
ríkjunum.
Sumir virðast telja að verði ál-
ver reist í Hvalfirði muni byggð
og landbúnaður leggjast þar af
vegna mengunar. Slíkt er fjarri
sanni eins og athuganir íslenskra
sérfræðinga staðfesta. í starfs-
leyfinu, sem Hollustuvernd ríkisins
samdi, er einnig sett það skilyrði
að allur hreinsi- og mengunar-
varnabúnaður í álverinu verði af
nýjustu og bestu gerð. Það er líka
svo að aðeins nýjasta tegund slíks
búnaðar gerir okkur kleift að
verða við þeim ströngu kröfum
sem gerðar eru til umhverfismáia
í starfsleyfinu.
Að starfa í sem bestri
sátt við umhverfið
Umhverfismál skipta_ alla máli
og ein af auðlindum íslands er
gnægð hreinnar, umhverfisvænn-
ar orku. íslensk stjórnvöld hafa
tekið ákvörðun um að gera hana
að útflutningsvöru, helst með full-
vinnslu á íslandi. Ein leið til þess
er að nýta orkuna til að breyta
súráli í fullunnið ál. Þó að áliðnað-
ur sé talinn mjög hreinlegur iðnað-
ur fylgir honum nokkur úrgangur.
Starfsmenn Hollustuverndar ríkis-
ins hafa hins vegar lagt hart að
sér við að útbúa starfsleyfi fyrir
álverið sem uppfyllir þau markmið
sem Lýðveldið Island hefur sett
sér í umhverfismálum. Við ætlum
að uppfylla kröfur þessa starfs-
leyfis til fullnustu og starfa í sem
bestri sátt við umhverfið og ibúa
þess.
Höfundur er aðstoðarforstjóri
Columbia Ventures Corporation.
Hvalveiðar?
EF MARKA má orð
sjávarútvegsráðherra í
fjölmiðlum í lok nýlið-
ins árs, stefnir allt í
það að íslendingar
hefji hvalveiðar innan
skamms. Ekki hafa
heyrst haldbær rök
fyrir því að hefja þess-
ar veiðar að nýju. Ráð-
herra talar _um sjálf-
sagðan rétt íslendinga
til þess að veiða hval.
Nú er ekki svo að
nokkurn tíma hafi ver-
ið efast um rétt okkar
í þeim efnum. Við Is-
lendingar höfum hins
vegar samþykkt á al-
þjóðavettvangi að nýta okkur ekki
umræddan „rétt“ - og það undan-
farin 7 ár. Þá hefur sjávarútvegs-
ráðherra viðurkennt að tekjur þær
sem við íslendingar komum til með
að hafa af hvalveiðum muni ekki
vega þungt á þjóðhagslegum vogar-
skálum landsmanna. Þegar öllu er
á botninn hvolft virðist því sem hin
landlæga íslenska minnimáttar-
kennd stjórni orðum ráðherra að
flestu leyti.
Það er eðlilegt að íslenska þjóðin
sem slík hafi minnimáttarkennd.
Við erum lítil. Með þeim allra
minnstu og það er kominn tími til
að við viðurkennum það. Við meg-
um okkar lítils og allra síst gegn
áróðursmaskínum alþjóðlegra sam-
taka á borð við Greenpeace, sem
veltir margföldum fjárlögum ís-
lenska ríkisins. í heimi síaukinnar
fjölmiðlunar og tölvuvæðingar og
þar af leiðandi stöðugs upplýsinga-
flæðis (hvort sem upplýsingarnar
eru réttar eða rangar) fara völd og
áhrif þeirra sem ráða yfir fjármun-
um sífellt vaxandi.
Samgönguráðherra - flokksfé-
lagi sjávarútvegsráðherra - opin-
beraði sl. vor stefnu sína í ferðamál-
um. Eitt af markmiðum hans er að
auka gjaldeyristekjur af ferðaþjón-
ustu um 5% á ári fram til ársins
2005. Ferðaþjónustu, þá einkum
hvalaskoðun, hefur að undanförnu
af ýmsum verið stillt upp sem and-
stæðum póli hvalveiða. Hvalveiðar
og hvalaskoðun eru ekki taldar eiga
samleið. Hvort tekjumöguleikar af
hvalaskoðun eru ofmetnir skal láta
ósagt hér. Hitt er öruggt, að tekju-
möguleikar af ferðaþjónustu í heild
sinni eru margfalt meiri en af hugs-
anlegum hvalveiðum. En telja má
víst að ef hvalveiðar verða hafnar
á ný kemur það til með að skaða
ímynd íslands á alþjóðlegum mörk-
uðum og mun það ekki hvað síst
bitna á ferðaþjónustu hér á landi.
í upphafi iðnaðarsamfélags þess
sem við myndum nú í d_ag, var vald
framleiðenda algert. í dag lítur
dæmið öðruvísi út: Það eru neytend-
ur sem segja framleiðendum fyrir
verkum. Sé framleið-
andi vöru eða þjónustu
neytendum ekki
þóknanlegur snúa þeir
sér til samkeppnisaðil-
ans. Hveijir eru neyt-
endur íslenskrar ferða-
þjónustu? Það eru auk
okkar íslendinga
sjálfra erlendir gestir
okkar, sem búið er -
með miklum tilkostnaði
- að laða til landsins
undanfarna áratugi.
Þetta er að stórum
hluta fólk úr borgar-
samfélögum megin-
landa Evrópu og Amer-
íku; fólk sem lifír ekki
í jafn nánum tengslum við náttúr-
una og við, fólk sem hefur ekki
endilega forsendur til að skilja sjón-
armið veiðimannasamfélaga og lít-
ur á hvali, seli og jafnvel þorsk sem
hver önnur hús- og gæludýr. Þessir
gestir okkar hafa horft upp á eyði-
leggingu náttúrunnar og umhverf-
isspjöll í heimalöndum sínum. Það
veldur því að það er orðið ákafir
og oft öfgakenndir umhverfisvernd-
Markhópur íslenzkrar
ferðaþjónustu,
segir Bjarnheiður
Hallsdóttir, er sann-
færður andstæðingur
hvalveiða.
arsinnar, ekki síst á ferðalögum
sínum erlendis.
Eðli málsins samkvæmt eru þeir
sem mynda markhóp íslenskrar
ferðaþjónustu erlendis því sann-
færðir andstæðingar hvalveiða. Þeir
eru allt eins líklegir til að hafna
ferðalögum til íslands ef hvalveiðar
verða teknar upp að nýju hér við
land.
Hvorki íslensk ferðaþjónusta né
íslenskur sjávarútvegur mega við
því að hafnar verði hvalveiðar á ný.
Þessar mikilvægustu atvinnugrein-
ar þjóðarinnar hafa ekki efni á því
að taka áhættuna á að erlendir
markaðir hrynji í kjölfar herferða
umhverfisverndarsamtaka gegn ís-
landi og íslenskum afurðum.
Horfum á hlutina í samhengi!
Látum ekki sérhagsmuni eða þjóð-
ernishroka ráða ferðinni. Viður-
kennum að við lifum á tímum þar
sem vald neytenda er mikið. Þeir
hika ekki við að „versla annars stað-
ar“ sé þeim misboðið. Látum hval-
ina í friði.
Höfundur er ferðamálafræðingur.
Bjarnheiður
Hallsdóttir
Dömudeildi
affatnaéi
og skóm
20-40%
afsléttur
Laugavegi, s. 511 1717
Kringlunni, s. 568 9017
Shelley's - DESTROY - BRONX
-ART-Jungle - TREND -
GPM - Sonax - MORGAN