Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
NIÐDIMM nótt í
byijun apríl fyrir tæp-
um tveimur árum. Eg
hafði stjakað nokkrum
ungum íhaldspiltum út
úr kosningaskrifstof-
unni og varið þannig
þann mjöð er eftir var.
Meira varð ekki að
gert að sinni. Síðan
gengum við, ég (tví-
stígandi) og nokkrir
mér staðfastari jafnað-
armenn, vestur yfir
eina Kópavogsbrúna í
áttina að Kirkjuholtinu
(Borgarholti). Klapp-
imar kipruðu sig sam-
an - alveg eins og við.
Það var helkalt. Við hlið mér gekk
eðalkrati af bestu gerð sem hafði
lifað og þjáðst með flokknum í sigr-
um hans og ósigrum. Við sem þarna
fetuðum brúna vorum sammála um
að flokkurinn okkar hefði fallið á
eigin bragði. Snorri Hjartarson orð-
ar hugsanir okkar svo:
Glaumur fagnar þér, tómleiki býður þér
heim
slungin græðgi vísar þér veg til hallar,
varúð brosmild og lokkandi hvíslar. gleym
órum þínum í örmum mér, látum
aðra um að sýna hreinskilni og þor;
sjá flærð og þýlund hreykjast í hæstu sæt-
um,
hugsjón og göfgi sparkað á dyr
(í Eyvindarkofaveri)
Frá því við skildum þarna á vestur-
bakka gjárinnar hafa nokkur merki
um iðrun og yfirbót gert vart við
sig. En betur má ef duga skal.
Félagsstarf í skólum
Kjósendur hafa gjarnan á orði
að stjórnmálamenn íslenskir séu
„allir eins“ í æði og
orði hvað sem kosn-
ingaloforðin kveða á
um. Ég hef stundum
velt því fyrir mér hvar
vandann eða samsvör-
unina stjómmála-
manna í millum er að
fínna og tel ég að aðal-
orsökin sé „félagsstarf
í skólum". „Félagsstarf
í skólum“ er að jafnaði
stundað af fremur litl-
um hópi sérgæðinga í
hverjum skóla og er
haft að sýndarmarkm-
iði að unnið sé fyrir
„hag nemenda" en
meginmarkmiðið er að
ná í völd og fé fyrir sjálfan sig en
ekki síst „tengslum" við kennara.
Frá þessu eru sárafáar undantekn-
ingar. Þetta virðist mér vera farveg-
ur fyrir kennarasleikjur allra skóla
sem þarna læra gamla góða „trixið“
að leika tveimur skjöldum. Sérstak-
lega eru þessar gælur við „valdið“
áberandi á æðsta skólastigi enda
þar orðið stutt í að það komi til
góða þegar við tekur að „koma sér
áfram“. Það versta við þetta allt
saman er að þetta sama „félags-
málafólk" er alltaf á sömu braut -
eftir útskrift eða fall - í íslenskum
stjórnmálum. Til málamynda raðar
sumt þetta fólk sér þá í „stjórnmála-
flokka“ hvers markmið er einungis
eitt „nemendafélag Austurvallar“.
Eins og vera ber eru frá slíkum
alhæfíngum ágætar undantekningar
og má þar til nefna nýkjörinn form-
ann Alþýðuflokksins-Jafnaðar-
mannaflokks Islands, Sighvat Björg-
vinsson. En Sighvatur hefur verið
manna ódeigastur við að ráðast gegn
sérhagsmunum í þjóðfélaginu. Það
Með aga og vönduðum
vinnubrögðum, segir
Halldór E. Sigur-
björnsson, verður
Stjórnarráðið jafnaðar-
manna árið 1999.
sama má segja um forvera hans og
flesta meðlimi hins sameinaða þing-
flokks jafnaðarmanna.
Framangreind skólatengsl ís-
lenskra ráðamanna hafa ásamt öðru
bundið hendur þeirra. Nægir að
benda á allskyns bitlinga sem til
að mynda hafa komið helstu postu-
lum frjálshyggjunnar til góða og
hefur þeim verið haldið uppi af al-
mannafé enda kunna markaðslög-
málin að vera kaldari í framkvæmd
en ráða má af þeirra eigin meintu
fræðibókum.
Jafnaðarmenn - íhald
Jafnaðarmenn eru þeir menn sem
fylkja sér saman undir kennimerki
jafnaðarstefnunnar: Ijóðfélagslegt
réttlæti; blandað hagkerfi; fijáls
markaður; skynsamleg beiting rík-
isvalds; alþjóðleg sýn; félagsleg sam-
hjálp og lífskjarajöfnuður. Ihaldið
er andstaðan: Ættar- og auðveldi
sem stefnir nú grímulaust að þjóðfé-
lagslegum ójöfnuði (eins og alltaf
áður og fyrr); einokunar- og fá-
keppnismarkaður hinna útvöldu
(fjölskyldurnar XIV); geðþótti í beit-
ingu ríkisvalds; þjóðemisstefna; og
algert niðurbrot velferðarkerfisins.
Jafnaðarmenn eru flestir í röðum
Alþýðuflokksins-Jafnaðarmanna-
flokks íslands en þá má finna í öll-
um öðmm flokkum. Samanlagðir
eru þeir í ríflegum meirihluta en
þeir hafa ekki náð saman fram að
þessu. Flokksbönd og kreddur hafa
haldið þeim aðskildum. Þeir eru því
oft í minnihluta og eru ofurliði bom-
ir af íhaldi sérhvers flokks.
íhaldið (stundum einnig nefnt
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur)
á nefnilega einnig fylgismenn í öllum
flokkum - menn sem eru í stjórn-
málum valdanna vegna. Sérstök teg-
und íhaldsmanna allra flokka eru
flokkseigendur og nefndakóngar
sem komið hafa sér vel fyrir í hinu
efnislega valdakerfí flokkanna.
Þeirra starfsvettangur eru hin reyk-
mettuðu bakherbergi. Sterkust eru
ítök flokkseigenda og nefndakónga
í flokki íhaldsins og mynda þeir í
raun núverandi ríkisvald. Þessa bak-
herbergjamenn íhaldsins er því mið-
ur einnig að fínna í flokkum þar sem
jafnaðarmenn eiga að vera í meiri-
hluta en veldi þeirra hefur sem bet-
ur fer farið þverrandi með auknu
flokkslýðræði og opnum prófkjörum.
1978-1999
Staðan í íslenskum stjórnmálum
er nú um margt skyld stöðunni
1978. Fijálshyggja íhaldsins hefur
leitt. islensku þjóðina fram á sama
hengiflug og blasir við í Bretlandi.
Arfur Margaret Thatcher í Bret-
landi hvílir með ógnarþunga á
breskum almenningi sem hefur snú-
ist í lið með Tony Blair, leiðtoga
breska Verkamannaflokksins.
Sömu mistök hafa nú verið gerð á
íslandi enda sækir Davíð Oddsson
fyrirmynd í „Járnfrúna" og íhalds-
ofstæki hennar. Eins og Thatcher
og eftirmaður hennar er Davíð orð-
inn höfuðóvinur alþýðu manna.
Nú er hins vegar á íslandi enginn
Vilmundur Gylfason fyrir hendi til
þess að leiða sókn jafnaðarmanna.
Eftirmenn hans geta hins vegar
notið góðs af hugsjónaeldi hans.
Þeir geta einnig lært af mistökum
þeim sem gerð voru eftir sigur
„vinstri manna“ 1978. Núverandi
formaður Alþýðuflokksins, Sighvat-
ur Björgvinsson, þekkir af eigin
raun hvað betur hefði mátt fara
örlagaárið 1978. Alþýðubandalagið,
fyrst undir forystu Ólafs Ragnars
Grímssonar og nú undir forystu
Margrétar Frímannsdóttur, hefur
tekið fullnægjandi breytingum til
þess að mynda öflugan samstarfs-
aðila með jafnaðarmönnum Alþýðu-
flokksins. Það sem helst gæti skilið
á milli eru Evrópumálin og raun-
verulegt frelsi á markaðnum. Yngri
jafnaðarmenn beggja flokka ættu
hins vegar að geta leikið stórt hlut-
verk í því að flokkarnir nái saman
um þessi lykilmál - þeir eru lítt
bundnir af naflastrengnum til
Kremlar. Fyrir 1999 þarf að slíta
algerlega á strenginn - og binda
fyrir.
Samruni þessara tveggja „vinstri
flokka" dugir hins vegar ekki til -
opna þarf allar gáttir fyrir jafnaðar-
mönnum allra flokka. Flokkakerfið
má ekki enn á ný verða sú hindrun
sem veitir íhaldinu í formi Fram-
sóknarflokksins aðgang að stjórn
landsins. Það voru mistökin 1978.
Með einbeittri sókn, aga og vönduð-
um vinnubrögðum setjast jafnaðar-
menn einir í Stjórnarráðið 1999.
Héðinn Valdimarsson
Blandað hagkerfi og raunveru-
legt frelsi á markaðnum kalla á
nýja hugsun. Sameignarsinnar hafa
gjarnan litið á stjórnmál sem stétta-
stríð - launþega og atvinnurek-
enda. í blönduðu hagkerfi og á
fijálsum markaði leita jafnaðar-
menn eftir samstöðu atvinnurek-
enda og launþega - samstaða hins
sterka með hinum veikburða.
Héðinn Valdimarsson á því enn
sem fyrr erindi í raðir íslenskra jafn-
aðarmanna.
Höfundur er félagi í Alþýðu-
flokknum - Jafnaðarmannaflokki
íslands og FFJ.
1978-1999
Halldór E.
Sigurbjömsson
Deilt um keis-
arans hest
í BYRJUN desem-
ber varð nokkurt upp-
hlaup í Ijölmiðlum
þessa lands vegna slita
sjálfstæðismanna í
meirihlutasamstarf við
krata í bæjarstjórn hér
í Vesturbyggð.
Birtu listarnir yfir-
lýsingar á báða bóga
og sýndist nú sitt
hvorum, eins og
gjarnan vill bregða
við, við vinslit af þessu
tagi. Og væru nú yfir-
lýsingar þessar öllum
gleymdar, rétt eins og
systur þeirra frá fyrri
meirihlutaslitum
þessa heims hafa gleymst, ef ekki
kæmi til, illu heilli, niðurlag yfir-
lýsingar þeirra Vesturbyggðar-
krata. Efnislega er þar sjálfstæðis-
mönnum borið í brýn að það at-
hæfi þeirra að lyfta Gísla Ólafs-
syni til æðstu metorða á vegum
flokks síns og félags, minni óneit-
anlega á þær vegtyllur sem Kalig-
úla Rómarkeisari hlóð á uppá-
haldshest sinn forðum, og hefur
sá gjörningur æ síðan þótt orka
tvímælis.
Frú Kristín Jóhanna Björnsdótt-
ir, þáverandi en nú fyrrverandi for-
seti bæjarstjórnar, ritar nafn sitt
undir yfirlýsingu kratanna og hefur
síðan mátt sæta nokkru ámæli
manna, einkum hestamanna, fyrir.
Það gerist síðan einhverntímann
á bilinu 2.-24. desember að ein-
hver kveikir á tölvunni fyrir fyrr-
nefndan Gísla Ólafsson þvi að á
aðfangadag birtist hér í Morgun-
blaðinu breiðsíða mikil, honum
eignuð, undir yfírskriftinni „Jóðsótt
forseta bæjarstjórnar í Vestur-
byggð“.
Gísli virðist við
fyrstu sýn fara af stað
í grein sinni með þann
einlæga ásetning í far-
teskinu að fjalla um
meirihlutaslitin og
fjárhagsstöðu Vestur-
byggðar en þreytist
fljótt á þeirri vinnu og
fer að ræða meinta
tilvistarkreppu frú
Kristínar, þeirrar
hinnar sömu og nefnd
var hér að ofan. Og,
undarlegt nokk, virð-
ist eiga í nokkrum
slíkum vanda sjálfur.
Því ekki verður, svo
frómt sé frá sagt, í
fljótu bragði séð annað en hann
hafi tekið grínið um Kaligúla og
hestinn fullalvarlega en geti þó
ekki gert upp við sig hvort hann
Gísli tók grínið um
Kaligúla, segir
Kristján Skarp-
_______héðinsson,__________
fullalvarlega.
vill heldur vera lamb eða hestur.
Finnst greinilega girnilegt að vera
lamb ef það má heita „saklaust
fórnarlamb", en einnig ansi væn-
legt að vera hross ef það má kalla
„hinn mesta gæðing".
Einnig kveður Gísli upp úr um
það í eitt skipti fyrir öll að það
hafí verið alþýðuflokksmenn en alls
ekki sjálfstæðismenn sem stóðu að
ráðningu hans í embætti á sínum
tíma en telur að vísu ekki hægt
að skýra það með öðru en því að
Kristján
Skarphéðinsson
Alþýðuflokkurinn sé vitskertur eins
og margnefndur Kaligúla. Góð
skýring það, Gísli!
Hvaða skoðun Gísli hefur þá á
andlegu ástandi þeirra flokka sem
nú hafa myndað meirihluta skal
ósagt látið en á það minnt að nú
þegar þetta er ritað er Gísli orðinn
hvorutveggja bæjarstjóri og forseti
bæjarstjórnar fyrir þeirra tilstuðlan
en hesturinn Kaligúla varð aldrei
nema bara senator. Ekki einu sinni
ráðgjafí eins og Gísli bendir rétti-
lega á.
Og má ég ljúka þessari minni
ritningu með því að gera játningu?
Grunsemdir manna um að ég
yðar auðmjúkur hafi verið þar nær
staddur er yfírlýsing alþýðuflokks-
manna var saman sett eru fullkom-
lega á rökum reistar. Enda við
Kristín, hinn afsetti forseti, heimil-
isföst á sama stað og innvikluð í
flest hin djöfullegu ráð krata í
Vesturbyggð. Er hesturinn marg-
frægi þar staddur fyrir mína tilst-
uðlan.
Vil ég því, með sárri iðran, biðja
alla hesta, þessa heims og annars,
afsökunar á því að líkja bæjarstjór-
anum við hross, og yfirleitt að
draga þá göfugu skepnu inn í
umræður um bæjarstjórann og
Sjálfstæðisflokkinn í Vestur-
byggð.
Hvað varðar hveitið sem Gísli
kvartar um í lok greinar sinnar,
og telur koma héðan úr kjallaran-
um á rúgbrauðsgerðinni, þá hefur
það væntanlega slæðst með af
þeim sökum að hér er verið að
vinna með það ágæta hráefni
flesta daga.
Vefjist þessi skýring fyrir bæjar-
stjóranum má benda honum á að
fletta sögninni „að vinna" upp í
orðabók og gaumgæfa vel uppruna
og merkingu þess orðs.
Og þótt fyrr hefði verið.
Vil ég endilega óska lömbum,
hestum og mönnum í Vesturbyggð
árs og friðar.
Höfundur er bakarameistari
á Patreksfirði.
Heilbrigðisþj ón-
usta og pólitík
Athugasemdir frá héraðs-
lækninum í Reykjavík
MALFLUTNINGUR
Ólafs F. Magnússonar,
talsmanns Félags sjálf-
stætt starfandi heimil-
islækna, í fjölmiðlum,
síðast í Morgunblaðinu
28. desember 1996,
gefur tilefni til eftirfar-
andi athugasemda.
Þegar nýr læknir
óskar þess að hefja
störf samkvæmt samn-
ingi læknafélaganna við
Tryggingastofnun rík-
isins (TR) vegna heimil-
islækna utan heilsu-
gæslustöðva ber að
leita álits héraðslæknis Lúðvík
um hvort þörf sé á fleiri Ólafsson
heimilislæknum á við-
komandi svæði. Héraðslæknirinn
leggur faglegt mat á það hvort þörf
sé fyrir þjónustu fleiri lækna á þeim
samningi. í því felast faglegar skyld-
ur hans. Fullyrðingar um að héraðs-
læknirinn í Reykjavík hafí tekið sér
pólitískt vald eru því út í hött.
Heilbrigðisráðuneytið hefur mótað
stefnu til þess að ljúka við uppbygg-
ingu heilsugæslunnar á landinu.
Þetta krefst þess að starfsaðstaða
heimilislækna fylgi ákveðnum lág-
markskröfum. Heimilislæknar á
starfssamningi við TR ná ekki að
uppfylla þær kröfur og ekki eru nein
merki um að skortur sé á heimil-
islæknum sem vinna við þær aðstæð-
ur. Með því að fjölga læknum á þeim
samningi verður minna fjármagn
eftir til þess að ljúka við uppbygg-
ingu heilsugæslunnar, því þeir pen-
ingar verða ekki notaðir tvisvar. Með
þetta í huga er ekki þörf fyrir fleiri
heimilislækna með takmarkaða
starfsaðstöðu eins og samningurinn
við TR býður upp á.
Til skýringar mætti
líkja þessu við það að
skurðlæknum væri gert
að leita álits héraðs-
læknis á því hvort þörf
væri fyrir fleiri skurð-
lækna áður en þeir
fengju að hefja störf á
læknastofum ' utan
sjúkrahúsa í borginni.
Það væri síðan faglegt
mat héraðslæknis að
engin þörf væri fyrir
viðbótar skurðlækna á
stofum úti í bæ en hins
vegar vantaði skurð-
lækna á Landspítalann.
Spurningin væri því
ekki sú hvort vantar
skurðlækna í Reykjavík eða ekki. Það
væri ófullkomið svar og engum til
Fullyrðingar um að hér-
aðslæknirinn í Reykja-
vík hafi tekið sér póli-
tískt vald, segir Lúðvík
Ólafsson, eru út í hött.
gagns að segja að í Reykjavík vant-
aði skurðlækna en láta þess ógetið
að þá vantaði eingöngu á Landspítal-
ann. Sá brygðist faglegri skyldu sinni
sem léti slíkt svar nægja.
Frekari umræða í fjölmiðlum við
Ólaf F. Magnússon verður ekki um
þetta mál af minni hálfu.
Höfundur er héraðslæknir
í Reykjavík.