Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 51 + Sigtryggnr Kjartansson fæddist í Stykkis- hólmi 8. maí 1916. Hann lést í Kefla- vík 3. janúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Kjart- an Ólason, f. 3.4. 1890, d. 24.1. 1979, og Sigríður Jó- hanna Jónsdóttir, f. 8.10, 1894, d. 21.9. 1972. Systkini Sigtryggs eru Karl Vilhjálmur, f. 1915 (látinn), Ólafur og Ragnar, f. 1918 (látnir), María, f. 1920, Jón Ásberg, f. 1921 (lát- inn), Lúðvík, f. 1924 (látinn) og Ivonna Sóley, f. 1929. Hinn 6. nóvember 1943 kvæntist Sigtryggur eftirlif- andi eiginkonu sinni Klöru Ás- geirsdóttur, f. 3.8. 1925. Börn þeirra eru: 1) óskírt barn, f. 15.11. 1942, d. 15.1. 1943. 2) Kjartan, f. 8.4. 1944. Eiginkona hans er Ása Steinunn Atladótt- ir, f. 14.10. 1956. Börn þeirra eru Kjartan Atli, f. 23.5. 1984, og Tómas Karl, f. 23.10. 1990. Börn frá fyrra hjónabandi Kjartans eru Barbara Þóra, f. 29.7. 1970 og Steinunn Hildur, f. 25.6. 1974. Fósturdóttir Kjartans er Ruth Reginalds, f. 1.9. 1965. 3) Sigríður, f. 20.3. 1945. Sambýlismaður hennar er Bill Joyner. Dóttir Sigríðar er Guðrún Þráinsdóttir, f. 21.7. 1961. 4) Steinar, f. 21.12. 1947. Eiginkona hans er Birna Mar- í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Sigtryggur Kjartansson, Suðurgötu 24 í Kefla- vík. Á kveðjustund rifj'ast upp margar minningar og langar mig að minnast hans hér. Sigtryggur var næst elstur átta barna hjónanna Sigríðar J. Jóns- dóttur og Kjartans Olasonar, en þau hófu búskap í Stykkishólmi en flutt- ust til Keflavíkur þegar Sigtryggur var ellefu ára gamall. Eins og títt var um unga menn á þessum árum fór Sigtryggur snemma að hjálpa til við að draga björg í bú og hóf sjómennsku á unglingsárum. Þegar hann var tuttugu og fimm ára gam- all, árið 1941, stundaði hann nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og fékk við það skipstjórnarrétt- indi. Tveimur árum síðar, árið 1943, kvæntist hann Klöru Ásgeirsdóttur frá Ólafsvík en þau felldu hugi sam- an þegar þau hittust í heimabyggð teinsdóttir, f. 17.1. 1947. Börn þeirra eru Kjartan, f. 6.9. 1964, Ásgeir, f. 17.11. 1965, Sig- tryggur, f. 19.1. 1971, og Sólrún, f. 6.7. 1979. 5) Krist- ín, f. 28.2. 1951. Eiginmaður henn- ar er Hallur A. Baldursson, f. 11.10. 1954. Börn þeirra eru Halla Ósp, f. 14.3. 1980, og Tinna, f. 2.2. 1989. Dóttir Krist- ínar frá fyrra hjónabandi er Klara Öfjörð Sigfúsdóttir, f. 19.7. 1970. 6) Hólmfríður, f. 17.10. 1958. Eiginmaður henn- ar er Þórður Kárason, f. 1.4. 1955. Börn þeirra eru Kári, f. 7.11. 1978, Freyr, f. 2.7. 1982, og Elma, f. 21.2. 1994. Sigtryggur ólst upp sín fyrstu ár i Stykkishólmi og síð- an á Hellissandi til ellefu ára - aldurs, en fluttist þá til Kefla- víkur. Sigtryggur stundaði nám við Stýrimannaskólann 1941 og var síðan skipstjóri á ýmsum bátum til 1952. Hann stundaði ígripavinnu hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og hjá Að- alverktökum, hóf síðan akstur sem leigubílstjóri hjá Ökuleið- um í Keflavík 1954 og starfaði þar til 1991 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Útför Sigtryggs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Klöru þar sem Sigtryggur var á vertíð. Það var mikið gæfuspor fyr- ir Sigtrygg að eignast Klöru. Fljót- lega eignuðust þau fyrsta barnið sitt, dreng, sem dó aðeins tveggja mánaða gamall og var það þungbær reynsla fyrir ungu hjónin í byijun búskaparins. En ári síðar fæddist þeim annar drengur Kjartan (1944) og síðan komu börnin koll af kolli; Sigríður (1945), Steinar (1947), Kristín (1951) og Hólmfríður (1957). Fyrstu níu búskaparárin var Sigtryggur skipstjóri á ýmsum bát- um og var á vertíðum á ýmsum stöðum, m.a. hjá Haraldi Böðvars- syni á Akranesi. Þá kom það í hlut eiginkonunnar ungu að gæta bús og barna og kom sér þá vel útsjón- arsemi hennar og dugnaður. Hún kynntist fljótt fjölskyldu Sigtryggs í Keflavík, bæði foreldrum, systkin- um og mökum þeirra. Náin vina- bönd hafa ávallt verið milli Klöru MINNINGAR og Maríu systur Sigtryggs og Theó- dóru ekkju Karls Vilhjálms bróður hans. Árið 1952 hætti' Sigtryggur sjómennskunni og kom í land. Þá hóf hann störf hjá Hamilton bygg- ingafyrirtækinu á Keflavíkurflug- velli. Við þessi kaflaskil eignaðist hann sína fyrstu bifreið, glæsilegan Oldsmobile 1948 en á þessum tíma var fátítt að fólk ætti einkabifreið- ar. Sigtryggur sá að góður vaxtar- broddur var í að bjóða bifreiðaþjón- ustu og því stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum samferðamönnum sínum leigubifreiðastöðina Bifreiða- stöð Keflavíkur og hóf að aka leigu- bifreið. Tveimur árum síðar sneri hann sér alfarið að leigubifreiða- akstrinum og stundaði sem atvinnu alla tíð eftir þetta þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir þá 75 ára gamall. Allan þann tíma ók hann á góðum og vönduðum bílum, átti slysalausan feril að baki sem bifreiðastjóri og eignaðist marga góða kunningja og vini meðal bif- reiðastjóranna og farþeganna. Eftir að hann hætti að vinna fór hann að stunda pútt með eldri borgurun- um og eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann það með „trykki", náði góðri leikni og vann til verðlauna. Sigtryggur var allan sinn starfs- tíma mikill vinnuþjarkur enda var honum umhugað um að tryggja ljárhagslegt öryggi íjölskyldunnar. Samhent voru þau hjón í að byggja upp glæsilegt heimili, fyrst á Klapp- arstíg, þá á Faxabraut og síðast á Suðurgötunni. Auk barnanna sinna fimm ólu þau upp barnabarn sitt Guðrúnu, dóttur Sigríðar, þar til hún var átta ára gömul en þá flutti hún til móður sinnar í Bandaríkjun- um. Sigtryggur og Klara voru stolt af börnunum sínum. Ég kynntist Sigtryggi fyrir fimmtán árum þegar ég kom inn í fjölskylduna sem eiginkona Kjart- ans, elsta sonarins. Þá var Sig- tryggur í fullu fjöri við bifreiðaakst- urinn og heyrði ég það utan að mér að hann hefði ótrúlegt úthald við aksturinn, mun meira en yngri menn. Ég.var líka fljót að skynja góða skapið sem alltaf hefur ein- kennt hann. Hann tók aldrei stórt upp í sig og hann forðaðist illdeilur og rifrildi eins og heitan eldinn. Ekki lagði hann vont orð til nokk- urs manns svo ég heyrði. Þessi glaða lund gerði lika að verkum að börn hændust að honum enda var hann alla tíð ákaflega barngóður. Nú eru barnabörnin orðin sextán og barnabarnabörnin orðin tólf. Þeim þótti öllum vænt um afa sinn og erfitt er fyrir þau að upplifa brotthvarf hans og kynnast með því dauðanum í fyrsta sinn. Ein- stakt var samband Kjartans Stein- arssonar við afa sinn og ömmu en hann bar mikla umhyggju fyrir þeim og reyndist þeim ómetanleg stoð og stytta þegar heilsa Sig- tryggs fór versnandi sl. tvö ár. Ómælda ánægju hafði Sigtryggur af að fá Kjarrana (son og barna- barn) í heimsókn í hádeginu og var þá glatt á hjalla og nýjustu brandar- arnir sagðir. Við að kynnast tengdaforeldrum mínum hef ég alla tíð dáðst að sam- bandinu þeirra á milli. Ég hef aldrei orðið vör við að þau væru ósátt og samheldnin einkenndi þeirra samlíf sem nú spannar fimmtiu og fjögur ár. Þau hafa ávallt verið ung í anda, haft gaman af því að ferðast og vera með öðru fólki, spila og gant- ast. Bæði hafa ávallt verið fagurker- ar og haft gaman af að klæðast smekklega og hafa fallegt í kring um sig. Þau hafa verið samhuga í að efla hag barnanna sinna og glaðst yfir hveijum unnum sigri. Síðustu tvö árin fór heilsu Sig- tryggs að hraka þó hann vildi sem minnst úr því gera. Það er einhvern- veginn þannig með Sigtrygg að maður gerði sér ekki grein fyrir hve fullorðinn hann var orðinn vegna þess hve hress og ungur hann var í andanum. En nú síðustu mánuðina fann maður að hann var orðinn þreyttur. Kallið kom samt óvænt. Heimspekingurinn Nietzsche mun hafa sagt: „Deyðu á réttum tíma!“ Ég held að Sigtryggur hafi einmitt gert það. Hann var sáttur við Guð og menn, búinn að skila góðu ævi- starfi og hefði kunnað því illa að vera upp á aðra kominn. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti í huga fyrir ánægjulega samfylgd. Um leið votta ég ástvinum hans samúð mína, en þó sérstaklega þér, mín kæra Klara, sem sérð á eftir kærum lífsförunaut. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og uppbiminn fegr’ en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Ása St. Atladóttir. í dag kveð ég föður minn í hinsta sinn. Og kveð ég hann með söknuð í hjarta, og einnig þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta tilveru hans í svo mörg ár. Betri föður gat ég vart hugsað mér. Mikið ljúfmenni var hann og ávallt var hann svo kátur að það geislaði frá honum. Margar góðar minningar rifjast upp fyrir mér, þegar ég lít til baka, minningar svo ljúfar og góðar að gott er að geyma í hjarta stað, margar verða þær minningar sem ég ein mun minnast og svo með öðrum. Elsku pabbi minn, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér sam- fylgdina og þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. SIGTRYGGUR KJARTANSSON Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir Hólmfríður. í dag kveðjum við tengdaföður minn, Sigtrygg Kjartansson. Sig- tryggur var gæfumaður í flestu. Hann kenndi sér aldrei meins þrátt fyrir að ekki hafi hann alltaf farið vel með sig. Hann bjó í ástríku hjónabandi með eftirlifandi eigin- konu sinni í meira en fímmtíu ár og kom á legg fimm börnum sem öll hafa komist vel til manns. Sig- tryggur hefur lifað tímana tvenna en að baki er löng og gifturík ævi sem skilað hefur drjúgu dagsverki. Ég kynntist Sigtryggi fyrir tæp- um tuttugu árum. Að kynnast hon- um og ná vináttu hans reyndist ekki erfitt því það sem einkenndi Sig- trygg umfram allt annað var sönn lífsgleði og manngæska, sama hvað á gekk. Minningar mínar um Sig- trygg tengjast ögrandi glettninni og glaðværum hlátrasköllum, ekki hvað síst þegar hann lék sér við afaböm- in. Dætur mínar hafa misst mikið, en þær búa allar að ógleymanlegum stundum með kærum afa sínum sem kunni þá list öllum öðrum betur að stytta þeim stundir í skemmtilegum leik. Ekki var síður kátt á hjalla þegar við tókum í spil á góðum stundum en Sigtryggur hafði unun af spila- mennsku. Eg á Ijúfar minningar frá slíkum spilakvöldum. Sigtryggur hafði oftast betur því hann var snjall spilamaður, en hann bætti okkur hinum það upp með hláturmildinni. Lífsgleðin fylgdi S'jgtryggi fram á síðasta dag og ég er sannfærður um að hún mun reynast honum gott veganesti nú þegar hann tekst á við almættið. Blessuð sé minning Sigtryggs og megi hann hvíla í friði. Hallur A. Baldursson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Þú varst alltaf svo hress og indæll. Þú varst mér svo kær. Ég mun ávallt minnast þín og kveð þig með söknuði. Þín Klara. SIGFÚS HALLDÓRSSON + Sigfús Halldórsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1920. Hann lést í Landspítal- anum 21. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hallgrimskirkju 2. janúar. Látinn er í Reykjavík Sigfús Halldórsson tónskáld, sjötíu og sex ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn uppkomin. Síð- ari áratugi átti hann og fjölskylda hans heima í Kópavogi, en þar var Sigfús gerður að heiðurslista- manni. Með Sigfúsi er genginn einhver vinsælasti listamaður þjóðarinnar á þessari öld, snilling- ur á sviði tónlistar og ljúflingur í kynnum við fólk. Hann var gaman- samur í besta lagi og sagði sögur til að skemmta fólki. Lengst af ævi sinnar vann hann almenna vinnu við bankastörf og kennslu. Þegar ég kom til borgarinnar skömmu fyrir 1950 var Sigfús orðinn þekktur maður fyrir tón- verk sín. Lög hans voru á hvers manns vörum. Mig minnir að Tondeleyo hafi þegar verið komin. Skömmu síðar kom Litla flugan sem sungin var í hveijum kima í áratugi og er líklega sungin enn á góðum stundum. Oll sín frábæru músíkviðvik vann Sigús með ann- arri vinnu eins og er við hæfi ein- staklinga fámennisþjóðar. Nú er aftur á móti komin sú tíska í land- ið að menn eiga ekki að þurfa að vinna fyrir sér fáist þeir á annað borð við einhveija listgrein. Þetta heitir til eflingar listinni og má satt vera en varla dugir það í margar litlar flugur vegna þess að inntakið og andinn verður seint veginn á mælikvarða pyngjunnar þótt einhverjir kunni að hefna sín með vondri list fyrir digra sjóði. Sigfús var fijáls andi, skemmtileg persóna og hafinn yfir dægurþras og ríg. Við vorum báðir orðnir fullorðn- ir þegar við kynntumst. Það bar við fyrir tilstilli Guðlaugs Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra sem lengi setti svip sinn á Þjóðleikhúsið með augljósum ágætum sem ekki hafa verið leikin eftir þrátt fyrir miklar upphrópanir. Guðlaugur var að undirbúa töku á kvikmynd sem núorðið þykir henta að kalla danska mynd. Hann hafði af nas- vísi sinni orðið var við að erlendum myndum fylgdu sérstök lög, sem gátu orðið eftirminnileg og hreinar gersemar. Svo hafði verið um Casablanca og Brúna yfir Kwai- fljótið. Guðlaugur hafði hugmynd um hver ætti að syngja lagið í myndinni áður en textinn og lagði hafði verið samið. Ég hafði ekkert gert nema skrifað bókina (á ís- lensku en ekki dönsku) og fannst nú undarlegt að fara að hugsa um hana að nýju vegna textagerðar. í fyrstu baðst ég undan að semja ljóð eða texta handa tón- skáldi. En því varð ekki breytt. Við Sigfús áttum stefnumót þar sem ég orðaði hvort hann þekkti engan sem vildi semja. Því var neitað og brátt gleymdist þetta yfir kaffibolla þar sem Sigfús fór á kostum eins og hann vildi sanna fyrir mér, að ég væri í góðum höndum. Og víst var ég það. Innan viku gat ég fengið Sigfúsi ljóðið og ég held að enn styttri tími hafi liðið þangað til hann hringdi. Hann sagðist eiga aðgang að píanói í gamla Iðnó. Ég held að við höfum ekki talað alvarlegt orð saman um verkefnið til þessa. Guðlaugur rak á eftir okkur til skiptis og okkur fannst hver mínúta skipta máli. Ég fór spölinn úr Edduhúsi niður í Iðnó og fann Sigfús og píanóið á bak við eitthvert timburdót. Ljóðið var skrifað á niðurskor- inn pappír, sem blaðamenn notuðu á þessum árum. Tónskáldið lagði pappírsnifsið á píanóið og hóf að spila. Ég hlustaði einkum eftir því hvort mér fyndist það væmið. Svo var ekki. Það féll undarlega vel að tilfínningu sögunnar. Næst söng hann það án þess að yrða á mig í milli. Það hljómaði enn bet- ur. Síðan urðum við Sigfús með árunum eins og samvaxnir tvíbur- ar hvenær sem þetta lag bar á góma. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en síðar að með þessu erindi fyrir kvikmyndina var ég kominn í bland við eitt ágætasta tónskáld þjóðarinnar á þessari öld sem fékkst við að semja sönglög. Við hittumst ekki teljandi oft á þeim áratugum sem liðnir eru síð- an lagið við kvikyndina var samið en við vorum alltaf perluvinir. Ég samhryggist konu og börnum og mér er mikil eftirsjá í Sigfúsi. I raun léttir hann lífsbaráttu hvers þess sem kann og fer með lögin hans. Indriði G. Þorsteinsson. Erfidrykkjur PERLAN Sími 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.