Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNA SIGRÍÐUR
* G UÐMUNDSDÓTTIR
+ Jóhanna Sigríð-
ur Guðmunds-
dóttir fæddist i
Nýjabæ í Keldu-
hverfi hinn 29. maí
1909. Foreldrar Jó-
hönnu voru: Guð-
mundur Guð-
mundsson, kennari
og skáld, f. 12. maí
1879, d. 1933, og
kona hans Guð-
' björg Ingimundar-
dóttir, f. 16. júlí
1877, d. 18. júní
1951. Jóhanna var
næstelst sex systra
en aðeins tvær eru á lífi. Hinar
eru: 1) Anna, f. 30. maí 1907,
d. 1983, hennar maður var Þor-
björn Askelsson, útgerðarmað-
ur á Grenivík, d. 1963. Þau áttu
sex börn, 2) Hólmfríður, f. 11.
apríl 1911, d. 1982, hennar
maður var Þórhallur Björns-
son, kaupmaður á Siglufirði,
d. 1992. Þau áttu eina dóttur.
3) Guðrún, f. 5. september 1912,
d. 1984. 4) Birna, f. 15. október
1914. 5) Helga, f. 26. september
1916.
Útför Jóhönnu Sigríðar fer
fram frá Neskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Allar mínar minningar eru tengd-
ar þér á einhvern hátt. Þú bjóst hjá
foreldrum mínum frá
því ég man eftir mér
og þar til ég var ellefu
ára gömul. Þá fluttist
þú á milli húsa, en
varst áfram í sömu
götu, og síðar aftur í
sama húsi. Ef okkur
móður minni sinnaðist,
varst þú alltaf til staðar
til að miðla málum og
gera það besta úr öllu.
Samvinnuhreyfingin
var þér hugleikin og
þú vannst hjá Kaupfé-
lagi Siglufjarðar á
meðan það var starf-
andi, en þegar það hætti haustið
1970 fluttist þú til Reykjavíkur.
Einnig þar bjuggum við i sama
húsi og áfram naut ég elsku þinnar
í minn garð. Það var alltaf gott að
koma til „systra“ hvort sem það
var á Kaplaskjólsveginum, Reyni-
melnum eða á Álagranda þar sem
þið byggðuð ykkur heimili fyrir fjór-
um árum.
Eftir að þú fluttist til Reykjavík-
ur hófst þú störf hjá Pijónastofunni
Iðunni og starfaðir þar til starfs-
loka. Ung stúlka fékkst þú berkla
og varst á Kristneshæli um tíma,
en í minni minningu var Gagga allt-
af frísk og kát.
Ég og Lúlli viljum þakka þér
samfylgdina og þakka þér fyrir allt.
Anna Laufey.
Æskan blíða aldrei kviðir neinu,
hyggur vera léttan leik
lífið og er hvergi smeyk.
t
Ástkær faðir okkar,
BRAGI BJÖRNSSON
lögfræðingur,
Sigtúni 35,
andafiist á heimili sínu sunnudaginn
5. janúar.
Útförin verður tilkynnt síðar.
Börn hins látna.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓSAFAT HINRIKSSON,
Fornastekk 10,
Reykjavfk,
lést á heimili sínu 7. janúar.
Ólöf Þóranna Hannesdóttir,
Hanna Sigriður Jósafatsdóttir, Hannes Freyr Guðmundsson,
Atli Már Jósafatsson, Andrea Þormar,
Karl Hinrik Jósafatsson, Hrafnhildur L. Steinsdóttir,
Birgir Þór Jósafatsson, Jóhanna Harðardóttir,
Smári Jósafatsson, Erna Jónsdóttir,
Ivar Trausti Jósafatsson, Arna Kristjánsdóttir,
Friörik Jósafatsson, Sigrún Blomsterberg,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
EMELÍA JÓSEFÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Veiðileysu,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 10. janúar
kl. 14.00.
Þóröur Magnússon,
Elfas Magnússon, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Halldór Arason,
Sigurvin Magnusson, Guðný Guðmundsdóttir,
Sólveig Magnúsdóttir, Sigurður Magnússon,
Hulda Magnúsdóttir, Svavar Edilonsson,
Marfa Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Veit ég nú að víst þú trúir þessu,
enda gerð skal óskin sú
að þér verði að þeirri trú.
(G.G.)
Þannig kvað afi okkar, Guð-
mundur Guðmundsson frá Nýjabæ
í Kelduhverfi, til Jóhönnu móður-
systur okkar, þegar hún var átta
ára. Víst er að þeir eiginleikar, sem
hann sá hjá dóttur sinni ungri ein-
kenndu Jóhönnu alla tíð. En lífið
var henni ekki ætíð léttur leikur.
Ung veiktist hún af berklum og
var lögð inn á Kristsneshæli. Þau
veikindi settu á hana mark. Á
hælinu stytti hún sér stundir með
því að prjóna fíngerða dúka því hún
varð að liggja í rúminu og mátti
aðeins hreyfa handleggina. Þannig
var allt, sem hún gerði, fíngert,
vandað og vel gert. Hún var ætíð
boðin og búin að rétta fram hjálpar-
hönd, þegar eitthvað stóð til eða
bjátaði á. „Ég skal gera það,“ var
orðatiltæki hennar. Hún var örlát,
glaðlynd og stundum dálítið stjórn-
söm. Hún var glæsileg, ætíð vel til
fara og vel til höfð. Hún var Jó-
hanna frænka.
Á kveðjustund er okkur systur-
börnum hennar efst í huga þakk-
læti fyrir elskuna sem hún sýndi
okkur og gleðina sem hún gaf okk-
ur. Veri hún kært kvödd.
Börn Önnu og Þorbjamar.
Vorsins bam, þú verður kvatt með támm
og vinahendur hlúa að þínum beð.
Ég veit að margir sitja nú í sáram
og sakna þess að geta ei fylgst þér með.
Við biðjum Guð að blessa minning þína
og breyta sorgarmyrkri í ljósan dag
og láta kærleiksröðul skæran skína
og skreyta jðrð við lífs þíns sólarlag.
(Guðm. Guðm.)
Það er svo margt hægt að segja.
Nú áttum við okkur á því hversu
mikil börn við erum, maður er aldr-
ei alveg tilbúinn að kveðja. Það
hefur alltaf verið svo gott að koma
í heimsókn. Alveg sama hvort hóp-
ur vina fylgdi okkur, það voru allt-
af allir velkomnir. Enn þann dag í
dag erum við montnar af því að
eiga svona margar ömmur. Elsku
Gagga, þú hefur alltaf verið til
staðar og svo kær okkur öllum sem
vorum svo lánsöm að eiga þig að.
Þín mun sárt verða saknað, en
megirðu hvíla í friði og það er gott
að hugga sig við þá tilhugsun að
nú sért þú í góðra vina hópi.
Nú sipr sæll er unninn,
hún sefur nú í ró,
og vonir löngu liðnar
þær leysast undan snjó.
Hún lifír í löndum drauma
og lífi móti hlær,
en æskuvonir vaka
og viðkvæmt hjarta slær.
(Guðm. Guðm.)
Elsku Helga og Bima, Guð blessi
ykkur og styrki í sorg ykkar. Gott
fólk gleymist aldrei.
Friða, Hanna, Halla.
Að hittast og gleðjast hér um fáa daga
heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.
Mér komu þessar ljóðlínur í hug
þegar ég heyrði lát góðrar vinkonu
minnar, Jóhönnu Guðmundsdóttur,
sem lést á Landakotsspítala 2. jan-
úar sl.
Leiðir okkar Jóhönnu hafa legið
saman í meira en hálfa öld svo það
gefur auga leið að margs er að
minnast og margt að þakka frá svo
langri samleið. Við hittumst fyrst
sem starfsmanneskjur hjá Kaupfé-
lagi Siglfirðinga og segja má að
vinskapur okkar hafi verið órofínn
alla tíð síðan.
Jóhanna var borinn og barn-
fæddur Norður-Þingeyingur. Ein
af sex dætrum hjónanna í Nýjabæ
í Kelduhverfi. Hún var stolt af
æskuheimili sínu og þakklát því
veganesti sem íslensk bændamenn-
ing gaf ungmennum sveita samfé-
lagsins á þessum tíma. Ung hélt
hún úr föðurhúsum og hóf nám í
Alþýðuskólanum á Laugum, þaðan
sem hún lauk hefðbundnu fram-
haldsskólanámi. Þótt skólaganga
Jóhönnu hafi ekki orðið lengri var
hún samt vel undir framtíðina búin
sökum eðlisgreindar sinnar því
hugurinn var einstaklega opinn
fyrir allri þekkingu og þroska. Að
lokinni skólagöngu tók lífsbaráttan
við. Það var ekki alltaf „dans á
rósum“ í hörðum heimi. Þá þurfti
að sýna kjark og dugnað til að
komast af. í upphafi starfsferils
síns varð hún fyrir þeirri raun að
veikjast af berldum og var þess
vegna á Kristneshæli um tíma þar
sem hún sigraðist algjörlega á veik-
indum sínum. Það getur enginn
annar horft í hugarheim ungrar
stúlku sem verður að lúta slíkum
örlögum. En Jóhanna steig upp úr
öskustónni endurnærð af þreki til
líkama og sálar. Hún komst fljótt
út á vinnumarkaðinn á ný. Jóhanna
hafði alltaf mikinn áhuga fyrir
starfsemi SÍBS og sat mörg þing
þeirra samtaka. Eg gat þess hér
fyrr að leiðir okkr lágu saman hjá
Kaupfélagi Siglfirðinga þar sem við
unnum báðar í nær þijá áratugi.
Ég á afskaplega ljúfar minningar
HANNA STELLA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Hanna Stella
Sigurðardóttir
var fædd í Siglufirði
26. nóvember 1935.
Hún lést á Landspít-
alanum 21. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Bjarnveig Þor-
steinsdóttir hús-
móðir og Sigurður
Magnússon múrara-
meistari sem bæði
eru látin. Hún var
næstelst fimm
systkina. Hinn 9.
apríl 1955 giftist
Hanna Stella eftirlifandi eigin-
manni sínum, Kristni Georgs-
syni, f. 31. desember 1933. Börn
þeirra eru: 1) Inga Sjöfn, f. 28.
júlí 1954, maki Oddur Magnús-
Þegar þau tímamót renna upp
að einstaklingur kveður þessa til-
veru lifna í huga manns fjölmörg
atvik sem margir halda að gleymst
hafí í áranna rás og svo varð með
mig þegar ég frétti að Hanna Stella
væri horfín, þá mundi ég allt í einu
okkar fyrsta fund þegar við mamma
komum til að fala herbergi á leigu
son. 2) Fríða Birna,
f. 9. október 1955,
maki Jón Gunnar
Jónsson. 3) Georg
Páll, f. 8. febrúar
1961, maki Líney
Hrafnsdóttir.
Barnabörnin eru
tíu og barnabarna-
börnin tvö.
Hanna Stella
starfaði lengst af
hjá bæjarfógeta-
embættinu í Siglu-
firði og síðar sem
launafulltrúi hjá
Siglufjarðarkaup-
stað, en árið 1990 lét hún af
störfum vegna veikinda.
Útför Hönnu Stellu fer fram
frá Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
hjá foreldrum hennar Sigurði og
Bjarnveigu sem þá bjuggu í íslands-
félagshúsinu eins og húsið var kall-
að. Herbergið var á efri hæðinni
og þegar við komum upp stigann
stóð á skörinni lítil telpa, lagleg
með rauða slaufu í hárinu. Hún
starði á mig stóreygð af undrun og
forvitni, mig sem var eldri og það
frá þessum árum. Þó er mér efst
í huga ljúfmennska hennar, vand-
virkni og samviskusemi í öllu sínu
starfi. Þótt nokkurt aldursbil væri
á milli okkar kom það aldrei að sök
í vináttu okkar og samskiptum.
Við vorum báðar hugsjónamann-
eskjur og vildum veg samvinnu-
hreyfingarinnar sem mestan. Því
var það - einkum Jóhönnu - mik-
ið áfall þegar fótum var kippt und-
an sjálfstæðum rekstri Kaupfélags
Siglfírðinga árið 1970 sem leiddi
til þess að loka varð öllum deildum
félagsins og starfseminni hætt.
Jóhanna gat ekki hugsað sér að
búa á Siglufírði eftir þessi umbrot.
Þær systur, Jóhanna og Helga, sem
lengi höfðu búið saman á Siglu-
firði, tóku þá ákvörðun að flytja
búeferlum til Reykjavíkur og
bjuggu þær æ síðan þar sem Jó-
hanna vann á Pijónastofunni Ið-
unni til starfsloka.
Einn af mörgum eðliskostum
vinkonu minnar var handlagnin.
Það eru ótalmargir kjörgripir til
eftir hana, hvort heldur saumaðir,
heklaðir eða pijónaðir. Seinni árin
pijónaði hún mikið af sjölum og
svokölluðum þríhymum úr íslensku
eingirni sem var mjög eftirsótt af
erlendum ferðamönnum og hafa
því borist víða um heim. En trúlega
hafa þó flestir hlutir farið í gjafir
til ættingja og vina. Jóhanna hafði
mikið yndi af ferðalögum, auk
ferða hér innanlands átti hún þess
kost að fara nokkrum sinnum til
útlanda sem hún hafði mikla
skemmtun af. Jóhanna var alla tíð
mikil félagsvera og hafði gaman
af gestakomum á heimili sitt enda
oft mannmargt hjá þeim systrum.
Gestrisni hennar nutu ekki síst
systrabörnin sem hún hélt mjög
góðu sambandi við.
Jóhanna var stjórnsöm að eðlis-
fari og nokkuð geðrík en kunni vel
með að fara enda lét hún skynsem-
ina ráða. Hún var dáð og virt af
samstarfsfólki og fjölskyldunni
allri. Þær héldu fjórar systumar
saman heimili eftir að Jóhanna og
Helga fluttu suður. Ég trúi því að
þar hafí verið þegjandi samkomu-
lag um hver réð í meginatriðum
og allt gekk vel. Af þessum sex
systrum frá Nýjabæ eru tvær eftir
á lífi, Helga og Birna. Jóhanna
kvaddi þennan heim jafn hljóðlát
eins og hún hafði gengið sína lífs-
göngu á enda.
Að endingu kveð ég kæra vin-
konu og bið henni guðs blessunar.
Við hittumst þegar tíminn leiðir
okkur saman á ný. Friður sé með
heimkomu þinni.
Hulda Steinsdóttir.
veraldarvön að ég var að byija í
skóla. En rúmlega tveggja ára ald-
ursmunur týndist fljótt því Stella
var ákveðin og braut strax niður
þá feimni mína að fela mig á bak
við mömmu. Hún stillti sér upp í
dyrunum tilbúin til að semja. Hún
átti dótið en ég köttinn og við sömd-
um fyrir lífstíð.
Stella var Siglufirði trú og lagði
ekki land undir fót í leit að lífsföru-
naut. Hann var á staðnum, ungur
maður, Kristinn Georgsson, og ég
held að valið hafi verið báðum
auðvelt og saman völdu þau Siglu-
fjörð sem framtíðarstað og fjölg-
uðu bæjarbúum um dæturnar tvær
og soninn. En þó að ég færi fann
ég það vel hvað sá þráður sem
tengdi okkar samning fyrir tæpum
sextíu árum var sterkur þegar þau
hjón Kristinn og Stella tóku á
móti okkur mömmu og Kidda þeg-
ar við fyrir tveim árum fórum norð-
ur til að endurlífga gamalt síldar-
ævintýri og fyrir það vil ég þakka.
Ég vil þakka æskuárin í íslandsfé-
lagshúsinu, þakka hlýhug og rausn
þeirra hjóna, Sigurðar og Bjarn-
veigar, sem bæði eru látin, þakka
Kristni fyrir ógleymanlegar mót-
tökur og Hönnu Stellu fyrir tryggð
hennar í gegnum árin. Við mamma
og Kiddi sendum þér, Kristinn,
börnunum, tengdabörnum, barna-
börnum og systkinum samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður.