Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 54

Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir mín, INGVELDUR JÓHANNSDÓTTIR frá Litlu-Þúfu, Miklaholtshreppi, verður jörðuð frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 11. janúar 1997 kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni sama dag kl. 10.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Lára Jóhannsdóttir. t Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÚLÍUSSON, sem lést laugardaginn 4. janúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 10. janúar kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. janúarkl. 10.30. Valgerður Björnsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Kristbjörg Ágústsdóttir, Hafsteinn Þór Pétursson, Björn Ágústsson, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Laufey Lilja Hafsteinsdóttir, Finnbogi Guðmundsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA EBENESERSDÓTTIR, Hellisbraut 20, Reykhólum, verður kvödd frá Reykhólakirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá BS( kl. 08.00 og til baka að athöfn lokinni. Jens Guðmundsson, Ebeneser Jensson, Eiríkur Jensson, Helgi Jensson og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaöir, fósturfaðir og afi, ÓLAFURSKÚLASON, Þórufelli 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju föstudaginn 10. janúar kl. 15.00. Valborg Guðrún Eiríksdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Ingibjörg Laufey Ólafsdóttir, Guðmundur Lárus Guðmundsson, Þór Guðmundsson, Ágústa Þyrí Andersen, Karl Guðmundsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum 29. desem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurbjörg Pálsdóttir, Pálina Pálsdóttir, Ársæll Guðsteinsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Gauti Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. SVEINNA. SÆMUNDSSON + Sveinn A. Sæmundsson blikksmíðameistari fæddist á Eiríksbakka í Biskupstungum 24. nóvember 1916. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 8. janúar. Heiðursmaðurinn og ljúflingur- inn Sveinn A. Sæmundsson er all- ur. Hann var vinmargur og félags- lyndur maður, sem batt traust og ánægjuleg kynni við marga á langri lífsleið sinni. Ég kynntist honum fyrst eftir að hann var kominn á efri ár og margir, sem þekktu hann miklu lengur, munu mér því fremri í að minnast hans nánar sem vert væri. Strax í upphafi kynna okkar bauð hann af sér sérlega góðan þokka, en síðustu æviár móður minnar var hann lífsförunautur hennar með þeim hætti að minning hans mun ævinlega verða mér kær. Þar eiga ég og mínir nánustu hon- um mikla þökk að gjalda. Sveinn var traústur, hlýr, jákvæður og lífs- glaður maður, sem fengur var að fá að kynnast og vera samvistum með. Hann var ákaflega söng- og ljóðelskur og hafði yndi af öllum tegundum kveðskapar og ljóðlistar, sem auðgað gat andann og lyft honum upp í hæðir. Með vísum sín- um og ljóðum lífgaði hann upp á EINAR INGIMUNDARSON + Einar Ingimundarson, fyrr- verandi alþingismaður, bæjarfógeti og sýslumaður, fæddist í Kaldárholti í Holtum í Rangárvallasýslu 29. maí 1917. Hann lést 28. desember síðastliðinn 79 ára að aldri og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 7. janúar. Bamalán. Vinsældir. Velgengni. Þessi orð koma fyrst í hugann er við kveðjum Einar Ingimundarson eftir nær átta áratuga vegferð hans í þessum heimi. Það er stundum sagt, að það uppskeri hver svo sem hann sáir. Einar Ingimundarson lagði sig fram við hvert það verk sem hann tók sér fyrir hendur og þau urðu mörg og vandasöm. Hann vildi á engu því níðast sem honum var trúað fyrir. Hann vildi hvers manns vanda leysa, svo sem fram- ast stóð í hans valdi. Kynni mín af Einari Ingi- mundarsyni hófust ári eftir að hann kom hingað í Hafnarfjörð og tók við stærsta og annasamasta bæjarfógeta- og sýslumannsemb- ætti landsins. Hann stýrði því í rúma tvo áratugi. Hann hlaut hér hvers manns lof. Þeim starfsmönn- um hans sem kynntust honum eitt- hvað að ráði þótti undantekningar- laust beinlínis vænt um hann. Það var ekki erfitt að taka við af Ein- ari, liðsandinn var góður og hlut- irnir í lagi. Ég rakst einhverntíma á þessi orð í bók, sem var skrifuð austur í Kína fyrir meira en 2000 árum: „Góður herforingi lætur ekki ófrið- lega. Sá sem vopnfímastur er, geng- ur ekki berserksgang. Mikill sigur- vegari er ekki áreitinn. Farsæll for- ingi kemur sínu fram með hægð. Þannig er styrkurinn fólginn í því að deila ekki. Þannig verður mönn- um stjórnað." Kannski hefur Einar einhvern- tíma lesið þessi orð og tileinkað sér þau. Ég efast þó um að það, enda hefði það verið alger óþarfí. Fremur held ég það fallið til skilningsauka á því hvers vegna embættisfærsla hans varð svo farsæl og snurðu- laus, og vinsældir almennar, að hafa í huga, í fyrsta lagi skapgerð hans og sunnlenskan uppruna, og í öðru lagi feril hans áður en hann kom hingað. Einar sleit barnsskónum á höfuð- bóli austur í Rangárþingi, þar sem hann átti mikinn og öflugan frænd- garð. Foreldrar hans fluttust til Reykjavíkur um það leyti sem að því kom að hann hæfí langskóla- nám. Síðan tók hann fyrir lögfræð- ina og stundaði blaðamennsku um skeið. Þá fór hann til tollstjóra í tvö ár og dæmdi síðan um 6 ára skeið við Sakadóm Reykjavíkur, þar til honum var veittur Siglufjörður árið 1952. Á Siglufirði varð frami Einars mikill og skjótur. Á aðeins einu ári öðlaðist hann þá hylli í embætti, og að öðru leyti þær vinsældir og traust, að Siglfírðingar fólu honum þingmennskuumboð fyrir sig 1953, hann felldi sjálfan Áka Jakobsson og varð frægur af, og þegar kjör- dæmin voru sameinuð 1959 þótti Einar sjálfsagður í öruggt sæti á lista síns flokks í kjördæminu. Ég ætla ekki að rekja stjórnmála- sögu Einars þau 13 ár sem hann sat á þingi, til þess hef ég ekki þekkingu, en mér er ljóst að menn sitja ekki á þingi vel á annan ára- tug o g fara í gegnum fímm kosning- ar án þess að læra margt á því, sem við hin kunnum ekki og auðnast aldrei að læra. í mínum huga er það ekki síst Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR R. JÓHANNSSONAR frá Höfðahúsi íVestmannaeyjum, Hrefnugötu 3, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Kristfn Pétursdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. tilveruna. í þeim anda verða þessar fátæklegu hendingar, sendar úr fjarlægð, hinstu kveðju- og þakkar- orðin til hans. Lífsfley nálgast æviós. Áfram tifar vísir. Sumir eiga innra ljós sem öllum skín og lýsir. Gleður þeirra létta lund og lífgar gráa daga. Ljómandi um langa stund lifir þeirra saga. Á lífsins vegi lá frá þér ljúfur hjartans ylur. Hverf til hans sem yfír er og allt veit og skilur. Hress og kátur, hreinn og beinn, heill, með andann góða, fijáls um geiminn fljúgðu, Sveinn, á fógrum vængjum ljóða. Ómar Þ. Ragnarsson. skýringin á því, hvað Einari tókst vel til hér í Hafnarfirði, að hann var þrautreyndur stjórnmálamaður þegar hann kom hingað suður, þótt hann væri þá enn innan við fímm- tugt. Einar kom hingað með nær aldarfjórðungs reynslu úr dómstörf- um, embættisrekstri og pólitík, lík- lega þá bestu en jafnframt hörðustu skólun og undirbúning sem nokkur embættismaður getur fengið. Handhafí framkvæmdavalds, lög- gjafarvalds og dómsvalds, allt í senn, á annan áratug, og fór vel á því. En hvers vegna hætti Einar Ingi- mundarson á þingi og kaus að taka við þessu stóra og annasama emb- ætti hér, innan við fímmtugt og rakið ráðherraefni innan fárra ára? Ekki hefur hann gert það vegna peninganna, af þeim hafði hann nóg, bæði embættislaunin og þing- fararkaupið. Varla hefur hann gert það vegna fjölskyldunnar. Það er gott að búa á Siglufirði og Einar gat sem þingmaður haft fjölskyld- una hjá sér hér syðra að vetrinum ef honum sýndist. Tæpast hefir hann gert það vegna þess að hann hefði ekki nóg svigrúm í flokknum. Maður með hátt lögfræðipróf og áratugs dómarareynslu og gáfnafar og iðjusemi Einars, hefur sama dag og hann sest á þing verulegt for- skot á aðra nýliða, og á þeim rúma áratug sem Einar sat á þingi, hafði hann með eljusemi við undirbúning þingmála og virkni í þingnefndum og í bakherbergjum, unnið sig upp í að vera einn af lykilmönnum í flokknum, í röðinni næst á eftir ráðherragenginu. Maður sem allir tóku mark á og flutti fáar ræður en góðar, en vann að hinum raun- verulegu þingstörfum meðan aðrir sem minna vit höfðu og þekkingu fjölyrtu í pontunni. Vonbrigði á þingi hafa því varla verið ástæðan fyrir því að hann yfírgaf þá sam- kundu. Þá er það eitt eftir að hið stóra og umsvifamikla Hafnarfjarðarem- bætti hafí freistað hans, fógetinn og þingmaðurinn á Siglufirði hafi talið það fullverðugt verkefni og vel það, að takast á við að stýra stærsta sýslumanns- og fógetaemb- ætti landsins, og sér nægilegt að vera handhafi dómsvalds og veru- legs framkvæmdavalds, þótt lög- gjafarvaldshandhöfnin færi lönd og leið. Hér réð Einar og ríkti með sæmd og naut almannahylli í rúm 20 ár. Þau voru fljót að líða, kannski allt- of fljót. En lán var það í óláni fyrir hann að vera hættur vegna aldurs áður en sýslumannsembættin voru niðurlægð og limlest með hinni van- hugsuðu dómstólabreytingu 1992, og 12 þúsund manna byggð, Sel- tjarnarnesið, Mosfellssveitin, Kjal- arnesið og Kjósin, jafnframt tekin undan Hafnarfjarðarembættinu og sett undir Reykjavík. Við samferðafólk hans hér þökk- um honum af alhug kynnin. Við höfum séð það betur og betur þeg- ar frá hefur liðið hvers virði það var að eiga að slíkan öndvegismann. Megi heill og gæfa fylgja fjöl- skyldu hans um ókomin ár. Már Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.