Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 1

Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 1
100 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 10.TBL. 85.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar og Hvít-Rússar ræða sameiningu ríkjanna Samrunatalinu er beint gegn NATO Moskvu, Strassborg, Prag. Reuter. RÚSSAR lögðu í gær til við stjórn- völd í Hvíta-Rússlandi að íhugaðir yrðu möguleikar á „einhvers konar samruna" ríkjanna og er talið full- víst að þessi tillaga sé svar Rússa við áætlunum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) um stækkun í austur. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur sent Lúkasjenkó bréf þar sem segir að stjórnvöld í báðum löndum ættu að íhuga að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um samruna. Sergei Jastrzhembskí, talsmaður rúss- neskra stjórnvalda, sagði að í bréfinu væru nefndir möguleikar á sameig- inlegri ríkisstjórn, sameiginlegum ríkisfjármálum, orku- og eldsneytis- kerfi, svo nokkuð sé nefnt. í desember var haft eftir rússnesk- um embættismanni að stjórnvöld væru að íhuga viðeigandi svar við áætlunum Lúkasjenkós um þjóðarat- kvæðagreiðslu í mars um mögulegan samruna. Kostnaður Rússa af sam- runa við Hvíta-Rússland, þar sem efnahagurinn er í kalda kolum, yrði gríðarlegur en hins vegar væri einn- ig ýmis ávinningur af slíku. Lýðræðið í Hvíta-Rússlandi stend- ur veikum fótum og í gær svipti Evrópuráðið landið áheyrnaraðild að ráðinu þar sem lágmarkskröfur um lýðræði væru ekki virtar í nýrri stjómarskrá þess. Jeltsín ýtt í faðm Lúkasjenkós Svo virðist sem deila Rússæ og NATO um stækkun hafi ráðið mestu um að Jeltsín ákvað að snúa sér til Hvít-Rússa. „Versnandi samskipti við Vesturlönd hafa ýtt Jeltsín í faðm Lúkasjenkós," sagði Nikolai Svan- idze í fréttaskýringaþættinum „Zerk- alo“. Og /níerfax-fréttastofan hafði eftir Sergei Shakraj, aðstoðarskrif- stofustjóra Jeltsíns, að sameining ríkjanna tveggja væri besta svarið sem Rússar gætu gefið við stækk- unarhugleiðingum NATO. Hins vegar er ekki ljóst hvort Rússum er alvara með áætlunum um samruna eða þeir hyggist nota þær til að beita NATO þrýstingi. Umbóta- sinninn Grígorí Javlinskí, leiðtogi Jabloko-hreyfingarinnar, varaði í gær við stækkun NATO, sagði hana geta skaðað lýðræði í Rússlandi. Reuter NÁMSMAÐUR með gasgrímu sýnir sigurtákn í mótmælagöngu í miðborg Sofiu, höfuðborgar Búlgaríu, í gær. Ofsaveður í Grikklandi Aþenu. Reuter. FJÓRIR menn týndu lífi og tveggja er saknað eftir að mikið óveður gekk yfir Grikkland um helgina. Var víða rafmagnslaust og miklar skemmdir urðu á sam- göngumannvirkjum. Þorp og bæir eru víða umflot- in vatni og aur og eignatjónið er talið nema milljörðum króna. í Aþenu varð mikið öngþveiti þegar rafmagnið fór af umferð- arljósunum og mikill vatnselgur var í mörgum hverfum borgar- innar. Bætti að ekki úr skák, að sorphreinsunarmenn eru í verk- falli og því flaut ruslið, sem sett hafði verið út á gangstéttir, út um allt. Dimitris Avramopoulos, borgarstjóri í Aþenu, sagði, að til hefði staðið að sprauta sótt- hreinsandi efnum yfir það en veðrið leyfði það ekki. Reuter TVEIR íbúar Kórinþu reyna að koma böndum á bifreið sem stóð við fljót sem rennur í gegnum miðborgina. Það flæddi yfir bakka sína í miklu óveðri sem gekk yfir Grikkland um helgina. Mótmæli í Búlgaríu Sósíalistar vilja ræða kosningar Sofia, Belgrad. Reuter. SÓSÍALISTAR, sem eru við stjórn í Búlgaríu, féllust í gær á að ræða við stjórnarandstöðuna um möguleika á að gengið verði til kosninga á næstu mánuðum. Þá segjast þeir hafa lagt drög að áætlun til að binda endi á pólitíska og efnahagslega kreppu sem hafi verið allsráð- andi í Búlgaríu. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar fóru í mót- mælagöngur í höfuðborginni Sofiu, og 20 minni borgum og bæjum, í gær til að krefjast þess að gengið verði þegar til kosn- inga, tveimur árum fyrr en áætl- að er. Bréfasprengjur í höfuðstöðvum SÞ New York. Reuter. BRÉFSPRENGJA fannst í gær í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) en hún var stíluð á skrifstofu arabísks dagblaðs í húsinu. Sprengjan var aftengd en hún fannst aðeins nokkrum klukkustundum eftir að sams konar sprengja sprakk á skrif- stofu sama blaðs í Lundúnum. Tveir öryggisverðir særðust og við leit fundust fjórar sprengjur til viðbótar. Tvær hæðir í höfuðstöðvum SÞ voru rýmdar eftir að sprengj- an fannst en hún var i heilla- óskakorti sem stílað var á saudi- arabíska dagblaðið AI-Hayat. Við leit í húsinu fannst annað bréf sem reyndist innihalda sprengju. Fyrr í mánuðinum bárust nokkrar bréfasprengjur á skrifstofur blaðsins í Washing- ton en þær voru sendar frá Egyptalandi. Tilgátur hafa komið fram um að bréfasprengjurnar tengist sprengjutilræðinu í World Trade Center árið 1993 en bréfa- sprengjur hafa einnig verið sendar til fangelsisins þar sem sitja inni menn sem dæmdir voru fyrir tilræðið. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, fordæmdi tilræðið í gær og sagði það heigulslega árás á Sameinuðu þjóðirnar og á málfrelsi. Enn bið eftir samn- Jerúsalem. ingi um Hebron ÍSRAELAR og Palestínumenn reyndu í gær að reka smiðshöggið á samkomulag um afhendingu 80% borgarinnar Hebron á Vesturbakk- anum í hendur hinna síðarnefndu eftir að Hussein Jórdaníukonungur reyndi að miðla málum á sunnudag. Hins vegar var haft eftir palestínsk- um embættismönnum að ólíklegt væri að hægt yrði að ganga frá sam- komulagi fyrr en í dag í fyrsta lagi. Hótelið sem samningamenn Israela og Palestínumanna dvelja á var rýmt í skyndingu í gærkvöldi en að sögn lögreglunnar var tilkynnt um sprengju í húsinu. Dennis Ross, sérlegur erindreki Bandaríkjamanna í Mið-Austurlönd- um, ræddi í gær við Benjamin Net- Bjartsýni í kjölfar málamiðlunar Husseins Jórd- aníukonungs anyahu, forsætisráðherra Israels. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi á sunnudag þróun mála í síma við Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands. Sae Erakat, samningamaður Pelstínumanna, kvaðst ósáttur við yfirlýsingar Israela um erfíðleika í viðræðunum. „Við höfum lent í vandamálum, en við reynum af elju að leysa þau,“ sagði hann. „Eg er gáttaður á yfirlýsingum ísraela um að Palestínumenn séu að reyna að taka upp að nýju mál, sem þegar hafi verið samið um, vegna þess að það greiðir ekki fyrir ferlinu. Hið gagnstæða gerðist í dag [mánu- dag].“ Hussein Jórdaníukonungur ræddi á sunnudag við bæði Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, og Net- anyahu. Ágreiningur um brottför ísraela frá þremur stöðum á Vestur- bakkanum hafði staðið samkomu- lagi um brotthvarf ísraela frá mest- um hluta Hebron fyrirþrifum. Mála- miðlunin, sem gerð var fyrir milli- göngu Husseins kveður á um að brottflutningnum ljúki um mitt næsta ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.