Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gamall leðurstóll sem er
hvorki g-amall né úr leðri
Sýndarveruleiki er ekki nýtt fyrirbrigði. í
tilefni af hundrað ára afmæli Leikfélags
Reykjavíkur stendur nú yfir í kjallara Borg-
arleikhússins sýning á leikmunum, leikbún-
ingum, hárkollum, húsgögnum, sviðslíkön-
um, leikmyndateikningum og öðru sem not-
að hefur verið til að endurskapa liðna tíð,
aðra menningarheima, nútímann eða hugar-
heim leikritahöfunda. Helgi Þorsteinsson
fór á sýninguna í gær.
Morgunblaðið/Þorkell
LEIKMYNDIN úr Tobacco Road í tveimur útgáfum,
á ljósmynd og sem sviðslíkan.
í BARNAHORNINU eru mörg furðugervi. Sigurður Karlsson, leikari og formaður Leikfélags
Reykjavíkur, bendir á sjálfan sig í svampbúningi sem hann klæddist á sýningunni Snjókarlinn
okkar. Slökkvilið ætlaði að banna sýninguna vegna þess hversu búningarnir voru eldfimir en það
varð að samkomulagi að leyfa hana ef þeir væru notaðir blautir.
LEIKSVIÐIÐ þarf ekki að vera
eins og fyrirmyndin, það þarf bara
að sýnast vera það. Sumir leikmun-
imir sýnast glæsilegir úr þeirri
ijarlægð sem áhorfandinn sér þá,
til dæmis gamli leðurstóllinn, sem
þegar nær kemur reynist hvorki
gamall né leðurklæddur, útskoma
rússneska íkonið úr pappa og lími
eða Kjarvalsmálverkið sem er í
raun eftir einn leikmyndamálara
Borgarleikhússins.
Sígildar ölkrúsir
og sláturkeppir
Falsanirnar á sýningunni, ef
svo mætti nefna þær, em sumar
jafngamlar leikhúsinu. Reynt hef-
ur verið að geyma sem mest af
leikmunum, enda em þeir oft not-
aðir aftur og aftur. Þar má til
dæmis nefna ölkrúsir, sláturkeppi
og húsgögn sem notuð hafa verið
hvað eftir annað í sígildum ís-
lenskum leikritum á borð við
Fjalla-Eyvind og Mann og konu.
Steinþór Sigurðsson leik-
myndateiknari á mestan heiður
af sýningunni en honum til aðstoð-
ar hafa verið starfsbróðir hans,
Jón Þórisson, Hlín Agnarsdóttir
leikstjóri, Ögmundur Jóhansson
ljósahönnuður og fleiri starfsmenn
leikhússins. Steinþór segir að sýn-
ingin reki ekki samfellt sögu leik-
félagsins, heldur sýni hún úrval
af þeim munum sem era í vörslu
þess. „Það er mikið til af sýningar-
efni í einkaeigu en við tókum þá
stefnu að hafa eingöngu muni sem
eru í geymslu leikfélagsins. Miðað
við það hversu lítið geymslupláss
leikfélagið hafði er samt ótrúlegt
hversu mikið hefur varðveist hér.
Á síðustu árum hefur ástandið
batnað, því geymslurými er orðið
mun meira.“ Meðan leikfélagið
var í Iðnó voru hlutirnir geymdar
í ýmsum afkimum og hornum
hússins og í húsi í Súðarvogi, þar
sem einnig var verkstæði leik-
hússins, og í gamla iðnskólahús-
inu á horni Vonarstrætis og Lækj-
argötu. Síðastnefnda geymslan
brann fyrir um tíu árum og glötuð-
ust þá margir af elstu leikbúning-
unum.
Eins konar inngangur að sýn-
ingunni er í anddyri leikhússins,
en þar eru meðal annars til sýnis
munir úr dánarbúi Árna Eiríks-
sonar leikara sem var einn af
stofnendum Leikfélags Reykjavík-
ur. Meginhluti sýningarinnar er í
kjallara og er gengið þangað niður
úr miðasöluanddyrinu.
Brot af viðtækja-
og koppasöfnum
Sýningin skiptist í nokkra hluta
sem tengjast einstökum þáttum
leikhússtarfsins. Þeir eru ekki í
tímaröð, en þó eru í fyrsta hluta
munir frá fyrstu árum leikhúss-
ins. Aðrir flokkar sem nefna má
eru brot af viðtækjasafni leikfé-
lagsins, en að sögn Steinþórs er
það mjög stórt. Við hlið þess er
annað safn, ekki ómerkara, en það
eru koppar frá ýmsum tímum.
Ekki er nema eitt klósett á sýning-
unni, en það er þeim mun glæsi-
legra. Það var notað í sýningunni
Evu Lúnu og var mikil vinna lögð
í gerð þess, enda sat ein persónan
þar löngum stundum. Svo fór að
sýningin var stytt og klósettatrið-
unum kippt út. Nú bíður það þess
að önnur sýning kalli á glæsikló-
sett.
Annað íburðarminna sæti og
þó virðulegra er stóll forseta Is-
lands úr Iðnó. Forsetinn átti að
sjálfsögðu fast sæti á svölum.
Skápurinn lagður saman
milli sýninga
Skápur einn á sýningunni er
vitnisburður um eitt helsta vanda-
mál leikfélagsins meðan það var
til húsa í Iðnó. Hann er þannig
hannaður að með nokkrum hand-
tökum er hægt að fella hann sam-
an þannig að lítið fari fyrir honum
milli sýninga. Steinþór segir að
vegna plássleysis hafi fleiri hlutir
verið þannig hannaðir að þeir
tækju sem minnst af takmörkuðu
geymslurými.
Lengi hægt að uppgötva
skemmtilega hluti
Sýningin er skemmtilega skipu-
lögð, því hún minnir um margt á
tilviljunarkennt og þétt samsafn
ólíkra muna í geymslu, en við
nánari athugun sést að töluverð
hugsun liggur að baki uppröðun-
inni. Það er lengi hægt að ganga
um og uppgötva skemmtilega
hluti. Víða hanga leikskrár með
mununum sem auðvelda sýningar-
gestum að setja þá í samhengi
og einnig eru margar ljósmyndir
þar sem þeir sjást í notkun á leik-
sýningum. Loks má finna þá
suma, ef vel er gáð, á litlum sviðs-
líkönum.
STEINÞÓR Sigurðsson Ieikmyndateiknari, sem skipulagði sýn-
inguna, virðir fyrir sér muni úr eldhúsi Iðnó. Þeir voru í eigu
Kristínar í Iðnó, en hún var jafngömul leikfélaginu og starfaði
þar í eldhúsinu árum saman.
ír Brian Fríel 1982,
Leikmynd
0 W .;5r
i'" ' |§ -•fC" ■ w
i i
LÍKAN af leikmynd Steinþórs Sigurðssonar við írlandsbréf Brian Friel.