Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 27
Tónlistargagnrýnandi The Times
I fótspor Audens og MacNeice
Sögusinfónían
ein af geisla-
plötum ársins
SÖGU SINFÓNÍ A Jóns Leifs í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, undir stjórn Ósmos Vánska,
er ein af þremur bestu geislaplötum
ársins 1996 að mati Hilary Finch,
tónlistargagnrýnanda The Times í
London. Segir hún plötuna sæta
jafn miklum tíðindum og síðustu
jarðhræringar á þessari „fjarlægu
eyju í Norður-Atlantshafi".
Gagnrýnandinn segir ennfremur
að Jón Leifs, sem starfað hafi í
einangrun á fyrri helmingi aldar-
innar, hafi rutt brautina fyrir önnur
íslensk tónskáld og „sögubrot"
hans, í djarfri og sérviskulegri út-
setningu, minni ekki á neitt sem
áður hafi borist fólki til eyrna -
„ef undan eru skilin önnur verk
Jóns Leifs“. Þá sé sinfónían leikin
af jafn miklu öryggi og hún hafi
verið samin af hinni frábæru Sinfó-
níuhljómsveit íslands undir stjórn
Osmos Vánská.
Hinar plöturnar tvær sem Finch
setur á blað í vali sínu státa jafn-
framt af flytjendum frá Norður-
löndunum, Wings in the Night, þar
sem Anne Sofie von Otter söng-
kona og Bengt Forsberg píanóleik-
ari fiytja gömul sænsk lög, og The
Kafka Fragments eftir György
Kurtág í flutningi finnsku sópran-
söngkonunnar Anu Komsi og eigin-
manns hennar, Sakari Oramo,
fiðluleikara og hljómsveitarstjóra.
Bókaútgáfa
á alnetinu
STOFNUÐ hefur verið íslensk bóka-
útgáfa á alnetinu. Slóðin þangað er:
http://www.snerpa.is/net. Bókaút-
gáfa þessi, sem kölluð er Netútgáf-
an, hefur aðsetur í Reykjavík en
gögn hennar eru vistuð á Isafirði.
I kynningu segir: „Útgáfan er
fólgin í því að íslensk rit eru færð
í rafrænan búning og gerð aðgengi-
leg öllun sem hafa aðgang að alnet-
inu. Þeir geta sótt sér lesefni af
ýmsu tagi á heimasíðu útgáfunnar
án nokkurs endurgjalds.
í byijun er ekki ýkja mikið af
efni þar en vonir standa til að tals-
vert muni bætast við á næstunni.
Björn Davíðsson hjá Snerpu á
ísafirði hefur sýnt Netútgáfunni
mikla velvild, og hefur Snerpa látið
í té diskapláss og alnetaðgang án
endurgjalds og veitt alla þá aðstoð
sem farið hefur verið fram á við
undirbúning útgáfunnar".
í upphafi er eftirtalið efni gefið
út: 1. íslendingasögur: Banda-
mannasaga, Bárðar saga Snæfells-
áss, Grænlendinga saga, Grænlend-
inga þáttur.
2. Fornaldarsögur Norðurlanda:
Ásmundar saga kappabana, Frið-
þjófs saga ins frækna, Illuga saga
Gríðarfóstra, Ketils saga Hængs,
Norna-Gests þáttur.
3. íslenskar þjóðsögur: Átján
barna faðir í álfheimum, Djúpir eru
íslands álar, Gilitrutt, Legg í lófa
karls, karls, Móðir mín í kví, kví,
Nykurinn í Holtsvatni, Smalastúlk-
an, Upp koma svik um síðir.
4. Kvæði: Hávamál, Völundar-
kviða.
5. Stjórnarskrá lýðveldisins íslands.
6. Rafritið frá upphafi.
Aðstandendur Netútgáfunnar
eru: Sæmundur Bjarnason, Heima-
sími: 561-8005, vinnusími: 515-
6525, netfang: saemisnerpa.is.
Benedikt Sæmundsson, heima-
sími: 561-9009, vinnusími: 581-
3500, netfang: bactreknet.is.
Hafdís Sæmundsdóttir, heima-
sími: 552-5528, netfang: hafdissn-
erpa.is.
Bjarni Sæmundsson, heimasími:
562-4693, netfang: bjarnisaitn.is.
Nýjar bækur
• BÓKIN Scottish Skalds and
Sagamen: Old Norse Influence
on Modern Scottish Literature
er komin út. Bókin, sem er eftir
Julian D’Arcy, dósent við enskuskor
Heimspekideildar
Háskóla íslands,
fjallar um hvernig
landnám nor-
rænna manna átti
hlut að mótun
skoskrar sögu,
máls og menning-
ar og greinir frá
hvaða hlutverki Skotar gegndu í
útbreiðslu norrænna menningar-
áhrifa á Bretlandseyjum.
í bókinni er einnig rætt hvernig
þessi meðvitaða norræna arfleifð
hafði áhrif á níu skoska rithöfunda
á þessari öld: Hugh MacDiarmid,
Lewis Grassic Gibbon, Neil Gunn,
John Buchan, Naomi Mitchison,
David Lindsay, Eric Linklater,
Edwin Muir og George Mackay
Brown og gaf nýja sýn á sjálfsmynd
skosku þjóðarinnar og bókmennta-
strauma í Skotlandi.
Bókin er 311 bls. kilja, gefin út
a f Tuckwell Press í Skotlandi.
Dreifingaraðili hér á landi er Há-
skólaútgáfan. Verð bókarinnarer
2.900. kr.
Miðar pantað-
ir á Vínartón-
leikar að ári
VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníu-
hljómsveitar Islands heppnuð-
ust mjög vel, að sögn Helgu
Hauksdóttur tónleikastjóra.
Tónleikarnir voru fernir að
þessu sinni og seldist hver
einasti miði. „Stemmningin var
afskaplega góð og hafa
fjölmargir liringt á skrifstofu
hljómsveitarinnar til að láta
ánægju sína í ljós og tryggja sér
miða á næstu Vínartónleika,
sein verða í janúar 1998, en við
höfum þegar tekið við fjölda
pantana,“ segir Helga.
DISERO EN CERAMICA
> ÍYI
- •• / ]»*
SlérhöKta 17 við GulUnbrú, síral 567 4844
Julian D’Arcy
dóscnt.
Tíðindi frá Mánalandi
Á FJÓRÐA áratugnum ferðuðust
bresku skáldin W. H Auden og
Louis MacNeice til íslands og var
árangur ferðarinnar kunn bók og
mjög umrædd, Letters from Ice-
land. Bókin var þó ekki eingöngu
íslandslýsing heldur fjallaði hún að
stórum hluta um samtíma skáld-
anna, heima og erlendis.
Nú hafa tveir landar hinna fyrr-
nefndu, skáldin Simon Armitage og
Glyn Maxwell tekið sér fyrir hendur
að greina nánar frá hinu einkenni-
lega og fjarlæga landi í vestri. Frá-
sagnir þeirra má finna í nýútkom-
inni bók: Moon Country. Further
Reports from Iceland.
Armitage (f. 1963) og Maxwell
(f. 1962) eru þekkt skáld á Bret-
landseyjum og hafa fengið ýmsar
viðurkenningar fyrir skáldskap
sinn.
Hugdettur og gamansemi
Þeir félagar koma víða við í bók-
inni, fara vítt og breitt um landið
og ræða við fólk. Þeir kalla sig oft-
ast Jamesson og Petersson í bók-
inni. Stór hluti bókarinnar er í ljóð-
um og leikþáttum og bregða þeir á
leik í anda ftjálsræðis og frásagna
sem mótast af hugdettum og gam-
ansemi af ýmsu tagi. Eins og for-
verarnir hafa þeir lítinn sem engan
áhuga á hefðbundum frásagnar-
hætti eða því að setja saman venju-
lega ferðasögu.
íslendingar sem rætt er við í
sérstökum köflum eru Vigdís Finn-
bogadóttir og Matthías Johannes-
sen. Fjöldi annarra kemur við sögu.
Félagarnir gera sér far um að
herma tíðindi frá Mánalandi, en
fréttamat þeirra sjálfra ræður ferð-
inni. Það er líka mjög misjafnt hvað
innfæddir hafa að segja þeim,
stundum tengist það meira persónu-
legum högum en staðreyndum um
land og þjóð eða landsmálum .
Útgefandi er Faber and Faber í
London. Moon Country er 176 síður
í kiljubroti með fjórtán svarthvítum
ljósmyndum, einkum af höfundun-
um og áfangastöðum þeirra.
Valgerður Einarsdóttir:
Eg heí stundað œíingabekkina í 2 ctr og
líkað mjög vel. Ég var slœm af vöðva-
bólgum og er nú allt önnur. Ég mœli
því eindregið með cefingabekkjunum.
Margrét Ámundadóttir:
Ég hef stundað œfingabekkina í þrjú ár
og finn stórkostlegan mun á vextinum.
Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og
höfuðverkur algjörlega horfið.
Þetta er það besta sem ég hef reynt og
vil ekki missa úr einn einasta tíma.
yilhelmína Biering:
Eg er eldri borgari og heí verið hjá
Sigrúnu í cefingabekkjunum í 8 ár og
hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta
ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og
finnst mér ég ekki mega missa úr einn
tíma enda finnst mér að eldri borgarar
eigi að njóta þess að vera í cefingum til
að halda góðri heilsu og um leið haía
eigin tíma.
Stefanía Davíðsdóttir:
Undirrituð hefur stundað cefinga-
bekkina reglulega í 7 ár og lrkað mjög
vel. Ég þjáðist verulega aí liðagigt og
vöðvabólgum og þoldi þess vegna ekki
venjulega leikíimi. Með hjálp cefinga-
bekkja hefur vöðvabólgan smám saman
horíið og líðan í liðamótum er allt önnur.
Þetta er eitthvert það besta cefinga-
bekkjakerfi fyrir allan líkamann sem
ílestir cettu að þola.
Erum með tvo auka nuddbekki, göngubraut og þrekstiga.
Opið írá kl. 9-12 og 15-20 - Frír kynningartími
Ert þú með lærapoka?
Ert þú búin að reyna allt, ún árangurs?
Hjá okkur nærðu árangri.
Prófaðu og þú kemst að því að senti-
metrunum fækkar ótrúlega fljótt.
Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki,
öxlum eða handleggjum?
Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?
Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og
slökun?
Þá hentar æfingakerfið okkar vel.
Reynslan heíur sýnt að þetta æfingakerfi hentar
sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur
stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma.
Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki
stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva
o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og
eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál
þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og
slökun.