Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 29

Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 29 __________LISTIR_______ Söngvarinn Schubert TÓNLIST Itústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Tríó Reykjavíkur ásamt gestum lék tvö verk eftir Franz Schubert. Sunnudagurinn 12. janúar, 1997. FYRSTU tónleikar Kammer- músikklúbbsins á þessu ári voru helgaðir Franz Peter Schubert en eftir nítján daga, þann 31. janúar næstkomandi (ekki 21. eins og stendur í efnisskrá) eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Fyrstu kennarar hans á sviði tónlistar voru faðir hans og frá 7 ára aldri var hann hjá orgelleikara að nafni Michael Holzer (1772-1826), er kenndi drengnum söng, orgelleik og kontrapunkt. 1808, á tólfta ári, fékk Schubert inngöngu í kórskóla keisarahirðarinnar, sem var undir stjórn Antonio Salieri og var þar í söngnámi og söngvinnu í rúm fimm ár eða til þess er hann fór í mútur. Á meðan hann var í kórskólanum samdi hann fantasíu í G-dúr fyrir píanódúett (1810), sinn fyrsta Lied- er, Hagars Klage (1811) og um 1813 hafði hann samið nokkur hljómsveitarverk og sína fyrstu sin- fóníu. Frá 1814 til 1816 kenndi hann við skóla föður síns en eyddi öllum frítíma sínum (og jafnvel vinnutíma) í að semja. Á fyrsta árinu sem kennari samdi hann óperu, Der Teufels Lustschloss, tvo strengjakvartetta og messu sem var flutt, undir stjórn Holzer, þann 16. október 1814. Meðal sönglaga frá þessum árum má nefna Gretchen am Spinnrade og Erlkönig, verk sem bæði geisla af frumleika og skáldlegri snilld. Það má í raun kallast merkilegt, að enginn máls- metandi maður skuli hafa tekið þennan unga snilling upp á sína arma því í skólanum voru allir á einu máli um hæfileika hans. Svo mjög að hann var látinn stjórna hljómsveit skólans þegar stjórnand- inn, Wenzel Ruzicka, þurfti að bregða sér frá. Þrátt fyrir ýmist andstreymi samdi Schubert ótrúlega mörg tón- verk og telja sagnfræðingar að fá tónskáld hafi átt eins létt með að semja. Schubert sjálfur var á stund- um undrandi og hélt því fram að tónlistin kæmi að ofan og hann sjálfur væri aðeins verkfæri. Hvað sem þessu líður var Schubert óum- deilanlegur snillingur. Tónleikar Kammermúsikklúbbs- ins voru um margt ágætir. Guðný Guðmundsdóttir, Peter Maté og Gunnar Kvaran hófu tónleikana með Tríói í B-dúr, op. 99. Þetta tríó er bæði langt og fallegt, sérstaklega fyrsti þátturinn, er var vel fluttur. Áðalstefíð er eins og horn signal sem er unnið með á margvíslegan máta en aukastefíð er ekta Schubert- sönglína. Hvað snertir form verksins er athyglisvert að úrvinnslukaflan- um lýkur með „falskri" ítrekun sem stendur í 28 takta áður en hin raun- verulega ítrekun hefst í B-dúr. Flutningurinn í heild var sérlega góður og mjög fallega leikið með styrkleikabreytingar. Guðný og Gunnar léku vel með sérlega þýðum tóni, fallegar tónlínur meistarans og píanóleikarinn Maté lék og einnig mjög vel, þótt brotnu hljómarnir væru á köflum of mjúklega mótaðir. Það vill svo til að brotnir hljómar mynda oft hinn hrynræna drifkraft verksins. Þessa gætti einnig í seinna verk- inu, hinum dapurlega sellókvintett, síðasta kammerverki meistarans, t.d. á móti syngjandi aukastefínu í fyrsta þætti þar sem önnur fiðla og lágfiðla fyrst og síðan fyrsta selló eiga að mynda sérkennilegan hrynmótor á móti hinu fallega aukastefi. A-kaflinn í hæga þættin- um var sérlega vel fluttur en hann er þrunginn sársauka, sem verður stingandi við „pizzicato“ hljóman sellósins og stutt andvörpin í fyrstu fiðlu. B-kaflinn var aftur á móti of grófur. Forte fortissimo er ekki mesti styrkur og í raun hefði verið nóg að leika forte á móti sérlega veikum og fallega mótuðum leik, sem einkenndi A-kaflann. Veiki tengikaflinn, sem er eins konar brú fyrir A-kaflann, var sérlega vel fluttur. Þar leikur annað selló.hrað- ar og hækkandi tónlínur á móti fyrstu fiðlu og tregafullum tón- mynstrum millihljóðfæranna og hefur þessi kafli verið sagður túlka síðustu andvörpin. Skersóið var á köflum nokkuð gróft í flutningi en þrátt fyrir hraðann hefði mátt leggja frekar áherslu á tregann en kraftmikinn flutning, þó að mikið sé um þungar áherslur. Þær hefðu frekar átt að vera myrkar en yfir- máta sterkar og þrumandi. Tríóið, sem er þrungið dökkri og þungri sorg, var hins vegar mjög vel flutt. Lokakaflinn ber yfirskriftina Allegretto og var í heild of hraður og í sterku köflunum var mjög of- gert varðandi styrk. Þessum kafla hefur verið lýst sem dansi þess sem vill deyja sáttur, þrátt fyrir þjáning- ar og eftirsjá, enda er þetta verk raunverulegur svanasöngur snill- ings sem ofgnótt fegurðarinnar brenndi upp og dauðinn einn gat boðið til hvílu í kyrrum og hljóðum heimi hinnar eilífu hvíldar. í heild voru tónleikarnir góðir en þeir sem komu fram auk Tríós Reykjavíkur voru Sigrún Eðvalds- dóttir, Sigurbjörn Bernharðsson og Bryndís Halla Gylfadóttir en þau ásamt Guðnýju, Gunnari og Maté, áttu margar mjög fallega strófur, sérstaklega þar sem söngvarinn Schubert lagði þeim til sínar fallegu sönglínur. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson ARNDÍS Halla Ásgeirsdóttir og Jónas Ingimundarson. Efnilegur sópran TONLIST Digrancskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Jónas Ingimundarson píanó. Sunnu- dagur 12. janúar kl. 20.30.1997. HVER skýringin er á þeirri miklu grósku sem tónlistarlíf okkar er í verður víst ekki svarað með einni setningu en veigamikil ástæða er vafalaust tilurð tónlistarskólanna og umgjörð sú sem þeir hafa þróast í og vonandi fara yfirvöld ekki að krukka fálmandi í þessa uppbygg- ingu, einmitt vegna þess að vel hefur gengið. Söngvarar eru áberandi í þessum nemendahópum tónlistar- skólanna og slá orðið víða um sig í óperuhúsum Evrópu. Eðlilegur for- leikur þess er ungir söngvarar, sem annað hvort hafa lokið venjulegu skólanámi og eru að byija sína vandasömu og oft viðsjárverðu göngu upp á óperusviðið, en þar virð- ast vera einu starfsmöguleikar söngvaranna ef litið er til fjárhags- legrar afkomu. Þessi ganga kostar oft svita og tár og hér eru, sem og víðar, margir kallaðir en fáir útvald- ir og ræður þar margt. Ekki veit ég hvort æskilegt væri að vita fyrirfram hveijir ættu erindi og hverjir ekki, slík vitneskja bryti líklega lögmálið. Arndís Halla Ásgeirsdóttir hefur, að mér skilst, lokið hefðbundnu skóla- námi og er byrjuð að kynna sig á markaðnum. Án þess að velta hlutun- um mjög fyrir sér held ég að óhætt sé að segja að hún eigi erindi. Rödd- in er skóluð vel, Amdís virðist vel músíkölsk, hefur heppilegt útlit fyrir sviðið og virðist eiga létt með að leika, en ég spái að þessum hæfíleikum þurfi hún sérlega á að halda í framtíð- inni, þegar henni verður skipað í hlut- verk. Röddin er ekki stór, en falleg og er orðin að góðu hljóðfæri sem Arndís nær að leika vel á. Hvemig röddin þróast getur enginn vitað, en á þessu skeiði er hún einskonar supe- retta með léttan kóloratúr. Miðað við þá niðurstöðu eru óperettuhlutverkin á næsta leiti. Þessi raddeinkenni und- irstrikaði Amdís með valinu á óperu- aríum á söngskránni, aríu Despinu um karlmennina úr Cosi fan tutte, en þar sýndi hún góða tilfinningu fyrir Mozart, og Kommt ein schlanker Bursch, úr Freischutz eftir Weber. Best tókst henni þó kannske í loka- aríu tónleikanna úr Don Pasquale eftir Donnizetti og hlaut að launum mikið klapp. Hún hóf tónleikana á Alleluja eftir Mozart og var það nokk- uð djarft af stað farið, enda gætti nokkurrar taugaspennu þar, bar og dálítið á óhreinindum, sem maður heyrði reyndar ávæning af öðru hvoru og á að vera auðvelt fyrir Arndísi að lagfæra. Sumt var það í flutningnum sem betur hefði mátt fara, en fyrst og fremst skal Arndísi óskað til ham- ingju með óvenju gott „debut“ og gangi henni vel að sigra óperu-„int- endentana“. Jónas var stundum í dálítið erfíðu hlutverki við píanóið, en studdi vel við bakið á Arndísi og víst á hann til að „syngja fallega með“. Ragnar Björnsson Hefnd hinna fráskildu KYIKMYNPIR liíóborgin KVENNAKLÚBBURINN „THE FIRST WIVES CLUB“ ★ ★ '/2 Leikstjóri: Hugh Wilson. Handrit: Robert Harling. Framleiðandi: Scott Rudin. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Bette Midler, Diane Keaton, Philip Bosco, Stockard Channing, Sara Jessica Parker, Maggie Smith. Para- mount, 1996. BYLGJA svokallaðra kvenna- mynda í Hollywood hefur getið af sér mörg og ólík kvikmyndaverk á undanförnum misserum en varla neitt sem lýsir jafnmikilli rætni og hefnigirni og Kvennaklúbbur- inn með þremur af fremstu gam- anleikkonum Bandaríkjanna í að- alhlutverkum. Hún er um þijár miðaldra konur sem allar eru frá- skildar vegna þess að karlarnir urðu leiðir á þeim og náðu sér í nýjar, kornungar og glæsilegar konur, en þær gömlu svara fyrir sig og búa sig undir að leggja líf mannanna í rúst. Útúr því verður til fislétt og alvörulaus gaman- mynd, fyndin á köflum en fyrst og fremst skemmtilega leikin af þríeykinu. Myndin reiðir sig mikið á leik- konurnar sem vonlegt er og þær bregðast ekki. Goldie Hawn leikur mestmegnis sjálfa sig sýnist manni. Hún er Hollywoodleikkona sem komin er á þennan skelfilega aldur þegar henni eru boðin móð- urhlutverkin í bíómyndunum en reynir að gera sig unglegri með eilífum andlitsstrekkingum og varafyllingum. Bette Midler er ákaflega súr og vonsvikin fyrrum eiginkona sem sér á eftir glæsileg- um húsakynnum og ríkidæmi í hendurnar á heimskri blondínu. Diane Keaton er einstaklega taugaveikluð og uppburðarlítil og lifir í voninni um að hjónabandinu megi bjarga en til einskis. Allar áttu þær framtíðina fyrir sér þeg- ar þær voru saman í háskóla. Nú er ævi þeirra ein stór vonbrigði. En þær komast að því að svoleiðis þarf það ekki að vera og stund hefndarinnar rennur upp. Handritið býður uppá margar góðar setningar um samskipti kynjanna sem hitta í mark en hafi átt að fylgja myndinni alvar- legur undirtónn um stöðu fráskil- inna kvenna sem jafnvel hafa fórn- að sér fyrir frama eiginmannsins drukknar hann í einhveijum af þremur tónlistarmyndböndum sem eru innbyggð í myndina. Kvenna- klúbburinn er fyrst og fremst af- þreying sem rekur í vörðurnar þegar hún ætlar að taka hlutina alvarlega. Hún er dæmigerð glam- úrframleiðsla frá Hollywood þar stm öllum réttu gestunum er boð- ið í partýið í von um að þeir skemmti sjálfum sér og öðrum. Og það gera þeir. Fyrir utan gam- anleikkonurnar þijár er Rob Rein- er þarna í enn einu örhlutverkinu, Stockard Channing bregður fyrir, Ivana Trump á heilræði til handa fráskildum, Philip Bosco er aldrað- ur mafíósi og Maggie Smith er sérdeilis góð samkvæmisdrottning svo nokkrir séu nefndir. Kvennaklúbburinn er prýðisgóð skemmtun sem lítur á samskipti kynjanna frá athyglisverðum og skoplegum sjónarhóli og henni er fyrst og fremst haldið uppi af þremur þaulvönum og þrælgóðum gamanleikkonum. Arnaldur Indriðason Málþing um framtíðarsýn á vegum umhverfisráðuneytis og Skipulags ríkisins í Norræna húsinu laugardaginn 18. janúar 1997 kl. 14-17. Dagskrá: 1. Kynning á verðlaunatillögum í hugmyndasamkeppninni „ísland áríð 2018“. Tillöguhöfundar kynna hugmyndir sínar. 2. Pallborðsumræöur Framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna Stjórnandi: Ævar Kjartansson. Þátttakendur: Fulltrúar stjórnmálaflokkanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.