Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
4-
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 33
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GÆFA EÐA
GJÖRVILEIKI
ÞAÐ GETUR verið sitthvað, gæfa og gjörvileiki, eins
og glöggt kemur fram í umfjöllun í Morgunblaðinu
í fyrradag, þar sem spurt er: „Eru hæfileikaríku börnin
hornrekur?" Þar er fjallað um börn sem mælst hafa af-
burðagreind og upp á hvaða úrræði grunnskólakerfið hér
á landi býður slíkum börnum, en þau virðast vera sorg-
lega fá.
Þegar svo háttar til, að börn eru afburðagreind, verða
heimili barnanna og skólinn að leggjast á eitt og búa
þannig um hnútana, að börnin verði ekki afskipt í skóla-
kerfinu og þjóðfélaginu. Það ætti að vera foreldrum og
skólayfirvöldum kappsmál að búa þannig í haginn fyrir
afburðagreind börn, að þau njóti sín innan veggja skólans
sem utan og fái viðfangsefni við sitt hæfi.
Skólakerfið virðist hafa brugðist rétt við þörfum þeirra
nemenda sem mælst hafa með minna en meðalgreind og
í boði er stuðningskennsla, sérkennsla og ýmiss konar
námsaðstoð til þeirra, sem ekki ná meðalárangri í hefð-
bundnu skólastarfi.
En það má ekki verða til þess, að þeir sem búa yfir
afburðagreind, verði hornrekur í skóla og sjái meira og
minna um grunnskólanám sitt sjálfir. Auðvitað þurfa af-
burðagreind börn að fá viðfangsefni í skólanum, sem eru
í samræmi við greind þeirra. Gera á auknar kröfur til
þessara barna og leggja vinnu í einstaklingsbundnar nám-
skrár, allt eftir getu og þörfum hvers og eins.
Slíkt gerir að sjálfsögðu auknar kröfur til skólans og
kennaranna, en hafa ber hugfast, að með því að rísa
undir þeim auknu kröfum eru skólinn og kennarinn í hverju
tilfelli að sá til framtíðar og tryggja að sá einstaklingur,
sem í hlut á, þroskist og dafni en koðni ekki niður í deyfð
og skólaleiða.
Það er fagnaðarefni, að fræðsluráð Reykjavíkur skuli
hafa samþykkt að fela fræðslustjóra að gera áætlun um
hvernig koma megi til móts við þarfir barna með sérstaka
hæfileika á einhveiju sviði. Jafnframt hefur Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra gefið til kynna að sérstaklega
þurfi að gefa gaum að þörfum hæfileikaríkra og afburða-
greindra barna.
Ekki er síst nauðsynlegt að búa kennara grunnskólans
undir það, að þeir geti ræktað þann efnivið sem þeir fá
í hendur, þar sem eru afburðagreind börn. Ljóst er af
viðbrögðum fræðsluyfirvalda, sem rætt var við í áður-
nefndri umfjöllun Morgunblaðsins, að mál þetta er komið
á dagskrá, þótt jafnljóst sé, að mikil vinna er óunnin.
GJALDEYRIR í
HRAÐBANKA
ÞAÐ ER til marks um þær miklu brejAingar, sem orðið
hafa síðustu árin í gjaldeyrisverzlun landsmanna, að
íslandsbanki hefur opnað gjaldeyrishraðbanka í Kringl-
unni. Þar er hægt að kaupa dollara, pund, þýzk mörk og
danskar krónur með sama hætti og íslenzkir peningar eru
teknir út á debet- eða kreditkort. Engin eyðublöð þarf
að fylla út eða gera grein fyrir fyrirhugaðri notkun gjald-
eyrisins, hvað þá að sækja um gjaldeyrinn til sérstakrar
úthlutunarnefndar eins og var á árum áður. Og sæta reynd-
ar opinberri skömmtun. Gjaldeyririnn fékkst ekki afhentur
í bönkunum nema með því að sýna flugfarseðil til útlanda.
Sé horft lengra aftur í tímann þá varð að fá stimpil
skattyfirvalda á ferðaskjölin til staðfestingar á því, að
skattaskuld hindraði ekki utanlandsför. Samkvæmt regl-
unum varð að skila gjaldeyri aftur að ferð lokinni, ef eitt-
hvað var eftir, þar sem óheimilt var að hafa gjaldeyri í
fórum sínum. Botninn í gjaldeyrismálum var þó á tíma
vinstristjórnarinnar 1956-1958, því þá þurfti að sækja
um gjaldeyri til sérstakrar úthlutunarskrifstofu og gengið
var mismunandi eftir því hver sótti um. Sérstakt gengi
var fyrir ferðamenn, annað fyrir námsmenn, svo og fyrir
sjómenn og útgerðarmenn og loks fyrir innflytjendur. Að
sjálfsögðu var þetta gróðrarstía svartamarkaðar og brasks
með gjaldeyri. Það var ekki fyrr en með Viðreisnarstjórn-
inni að þessu kerfi var kollvarpað, þótt aldarfjórðung
tæki að ná því frelsi í gjaldeyrisverzlun sem nýjung Is-
landsbanka nú er til marks um.
Hátíðardagskrá í tilefni aldarafmælis Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu
FJÖLMARGIR gestir voru
viðstaddir hátíðardagskrá
í Borgarleikhúsinu á
sunnudagskvöld í tilefni
af aldarafmæli Leikfélags Reykja-
víkur. Vigdís Finnbogadóttir, for-
maður afmælisnefndar, stýrði dag-
skránni en á henni fluttu vinir fé-
lagsins því kveðju sína með ræðu-
höldum og skemmtiatriðum. Leikfé-
lagið var að vísu ekki eitt um að
fá kveðjur því að ræðumenn keppt-
ust við að senda borgaryfirvöldum
skeyti vegna slæmrar fjárhagsstöðu
félagsins og fyrir að styðja ekki
nægilega vel við bak íslenskrar leik-
listar. Ríkissjónvarpið varð einnig
fyrir töluverðri ágjöf. Ræðumenn
töldu það hafa lagt litla áherslu á
gerð leikins íslensks efnis undanfar-
in ár og hafa staðið að niðurrifs-
starfsemi á íslensku leikhúsi með
leiklistargagnrýni sinni. Allir voru
þó sammála um að hægt væri að
horfa björtum augum til framtíðar
á þessum tímamótum í íslenskri
leiklistarsögu.
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhús-
stjóri Leikfélags Reykjavíkur, setti
hátíðardagskrána og sagði að með
því að snúa eilítið út úr sálmaskáld-
inu Matthíasi Jochumssyni gæti leik-
félagið ef til vill sagt á þessum tíma-
mótum að fyrir sér væri einn dagur
sem hundrað ár og hundrað ár dag-
ur, ei meir. Þórhildur sagði að leikfé-
lagið væri aðeins að hefja göngu
sína þótt það hefði nú náð hundrað
ára aldri og að það mætti verða
áminning um hversu ungt íslenskt
listalíf er í raun að Leikfélagið er
elsta listafélag landsins. Taldi hún
með ólíkindum hvað íslensk sviðslist
hefði náð miklum þroska á svo
skömmum tíma og að hún væri í
örri framþróun í flestum greinum,
nema ef vera skyldi í sjónvarpi þar
sem ekki hefði verið stuðlað nægi-
lega að framgangi hennar. Sagðist
Þórhildur vona að úr því rættist.
Enginn vaður, ekkert sig,
engin egg
Sigurður Karlsson, formaður
Leikfélags Reykjavíkur, tók því
næst til máls og sagði að í sögu
leikfélagsins sæi yfír mörg fjöll og
dali en á tímamótum sem þessum
væri það efst í minni þegar hæstu
tindarnir hefðu verið klifnir. Hann
sagði að oft hefði verið deilt í sögu
félagsins en gleðistundirnar stæðu
samt sem áður upp úr. Sigurður vék
þó í stuttu máli að þeim deilum sem
staðið hafa um félagið og hið nýja
Borgarleikhús undanfarin misseri.
Minnti hann á að það hefði fyrst
og fremst vakað fyrir ráðamönnum
Reykjavíkurborgar á sínum tíma að
reisa hús yfir starfsemi leikfélagsins
en ekki yfir starfsemi annarra fé-
laga. Sigurður sagði að leikfélagið
hefði legið undir ámæli fyrir að
hafa ekki nýtt húsið til fullnustu,
fyrir að vera ekki nógu stórt inn í
þetta stóra hús. Ástæðan fyrir því
að húsið væri vannýtt af félaginu
væri hins vegar ekki sú að félagið
væri of lítið heldur sú að fjárveiting-
ar til þess hefðu ekki aukist eins
og væntingar stóðu til þegar flutt
var inn í húsið. Sagði Sigurður að
það væri ósk félagsins á þessum
tímamótum að það kæmist út úr
þessum vítahring með hjálp opin-
berra aðila.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
sagði að það væri aðeins ein og ein
hjáróma rödd sem hefði heyrst um
að sú von hefði ekki gengið eftir
að Borgarleikhúsið yrði rammi utan
um leikfélagið. Sagði Davíð að borg-
aryfírvöldum bæri að sjá til þess
að leikfélagið gæti haldið áfram
fullri starfsemi í húsinu en án nægi-
legs fjárhagslegs stuðnings myndi
félagið ekki þrífast; þegar sigið
væri í bjarg eftir eggjum þyrfti
traustan vað; enginn vaður, ekkert
sig, engin egg.
Astir samlyndra hjóna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, sagði í ræðu sinni að
Leikfélag Reykjavíkur hefði oft klif-
Morgunblaðið/Golli
FJÖLMARGIR gestir voru viðstaddir hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöld í tilefni af ald-
arafmæli Leikfélags Reykjavíkur. Ræðuhöld og skemmtiatriði voru lífleg eins og sjá má á viðbrögðum
gesta. Gjafir voru afhentar Leikfélaginu og leikskáld og leikarar verðlaunuð.
Leikskáld
verðlaunuð og
leikarar styrktir
FYRSTU verðlaun í leikverkasam-
keppni sem efnt var til í tilefni
af afmæli Leikfélags Reykjavíkur
hlaut Þór Rögnvaldsson fyrir Ieik-
ritið Búasögu. Þór fékk 500.000 í
verðlaun en auk þess er mælt svo
um af dómnefnd að verkið verði
frumsýnt í Borgarleikhúsinu að
ári liðnu, eða þann 11. janúar árið
1998. Önnur verðlaun að upphæð
krónur 300.000 féllu í hlut Ben-
ónís Ægissonar fyrir leikritið
Hörpusláttur daufra. Og þriðju
verðlaun að upphæð krónur
200.000 hlaut Jónína Leosdóttir
fyrir leikritið Sælustundir.
í dómnefnd sátu Hanna María
Karlsdóttir, Sigurður A. Magn-
ússon og Þórhildur Þorleifsdóttir.
Halldóra og
Margrét styrktar
Geir Borg, sonur Stefaníu
Guðmundsdóttur leikkonu, af-
henti styrk úr sjóði móður sinnar
til tveggja ungra leikkvenna,
Halldóru Geirharðsdóttur og
Margrétar Vilhjálmsdóttur. Hlaut
hvor þeirra 350.000 krónur en
styrkurinn er ætlaður til að standa
undir frekara námi erlendis.
Lagði áherslu á
menntun leikara
Geir Borg sagði að sá misskiln-
ingur hefði lengi verið uppi að
Stefanía hefði aldrei hlotið neina
menntun í leiklist og því hafi menn
ekki álitið list hennar rista djúpt.
Geir sagði að hið rétta væri að
Stefanía hefði notið leiðsagnar í
Konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn leikárið 1904 til 1905
og hefði það verið henni dýrmætur
skóli. Sagði Geir að hún hefði ætíð
lagt mikla áherslu á að menntun
væri leikurum mikilvæg og því
væri þessi styrkur afhentur nú.
Morgunblaðið/Golli
VERÐLAUNAHAFAR í leikverkasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur;
Þór Rögnvaldsson, sem hlaut fyrstu verðlaun, Jónína Leosdóttir, sem
hlaut þriðju verðlaun, og Benóní Ægisson, sem hlaut önnur verðlaun.
GEIR Borg afhendir leikkonunum, Margréti Vilhjálmsdóttur og Hall-
dóru Geirharðsdóttur, styrk úr sjóði Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu.
... hundr-
að ár dag-
ur, ei meir
Efnt var til hátíðardagskrár í tilefni af aldaraf-
mæli Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhús-
inu á sunnudagskvöld. Vinir og velunnarar
leikfélagsins tóku til máls, fluttu því kveðjur
sínar með skemmtiatriðum og gáfu því gjafír.
Þresti Helgasyni og fleirí gestum kom það
hins vegar á óvart hvað ræðumenn eyddu
miklu púðri í að senda borgaryfírvöldum tón-
inn og skammast í Ríkissjónvarpinu fyrir dag-
skrárstefnu þess og leiklistargagnrýni.
STEFÁN Baldursson, þjóðleikhússtjóri, færði Leikfélagi Reykjavíkur
málverk að gjöf en í ræðu sinni sagði hann Ríkissjónvarpið eitra fyr-
ir íslenskri list með leiklistargagnrýni sinni.
Morgunblaðið/Halldór
ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, á
hátíðarstund ásamt eiginmanni sínum, Arnari Jónssyni, og samstarfs-
manni, Þorsteini Gunnarssyni.
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti og formaður
afmælisnefndar, stýrði hátíðar-
dagskránni í Borgarleikhúsinu
á sunnudagskvöld.
INGIBJORG Sólrún Gísladóttir
sagði að stundum hefðu komið
brestir í hjónaband leikfélagsins
og borgarinnar en það væri ekki
meira en gerðist í ástum annarra
samlyndra hjóna.
-h
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, sagði að aðeins ein og
ein hjáróma rödd hefði heyrst
um að sú von hefði ekki gengið
eftir að Borgarleikhúsið yrði
rammi utan um leikfélagið.
SVEINN Einarsson, fyrsti leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavík-
ur, sagði að leikhús stæði ævin-
lega á tímamótum og þegar
flæðið væri lítið í kassanum þá
dygði framsýnin ein.
ið þrítugan hamarinn og að framtíð
þess ylti bæði á kjarki og seiglu
félagsins sjálfs og á stuðningi al-
mennings og hins opinbera. Sagði
hún að stuðla þyrfti að því að þessi
menningarhöll Reykjavíkur sem
Borgarleikhúsið væri myndi rísa
sem hæst.
Ingibjörg Sólrún sagði að stund-
um hefðu komið brestir í hjónaband
leikfélagsins og borgarinnar en það
væri ekki meira en gerðist í ástum
annarra samlyndra hjóna. Vigdís
Finnbogadóttir tók undir með Ingi-
björgu Sólrúnu að lokinni ræðu
hennar og sagði að margir við-
staddra myndu vafalaust vilja kveða
sáttarorð á milli borgarinnar og
leikfélagsins því að félagið elskaði
sinn maka.
Sveinn Einarsson, fyrsti leikhús-
stjóri Leikfélags Reykjavíkur, rakti
tilurðarsögu félagsins í stuttu máli
og sagði að frá byrjun hafi verið
stefnt að því að það stundaði list-
sköpun sem væri sambærileg við
það sem gerðist best í nágranna-
löndunum. Sveinn sagði að leikhús
stæði ævinlega á tímamótum og
þegar flæðið væri lítið í kassanum
væri það framsýnin ein sem dygði.
Sveinn taldi að tillögur um að önn-
ur félög en Leikfélag Reykjavíkur
fengju aðstöðu í Borgarleikhúsinu
væru ekki gagnhugsaðar því að slíkt
samstarf yrði aldrei farsælt. Affara-
sælast væri að styðja frekar við
starfsemi leikfélagsins; þar þyrftu
umtalsverðar breytingar að verða á
því að samkvæmt samanburði við
leikhús í nágrannalöndum hefði
Borgarleikhúsið úr langminnstu að
moða.
Árni Ibsen bar leikfélaginu
kveðju frá leikskáldafélagi íslands
og sagði að það myndi vilja eiga
samleið með leikfélaginu; bað hann
leikfélagið að bjalla í þau leikskáld-
in ef það væri eitthvað að pæla.
Dauðans hönd
Stefán Baldursson, þjóðleikhús-
stjóri, tók í sinni ræðu undir með
þeim sem undanfarið hafa haldið því
fram að án Leikfélags Reykjavíkur
hefði Þjóðleikhúsið sennilega ekki
orðið til. Stefán taldi að þeir erfið-
leikar sem leikfélagið ætti við að
etja nú væru ekki aðeins af fjárhags-
legum toga heldur væru þeir einnig
innri vanda um að kenna. Sagði
Stefán að leikfélagið þyrfti að skoða
sjálft sig og innra skipulag sitt gagn-
rýnum augum ef úr ætti að rætast.
Einnig vildi Stefán leiðrétta þann
misskilning að opinber framlög til
Þjóðleikhússins væru þrefalt meiri
en til Leikfélags Reykjavíkur; rétt
væri að þau væru rúmlega helmingi
hærri. Auk þess væri það ekki rétt
að framlögin til Þjóðleikhússins
hefðu hækkað síðustu ár, þau hefðu
þvert á móti farið lækkandi að raun-
gildi.
Stefán gerði Ríkissjónvarpið að
umræðuefni sínu og sagði að það
hefði ekki staðið sig sem skyldi við
að auka leikið íslenskt efni í dag-
skrá sinni. Stefán álasaði líka Ríkis-
sjónvarpinu fyrir leiklistargagnrýni
þess sem hann sagði að lægi eins
og dauðans hönd á íslensku leikhús-
lífi. Sagði hann að það væri sama
hversu harðger gróðurinn yrði í
garði íslenskra lista, hann væri allt-
af hægt að drepa með því að úða
yfír hann úr eiturbrúsum.
Glæsiveisla á sviðinu
Þjóðleikhúsið reið á vaðið með
skemmtiatriði kvöldsins. Kór leik-
ara söng þijú lög úr leikritinu Litla
Kláusi og stóra Kláusi, sem tekið
verður til sýninga í Þjóðleikhúsinu
á næstunni, og úr Skilaboðaskjóð-
unni eftir Þorvald Þorsteinsson. Örn
Ámason, leikari, var með óvænta
uppákomu þar sem hann flutti
stutta óperu fyrir tenór, sópran og
bassa; fór Örn með öll hlutverkin
sjálfur við geysigóðar undirtektir
þrátt fyrir nokkrar þagnir og
handapat þegar kom að lágum nót-
um bassans.
Trausti Ólafsson, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar, flutti stutt
ávarp og Ingibjörg Ólafsdóttir,
sópran, söng aríu Rósalindu úr Leð-
urblökunni eftir Jóhann Strauss
yngri sem sýnd var fyrir norðan
fyrir skömmu.
Katrín Hall, listdansstjóri ís-
lenska dansflokksins, árnaði Leik-
félagi Reykjavíkur heilla og kynnti
dansflokk sinn sem flutti brot úr
verki Jochens Ulrichs, La Cabina
26, sem frumflutt verður í Borgar-
leikhúsinu í febrúar.
María Kristjánsdóttir, leiklistar-
stjóri Ríkisútvarpsins, hélt -stutta
tölu og lék síðan upptökur úr safni
útvarpsins með ljóðalestri Þorsteins
Ö. Stephensens.
Því næst flutti Garðar Cortes,
óperustjóri, nokkur hlý orð til Leik-
félags Reykjavíkur og stjórnaði síð-
an söng kórs Islensku óperunnar á
þremur lögum.
í lok dagskrárinnar flutti Hljóm-
skálakvintettinn þijú lög áður en
slegið var upp glæsilegri veislu á
sviði Borgarleikhússins.
Morgunblaðið/Golli
VALUR Valsson færði Leikfé-
lagi Reykjavíkur 1.000.000
krónur að gjöf frá Menningar-
sjóði Islandsbanka.
Gjafirtil
afmælis-
bamsins
MARGAR og veglegar gjafir bár-
ust Leikfélagi Reykjavíkur í tilefni
af afmælinu.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, færði leikfélaginu
1.000.000 krónur að gjöf úr menn-
ingarsjóði bankans en stjórn hans
skipa ásamt Val, Brynjólfur
Bjarnason og Matthías Johannes-
sen. Einnig tileinkaði bankinn
dagatal sitt þetta ár leikfélaginu
en í því eru myndir af ýmsum
brautryðjendum íslenskrar leik-
listar. Við afhendingu gjafanna
rifjaði Valur upp tengsl íslands-
banka og Leikfélags Reykjavíkur.
Sagði hann að á tímabili hefði um
fjórðungur starfsmanna bankans
verið á einn eða annan hátt tengd-
ur starfsemi leikfélagsins.
Þjóðleikhúsið færði leikfélaginu
málverk að gjöf eftir Helga Þorg-
ils Friðjónsson. Verkið heitir
Speglun.
Edda Þórarinsdóttir færði leik-
félaginu styrk til útgáfu á riti um
sögu þess að upphæð krónur
500.000 fyrir hönd Félags ís-
lenskra leikara. Félag íslenskra
leikstjóra styrkti útgáfu ritsins
einnig með 100.000 króna fram-
lagi. Pétur Einarsson, formaður
félagsins, afhenti styrkinn og ósk-
aði leikfélaginu góðs gengis í
framtiðinni.