Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jósafat Hinriks-
son fæddist í
Reykjavik 21. júní
1924. Hann lést á
heimili sínu 7. jan-
úar siðastliðinn.
Foreldrar Jósafats
voru Hinrik Hjalta-
son, fæddur á Eyri
við Skötufjörð 15.
október 1880, og
Karitas Halldórs-
dóttir, fædd í Mel-
húsum á Álftanesi
19. maí 1893, og eru
þau bæði látin.
Jósafat átti einn
bróður, Jens. Hann er giftur
Kristínu Jónsdóttur og eiga þau
þrjú börn.
Hinn 26. desember 1950
kvæntist Jósafat eftirlifandi
eiginkonu sinni, Ólöfu Þórönnu
Hannesdóttur frá Neskaupstað.
Þau eignuðust sjö börn, sem öll
lifa föður sinn: 1) Hanna Sigríð-
ur, f. 23. október 1951, eigin-
maður hennar er Hannes Freyr
Guðmundsson og eiga þau sjö
börn. 2) Atli Már, f. 23. júlí
1953, eiginkona hans er Andrea
Þormar og eiga þau tvær dætur
og Atli á tvo syni frá fyrra
hjónabandi. 3) Karl Hinrik, f.
7. nóvember 1955, eiginkona
hans er Hrafnhildur Linda
Steinarsdóttir og eiga þau þrjú
börn. 4) Birgir Þór, f. 27. febr-
úar 1957, eiginkona hans er
Jóhanna Harðardóttir og eiga
þau þijú börn. 5) Smári, f. 19.
apríl 1959, eiginkona hans er
Erna Jónsdóttir og eiga þau
tvær dætur. Smári átti fyrir
eina dóttur og Erna átti fyrir
eina dóttur. 6) Ivar Trausti, f.
12. júní 1961, sambýliskona
hans er Arna Kristjánsdóttir
7) Friðrik, f. 12. ágúst 1962,
eiginkona hans er Sigrún
Blomsterberg og eiga þau þijú
börn. Ólöf Þóranna Hannes-
dóttir, elsta barnabarnið, á eina
dóttur.
í dag kveð ég með söknuði elsku-
legan föður minn. Kveðjustundina
bar brátt að, en þannig var allt hjá
pabba, hlutirnir áttu að gerast strax
og helst í gær. Hann var lítið farinn
að hægja á sér, alltaf að skipu-
leggja og færa út kvíarnar. Hann
var meira að segja að láta sig
dreyma um miklar framkvæmdir á
höfninni í Neskaupstað, æskuslóð-
um sínum sem hann bar svo sterk-
ar taugar til. Atorkan var slík að
ég hef ekki kynnst öðru eins. Bókin
hans gladdi marga, en hann skrif-
aði svo margt hjá sér, dagleg störf
og ýmsar upplýsingar, að hann átti
efni í heila bók til viðbótar.
Það er mikill missir að jafnein-
stökum manni og faðir minn var,
ekki síst fyrir barnabörnin og
barnabarnabarn. Pabbi átti til mikla
ást og hlýju, þessarar hlýju fengu
m.a. börnin að njóta því að honum
þótti svo innilega vænt um þau öll
og hafði hann unun af, ásamt
mömmu, að gefa þeim gjafir þegar
þau komu að utan. Börnin voru ríki-
dærni hans.
Ég á eftir að sakna hans sárt,
því að mér þótti svo innilega vænt
um hann og ekki verður söknuður-
inn hjá mömmu síðri, sem hefur
verið hans stoð og stytta. I sorginni
hugga ég mig við það að núna líður
honum vel, er laus við fótaverki og
alla þreytu og getur loksins slakað
á. Ég bið góðan Guð að styrkja
mömmu og okkur öll.
Hanna Sigríður.
Fyrstu kynni okkar voru er ég
kom með dóttur hans, Hönnu Sig-
ríði Jósafatsdóttur, nú eiginkonu
minni, á heimili hans á Hrísateigi
29, þar sem þau bjuggu þá. Jósafat
kom til mín, rétti mér hönd sína
og heilsaði, handtakið hlýtt og þétt,
augun skoðandi og mild.
Foreldrar Jósa-
fats fluttu til Nes-
kaupstaðar árið
1926 og ólst hann
þar upp. Jósafat
stundaði iðnnám í
vélvirkjun í Nes-
kaupstað árin 1948
til 1950. Þá lauk
hann prófi frá Vél-
skólanum 1952.
Árið 1953 __ fluttu
Jósafat og Ólöf til
Reykjavíkur. Hann
var vélstjóri á fiski-
bátum og togurum,
en lengst var hann
1. vélsljóri á síðutogaranum
Neptúnusi. Árið 1963 ákvað
Jósafat að fara í land og byij-
aði hann með smiðju í bílskúrn-
um heima á Hrísateig 29. Síðan
þá hefur Vélaverkstæði J. Hin-
rikssonar vaxið mjög og er
mest unnið við smíði á toghler-
um og fleiri vörum sem við
koma sjávarútvegi. Árið 1983
varð eitt helsta áhugamál hans
að veruleika þegar hann kom
upp Sjóminja- og smiðjumuna-
safni í húsnæði verksmiðjunn-
ar að Súðarvogi 4. Safnið er
orðið mikið að vöxtum og hafa
fjölmargir gefið Jósafat merka
hluti í safnið. Jósafat var hug-
sjónamaður og fékk margar
viðurkenningar fyrir störf sín.
Nefna má t.d. viðurkenningu
fyrir snyrtilegan frágang við
lóð verksmiðjunnar. Arið 1993
var hann sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku Fálka-
orðu og sama ár var hann
heiðraður á sjómannadaginn í
Neskaupstað. 1994 fékk hann
heiðursskjöld frá Sjómanna-
dagsráði Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar fyrir minjasafnið og
á síðasta ári var hann gerður
að heiðursfélaga í Vélstjórafé-
lagi íslands.
Utför Jósafats fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Tíminn Ieið og vinátta og vin-
semd efldust. Eiginkona mín,
Hanna, er elsta barnið hans og eina
dóttir. Alla tíð, þrátt fyrir annríki
daganna, gaf Jósafat sér tíma til
að fylgjast með og vera með okk-
ur. Á miðjum erilsömum vinnudegi
átti hann það til að birtast skyndi-
lega.
Á þessum tíma var Jósafat búinn
að koma fyrirtæki sínu á laggirnar
og starfaði að því með slíkri elju-
semi að lærdómur var með að fylgj-
ast. Fyrirtækið J. Hinriksson, er í
dag öflugt fyrirtæki sem starfar
að framleiðslu fyrir sjávarútveg.
Allt starf fyrirtækisins er runnið
undan riíjum Jósafats, sem með
ótrúlegum dugnaði og framsýni
hefur náð markaði er nær til físk-
veiða allt að ysta hjara veraldar.
Þegar maður horfir á verk Jósafats
hlýtur maður að undrast. Styrkasta
stoð Jósafats og stytta; þessu mikla
verki er kona hans, Ólöf Þóranna
Hannesdóttir. Hlutur hennar er og
verður ómældur.
Jósafat, eldhuginn, batt ekki
áhuga sinn og atorku við fram-
leiðslu eingöngu. Hann hafði ótrú-
lega sýn yfir þjóðfélagið í heild sinni
í fortíð og nútíð. Hann lét sér ekk-
ert sem varðaði heill þjóðar sinnar
óviðkomandi. Hugleiddi og skoðaði
hvert það atriði smátt og stórt sem
á vegi hans varð og varðaði þjóðina
og vegsemd hennar og möguleika.
Alla tíð skráði Jósafat hjá sér
atriði líðandi stundar. Er hann, fyr-
ir nokkrum árum, tók þá ákvörðun
að gefa út æviminningar sínar fóru
minningabrotin að taka á sig
ákveðnari mynd. Æskan, uppeldis-
ár, manndómsár og fullorðinsár
birtust lesendum og ástvinum í
nýrri mynd. Bók sína nefndi Jósafat
„Ottalaus“. Svo undarlegt sem það
kann að virðast er bókin og nafn
hennar, „Óttalaus", rétt lýsing og
sönn. Sjálfum fannst mér að titill
bókarinnar hefði átt að vera Æðru-
laus. Sumar þær myndir sem Jósa-
fat dregur upp í bókinni eru perlur,
þannig að hinum besta skáldsagna-
höfundi hefði ekki auðnast betur. Á
kjarnyrtu íslensku máli án allra vífi-
lengja lýsir Jósafat atburðum og
veruleika sem ferðast með manni
áfram, löngu eftir að lestri bókar-
innar lýkur.
Fyrir nokkrum árum átti kunnur
fréttamaður tal við Jósafat. í lok
samtals spurði fréttamaður Jósafat
hvort hann væri ekki ríkur. Jósafat
horfðist í augu við fréttamanninn,
augnablik, kímileitur, leit síðan í
kring um sig á verkstæðislóðinni,
horfði aftur í augu fréttamanns og
svaraði brosandi eitthvað á þessa
leið: „Jú, ég á nóg af járnarusli."
Nú kveðjum við Jósafat hinstu
kveðju. Engin orð fá lýst söknuði
okkar og trega. Jósafat varð bráð-
kvaddur á heimili sínu 7. janúar
síðastliðinn. Við áttum með honum
jólin, hátíð ljóss og friðar. Við áttum
hann og hann átti okkur. Héðan fer
Jósafat umvafinn ást og fyrirbæn-
um okkar allra. Ríkur maður
frammi fyrir Guði.
Hannes Fr. Guðmundsson.
Elsku Jói minn, nú þegar svo
snögglega er komið að kveðju-
stundu, ylja vel þær ljúfu minningar
sem ég á í hjarta mínu eftir að
hafa lifað og hrærst í athafnasamri
tilveru þinni í ein 22 ár eða allt frá
því að ég var svo lánsöm að kynn-
ast einum strákanna þinna, honum
Birgi Þór. Ljúfum dreng sem þú
átt afar mikið í, en því verður þó
ekki neitað, Jói minn, að ætíð hef
ég nú þakkað það að hann skyldi fá
í vöggugjöf Ijúfa skapið hennar
mömmu sinnar. Hennar Ollu þinn-
ar, sem þú unnir svo mjög. Missir
hennar er mikill og sár en þú veist
að við munum gæta hennar vel og
hún þá ekki síður okkar
Þú varst nú enginn venjulegur
maður, kæri tengdapabbi, heldur
stórbrotinn og litskrúðugur með
eindæmum og vissulega gengu
hlutirnir ekki ætíð hljóðlega fyrir
sig þegar þú varst annars vegar.
Ekki voru það einungis toghlerarnir
og blakkirnar sem áttu hug þinn ,
heldur áttir þú þér þá hugsjón að
koma upp sjóminja- og smiðju-
munasafni sem þú svo sannarlega
gerðir og það með einstökum mynd-
arbrag. Mikið vildi ég að við hefðum
fengið að njóta þín enn um sinn til
að fræða okkur enn frekar á því
sem þar ber fyrir sjónir og er okkur
yngra fóikinu svo framandi og for-
vitnilegt. Öll eigum við góðar minn-
ingar frá hinum ýmsu uppákomum
á safninu og þykir mér afar vænt
um að hafa fengið tækifæri til að
halda þar fermingarveislur eldri
barnanna tveggja, þeirra Elinar
Sigríðar og Harðar. Ekki kom ann-
að til greina af þeirra hálfu en að
hafa veislurnar á safninu hans afa,
þar sem þau hafa átt svo góðar og
eftirminnilegar stundir með þér.
Þau voru jú „safnverðir" hjá þér,
pússuðu og dyttuðu að og þar fengu
þau svo sannarlega að kynnast
mjúku hliðinni þinni og eru spjall-
stundirnar ykkar þeim afar dýr-
mætar.
Æviminningar þínar, „Óttalaus“,
komu út í lok ársins 1995 og er
það mér einkar ljúft að eiga þessa
perlu að grípa í, þar eð persónuleiki
þinn, með öllum þeim víddum sem
hann hafði að geyma, kemur þarna
svo sterkt fram. Litli kúturinn okk-
ar, hann Arnar, á erfitt með að
sætta sig við að fá ekki að hitta
oftar hann afa sinn sem átti svo
góðan og blíðan faðm og svo ekki
sé nú talað um góðu skúffuna á
verkstæðinu, þar sem tobleronið
óx ... Bókin þín og yfirleitt verkin
þín öll munu hjálpa okkur að yfir-
vinna sorgina og eigum við þar fjár-
sjóð minninga til að sækja í um
ókomin ár.
Elsku Jói minn, hafðu bestu
þakkir fyrir hlýhug þann og velvilja
sem þú ætíð sýndir mér í gegnum
árin og er ég afar þakklát fyrir það
hve góður afi þú reyndist börnunum
mínum. Megi „lognið hlæja dátt“ á
nýjum slóðum ekki síður en á þeim
sem þú unnir svo mjög á Austíjörð-
unum.
Hvíl í Guðs friði.
Jóhanna.
Um leið og jólin kvöddu, kvaddi
tengdafaðir minn Jósafat Hinriks-
son þessa jarðvist. Engan hafði
grunað að hann færi svona snöggt.
Hugurinn reikar til nýliðinna jóla
og góðu stundanna sem við áttum
með honum og Ollu á jóladag og
svo aftur á nýársdag. Ég er þakk-
lát fyrir þessar stundir. Það var
fastur liður að við tengdabörnin,
börnin og barnabörnin værum hjá
þeim þessa daga. Ég man að ég
leit á mynd af honum og Ollu sem
tekin var af þeim í Ameríku fyrir
ekki löngu og horfði svo á hann
þar sem hann sat í stólnum „sínum“
í stofunni. Ég hugsaði með mér
hvað hann væri fallegur þarna þar
sem hann sat með yngstu barna-
börnin í fanginu. Nú er hann far-
inn, blessaður. Hjá honum og Ollu
átti ijölskyldan alltaf öruggt skjól.
Sunnudagsheimsóknir til ömmu og
afa í Fornastekk voru fastur liður.
Jói var stórhuga og duglegur
maður. Atorkan og ákafinn var svo
mikill hjá honum að hann fór stund-
um nokkur skref fram úr sjálfum
sér. En þannig kom hann miklu í
verk og skilur eftir sig ævistarf sem
hann má vera stoltur af. Barna-
börnin hafa flest byijað ung í sum-
arvinnu hjá afa sínum og hafa haft
gott af. Jói fór sjálfur að vinna sem
ungur strákur og trúði því að hóf-
leg vinna gerði börnunum ekki
nema gott. Hangs og slór var ekki
að hans skapi.
Sjóminjasafnið sem hann kom
upp er einstakt og ég veit að hann
ætlaði sér að koma meiru í verk
þar en entist ekki tíminn til. Fyrsta
fermingarveislan á safninu var þeg-
ar Hlynur sonur okkar Kalla var
fermdur árið 1991. Jói var ánægður
með að Hlynur vildi hafa veisluna
sína þar og er hún mjög eftirminni-
leg þar sem umhverfið var svo sér-
stakt. Síðan þá hafa margar fjöl-
skylduveislur verið haldnar á safn-
inu hans Jóa.
Sú hlið Jóa sem sneri að okkur
tengdabörnunum og barnabörnun-
um var blíð og góð. Jói í útidyrunum
takandi á móti okkur með kossi,
Jói með barnabörnin í fanginu, Jói
á safninu í fjölskylduveislum með
bros á vör. Stoltur af sínu og gat
alveg verið það.
Nú eru um 20 ár síðan ég kom
inn í þessa stóru og góðu fjöl-
skyldu. Kann ég Jóa bestu þakkir
fyrir allt sem hann hefur verið mér
og mínum börnum. Ég bið Guð að
blessa kæran tengdaföður minn og
Guð styrki hana Ollu mína sem
hefur misst hann Jóa sinn. I huga
mínum munu ávallt sitja ljúfar
minningar um Jóa á góðum stund-
um með fjölskyldunni. Far þú í friði,
þín tengdadóttir,
Hrafnhildur Steinarsdóttir.
Elsku afi. Núna þegar þú hefur
verið tekinn svona snögglega frá
okkur get ég ekki hugsað til þess
að ég muni aldrei aftur fá að sjá
þig og knúsa. Ég mun varðveita
minninguna um stundir okkar á
safninu alla mína ævi. Ég elska þig
og mun sakna þín sárt.
Þín sonardóttir,
Elín Sigríður.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman, við söknum þín mjög mikið.
Guð blessi þig.
Sigríður og Sunneva.
I dag kveðjum við hjónin góðan
vin okkar, Jósafat Hinriksson.
Kynni okkar hófust fyrir alvöru í
ágústmánuði árið 1948, þegar við
flórir nemar byijuðum að læra á
Vélaverkstæði Dráttarbrautarinnar
í Neskaupstað. Auðvitað vissum við
hvor af öðrum fyrr, sem Norðfirð-
ingar, og alltaf fannst manni gaman
að koma við í dyrum eldsmiðju föð-
JÓSAFAT
HINRIKSSON
ur hans og finna þessa réttu smiðju-
lykt. Þar voru þeir oft bræðurnir
Jói og Jens að hamra glóandi jám-
ið á steðjanum, en þeir byijuðu
ungir að vinna með föður sínum.
Jói fór ungur til sjós á fiskibátum
sem mótoristi, eins og vélstjóra-
starfið var kallað í þá daga. Um
tíma var hann á Enok NK hjá Lúð-
vík Jósepssyni, sem síðar varð þing-
maður og ráðherra. Áður en Jói
byijaði í Dráttarbrautinni var hann
búinn með minna mótornámskeiðið
í Neskaupstað og „Hið meira mót-
omámskeið Fiskifélags íslands" í
Reykjavík. Árið 1946 sótti Jói
Hrafnkel NK sem fyrsti vélstjóri,
en hann var þá nýsmíðaður í Sví-
þjóð og síðar nýsköpunartogarann
Goðanes NK sem þriðji vélstjóri.
Við Jói unnum mikið saman í Drátt-
arbrautinni, ýmist við vélaviðgerðir
í bátum eða í öðrum verkefnum.
Þá fór ég að kynnast hans innri
manni og ómældum dugnaði hans.
Það var mikið líf og fjör á Vélaverk-
stæðinu og í Iðnskólanum, en eftir
aðeins tvö ár lauk Jói sveinsprófi í
vélvirkjun. Hann þurfti ekki fjög-
urra ára nám eins og aðrir vegna
reynslunnar sem hann hafði fengið
í smiðju föður síns. Jói tók meira-
próf Fiskifélagsins og hann var
ekki nema tvo vetur af þremur í
Vélskóla íslands.
Eftir vélskólanámið var Jói fyrsti
vélstjóri á Goðanesinu og í áraraðir
hjá Tryggva Ófeigssyni, togaraút-
gerðarmanni. Hann var fyrsti vél-
stjóri á Neptúnusi RE og þar var
ég um tíma annar vélstjóri. Árið
1963 var Jói tilbúinn með vélaverk-
stæði sitt J. Hinriksson. Hann sér-
hæfði sig í framleiðslu á toghlerum
og öðrum búnaði í togskipin og
hann hefur sparað landi og þjóð
mikinn gjaldeyri og skapað íjölda
atvinnutækifæra.
Vinskapur milli okkar hefur allt-
af verið góður og við hjónin höfum
oft hist og átt saman góðar stund-
ir. Síðast hittumst við á fallegu
heimili Jóa og Ollu laugardaginn
4. janúar, aðeins þremur dögum
áður en hann lést. Þá hafði Jói á
orði að hann langaði til að eignast
húsið þar sem eldsmiðja föður hans
var og innrétta það sem gistiheim-
ili. Fram á síðustu stund var hann
að hugsa um nýjar framkvæmdir.
Þau hjónin reyndust okkur afar
vel, hvort heldur var í gleði eða
sorg. Það gleymist aldrei. Guð
styrki Ollu okkar og hennar fjöl-
skyldur í þeirra miklu sorg. Guð
blessi minningu sæmdarmannsins
Jósafats Hinrikssonar.
Sigurður V. Gunnarsson,
Þýðrún Pálsdóttir.
Það sem kemur upp í hugann
þegar við hugsum um Jóa afa er
góðvild, stórt bros og setning eitt-
hvað á þessa leið: „Nei, ert þú að
heimsækja afa.“ Jói var athafna-
maður en þótti gaman að fá okkur
í heimsókn í vinnuna. Við vorum
ekki há í loftinu þegar við kynnt-
umst „skúffunni" í skrifborðinu
hans og þar var alltaf einhver
moli til að gleðja okkur með. Ef
hann kom því við var farið í skoð-
unarferð um skrifstofuna og mynd-
ir á veggjum skoðaðar. Heimsókn-
unum lauk síðan alltaf með hlýju
faðmlagi og kossi.
Þegar fjölskyldan heimsótti
Fornastekkinn tóku amma og afi
alltaf svo vel á móti okkur. Afa
þótti best að sitja með yngstu böm-
in í stólnum sínum. Þar leið þeim
vel, örugg í stórum og sterkum
örmum og „afalykt", eins og Hjalti
Geir kallaði rakspírann hans, var
líka svo góð.
Olla amma okkar, megi Guð
vera með þér og styrkja þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi þig, afi okkar.
Ásta Sigrún, Hjalti Geir og
Daníel Freyr.