Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 51 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Ofbeldi og ófrið- ur á heimilum 10.-13. januar. Yfirlit ÞRÁTT fyrir 353 bókanir í dag- bók var helgin fremur tíðindalítil. Á tímabilinu var þó tilkynnt um 24 innbrot og 10 þjófnaði á starfs- svæði lögreglunnar í Reykjavík. Þá var tilkynnt um 5 líkamsmeið- ingar, 17 eignarspjöll, 21 umferð- aróhapp og 6 slys. Afskipti voru höfð af 30 manns vegna ölvunar á almannafæri og 37 þurfti að vista í fangageymslunum á tíma- bilinu. Kvartanir vegna hávaða innan dyra voru 20 og aðrar til- kynningar vegna hávaða og ónæðis voru 5 talsins. Lögreglumenn voru sex sinnum kvaddir til vegna ófriðar á heimil- um. í tveimur tilvikum hafði of- beldi verið beitt. Tuttugu og níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Níu sinnum var tilkynnt um bruna og 21 tilvik er bókað þar sem lögreglumenn þurftu að aðstoða fólk af ýmsum tilefnum. Tilkynntur var stuldur á 6 ökutækjum og afskipti voru höfð af tveimur málum þar sem fíkniefni komu við sögu. Þrír öku- menn, sem stöðvaðir voru í akstri um helgina, eru grunaðir um ölv- unarakstur. Auk þeirra er grunur um að ökumaður, _sem ók bifreið sinni inní garð á Ártúnsholti að- faranótt laugardags, hafi verið undir áhrifum áfengis svo og öku- maður bifreiðar er reyndi að stinga af frá árekstri á Hverfis- götu aðfaranótt mánudags. Hann náðist í Árbæjarhverfi skömmu síðar. Slys, óhöpp og árásir Á föstudag datt kona í strætis- vagni og meiddist lítilsháttar. Hún var þó flutt með sjúkrabif- reið á slysadeild. Þá féll ungur drengur í Árbæ. Talið var að hann hefði handleggsbrotnað. Hann var fluttur á slysadeild. Síðdegis varð ungur piltur fyrir bifreið á Fylkisvegi við Rofabæ. Faðir hans flutti hann á slysa- deild. Tilkynnt var um eld í húsi við Hörðaland. í ljós kom að þvottavél hafði brunnið yfir. Aðfaranótt laugardags veittust fjórir menn að einum á Ingólfs- torgi. Þeir voru handteknir og færðir í fangageymslu, en síðan leyft að fara að loknum viðræð- um. Sá, sem veist var að, taldi ekki ástæðu til sérstakra ráðstaf- ana af hálfu lögreglu vegna þessa. Um hálffimmleytið á laug- ardagsmorgun mætti kona ókunnum manni í eldhúsinu hjá sér. Maðurinn varð hræddur og lagði á flótta. Hann mun hafa komist inn um kjallaraglugga íbúðarinnar. Á laugardag meiddist maður á baki eftir að hafa skíðað á staur í Bláfjöllum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Kona kom á lögreglustöðina og kvaðst hafa verið rænd veski sínu við Ingólfstorg um nóttina. Kveikt var í jólatré við undirgang skóla í Vesturbænum. Brunakerfi skólans fór í gang. Slökkviliðið slökkti eldinn. Engar skemmdir urðu vegna þessa tiltækis. Slógu til manns með keðju Ölvuð stúlka sparkaði í þrjár bifreiðir utan við veitingastað í miðborginni. Hún var vistuð í fangageymslu. Kveikt var í jól- atrjám við verslun á Snorra- braut. Eldurinn var slökktur áður en skemmdir hiutust af. Aðfara- nótt sunnudags voru þrír drengir handteknir eftir að hafa reynt að bijótast inn í söluturn við Langholtsveg. Eldri maður datt á milli hæða í húsi í Sundunum. Hann var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild. Annar var flutt- ur á slysadeild eftir slagsmál í Austurstræti. Snemma á sunnu- dagsmorgun var tilkynnt að þrír menn hefðu slegið til eldri manns með keðju á Laugavegi. Haft var upp á mönnunum og hald lagt á keðjuna. Þá var maður handtek- inn eftir að hafa brotist inn í verslun við Lækjargötu og stolið þar úr peningakassa. Á sunnudag var ökumaður fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar. Aðfaranótt mánu- dags voru þrír menn handteknir eftir að hafa brotið nokkrar rúður í húsi við Laugaveg. Númer af bílum Lögreglumenn hafa undan- farna daga tekið skráningarnúm- er af bifreiðum vegna vanrækslu á aðalskoðun, aukaskoðun, van- greiddra bifreiðagjalda og lögboð- inna vátryggingagjalda. Það er von lögreglunnar að sem flestir gangi nú þegar frá sínum málum svo ekki þurfi að koma til þessara óþægilegu aðgerða. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal FRÁ undirritun samnings. Sitjandi f.v.: Sveinn Árnason, spari- sjóðssljóri og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri. Fyrir aftan f.v.: Magnús Brandsson, skrifstofusljóri sparisjóðsins, Reynir Zoega, sljórnarformaður sparisjóðsins og Magnús Jóhannsson, fjármála- stjóri Neskaupstaðar. Samningur um innheimtu fasteignagjalda Neskaupstað. Morgunblaðið. SPARISJÓÐUR Norðfjarðar og bæjarsjóður Neskaupstaðar undir- rituðu nýlega samning um inn- heimtu fasteignagjalda þessa árs. Samningurinn felur í sér að spari- sjóðurinn greiðir bæjarsjóði fast- eignagjöldin, sem eru um 50 millj- ónir, strax og sér síðan um inn- heimtu þeirra hjá gjaldendum næstu 7 mánuði. Þetta fyrirkomulag felur í sér ávinning fyrir bæjarsjóð en breytir engu fyrir gjaldendurna. Þetta er í annað sinn sem þessi háttur er hafður á í innheimtu fasteignagjalda, en á síðasta ári var iimheimtan hjá Landsbankan- um. í ár var hún boðin út og var tilboð sparisjóðsins mun hagstæð- ■ ÚT ER komið nýtt veggdagatal Olíufélagsins ESSO fyrir árið 1997. Dagatalið prýða að þessu sinni ljós- myndir frá nýafstöðnu eldgosi og umbrotum í Vatnajökli, Skeiðarár- hlaupi og afleiðingum þess á mann- virki á Skeiðarársandi. Ljósmyndirn- ar tóku þeir Ragnar Axelsson, Kjartan Þorbjörnsson og Þorkell Þorkelsson. Andlegt líf og kyrrðar- dagar Egilsstöðum. Morgunblaðið. ANDLEGT líf á grundvelli krist- innar trúar er inntak Alfa-nám- skeiða sem haldin eru víða um heim. Eitt slíkt hefur verið í gangi hjá Biblíuskólanum á Eyjólfsstöðum og annað að fara af stað í byrjun febr- úar. „Markmið með námskeiðunum er að varpa fram hinni hlið kristn- innar, þ.e. að sýna fram á það að kristnin getur falið í sér spennandi lífsstefnu auk þess sem það er skemmtilegt að vera trúaður," segir Guðmundur Sigurðsson, starfsmað- ur skólans. Alfa-námskeið eiga upphaf sitt í ensku þjóðkirkjunni fyrir um 10 árum. Þau höfða til nútímafólks sem fer ekki mikið í kirkju. Fluttir eru fyrirlestrar og kristnin skoðuð bæði á vitsmunalegu sviði og eins á sviði upplifunarinnar. Námskeiðið er einu sinni í viku í 10 vikur. Að sögn Olafs Engsbraten, skóla- stjóra Biblíuskóians, hafa þessi námskeið farið víða og breiðst hratt út um heiminn og reiknað er með að þátttakendur á Alfa-námskeiðum nú í dag séu um 250.000 manns í fjölmörgum löndum. Auk þessara námskeiða hyggst skólinn halda kyrrðardaga, fyrst í byrjun mars og síðar í maí. Þessir kyrrðardagar verða eins uppbyggðir og þeir dagar sem haldnir hafa verið í Skálholti og verður skipuleggjandi þeirra sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir en hún hefur séð um skipulagningu á kyrrð- ardögum í Skálholti. -----♦ ♦ ♦----- LEIÐRÉTT Rangt höfundarnafn RANGT höfundarnafn var undir minningargrein um Hólmfríði Mekkínósdóttur á blaðsíðu 45 í Morgunblaðinu á laugardag, 11. janúar. Höfundur greinarinnar er Vigdís Pálsdóttir. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Athugasemd frá Háskóiabíói MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Friðbert Pálssyni, framkvæmdastjóra Há- skólabíós: „í viðtali við Árna Samúelsson í Morgunblaðinu nýlega, koma fram nokkrar rangar fullyrðingar sem ég tel mig knúinn til að leiðrétta. Þar segir hann að ekki hafi verið reist nýtt kvikmyndahús í Reykjavík í 15 ár. Það vita allir sem sækja bíó, að Laugarásbíó byggði 2 bíó- sali fyrir rúmum 10 árum með um 200 sætum. Þá reisti Háskólabíó mikla fjölnota byggingu og tók hana í notkun 1990 og eru í henm 4 bro- salir með meira en 800 sætum. Athyglisvert verður að telja ef hann hefur ekki tekið eftir þessu. Á öðrum stað í sama viðtali vík- ur hann að sköttum af bíómiðum og fullyrðir þar að bæði Háskóla- bíó og Laugarásbíó hafi sloppið við að greiða skemmtanaskatt og skerði það samkeppnisstöðu aðila. Hér er á ferðinni gömul fullyrðing Árna. Þótt búið sé að leiðrétta hana margsinnis við hann og einn- ig við erlenda viðskiptavini okkar sem hafa fengið þessar röngu upp- lýsingar hans, hefur hún verið end- urtekin. í febrúar 1996 kærði síðan Árni Háskólabíó og Laugarásbíó til Sam- keppnisstofnunar vegna meintrar mismununar á innheimtu á skemmt: anaskatti hjá kvikmyndahúsum. í áliti Samkeppnisráðs í september 1996 er staðfest að Háskólabíó greiði að fullu umræddan skemmt- anaskatt. Það er því ljóst að skemmt- anaskattur er að fullu greiddur af Háskólabíói til samræmis við önnur kvikmyndahús í Reykjavík, þrátt fyrir fullyrðingar um annað.“ Heilsuvernd á vinnustöðum OPIÐ hús verður hjá Styrk, Skógar- hlíð 8, Reykjavík, 4. hæð, í dag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður Hólmfríð- ur Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur hjá Vinnueftirliti ríkisins. Hún ræðir um heilsuvernd á vinnustöðum. Félagsmönnum er velkomið að taka með sér gesti. Kaffiveitingar. -----------♦ ♦ ♦----- Jazz á Sólon Islandus TRIO Þóru leikur í kvöld, þriðjudags- kvöld, léttan og þægilegan jazz á Sólon Islandus. Á efnisskránni eru þekkt lög eftir eldri og yngri tón- skáld jazzins. Þeir sem leika með Þóru í kvöld eru þeir Óskar Einarsson á píanó og Páll Pálsson á bassa. Aðgangur er ókeypis. Seljum í dag og næstu daga útlitsgallaða kæliskápa, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkara með VERULEGUM AFSLÆTTI Ath.: Margar gerðir én takmarkað magn. GREI&SLUKJÍR. ///-' 1 1 Einar Farestveit&Co. Borgartúni 28^562 2901
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.