Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Yfirburðir Jóhanns
o g Hannesar
í hraðskák
SKAK
Verslunarmiöstöðin
í Mjódd, Brciðhol ti
MINNINGARMÓT UM
ARNOLD EIKREM
Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar
Stefánsson gerðu jafntefli sín á milli
en náðu að sigra aðra andstæðinga
sina á hraðskákmótinu.
MINNIN G ARMÓTIÐ um Norð-
manninn Arnold J. Eikrem fór fram
í göngugötunni í
Mjódd á laugardaginn
var. 47 skákmenntóku
þátt í mótinu, þar á
meðal voru fjórir stór-
meistarar auk ýmissa
frammámanna í ís-
lensku skáklífi. Fjöl-
margir áhorfendur
fylgdust líka með.
Taflfélagið Bellir sá
um framkvæmdina en
VISA og Skákprent
gáfu verðlaunin.
Aður en mótið hófst
->var Arnolds J. Eikrem
minnst af þeim Guð-
mundi G. Þórarinssyni,
forseta Skáksambands
íslands, og Einari S.
Einarssyni, forstjóra VISA á íslandi
og svæðisforseta FIDE á Norður-
löndum. í máli þeirra kom frain að
íslenskir skákmenn eiga Eikrem
mikið að þakka, enda hafa nær all-
ir sterkustu skákmenn íslands sótt
mótin sem Eikrem stóð fyrir í
Gausdal. Margir áfangar að alþjóð-
, jegum og stórmeistaratitlum náðust
þar og er þess skemmst að minnast
að 1995 náði nýjasti stórmeistari
okkar, Þröstur Þórhallsson, loka
áfanganum að þessum eftirsótta
titli í Gausdal. Þátttökugjöldin
runnu öll í Minningarsjóð um Arn-
old J. Eikrem, en hann verður m.a.
notaður til að styrkja skáksamstarf
Noregs og íslands.
Á mótinu í dag voru tefldar níu
umferðir með 7 mínútna umhugs-
unartíma. Röð efstu manna varð
þessi:
1. Jóhann Hjartarson 8'/z v. (43,5 stig)
2. Hannes Hlífar Stefánsson 8Vi v. (43
stig)
3. -4. Margeir Pétursson og Sævar
Bjarnason 6'/a v.
^ 5.-7. Ögmundur Kristinsson, Björn Þor-
finnsson og Andri Áss Grétarsson 6 v.
8.-17. Jón Viktor Gunnarsson, Benedikt
Jónassgn, Bragi Þorfinnsson, Magnús
Örn Ulfarsson, Arnar Þorsteinsson,
Gunnar Bjömsson, Stefán Kristjánsson,
Bergsteinn Einarsson, Jón Garðar Við-
arsson og Jón L. Ámason 5 'A v.
18.-22. Einar Hjalti Jensson, Sigurður
Áss Grétarsson, Vigfús Óðinn Vigfússon,
Úlfhéðinn Sigurmundsson og Sæbjöm
Guðfinnsson 5 v.
Eftirtaldir fengu aukaverðlaun í
sínum flokki: 2.000 stig: Ögmundur
Kristinsson og Björn Þorfinnsson 6 v.
Undir 2.000 stig: Stefán Kristjánsson
5'A v. Undir 1.800 stig: Úlfhéðinn Sigur-
mundsson 5 v.
Undir 1.600 stig: Davíð
JJuðnason 4'Av.
f”Undir 1.400 og stigalaus-
ir: Sæmundur Kjartans-
son, Guðmundur G. Þórar-
insson og Guðfinnur R.
Kjartansson 4 v.
Helgi Áss í
Gautaborg
Helgi Áss Grét-
arsson hélt beinustu
leið til Gautaborgar frá
Rilton mótinu í
Stokkhólmi. Helgi átti
við lasleika að stríða
,,°g byijaði ekki vel, en
hefur nú unnið tvær
skákir í röð og er til
alls líklegur þegar
þremur umferðum er ólokið. Staðan
er þessi:
1. Evgení Gleizerov, Rússlandi 4'Á v. af
6 mögulegum
2. Mikhail Rytsjagov, Lettlandi 4 '/« v.
3. -7. Jacep Gdanski, Póllandi, Helgi Áss
—-Grétarsson, Johnny Hector, Svíþjóð, Tig-
er Hillarp Persson, Svíþjóð og Ari Zieg-
ler, Svíþjóð 3Ví v.
8. Mats Sjöberg, Svíþjóð 2 v.
9. Karl Johan Moberg, Svíþjóð 1 v.
10. Johan Hultin, Svíþjóð 'A v.
Staðan í VISA bikarkeppninni
Stigin i norrænu VISA bikar-
keppninni hafa nú verið reiknuð út
eftir fjórða mótið í Stokkhólmi. Jó-
hann Hjartarson hefur unnið sér inn
flest stig allra, en þar sem aðeins
eru notuð þijú bestu mót hvers
keppanda telst Curt Hansen vera
efstur:
1. Curt Hansen, Danmörku 53,79
2. Jóhann Hjartarson 50,17
3. Hillarp-Persson, Svíþj. 43
4. Margeir Pétursson 42,5
5. S. Agdestein, Noregi 35,5
6. Gausel, Noregi 35,46
7. Djurhuus, Noregi 33,29
8. Tisdall, Noregi 29,46
9. Hector, Svíþjóð 24,63
10. Helgi Áss Grétarsson 23,46
11. Helgi Ólafsson 22
12. Hannes Hlífar Stefánsson 21,96
13. Þröstur Þórhallsson 19
14. Borge, Danmörku 17
15. Degerman, Svíþjóð 16,29
16. Heine-Nielsen, Danmörku 15,67
17. Hellers, Svíþjóð 14,29
18. Wedberg, Sviþjóð 13,29
19. Elsness, Noregi 13,29
20. Mortensen, Danmörku 13,17
21. Ákesson, Svíþjóð 12,5
22. Lars Bo Hansen, Danm. 12,17
23. Furhoff, Svíþjóð 9,5
24. Westerinen, Finnlandi 7
25. Schandorff, Danmörku 6,46
19 aðrir skákmenn hafa hlotið
stig, þar á meðal eru þeir Magnús
Öm Úlfarsson og Bragi Halldórsson
sem báðir hafa eitt og hálft stig.
Það má ætla að 13 efstu hreppi
sæti í úrslitum og þar á meðal gætu
orðið a.m.k. sex Islendingar, sem
virðist nokkurn veginn í samræmi
við stöðu Islands í norrænu skák-
samstarfi. Þá gæti nýr maður kom-
ist inn með sigri á síðasta bikarmót-
inu í Færeyjum í febrúar.
Þröstur nýr formaður TR
Á félagsfundi í Taflfélagi
Reykjavíkur sl. fimmtudagskvöld
gerðust þau tíðindi að Olafur H.
Olafsson sagði af sér formennsku í
félaginu og gekk úr stjóminni.
Þröstur Þórhallsson, varaformaður,
tók þá að sér
formennsku í félaginu.
Þetta er í fyrsta skipti
sem stórmeistari í skák
tekur að sér forystu í
taflfélagi.
Skákþing Reykjavík-
ur hófst á sunnudaginn
var í félagsheimili TR
Faxafeni 12. Stiga-
hæstu keppendurnir
eru þeir Þröstur Þór-
hallsson, Jón Garðar
Viðarsson, Jón Viktor
Gunnarsson, Sævar
Bjarnason og Björgvin
Víglundsson. Þátttak-
endur eru 64 að tölu.
Núverandi skákmeist-
ari Reykjavíkur, Torfí
Leósson, freistar þess að verja titil-
inn.
Teflt er á skákþinginu á miðviku-
dags- og föstudagskvöldum og á
sunnudögum kl. 14.
Margeir Pétursson
Jóhann Hannes Hlífar
Hjartarson Stefánsson
Þröstur
Þórhallsson
IDAG
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu móti í Pamplona á
Spáni um áramótin í viður-
eign tveggja spánskra al-
þjóðameistara. Juan Mario
Gomez Esteban (2.495)
var með hvítt, en Jesus De
la Villa Garcia (2.495)
hafði svart og átti leik.
25. - Hxd2+! 26. Kxd2 -
Rc4+ 27. Kd3 -
28. Bxh6
(Síðasta vonin, en
svartur á sterkt
svar) 28. — Rxbl!
29. Bxg7 - Rc3!
30. Bxc3 bl=D+
og hvítur gafst upp.
Úrslitin í Pampl-
ona urðu: 1,—3.
Almasi, Ungveija-
landi, Speelman,
Englandi,
Azmajparashvili,
Georgíu 6 v., 4.
Gulko, Bandaríkj-
unum 5 v., 5.-6.
Magem Badals, Spáni og
Pia Cramling, Svíþjóð 4'A
v., 7. Ponomariev, Úkraínu
4 v., 8. De la Villa, Spáni
3 ‘A v., 9. Gomez Esteban 3
v., 10. Garcia Ilundain,
Spáni 2 Vt v.
Með morgunkaffinu
LÁTTU mig endilega vita
hvort þetta virkar, ég á
nefnilega sjálfur við sama
vandamál að stríða.
ÞÚ ert allt of góður fyrir
mig. Þú verður að finna
þér annan félaga til að
spila með.
Ó, NEI, mig klæjar í
nefið.
ÉG lærði þessa sveiflu
þegar ég vann á barnum
um árið.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Pantur í
leignbíl
LEIGUBÍLSTJÓRI sem
ók konu að Hverfisgötu
í Reykjavík, aðfaranótt
nýársdags og tók í pant
dökkbláan og svartan
bakpoka með snyrtidóti
og fleiru í, er vinsamlega
beðinn um að hafa sam-
band í síma 552-3842.
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
KVENMANNS gleraup
töpuðust í miðbæ Reykja-
víkur rétt fyrir jól. Glerin
eru ávöl í silfurlitaðri
umgjörð, með brúnu plasti
á spöngum. Finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í Önnu í síma
588-8500 eða 562-2382.
Kvenmannsúr
fannst
FERKANTAÐ og nett
kvenmannsgullúr, fannst
á Óðinstorgi þann 7. jan-
úar. Eigandinn er beðinn
að hringja í síma
552- 4043.
Gullúr fannst
GULL kvenmannsúr,
með gylltri keðju, fannst
á planinu hjá Hagkaup í
Breiðholti. Eigandinn er
beðinn að hringja í síma
587-2892.
Gleraugu
töpuðust
GYLLT kvenmannsgler-
augu, með brúnum
spöngum, töpuðust 4.
janúar annað hvort við
Bónus í Skútuvogi eða
við Ármúla 42. Skilvís
finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
553- 8575.
Gullhringur
tapaðist
GULLHRINGUR með
mynt á tapaðist á Hótel
Sögu 13. desember sl.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
568-2453 eða 552-3735.
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA hefur borizt eftirfar-
andi frá Áma Brynjólfssyni
vegna umfjöllunar í þessum dálki sl.
þriðjudag:
„I pistli þínum í dag getur þú þess
réttilega að miklar framfarir hafí
orðið hjá matvöruverslun í landinu
með tilkomu stórmarkaða, - en
kvartar yfir skorti á hliðstæðu í fata-
sölu. Ný skýrsla frá forsætisráðu-
neytinu, þess efnis að matarverð sé
a,m.k. helmingi hærra hér en í ná-
lægum löndum, vekur upp þá spum-
ingu hvar við væram stödd ef við
byggjum við sama verslunarmáta og
fyrir stórmarkaði. Engu að síður er
vömverðið með ólíkindum hátt, sem
að mestu má rekja til átrúnaðar á
inniendan búsmala.
Það vill oft gleymast að við erum
mjög fá í óþægilega stóru og lítt
gjöfulu landi, sem er gert enn óhag-
kvæmara með langvinnri þegn-
skylduvinnu og einangmn mikils
hluta þjóðarinnar í óhagkvæmum
byggðarlögum og bjargarlitlum bæ-
jarkrílum, til að tryggja á fölskum
forsendum sterka tilvem og völd
stjórnmálaflokka, og setu ákveðinna
manna á Alþingi.
Við þessar aðstæður verðum við
að búa á meðan þjóðin sættir sig við
misvægi atkvæða og ólíklegt er að
óbreyttu að byggð þéttist hér svo
mjög að samkeppni stórmarkaða
verði möguleg. Málpípur kvótavæddu
atvinnuveganna tveggja, sjávarút-
vegs og landbúnaðar, sjá um að halda
í skefjum eðlilegri þróun og framför-
um í öðmm atvinnugreinum.
Vegna upprifjunar Víkveija á
meira en áratugargömlum áformum
Sambands íslenskra samvinnufélaga
(ekki samvinnumanna) um að ná
fjórðungi verslunar á höfuðborgar-
svæðinu, má rifja upp fleira eins og
t.d. það að frá seinni heimsstyrjöld
og fram undir þann tima sem SÍS
setti sér þetta háleita markmið var
versluninni þannig fyrir komið, að
SÍS fékk helming leyfa fyrir innflutn-
ingi - og útvaldir heildsalar með
„kvóta“ fengu afganginn. Menn sem
gættu hagsmuna SIS höfðu trygg
ítök í innflutningsnefndinni og trygg-
ir bankastjórar sáu um ótakmarkað-
an aðgang þess að sparifé lands-
manna, - á neikvæðum vöxtum.
Tækjum við aftur upp þessa stjóm-
sýslusnilld myndi ekki aðeins Kaupfé-
lag Ámesinga ná rúmlega áratug-
argömlu markmiði SIS, heldur væri
þeim - og „viðurkenndum" heildsöl-
um í lófa lagið að gera stór innkaup
og fá lágt verð erlendis, en óvíst er
að stórmörkuðum fjölgaði, vöruverð
lækkaði eða að vöruúrval yrði meira,
t.d. í fatnaði. Óvíst er því að eftir-
sóknarvert sé að vekja upp gamla
drauga.
Kveðja,
Árni Brynjólfsson."
VÍKVERJI varpaði fram þeirri
spurningu sl. þriðjudag,
hvort Hagkaup í Kringlunni væri
að draga úr þjónustu við viðskipta-
vini með því að stytta afgreiðslu-
tíma verzlunarinnar. Var það sagt
af því tilefni, að verzluninni, sem
áður var opin til kl. 18.00 á sunnu-
dögum, var lokað kl. 17.00. Nú er
ljóst, að það er ekki bara á sunnu-
dögum, sem þessi verzlun Hag-
kaups er að stytta afgreiðslutíma.
Verzlunin hefur verið opin til kl.
21.00 á kvöldin, en þegar Víkverji
ætlaði að notfæra sér þá þjónustu
um daginn kom í ljós, að nýr af-
greiðslutími var kominn til sögunn-
ar og verzluninni var lokað kl.
20.00.
Getur verið að þessi versnandi
þjónusta standi í einhverjum
tengslum við það, að önnur matvö-
rubúð er ekki lengur í Kringlunni?
Eins og menn muna rak 10-11
myndarlega verzlun í Borgar-
kringlunni en mun hafa fengið til-
boð, sem ekki var hægt að hafna
um að loka þeirri búð, þegar verzl-
unarhúsin tvö voru tengd betur
saman. Þetta þýðir auðvitað minni
samkeppni á þessu verzlunarsvæði
og það kemur bersýnilega umsvifa-
laust fram í verri þjónustu.