Morgunblaðið - 29.01.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 29.01.1997, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppnisráð telur aðgangstakmarkanir að sérfræðingum brjóta gegn samkeppnislögum Einkaréttur Læknafélags Reykjavíkur verði afnuminn SAMKEPPNISRÁÐ kvað á mánudag upp þann úrskurð að aðgangstakmarkanir þær sem felast í samningi Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðilæknishjálp frá 7. mars 1996, hafí skaðleg áhrif á samkeppni og bijóti gegn markmiði samkeppnislaga. Samkeppnisráð segir það ekki geta samrýmst samkeppnislögum að byggja synjun um aðgang að samningi við Tryggingastofnun um sérfræði- læknisþjálp á mati stófnunarinnar á þörfinni fyrir þjónustu í viðkomandi sérgrein. Gert að breyta samningi Ráðið beinir þeim fyrirmælum til stofnunarinn- ar og félagsins að breyta 1. grein samnings um sérfræðilæknishjálp á milli þessara aðila, í þá veru að einkaréttur félaga Læknafélags Reykjavíkur að samningnum verði afnuminn. Einnig krefst ráðið þess að fellt verði niður það hlutverk samráðsnefndar, sem t sitja fulltrúar fé- lagsins og stofnunarinnar, að meta þörfina fyrir þjónustu í viðkomandi sérgrein og fá til þess upp- lýsingar um umfang væntanlegs rekstrar og rekstraráætlun. Þá telur samkeppnisráð að gjaldskrá Lækna- félags Reykjavíkur frá 1991, svo og þriðja og fjórða grein samnings Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðilæknishjálp frá 1996, feli í sér ólögmætt verðsamráð sem bijóti í bága við ákvæði samkeppnislaga. Ráðið veitir umræddri gjaldskrá og samningsá- kvæðum hins vegar undanþágu, á þeim forsendum að hún sé réttlætanleg þar sem draga myndi mjög úr skilvirkni heilbrigðiskerfisins ef Tryggingastofn- un þyrfti að semja við hvem einstaka lækni um þjónustu og verð fyrir hana, svo og að teknu tilliti til ástæðna er varða almannaheill. Ráðið getur þess að gjaldskráin sé hámarksgjaldskrá. í lagi að vinna fyrir minna Ráðið telur ennfremur að ákvæði laga Lækna- félagsins sem mælir fyrir um að félagsmönnum sé óheimilt að taka að sér læknisstörf fyrir minna endurgjald en ákveðið sé í gjaldskrá félagsins og samþykktum, bijóti gegn ákvæðum samkeppnis- laga og sé því ógilt. Forsaga málsins er sú að Félag ungra lækna sendi í árslok 1995 og byijun árs 1996 erindi til Samkeppnisstofnunar, þar sem farið er fram á að ráðið úrskurði hvort samningur Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar stangist á við samkeppnislög. Félagið taldi að með samningnum væri verið að hindra aðgang nýrra sérfræðilækna að samningnum og að þeim væri mismunað frek- lega með honum. í rökstuðningi félagsins kom meðal annars fram það mat að með umræddum samningum væri fél- ögum Læknafélags Reykjavíkur veittur einkarétt- ur á að selja þjónustu sina til TR, sem hjálpi Læknafélaginu að viðhalda og styrkja markaðs- yfirráð sín og félagsmanna sinna. Læknir sem standi utan samningsins fái ekki greitt frá TR og verði því að fá þjónustu sína greidda að fullu frá sjúklingi og sé læknir í þessari aðstöðu í afleitri samningsstöðu gagnvart lækni á sama sérsviði, sem láti TR greiða meginhluta reiknings. Kviknaði ' íútfrá slípirokki NOKKURT tjón varð þegar eld- | ur kom upp í atvinnuhúsnæði við Dalveg 26 í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er talið að neisti frá slípirokki hafi komist í timbur eða fatnað og kveikt eldinn. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan 19 í gærkvöldi, um klukkustund eftir að maður hafði hætt vinnu í húsnæðinu. Talið er að neisti hafi hlaupið í vinnufatnað eða timburstafla ogkviknað í út frá því. f húsinu var áður frystihús | Barðans en nú er trésmíðaverk- stæði í hluta hússins og verk- stæði fyrir tómstundastarfsemi í þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp. Slökkvilið kom á staðinn og gekk slökkvistarf greiðlega fyrir sig. Tjónið hefur ekki verið metið. I Formenn landssambanda ASÍ Rætt um kröfur á hendur ríkinu SKIPTAR skoðanir eru meðal for- manna landssambanda ASÍ um hvernig fara eigi með kröfugerð þá eða tillögur á hendur rikinu sem unnar hafa verið í tengslum við gerð kjarasamninga. Ekki mun þó vera ágreiningur um kröfurnar sem slíkar. Fram kom í máli Guðmundar Gunnarssonar, for- manns Rafiðnaðarsambandsins, í Morgunblaðinu í gær, að í þeim væri m.a. farið fram á breytingar í skattamálum, lífeyrismálum og um ýmsar félagslegar aðgerðir. Á hinn bóginn er deilt um framsetningu þessara hugmynda og hvenær tíma- bært sé að forysta launþegasam- bandanna snúi sér að ríkisvaldinu í yfírstandandi kjaraviðræðum og þá með hvaða hætti það verði gert, skv. heimildum Morgunblaðsins. Voru menn ekki á eitt sáttir um framgang málsins á fundi formannanna í gær skv. heimildum blaðsins. Innan for- mannahópsins eru þau sjónarmið uppi að málið sé ekki útrætt og vilja sumir einbeita sér að viðræðunum við vinnuveitendur áður en aðilar snúa sér að ríkinu. Rafiðnaðarmenn hafa haldið því fram að þeir telji sig ekki geta sest að samningaborði fyrr en niðurstaða í þessum málum gagnvart ríkinu liggur fyrir. „Ef svo færi að það næðist ekki samkomulag um endur- skoðun á skattakerfinu gagnvart okkar fólki, þá munu okkar kröfur hækka umtalsvert," sagði Guð- mundur Gunnarsson í samtali við blaðið. Morgunblaðið/Júlíus i Grandi hf. 220 manns í loðnu- frystingu ÞESSA dagana er Grandi hf. að ganga frá ráðningu 220 starfs- manna til vinnslu á loðnu og loðnu- hrognum. Þeir verða aðeins ráðnir tímabundið eða í þær fáu vikur, sem hávertíðin stendur yfir. Fryst verður á tveimur stöðum í landi og í þremur skipum við bryggju. Heildarfrystigeta Granda á sólarhring getur orðið á bilinu 400-500 tonn og gæti vertíðin því skilað 300-400 milljónum króna. í Grandagarð eða gamla Bæjar- útgerðarhúsið svonefnda þarf að ráða 160 starfsmenn til loðnufryst- ingarinnar. í Norðurgarði þarf að bæta 60 manns við þá, sem fyrir eru, auk þess sem Grandi hyggst í fyrsta skipti nýta sér þá frysti- getu, sem fyrirtækið ræður yfir á sjó. Ráðgert er að frystiskipin Þemey, Örfirisey og Snorri Sturluson liggi öll við bryggju meðan á loðnufryst- ingunni stendur og frystigeta þeirra verði nýtt allan sólarhringinn. Áhafnir skipanna koma til með að skipta með sér vöktum. Þijú loðnu- skip koma tii með að veiða loðnu fyrir Granda, það er Faxi RE, Víkur- berg GK og Heimaey VE. ■ Áþriðja/C2 Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir LÖGREGLUÞJÓNARNIR Kolbeinn Engilbertsson og Ólafur Jóhannsson á Siglufirði gæða sér á sólarpönnukökum. Sólinni fagnað Siglufirði. Morgunblaðið. SIGLFIRÐINGAR fögnuðu komu sólar í gær með því að gæða sér á sólarpönnukökum. Sólin nær ekki að skína inn í Siglufjörð í rúma tvo mánuði á veturna, hún hverfur um 20. nóvember og sést ekki aftur fyrr en 28. janúar. Það hefur lengi þótt góður og gildur siður að fagna komu sólar með ýmiskonar hnoss- gæti. Áður fyrr voru bakaðar svokallaðar sólarlummur með rúsínum, en í seinni tíð eru pönnukökur orðnar algengari. Til margra ára hafa félags- konur í Sjálfsbjörg séð um bakstur á pönnukökum og selt til fyrirtækja og hafa vinnuveit- endur boðið starfsfólki sínu upp á þessar kræsingar. Að sögn Valeyjar Jónasdóttur, for- manns Sjálfsbjargar í Siglu- firði, voru bakaðar rúmlega 1.400 pönnukökur að þessu sinni og má búast við að þær hafi runnið ljúflega niður í Sigl- firðinga. Góður gangur í kjaraviðræðum vegna loðnuverksmiðja Næsti samninga- fundur haldinn á Eskifirði HALDINN var sáttafundur í deilu Alþýðusambands Austurlands fyrir hönd stéttarfélaga starfsfólks í nokkrum loðnuverksmiðjum á Austfjörðum og vinnuveitenda hjá ríkissáttasemjara í gær. Ákveðið var að halda næsta samningafund á Eskifirði næstkomandi laugar- dag. Aðilar eru sammála um að alvöru gangur sé í viðræðunum. Vinnuveitendur lögðu fram munnlegar tillögur um breytingar á kjarasamningi í síðustu viku en á fundinum í gær hafði samninga- nefnd verkalýðsfélaganna ýmsar athugasemdir fram að færa, að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra VSÍ. Einn megin þáttur viðræðnanna varðar breytt fyrirkomulag á vökt- um í verksmiðjunum í samræmi við vinnutímatilskipun Evrópu- sambandsins. í kröfugerð verka- lýðsfélaganna er farið fram á að teknar verði upp átta tíma vaktir í stað tólf tíma vakta þegar bræðsla er í gangi en unnið hefur verið á sex tólf tíma vöktum í senn. Tillögur vinnuveitenda byggjast á því að teknar verði upp fimm tólf stunda vaktir þegar bræðsla er í gangi. Vinna að málinu af fullri alvöru „Niðurstaða fundarins var sú að menn væru sammála um að fara að vinna að málinu af fullri al- vöru,“ sagði Sigurður Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austur- lands. „Við fjölluðum á fundinum um tillögur frá vinnuveitendum sem við erum ekki nógu hressir með. Eftir þessar viðræður var svo ákveðið að setjast yfir málið fyrir austan og fá úr því skorið hvort samkomulagsflötur væri fyrir hendi." í dag verður haldinn sáttafundur stettarfélaga starfsmanna í verk- smiðjum SR-mjöls og viðsemjenda , hjá ríkissáttasemjara. -i|

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.