Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR GUÐMUNDUR Gunnarsson ræsir vélar nýju verksmiðjunnar. Ný fiskimjölsverksmiðja HB tekin í notkun Afkastagetan 1.000 tonn á sólarhring Akranesi. Morgunblaðið. Hafís 5 mílur frá Horni HAFÍS er nú í innan við 20 sjómílna fjarlægð frá landi á Vestíjörðum, allt frá Barða og norður að Homi, þar sem ísröndin var 5 sjómílur frá landi þegar Landhelgisgæslan flaug yfir í gær. Næstu daga er spáð óhagstæð- um veðurskilyrðum, að sögn Þórs Jakobssonar, hafíssérfræðings Veð- urstofu íslands, og má því búast við að ísinn færist nær landi. Fram að helgi er spáð vestlægum vindum, sem eru óhagstæðir með til- liti til meginíssins á Grænlandssundi, að sögn Þórs Jakobssonar. Á fimmtu- dag er spáð norðvestlægum áttum sem munu sennilega færa ísinn nær landi í grennd við Hom. Um helgina er gert ráð fyrir að lægð með suðaust- lægum áttum þoki ísnum frá landi. Þegar ískönnunarflugið var farið í gær var óttast að siglingaleiðin fyrir Hom kynni að vera lokuð vegna íss, en svo reyndist ekki vera. Að sögn Landhelgisgæslunnar var flutninga- skip á ferð fyrir Hom þegar flogið var yfir. isinn undan VestQörðum er allþéttur, að sögn Þórs Jakobssonar, en samkvæmt mælingum Landhelg- isgæslunnar þakti ísbreiðan víðast hvar frá 4-6/10 hlutum og upp í 7-9/10 hluta yfirborðs sjávar. Norð- austur af Homi vom þéttar ísspangir og við ísjaðarinn vestan við 25°var um 10 sjómílna breitt belti af nýmynd- unarís. NY fiskimjölsverksmiðja Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi hefur verið tekin í notkun en verksmiðjan mun framleiða hágæðamjöl og verður sú afkastamesta hér á landi við slíka framleiðslu. Afkastageta hennar er um eitt þúsund tonn á sólarhring. Elliði GK landaði fyrsta farminum sem unninn var í verk- smiðjunni, alls 430 tonnum af síld. Framkvæmdir við hina nýja verk- smiðju hafa staðið yfir frá því í maímánuði sl. og hafa gengið mjög vel. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar verði um 850 milljónir króna. Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi verksmiðj- unnar. Byggðir hafa verið geymar undir hráefni og mjöl auk þess sem húsakynni verksmiðjunnar hafa verið stækkuð verulega. Þá er vél- búnaður nýr. Þessar framkvæmdir hafa skapað mikla vinnu fyrir iðn- aðar- og tæknimenn og hafa allar framkvæmdir gengið eins og í sögu. Framleiðsla hafin Verksmiðjan var formlega tekin í notkun sl. íaugardag við hátíðlega athöfn. Það kom í hlut fyrrverandi starfsmanns verksmiðjunnar, Guð- mundar Gunnarssonar verkstjóra, að ræsa vélbúnaðinn og með því hófst framleiðsla í nýju verksmiðj- unni. Guðmundur starfaði um ára- bil í gömlu verksmiðjunni en hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sak- ir. Sr. Björn Jónsson, prófastur á Akranesi, ávarpaði viðstadda við þetta tækifæri og flutti blessunar- orð. Nú eru liðin rétt 60 ár frá því hlutafélag um rekstur fiskimjöls- verksmiðju var stofnað á Akranesi. Þar tóku höndum saman aðilar tengdir fískvinnslu svo og almenn- ingur á Akranesi um að koma verk- smiðjunni á fót. íslenskur hestakaupmaður í Danmörku seldi hryssu með röngu upprunavottorði Notfærði sér veikleika í skráningarkerfinu ÍSLENSKUR hestakaupmaður, búsettur í Dan- mörku, virðist vísvitandi hafa notfært sér veik- leika sem var í skráningarkerfi Félags hrossa- bænda á árinu 1992 þegar hann fékk uppruna- vottorð með röngum upplýsingum um hryssu sem hann seldi dönskum hjónum sem reka hrossabú- garð á Nýja-Sjálandi. Kristinn Hugason, hrossa- ræktarráðunautur Bændasamtaka íslands, segir hrapallegt að maðurinn skuli hafa haft svona rangt við. „Til þess að fulltryggja okkur þurfum við að koma á enn meiri gæðastjórnun. Þetta mál er áminning, en það eru alltaf að koma upp mál þessu skyld og eins hafa verið að koma upp í gegnum árin mál þar sem menn segja hross vera undan hinum eða þessum hestinum og svo hefur það verið kannað með blóðflokkun og ekki getað staðist," sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að dönsku hjónin hefðu keypt hryssu sem sam- kvæmt hinu ranga upprunavottorði var sögð vera undan Hrafni 802 frá Holtsmúla, en hið rétta er að hryssan er undan Fal 82135004 frá Syðstu-Fossum, sem reyndar er sonur Hrafns, en þykir lakari hestur og hefur hann verið gelt- ur. Hrossaræktandi sá sem hryssuna seldi upp- haflega gaf Félagi hrossabænda upplýsingar um uppruna hryssunnar um hálfu ári eftir að hún var seld úr landi og voru þær upplýsingar skráð- ar í gagnavörslukerfið Feng. Kristinn Hugason sagði að misræmið hefði svo komið í ljós þegar hann var að dæma hross í Danmörku í fyrra- vor, og upplýsingamar sem fylgdu hryssunni pössuðu ekki við það sem skráð var í Feng. Ljósrit af réttu vottorði fylgdi hryssunni Maður búsettur hér á landi keypti hryssuna af ræktandanum og seldi íslenska hestakaup- manninum í Danmörku hana ásamt fleiri hross- um. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hélt seljandinn eftir rétta upprunavottorðinu sem útgefíð var 27. apríl 1992 og lét hann ljósrit af vottorðinu fylgja með hryssunni, en ekki tíðk- ast að afhenda upprunavottorð fyrr en full greiðsla hefur borist fyrir það hross sem verið er að selja. íslenski kaupandinn í Danmörku hringdi skömmu síðar í starfsmann Félags hrossabænda sem sá um útgáfu upprunavottorða á þessum tíma og kvaðst hafa glatað uppruna- vottorðinu, og fékk hann nýtt vottorð með þeim röngu upplýsingum sem hann gaf upp um upp- runa hryssunnar. Seldi hann dönsku hjónunum svo hryssuna með því vottorði. Lögreglurannsókn á málinu hefur staðið yfir í Danmörku frá því í haust og hefur útflytjandi hestsins gert þar grein fyrir sínum þætti og lagt fram rétta upprunavottorðið. Hlé er nú á rann- sókninni vegna vetrarleyfis þess sem hana hefur annast, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa dönsku hjónin ekki lagt fram kæru á hend- ur útflytjandanum þar sem þau telja hann ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt við sölu hryssunnar. Örmerkja þarf öll folöld Kristinn Hugason sagði að á sínum tíma hefði hann margsinnis varað við því innan bændasam- takanna að mál af þessu tagi gætu komið upp, og því hefði hann verið andvígur þeim aðferðum sem viðhafðar voru við útgáfu upprunavottorða á þessum tíma. Bændasamtök Islands sjá nú um útgáfu upprunavottorða og sagði Kristinn að það mál væri komið í eins gott horf og kost- ur væri, en um 80% lífhrossa eru nú skráð í gagnavörslukerfið Feng og eru útflutningsvott- orð borin saman við skráninguna i Feng. „En við íslendingar getum ekki borið höfuðið verulega hátt í sambandi við skýrsluhald í hrossarækt fyrr en við höfum farið út í það kerfi að örmerkja öll folöld þegar þau ganga ennþá undir mæðrum sínum og grunnskrá hross- ið strax með örmerkinu. Um leið þarf í mjög mörgum tilfellum að stemma af ættfærslur með blóðflokkun eða DNA-greiningu. Ég er núna að reyna að vinna að því innan stjórnkerfísins að þetta verði gert að skilyrði og mér finnst raunverulega að það megi ekkert hross fara úr landi öðruvísi en að það sé ör- merkt, ættir þess samræmdar og örmerkið komi fram á upprunavottorðinu," sagði Kristinn. Kristján í Metro- politan óperunni KRISTJÁN Jóhannsson syng- ur í Cavalleria Rusticana Mascagni í Metropolitan óper- unni í New York í kvöld. Óperan var frumsýnd 6. jan- úar og tekur Kristján við tenórhlut- verkinu af Fabio Armil- iato og syng- ur alls í fimm sýningum, hinar fjórar verða 1., 5., 8. og 13. febrúar. Kristján mun svo taka við af Luciano Pavarotti í Valdi örlaganna eftir Verdi 19. febr- úar. I þeirri sýningunni mun hann einnig syngja fímm sinn- um, 22. og 27. febrúar, 4. og 7. mars. Hópútkall vegna snjóflóðs í Esjunni Barst ekki öllum sveitum VEGNA misskilnings barst út- kall vegna manna sem lentu í snjóflóði í Esjunni um fyrri helgi of seint til nokkurra af þeim björgunarsveitum sem kalla átti út, meðal annars Flugbjörgun- arsveitarinnar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er ástæðan sú að símboðanúmer þessara sveita eru ekki undir stöðluðu hópút- kalli í útkallskerfi heldur undir sérheitinu undanfarar. Um- ræddar sveitir fengu þó fljót- lega vitneskju um slysið Og björgunaraðgerðir tókust vel, sem kunnugt er. Þegar snjóflóðið varð, var í fyrsta sinn kallað út alisheijar- hópútkall með nýju útkalls- kerfi. Með því á að vera hægt að kallá út ailar sveitir á nokkr- um sekúndum. Kerfíð sjálft virkaði vel og að sögn heimild- armanna Morgunblaðsins hefur nú verið komist fyrir þann mis- skilning sem varð. Níu bílar skemmd- ust í Akraborg Tryggingar bæta tjónið NÍU bílar urðu fyrir skemmd- um á sunnudag þegar Akra- borgin fékk á sig hnút og tók snaggaralega veltu þannig að bílarnir um borð runnu til. Að sögn Helga Ibsen, fram- kvæmdastjóra Skallagríms hf., sem rekur Akraborgina, gerðist þetta á leið ferjunnar frá Akranesi til Reykjavíkur síðdegis, en þá var mjög vont í sjóinn. Hann segir hins vegar að Akraborgin hafi verið búin að sigla í mun verra veðri fyrr um daginn. Sjóvá-Almennar, sem er tryggingafélag Skallagríms hf., er að meta tjónið á bílun- um en eigendur þeirra munu fá skemmdirnar að fullu bætt- ar, að sögn Helga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.